Erlent

Fréttamynd

Deilur um trúartákn harðna í Evrópu

Deilur um trúartákn, svosem krossa og blæjur, fara harðnandi í Evrópu. Deilt er um hvort eigi að banna þau með öllu á opinberum vettvangi eða hvort menn eigi að fá að velja sjálfir hvort þeir hafa þau uppi. Síðast blossuðu upp deilur um þetta í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Hneyksli í uppsiglingu í Þýskalandi

Hneyksli virðist í uppsiglingu í Þýskalandi eftir að dagblaðið Bild birti myndir af brosandi þýskum friðargæsluliðum í Afganistan að leika sér með hauskúpu. Á einni myndinni má sjá einn friðargæsluliðann halda á höfuðkúpunni upp að kynfærum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Madonna svarar fyrir sig

Bandaríska poppsöngkonan Madonna segir ekkert athugavert við hvernig hún stóð að ættleiðingu á malavískum dreng á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast ekki lögsóknir

Norskum tölvuref, sem búsettur er í Bandaríkjunum, hefur tekist að brjóta dulkóðun á iTunes-forriti Apple-fyrirtækisins.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra Íraks ekki hafður með í ráðum

Bandarískar og íraskar hersveitir gerðu í morgun áhlaup á Sadr-borg, fátækrahverfi í norð-austurhluta Bagdad, höfuðborgar Íraks. Hverfið er höfuðvígi herskáa sjía-klerksins Moqtada al-Sadr. Minnst 4 féllu í átökum og 18 særðust. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segist ekkert hafa vitað af árásinni eða gefið leyfi fyrir henni. Hann hafi ekki verið hafður með í ráðum.

Erlent
Fréttamynd

Þolinmæðin ekki endalaus

George Bush Bandaríkjaforseti segir sívaxandi ofbeldi í Írak mikið áhyggjuefni og að þolinmæði Bandaríkjamanna gagnvart íröskum stjórnvöldum sé ekki óþrjótandi. Árangur í Írak er lykilatriði, að mati forsetans, eigi landið ekki að falla í hendur öfgamanna.

Erlent
Fréttamynd

Vandræði lággjaldaflugfélags fyrsta flugdag

Þeir voru vandræðalegir stjórnendur Oasis lággjaldaflugfélagsins í Hong Kong þegar aflýsa þurfti fyrstu ferð flugfélagsins í dag. Ekki hafði fengist leyfi til að fljúga um rússneska lofthelgi. Vélin átti að fara frá Hong Kong og lenda á Gatwick flugvelli Lundúnum í dag. Stjórnendur Oasis segja þessi mistök ekki á þeirra ábyrgð.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri týndu lífi en stjórnvöld héldu fram

135 fleiri almennir borgarar týndu lífi í átökum eftir kosningar í Eþíópíu í fyrra en stjórnvöld þar í landi hafa haldið fram. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem þingið skipaði til að rannsaka aðdraganda átaka sem blossuðu upp tvívegis eftir þingkosningarnar.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að hræða flokksmenn sína með Hillary Clinton

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, er farinn að reyna að hræða repúblikana til þess að halda tryggð við flokkinn, með því að segja að ef þeir geri það ekki geti Hillary Clinton orðið næsti forseti Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Japanar hafna kjarnorkuvopnum

Forsætisráðherra Japans ítrekaði í dag þá stefnu landsins að smíða ekki kjarnorkuvopn og leyfa þau ekki á japönsku landi.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Boeing dregst saman

Bandaríska flugvélasmiðjan Boeing skilaði 694 milljóna dala eða ríflega 47 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er um 30 prósenta samdráttur á milli ára en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins rétt rúmlega 1 milljarði dala eða 68 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Norður-Kórea sendir Suður-Kóreu tóninn

Í morgun varaði Norður-Kórea Suður-Kóreu við því að taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkjamenn ætla sér að setja koma á og sögðust ennfrekar taka til aðgerða ef svo skyldi verða.

Erlent
Fréttamynd

Afkoma DaimlerChrysler umfram væntingar

Þýsk-bandaríski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler skilaði 892 milljóna evra hagnaði á þriðja ársfjórðungi eða sem svarar til 76,6 milljarða íslenskra króna. Þetta er betri afkoma en greiningaraðilar bjuggust við og 37 milljón evrum eða tæplega 3,2 milljörðum krónum betri afkoma en á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Reynt að draga úr spennu í Líbanon

Í morgun var ákveðið að halda fund milli pólitískra fylkinga í Líbanon til þess að draga úr þeirri spennu sem hefur myndast þeirra á milli eftir að 34 daga stríðinu við Ísrael lauk í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Betri afkoma hjá GM

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 115 milljóna dala taprekstri á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 7,8 milljarða íslenskra króna taprekstrar á tímabilinu sem er talsvert betri afkoma en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Þá er þetta umtalsvert betri afkoma en fyrir ári þegar fyrirtækið tapaði 1,7 milljörðum dala eða rúmlega 116 milljörðum króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna greinir frá ákvörðun sinni um breytingar á stýrivaxtastigi í landinu síðar í dag. Greiningaraðilar á Wall Street í Bandaríkjunum telja flestir líkur á óbreyttum vöxtum en segja bankann munu fylgjast grannt með verðbólguþróun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segjast hafa drepið andófsmenn sem undirbjuggu árás

Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hann hefði vegið 12 andófsmenn í borginni Ramadi í Vestur-Írak í gær. Herinn segir í tilkynningu að mennirnir hafi verið að koma fyrir sprengju í vegkanti í borginni svipaðri þeim sem notaðar hafa verið gegn herbílalestum undanfarin misseri og hafa kostað fjölmarga hermenn lífið.

Erlent
Fréttamynd

Myndaði hálfnakta viðskiptavini

Verslunarstjóri Intersport verslunar, í Svíþjóð, á yfir höfði sér eins árs fangelsi fyrir að mynda viðskiptavini sína mismunandi mikið fáklædda.

Erlent
Fréttamynd

Grass sagður hafa farið í kringum dönsk lög

Svo virðist sem rithöfundurinn Güther Grass, fyrrverandi bókmenntaverðlaunahafi Nóbels, hafi fengið sérmeðferð hjá dönskum yfirvöldum því hann hefur fengið að leigja sumarhús í Danmörku í aldarfjórðung þrátt fyrir að bannað sé að selja útlendingum sumarhús í Danmörku. Formaður Félags fasteignasala í Danmörku segir að svo langur leigusamningur jafngildi kaupum á húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Afkoma Aker Seafoods snýst við

Norska útgerðarfélagið Aker Seafoods skilaði 39 milljónum norska króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 401 milljóna íslenskra króna og nokkur viðsnúningur frá sama tíma fyrir ári þegar félagið skilaði tapi upp á 8 milljónir norskra króna eða tæplega 82,5 milljóna íslenskra króna.

Viðskipti erlent