Erlent

Fréttamynd

Úranvinnsla á öðru stigi

Íranar hafa hafið annars stigs auðgun á úrani en slík vinnsla er talin færa þá nær því að geta búið til kjarnorkusprengju.

Erlent
Fréttamynd

Hefndum hótað

Talibanar saka herlið Atlantshafsbandalagsins í Afganistan um þjóðarmorð og hóta grimmilegum hefndum vegna loftárása á saklausa hirðingja í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Pronk aftur til Súdans

Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Súdan, Jan Pronk, mun snúa aftur til höfuðborgarinnar Khartoum þrátt fyrir að stjórnvöld í Súdan vilji ekki sjá hann. Talsmaður SÞ greindi frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Enn kveikt í strætisvagni í Frakklandi

Tveir vopnaðir menn kveiktu í strætisvagni rétt norður af París, höfuðborg Frakklands, í dag. Franska lögreglan greindi frá þessu. Í dag er eitt ár frá því til alvarlega óeirða kom í Frakklandi. Minningarganga var farin í einu úthverfa Parísar í dag þar sem óeirðirnar í fyrra blossuðu fyrst upp.

Erlent
Fréttamynd

Salerni fyrir kynskiptinga?

Hvaða salerni á kynskiptingur að nota í ítalska þinghúsinu í Róm? Þessari spurningu reyna nú þingmenn að svara á neðri deild þingsins þangað sem kynskiptingur hefur fyrst náð kjöri í Evrópu. Vladimir Luxuria er fæddur karlmaður en gengur um í kvennfötum. Hann á eftir að gangast undir kynskiptiaðger. Kona sem situr á þingi fyrir hægriflokk hefur gert athugasemd við það að Vladimir noti salerni kvenna.

Erlent
Fréttamynd

Argentínumenn vilja kaupa hergögn frá Rússum

Stjórnvöld í Argentínu hafa afhent Rússum eins konar innkaupalista yfir þau hergögn sem Argentínumenn ásælist og vilji kaupa af þeim. Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, greindi frá þessu eftir viðræður við starfsbróður sinn frá Argentínu í dag. Itar-Tass fréttastofan rússneska greinir frá þessu.

Erlent
Fréttamynd

Gefur út handtökuskipun á hendur Pinochet

Dómari í Chile hefur gefið út handtökuskipun á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í landinu vegna glæpa sem framdir voru í leynilegu fangelsi sem starfrækt var í valdatíð hans í Chile.

Erlent
Fréttamynd

Tveim múslimum sleppt úr haldi í Danmörku

Dönsk yfirvöld hafa látið lausa tvo af sjö ungum múslimum sem voru handteknir í Óðinsvéum í september síðasliðnum. Þeir eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk í Danmörku.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðanna í Frakklandi minnst

Að minnsta kosti 500 manns tóku þátt í göngu í Clichy-sous-Bois, úthverfi Parísar, í dag til að minnast tveggja táningspilta sem léstust úr raflosti fyrir ári. Talið var að drengirnir hefðu verið að flýja lögreglu en dauði þeirra leiddi til óeirða meðal fátækra innflytjenda víða um Frakkland þar sem kveikt var í bæði bílum og húsum.

Erlent
Fréttamynd

Allar fóstureyðingar bannaðar

Lög sem banna allar fóstureyðingar hafa verið sett í Níkvaraga. Engu skiptir þótt kona hafi verið fórnarlamb nauðgunar, eða hvort líf hennar sjálfrar er í hættu af barnsburði.

Erlent
Fréttamynd

1,6 prósenta hagvöxtur vestanhafs

Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 1,6 prósent á þriðja ársfjórðungi og hefur ekki verið lægri í þrjú ár. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna er lækkunin að mestu tilkomin vegna lægðar á fasteignamarkaði á tímabilinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vill vernda hjónabandið fyrir samkynhneigðum

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að nota úrskurð dómara í New Jersey í Bandaríkjunum um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra til þess að koma íhaldssömum kjósendum til þess að kjósa í kosningum til öldungadeildar þingsins, sem fara fram 7. nóvember næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Taprekstur hjá Newcastle

Breska knattspyrnufélagið Newcastle skilaði 12 milljóna punda eða 1,5 milljarða króna tapi á síðustu leiktíð. Tapið er að mestu tilkomið vegna minni aðsóknar í kjölfar þess að liðið komst ekki áfram í Evrópukeppni félagsliða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Friðargæsluliðar bjarga nánasta bandamanni Kabila

Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Lýðræðislega lýðveldinu Kongó (Kongó) komu Joseph Kabila, honum Joseph Mobutu Nzanga, til hjálpar í morgun eftir að hann hafði verið umkringdur hermönnum undanfarin sólarhring eftir að ófriður braust út í bæ í norður-Kongó.

Erlent
Fréttamynd

Microsoft skilaði óvænt auknum hagnaði

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði 3,48 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir ríflega 237 milljörðum íslenskra króna, sem er nokkuð meira en greiningaraðilar spáðu. Þeir bjuggust við að tafir á útgáfu Windows Vista, nýjasta stýrikerfi Microsoft, myndu draga úr hagnaði fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

4 slökkviliðsmenn týndu lífi í Palm Springs

Fjórir slökkviliðsmenn týndu lífi og einn brenndist illa þar sem þeir börðust við kjarrelda nærri Palm Springs í Bandaríkjunum í dag. Talið er að eldarnir logi nú á 4.000 hektara svæði og grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. 700 íbúum í nærliggjandi þorpum hefur verið fyrirskipað að flytja frá heimilum sínum. Sumir hafa þurft að fara að heiman án nokkurs fyrirvara og þurft að skilja eftir eigur og gæludýr.

Erlent
Fréttamynd

Um 200 líkamshlutar hafa fundist

Um það bill 200 hundruð líkamshlutar hafa fundist þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður í New York síðan líkamsleifar fundust í holræsi undir staðnum fyrir viku. Turnarnir hrundu í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001. Lík 1.150 fórnarlamba í turnunum hafa ekki fundist.

Erlent
Fréttamynd

Tupperware-listaverk til sýnis

Tupperware er hægt að nota á margan hátt, til að geyma spagettí, til að geyma hafragraut í og hita hann, auk þess sem tupperware er notað til að halda mat ferskum. Það kann því að hljóma sérkennilega að Tupperware sé einnig notað í töskugerð eða listsköpun hvers konar.

Erlent
Fréttamynd

Svartur og hvítur

Reynst getur erfitt að þekkja í sundur tvíbura, sérstaklega ef þeir eru eineggja. Tvíburarnir sem Kerry Richardsson, frá Middlesbro á Englandi, eignaðist fyrir þrettán vikum eru hins vegar eins og svart og hvítt, í bókstaflegri merkingu.

Erlent
Fréttamynd

Andy Taylor hættur í Duran Duran

Andy Taylor, gítarleikari bresku hjómsveitarinnar Duran Duran, er hættur að spila með félögum sínum. Sem stendur er hljómsveitin í tónleikaferð um heiminn og næsti viðkomustaður eru Bandaríkin. Fimm ár eru síðan þessi vinsæla hljómsveit níunda áratugs síðustu aldar kom aftur saman á ný.

Erlent
Fréttamynd

Saklaust fólk drepið

Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í árásum Atlantshafsbandalagsins á bækistöðvar talibana í Suður-Afganistan í vikunni. Talsmenn NATO saka talibana um skýla sér bak við saklaust fólk í bardögum en heimamenn segja þá á bak og burt.

Erlent
Fréttamynd

4 fórust þegar flugvél sænsku strandgæslunnar hrapaði

Fjórir týndu lífi þegar flugvél sænsku strandgæslunnar hrapaði í Falsterbro-sund í Suður-Svíþjóð skömmu eftir hádegi í dag. Að sögn vitna losnaði annar vængurinn frá flugvélinni áður en hún hrapaði. Fjórir voru um borð og hafa allir fundist, látnir.

Erlent