Erlent

Fréttamynd

Evrópusambandið hafnar tilboði Tyrkja

Evrópusambandið hefur hafnað tilboði Tyrkja um að opna eina höfn og einn flugvöll fyrir umferð til og frá Kýpur. Tyrknesk stjórnvöld lögðu tilboðið fram í þeirri von að það myndi liðka fyrir inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið, en aðildarviðræðum var nýlega hætt og þá meðal annars vegna afstöðu Tyrkja til Kýpur.

Erlent
Fréttamynd

Líf á Mars?

Vísindamenn hafa fundið merki um rennandi vatn á Mars. Uppgötvunin eykur verulega líkur á að líf sé að finna á rauðu plánetunni enda er vatn ein af höfuðforsendum þess.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að tugmilljónir séu tapaðar

Óvissa ríkir um sölu á íslenskum landbúnaðarvörum í Bandaríkjunum eftir að verslanakeðjan Whole Foods, sem er sú stærsta í heiminum á sínu sviði, ákvað að hætta markaðssetningu á þeim vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Tugmilljónir króna eru farnar í súginn segir forstjóri matvælafyrirtækisins Norðlenska.

Erlent
Fréttamynd

Brasilískir Kárahnjúkar

Umhverfisverndarsinnar, fiskimenn, gúmmíkvoðusafnarar og Indíánar í vesturhluta Brasilíu hafa tekið höndum saman í baráttu gegn byggingu 560 milljarða króna vatnsorkuvers.

Erlent
Fréttamynd

Af hverju ljúga hjólreiðamenn að löggunni ?

Þýskur hjólreiðamaður hefur viðurkennt, fyrir lögreglunni, að hann hafi logið þegar hann sagði að sex unglingar hefðu ráðist á sig, og veitt sér áverka. Maðurinn kvaðst hafa barist á móti og tekist að hrekja árásarmennina á flótta. Þeir hefðu hlaupið í gegnum limgerði og horfið.

Erlent
Fréttamynd

Gleðilega sekt

Hvað gefur maður þeim sem á allt, í jólagjöf ? Ef þið byggjuð í Hollandi, væri til dæmis hægt að gefa gjafakort sem nær yfir sektir fyrir hraðakstur og önnur umferðarbrot.

Erlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir á evrusvæðinu eftirleiðis 3,5 prósent. Þetta er sjötta stýrivaxtahækkun bankans á árinu til að stemma stigu við aukinni verðbólgu á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíubirgðir jukust í Bandaríkjunum

Greiningardeild Glitnis segir aukna eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum ásamt ágiskunum manna um að OPEC ríkin samþykki að minnka framleiðslu á fundi sínum þann 14. desember hafa valdið lítilsháttar hækkun á olíumarkaði undanfarna daga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ísraelar hafa ekki áhyggjur af skýrslu Íraksnefndarinnar

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, útilokaði í dag viðræður við Sýrland í náinni framtíð og bjóst hann heldur ekki við því að verða var við aukinn þrýsting frá Bandaríkjunum þess efnis þrátt fyrir skýrslu Íraksnefndarinnar sem kom út í gær en hún bendir á að ef einhver árangur á að nást í friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum verði að huga að málefnum Ísraels.

Erlent
Fréttamynd

Mútuþægni mikið vandamál í þróunarlöndum

Obinberir starfsmenn sem þiggja mútur eru gríðarlegt vandamál í þróunarlöndunum og jafnvel nokkrum Evrópusambandslöndum samkvæmt nýrri könnun sem frjálsu félagasamtökin Transparency International stóð að.

Erlent
Fréttamynd

GM dregur úr framleiðslu sportjeppa

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur ákveðið að draga úr framleiðslu á stærri gerðum sportjeppa af gerðinni Chevrolet og GMC. Ákvörðunin var tekin vegna mun minni sölu á bílum af þessari gerð en áætlanir stóðu til, aukinnar samkeppni frá Japan og hærri eldsneytisverð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Indíánar kaupa Hard Rock

Seminole Indíánar í Florida hafa keypt Hard Rock veitingahúsa- og spilavítakeðjuna fyrir tæpa sjötíu milljarða króna. Seljandi er breska Rank samsteypan.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelska hermanninum brátt sleppt

Ísraelska hermanninum sem var rænt af palestínskum vígamönnum í júní verður hugsanlega sleppt á næstunni en þetta sagði Hosni Mubarak, foresti Egyptalands, í blaðaviðtali í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Hnífaárásum fjölgar í Lundúnum

Hnífaárásum í Lundúnum hefur fjölgað á ný, eftir að hafa fækkað í kjölfar mikils átaks gegn hnífaburði, í sumar. Bannað er að bera hnífa í Bretlandi og á meðan á átakinu stóð var yfir eitthundrað þúsund hnífum skilað inn til lögreglunnar, víðsvegar um landið.

Erlent
Fréttamynd

Litvinenko jarðsettur

Rússneski njósnarinn Alexander Litvinenko, sem lést í Lundúnum hinn 23. þessa mánaðar verðurm borinn til grafar þar, í dag. Litvinenko lést úr storfelldri geislaeitrun, og í bréfi sem hann skrifaði fyrir lát sitt, sakaði hann Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að hafa myrt sig.

Erlent
Fréttamynd

Lufthansa fær vélar frá Boeing og Airbus

Hollenska flugfélagið Lufthansa hefur pantað 20 nýjar 747 farþegarflugvélar frá Boeing auk þess að tryggja sér rétt til að kaupa 20 til viðbótar. Þá hefur flugfélagið ennfremur keypt sjö A340 farþegaflugvélar frá Airbus. Samanlagt kaupvirði nemur 6,9 milljörðum bandaríkjadala eða 477 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Knapi lætur lífið

Suður-kóreskur knapi sem tók þátt í Asíuleikunum lést í reiðslysi í morgun. Slysið bar þannig að garði að hesturinn sem hann var á féll ofan á knapann í slæmum aðstæðum en mikil rigning var á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Þremur rænt við ósa Níger

Nígerískir vígamenn réðust í morgun á olíudælustöð í ósum Níger-árinnar og rændu þremur starfsmönnum hennar. Talsmaður olíufyrirtækisins Agip, en það átti stöðina sem var ráðist á, vissi ekki hvort að árásin hefði áhrif á starfsemi dælustöðvarinnar.

Erlent
Fréttamynd

20 tonn af efedríni

Lögreglan í Mexíkó lagði í dag hald á stóra sendingu af efni sem notað er við gerð methamfetamíns. Alls fundust 20 tonn af efninu efedrín í borginni Michoacan en hún er talin ein helsta umskipunarhöfn fyrir eiturlyf á leið til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkir gefa eftir

Tyrkir ætla sér að opna eina höfn og einn flugvöll fyrir umferð frá Kýpur en löndin tvö hafa átt í deilum allt síðan Tyrkir réðust inn á norðurhluta eyjunnar og hertóku hana árið 1974. Frá þessu skýrði finnsk sjónvarpsfréttastöð í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Slæmt ástand í Víetnam

Alls er talið að 59 manns hafi týnt lífi og 29 týnst en um 120 þúsund hús eru talin hafa eyðilagst af völdum hitabeltisstormsins Durian en hann fór yfir landið snemma á þriðjudagsmorguninn.

Erlent
Fréttamynd

Kabila orðinn forseti

Joseph Kabila, fyrrum uppreisnarhermaður og bráðabirgðaforseti, varð í gær fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Austur-Kongó síðan landið fékk sjálfstæði árið 1960. Kabila var nýlega lýstur sigurvegari forsetakosninganna í landinu en landið er eitt það stærsta og gjöfulasta í allri Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Gates orðinn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna

Öldungadeild bandaríska þingsins staðfesti í gærkvöldi Robert Gates sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Gates vakti athygli fjölmiðla á þriðjudaginn þegar hann sagði að Bandaríkin væru ekki að vinna stríðið í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Vatn á Mars?

Vísindamenn Geimferðastofnunnar Bandaríkjanna skýrðu frá því í gærkvöldi að nýjar myndir af plánetunni Mars sýndu að á henni gæti verið rennandi vatn.

Erlent
Fréttamynd

Fötin í jólaköttinn

Útlit er fyrir slaka jólaverslun í Bretlandi þessi jólin og gæti hún orðið sú versta í aldarfjórðung miðað við sölutölur í nóvember. Einkum hefur sala á fatnaði og skóm brugðist með þeim afleiðingum að kaupmenn grípa í örvæntingu til þess ráðs að selja jólafötin með verulegum afslætti.

Viðskipti innlent