Erlent

Fréttamynd

17 farist í sprengingum í morgun

17 hafa látist og fleiri en 40 særst í sprengingum í Írak í morgun. Alls hafa fimm bílasprengjur sprungið víðs vegar í Bagdad það sem af er degi. Árásirnar hafa allar átt sér stað á mörkuðum en þeir eru mjög fjölfarnir á morgnanna.

Erlent
Fréttamynd

Þingmenn á móti fjölgun hermanna

Þrír leiðandi öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem lýsir því yfir að Bandaríkjamenn eigi ekki að afjölga hermönnum í Írak. Tillagan er hins vegar ekki bindandi og hefur ekkert lagalegt gildi og því er líklegt að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, muni láta hana sem vind um eyru þjóta.

Erlent
Fréttamynd

Fundað um Mið-Austurlönd

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, sagði frá því í morgun að þau fjögur lönd sem hafa átt í viðræðum um friðarferlið í Mið-Austurlöndum muni hittast í Washington í Bandaríkjunum 2. febrúar.

Erlent
Fréttamynd

Nikótín aukið um 11%

Tóbaksfyrirtæki juku magn nikótíns í sígarettum um 11% á árunum 1998 til 2005 til þess að gera reykingamönnum erfiðara að hætta að reykja. Þetta kom fram í rannsókn Harvard háskóla sem kom út í dag. Rannsóknin studdi niðurstöður heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunum en þau höfðu gert svipaða rannsókn á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Sögulegar kosningar í uppsiglingu

Þó svo að nærri tvö ár séu í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru fjölmiðlar vestra farnir að spá sögulegri baráttu. Barack Obama, þingmaður demókrata, tilkynnti um framboð sitt á þriðjudaginn var og talið er að hann eigi eftir að berjast um tilnefningu flokksins við Hillary Clinton, eiginkonu Bills Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Vilja eignast blómakeðjuna Blooms

Fjárfestahópur sem samanstendur af Baugi Group, fjárfestingarfélagi Skotans Toms Hunter og Halifax Bank of Scotland, vinnur að því að taka yfir bresku garðvörukeðjuna Blooms of Bressingham, að sögn Financial Times. Þetta er sami hópur og tók yfir Wyevale Garden Centres í apríl í fyrra fyrir fjörutíu milljarða króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alþjóðlegur eiturlyfjahringur upprættur

Hundrað og sautján manns voru handtekin víðs vegar um heiminn í gær vegna gruns um að vera meðlimir alþjóðlegs eiturlyfjahrings. Lögreglan í Kólumbíu átti frumkvæðið að rannsókninni en eiturlyfjahringurinn starfaði víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi og Dómíníkanska lýðveldinu.

Erlent
Fréttamynd

29 manns fastir í námu í Kína

Sex mönnum var í nótt bjargað úr námu í Norður-Kína. Flætt hafði inn í hana og voru þrjátíu og fimm verkamenn fastir inni í námunni. Ekki er vitað um afdrif þeirra sem enn eru fastir í henni. Björgunarmönnum tókst að gera loftgat inn í rýmið sem námumennirnir voru í og var það síðan víkkað svo einhverjir kæmust út.

Erlent
Fréttamynd

Heimsendir í nánd

Stjarneðlisfræðingurinn og hugsuðurinn Stephen Hawking segir jarðarbúum stafa meiri ógn af loftslagsbreytingum en hryðjuverkum og hvetur til stríðs gegn þeim. Mínútuvísir dómsdagsklukkunnar svokölluðu var færður fram um tvær mínútur í dag og lét Hawking þessi ummæli falla við það tækifæri.

Erlent
Fréttamynd

Legígræðsla undirbúin

Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn.

Erlent
Fréttamynd

Komst heim eftir rúm 30 ár í gíslingu

Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar.

Erlent
Fréttamynd

Stjórn Stork í órétti

Hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork hefur verið meinað að verja stjórn fyrirtækisins falli á hluthafafundi á morgun með því að beita atkvæðarétti nýútgefinna hlutabréfa. Dómur þar að lútandi féll í Hollandi fyrir stundu. Matvælavinnsluvélafyrirtækið Marel, sem einnig á hlut í Stork, hefur áhuga á að kaupa Stork Food Systems, matvælahluta Stork.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

AMR snýr frá taprekstri til hagnaðar

Bandaríska flugsamsteypan AMR Corp., móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði 17 milljóna dala hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir tæpum 1,2 milljarða króna hagnaði sem er viðsnúningur frá milljarða taprekstri á sama tíma árið 2005.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ísrael: Yfirmaður hersins hættur

Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna rannsóknar hersins á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon í fyrrasumar. Þrýst hefur verið á afsögn hans allt frá því átökum lauk.

Erlent
Fréttamynd

ESB: Áhersla á stjórnarskrá

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009.

Erlent
Fréttamynd

10 létust og 42 særðust

10 manns létust og 42 særðust í Kirkuk í Írak morgun þegar sjálfsmorðssprengjumaður klessti bifreið sinni, sem var hlaðin sprengiefnum, á lögreglustöð. Þetta kom fram í yfirlýsingum frá sjúkrahúsum og lögreglu á svæðinu. Vitni sögðu að hús í nágrenninu hefðu hrunið og að margir væru enn fastir í rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Magnús Magnússon jarðsunginn í Skotlandi

Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi nú skömmu fyrir hádegi. Magnús lést á heimili sínu sunnudaginn 7. janúar síðastliðinn, 77 ára að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Óbreytt verðbólga á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í desember, samkvæmt endanlegum tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birtar voru í dag. Þetta er í samræmi við bráðabirgðatölur, sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Verðbólga mældist minnst í Finnlandi en mest á Grikklandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aukinn viðbúnaður í Rússlandi

Lögreglumönnum í stærstu borgum Rússlands var í dag fjölgað um rúmlega fimm þúsund til þess að bregðast við aukinni hryðjuverkaógn í landinu. Í gær sendu yfirvöld í Rússlandi frá sér yfirlýsingu um að hryðjuverkamenn gætu gert árásir á samgöngukerfi stærstu borga Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Boeing komið fram úr Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus seldi færri flugvélar á síðsta ári en árið á undan. Airbus seldir 824 nýjar flugvélar á árinu samanborið við 1050 vélar sem Boeing seldi á sama tíma. Þetta staðfestir að Boeing hefur tekið fram úr Airbus sem umsvifamesti flugvélaframleiðandi í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn funda

Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Christopher Hill, sagði frá því í dag að hann hefði átt sex klukkustunda langan fund með fulltrúa Norður-Kóreu í Berlín í gær. Fundurinn gekk vel og ákveðið var að halda fleiri. „Við búumst við því að ræðast við í dag og í fyrramálið.“ sagði Hill við fréttamenn í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu Rússarnir komnir í leitirnar?

Fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Rússlandi hafa fundið elstu vísbendingar um veru manna í Evrópu í Rússlandi. Mannvistarleifarnar, sem eru frá steinöld og talið er að séu um 45 þúsund ára gamlar, fundust við bæinn Kostenki um fjögur hundruð kílómetrum suður af Moskvu. Undrun sætir hversu austarlega í álfunni mannvistarleifarnar fundust.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nintendo sigurvegari

Margir velta því fyrir sér hvernig Sony muni reiða af í baráttu leikjatölvuframleiðendanna þriggja á árinu. Flestir eru þó sammála um að Sony hafi lotið í lægra haldi fyrir Nintendo, sem sló óvænt í gegn með nýrri leikjatölvu undir lok síðasta árs.

Leikjavísir
Fréttamynd

Íranar skjóta niður njósnavél Bandaríkjanna

Írönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu skotið niður njósnavél bandaríska hersins. Vélin var ómönnuð og var á könnunarflugi við landamæri Íraks og Íran. Talsmaður íranskra yfirvalda vildi ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á atvikinu né nokkur önnur atriði.

Erlent
Fréttamynd

ESB og Kína í viðræðum

Evrópusambandið og Kína eru nú í viðræðum til þess að bæta samband sitt og hefur Evrópusambandið ákveðið að opna lagaskóla í Kína til þess að bæta samskipti aðilanna tveggja. Skólinn á að leggja áherslu á höfundarréttarlög og á að veita kínverskum forstjórum kennslu.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin senda flugmóðurskip til Persaflóa

Bandaríkjamenn hafa sent flugmóðurskipið John C. Stennis, sem hefur 3.200 manna áhöfn, áleiðis til Persaflóa. Verður það búið alls 80 árásar- og sprengjuvélum. Verður þetta í fyrsta sinn síðan við upphaf innrásarinnar í Írak árið 2003 sem tvö flugmóðurskip verða í flóanum.

Erlent
Fréttamynd

Ban hittir Bush

Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, tók á móti nýjum aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, í Hvíta húsinu í gær. Bush sagði þar að Bandaríkin vildu vinna með Sameinuðu þjóðunum að friði með því að breiða út frelsi um heim allan.

Innlent
Fréttamynd

Megrunartyggjó mögulega á markað

Án efa gleðjast margir jórtrarar yfir fréttum af því að megrunartyggjó sé væntanlegt á markað. Breskir vísindamenn þróa nú lyf hlaðið hormóni sem dregur úr svengdartilfinningu og hægt verður að nota í tyggjó eða jafnvel nefúða.

Erlent
Fréttamynd

Þrír Íslandsvinir hrepptu verðlaun

Þrír Íslandsvinir hrepptu samtals fjórar styttur þegar Golden Globe verðlaunin voru afhent í Hollywood í gærnótt. Helen Mirren hlaut tvenn verðlaun fyrir leik sinn í tveimur myndum um Englandsdrottningar, Forest Whitaker ein fyrir túlkun sína á einræðisherranum Idi Amin, og Clint Eastwood fyrir erlenda mynd. Það eru erlendir gagnrýnendur og blaðamenn í Hollywood sem veita Gullhnettina á hverju ári og eru þessi verðlaun sögð vísbending um hverjir hafa betur í baráttunni um Óskarsstytturnar í næsta mánuði. Í nótt var breska leikkonan Helen Mirren verðlaunuð fyrir að túlka tvær Elísabetur, það er Elísabetu fyrstu Englandsdrottningu í sjónvarpsþáttaröð um hana og Elísabetu aðra í myndinni "Drottningin" sem fjallar um dauða Díönu prinsessu af Wales og eftirmála hans. Whitaker mun að mati gagnrýnenda hafa unnið leiksigur með túlkun sinni á Idi Amin í myndinni Síðasti konungur Skotlands. Amin stjórnaði Austur-Afríkuríkinu Úganda með harðri hendi á áttunda áratug síðustu aldar. Besta drama-myndin var valin Babel með þeim Brad Pitt og Cate Blanchett í aðalhlutverkum. Á Golden Globe verðlaunahátíðinni eru gaman- eða söngvamyndir verðlaunaðar sérstaklega. Besta mynd úr þeim hópi var valin söngvamyndin um Draumastúlkunar. Grínarinn Eddie Murphy er þar í aukahlutverki og var verðlaunaður fyrir. Sacha Baron Cohen var valinn besti aðalleikari í gamanmynd fyrir túlkun sína á kasakska fréttamanninum Borat í samnefndri mynd. Í ræðu sinni þakkaði Cohen öllum þeim Bandaríkjamönnum sem hefðu ekki lögsótt hann vegna myndarinnar. Meryl Streep hreppti hnossið sem aðalleikona í gamanmynd fyrir myndina Djöfullinn klæðist Prada. Martin Scorsese var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina Departed og besta erlenda myndin var Letters from Iwo Jima eftir Clint Eastwood. Besti dramaþátturinn var Læknalíf, eða Greys Anatomy, og besti gamanþátturinn Ljóta Bettý.

Erlent