Nintendo sigurvegari 17. janúar 2007 10:03 Wii-leikjatölvan. Margir velta því fyrir sér hvernig Sony muni reiða af í baráttu leikjatölvuframleiðendanna þriggja á árinu. Flestir eru þó sammála um að Sony hafi lotið í lægra haldi fyrir Nintendo, sem sló óvænt í gegn með nýrri leikjatölvu undir lok síðasta árs. Nýjasta leikjatölva Sony, PlayStation 3, kom á markað í Japan í nóvember á síðasta ári, rúmum hálfum mánuði áður en Wii-tölvan frá Nintendo leit dagsins ljós. Sala Sony í Japan er hins vegar talsvert undir væntingum. Fyrirtækið áætlaði að selja allt að einnni milljón leikjatölva frá útgáfudegi, 11. nóvember, til ársloka. Reyndin er hins vegar sú að salan nemur tæplega 467.000 leikjatölvum. Nintendo hefur á sama tíma farið langt fram úr Sony og selt um tvöfalt fleiri leikjatölvur frá byrjun desember, þegar leikjatölvan kom út í Japan, til loka síðasta árs. Microsoft rekur svo lestina á leikjatölvumarkaðnum þrátt fyrir að hafa náð umtalsverðu forskoti með því að setja Xbox 360-leikjatölvuna á markað í desember í hitteðfyrra. Fyrirtækið hefur fram til þessa selt tæpar 300.000 leikjatölvur og ljóst að það hefur ekki náð að nýta sprettinn eins vel og vonir stóðu til. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Margir velta því fyrir sér hvernig Sony muni reiða af í baráttu leikjatölvuframleiðendanna þriggja á árinu. Flestir eru þó sammála um að Sony hafi lotið í lægra haldi fyrir Nintendo, sem sló óvænt í gegn með nýrri leikjatölvu undir lok síðasta árs. Nýjasta leikjatölva Sony, PlayStation 3, kom á markað í Japan í nóvember á síðasta ári, rúmum hálfum mánuði áður en Wii-tölvan frá Nintendo leit dagsins ljós. Sala Sony í Japan er hins vegar talsvert undir væntingum. Fyrirtækið áætlaði að selja allt að einnni milljón leikjatölva frá útgáfudegi, 11. nóvember, til ársloka. Reyndin er hins vegar sú að salan nemur tæplega 467.000 leikjatölvum. Nintendo hefur á sama tíma farið langt fram úr Sony og selt um tvöfalt fleiri leikjatölvur frá byrjun desember, þegar leikjatölvan kom út í Japan, til loka síðasta árs. Microsoft rekur svo lestina á leikjatölvumarkaðnum þrátt fyrir að hafa náð umtalsverðu forskoti með því að setja Xbox 360-leikjatölvuna á markað í desember í hitteðfyrra. Fyrirtækið hefur fram til þessa selt tæpar 300.000 leikjatölvur og ljóst að það hefur ekki náð að nýta sprettinn eins vel og vonir stóðu til.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira