Erlent

Fréttamynd

Spá sexföldum hagnaði hjá Sony

Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Mikil kostnaður við gerð og markaðssetningu á PlayStation 3 leikjatölvunni setti skarð í afkomutölur Sony á síðasta ári.

Leikjavísir
Fréttamynd

Orðrómur um yfirtöku á Barclays

Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hafa hækkað nokkuð á markaði í dag eftir að orðrómur barst þess efnis að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í hann. Barclays vinnur að yfirtöku á hollenska bankanum ABN Amro. Bitinn er hins vegar sagður stór fyrir breska bankann.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tyrkneska herstjórnin vill ráðast inn í Írak

Yfirmaður Tyrkneska herráðsins sagði í gær að frá hernaðarsjónarmiði væri nauðsynlegt að ráðast gegn kúrdiskum uppreisnarmönnum í Norður-Írak. Tyrkir hafa gert margar slíkar árásir á umliðnum árum, en ekki síðan bandamenn hernámu Írak árið 2003. Yfirmaður herráðsins tók fram að ekki hefði enn verið farið fram á það við stjórnvöld að þau leyfðu herför inn í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu grunaðir fjöldamorðingjar í Noregi

Norska lögreglan er nú að rannsaka fortíð allt að tuttugu manna frá Rúanda sem búa í Noregi. Þeir eru grunaðir um að hafa tekið þátt í fjöldamorðunum í heimalandi sínu árið 1994. Norsk yfirvöld hafa fengið upplýsingar um fólkið frá yfirvöldum í Rúanda.

Erlent
Fréttamynd

Hjálp - hún er handjárnuð við rúmgaflinn

Ástaleikurinn fékk vandræðanlegan endi hjá pari í Borås, í Svíþjóð í gær. Handjárnin fóru í baklás og konan var föst við rúmgaflinn. Eftir að hafa reynt allt sem þeim datt í hug, var ekki um annað að ræða en hringja í lögregluna, sem kom fljótlega á vettvang.

Erlent
Fréttamynd

Handleggurinn kominn á aftur

Læknar á Tævan hafa grætt handlegginn aftur á dýralækninn Chang Po-yo, en 200 kílóa Nílar krókódíll reif hann af honum í gær. Krókódíllinn var eitthvað veikur og Chang skaut í hann pílu með deyfilyfjum til þess að geta gefið honum lyf. Þegar hann hélt að skepnan væri sofnuð stakk hann handleggnunum í gegnum netgirðingu til þess að ná í píluna.

Erlent
Fréttamynd

Átök á milli lögreglu og innflytjenda

Óeirðalögreglu í Mílanó á Ítalíu lenti í gærkvöldi saman við kínverska innflytjendur. Mótmælin voru tilkomin vegna þess sem þeir segja kynþáttamisréttis. Fleiri en 100 kínverjar tóku þátt í mótmælunum og þurftu um 20 manns að leita á sjúkrahús eftir átökin.

Erlent
Fréttamynd

Útvarpsmaður rekinn vegna niðrandi ummæla

Bandaríska útvarps- og sjónvarpsstöðin CBS hefur rekið einn af þáttastjórnendum sínum, Don Imus, eftir að hann gerðist sekur um að úthúða körfuboltaliði svartra stúlkna vegna kynþáttar þeirra. Hann kallaði þær „heysátu-hórur“ (e. nappy-headed ho´s) en nappyhead er niðrandi orðatiltæki um hár svartra og ho er slangur yfir hórur.

Erlent
Fréttamynd

Salan batnar hjá Wal-Mart

Sala jókst umfram væntingar hjá bandarísku verslanakeðjunni Wal-Mart, einni stærstu stórmarkaðakeðju í heimi í mars. Innkaup á varningi tengdum páskunum eiga stóran hlut að máli. Stjórn verslanakeðjunnar segir hins vegar enn nokkuð í land að áætlanir fyrir yfirstandandi mánuð muni standast. Greinendur fylgjast grannt með Wal-Mart þessa dagana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eldar í Los Angeles

Miklir eldar geisa nú í hæðum Los Angeles. Hafa þeir þegar skemmt nokkur heimili en mikill vindur er í borginni. Vindhraði hefur náð allt að 80 kílómetrum á klukkustund. Upptök eldsins voru á þann hátt að vindhviða feikti rafmagnslínum um koll sem kveiktu í þurru grasi í hæðunum. Slökkviliðsmenn hafa náð stjórn á eldinum en um 200 eru á staðnum auk þess sem þyrlur eru notaðar í baráttunni við eldinn. Minni eldar kviknuðu einnig annars staðar í og við Los Angeles en þeir ollu litlu sem engu tjóni.

Erlent
Fréttamynd

Stjórn Alþjóðabankans íhugar örlög Wolfowitz

Stjórn Alþjóðabankans fundaði í morgun um örlög forseta hans, Paul Wolfowitz. Háværar raddir heyrðust um að hann ætti að segja af sér en hann hækkaði stöðu og laun konu sem hann átti í sambandi við. Hann hefur þegar beðist afsökunar á hegðun sinni og sagt að hann muni hlíta niðurstöðu stjórnarinnar, sama hver hún verði.

Erlent
Fréttamynd

Berezovsky segist vera að undirbúa byltingu

Boris Berezovzky, einn af helstu vinum Alexanders Litvinenko, fyrrum njósnarans sem var myrtur í fyrra, sagði í viðtali við breska blaðið Guardian að hann ætlaði sér að velta Vladimir Pútin, forseta Rússlands, af stóli. Ef þyrfti, sagðist Berezovsky vera tilbúinn til þess að beita ofbeldi. Rússar hafa sagt að þeir muni hefja rannsókn á fullyrðingum Berezovskys.

Erlent
Fréttamynd

Jarðskjálfti skekur Mexíkó

Jarðskjálfti upp á sex á Richer skók Mexíkó í morgun. Íbúar Mexíkóborgar og Acapulco flúðu út á götur en enn er ekki vitað hvort einhver hafi slasast í skjálftanum. Rafmagn fór af hluta borgarinnar vegna skjálftans sem varð að hádegi að staðartíma. Hann átti upptök sín á strandsvæðinu Guerrero sem er um 65 kílómetra frá Acapulco.

Erlent
Fréttamynd

Þrír létust er dráttarbát hvolfdi

Þrír norðmenn létust og fimm er enn saknað eftir að dráttarbáturinn Bourbon Dolphin hvolfdi rétt 75 sjómílum norðan við Hjaltland. Í gærkvöldi fundust tíu manns og voru þrír látnir. Tvær þyrlur, kafarar og þrjú skip voru á svæðinu að leita. Sjóherinn hélt leit áfram í alla nótt og þyrla frá strandgæslunni bresku hefur leit þegar birtir. Ekki er vitað með vissu af hverju bátnum hvolfdi.

Erlent
Fréttamynd

Sæðisfrumur úr stofnfrumum

Hópur vísindamanna tilkynnti í dag að þeim hefði tekist að búa til vísi að sæðisfrumum úr beinmerg. Ef þeir síðan vaxa og verða að fullgildum sæðisfrumum, sem vísindamennirnir vonast til að verði innan fimm ára, verður hægt að nota þær í frjósemisaðgerðum.

Erlent
Fréttamynd

Írakska þingið fordæmir sprengjuárás

Írakska þingið mun halda sérstakan fund í dag til þess að fordæma sjálfsmorðsárásina í gær. Bandaríski herinn sagði að átta manns hefðu látið lífið þegar að maður sprengdi sig upp á veitingastað í þinghúsinu. Árásin er stærsta árás sem gerð hefur verið innan Græna svæðisins svokallaða en gríðarleg öryggisgæsla er í kringum það og inni á því.

Erlent
Fréttamynd

Lekandi orðinn að vandamáli í Bandaríkjunum

Læknar virðast hættir að geta læknað kynsjúkdóminn lekanda ef marka má nýjustu rannsóknir smitsjúkdómadeildar Bandaríkjanna. Tilfellum hefur fjölgað frá því að vera aðeins 1% smitaðir yfir í að verða 13% á aðeins síðustu fimm árum. Ástæðan er talin vera sú að læknar eru nú í auknum mæli farnir að láta fólk fá of sterkt pensillín við kvefi og öðrum slíkum kvillum. Af þeim sökum byggir líkaminn upp mótefni við pensillíninu og það hættir að virka. Yfirmaður smitsjúkdómadeildar Bandaríkjanna segir að nú þurfi að fara gefa enn sterkari lyf við kynsjúkdómum en áður til þess að lækna þá. Þess má geta að lekandi er ekki landlægur kynsjúkdómur hér á landi en nokkur tilvik koma alltaf upp á ári hverju.

Erlent
Fréttamynd

Enn og aftur sannast skaðsemi reykinga

Enginn sleppur við að verða fyrir skaða af sígarettureyk ef marka má nýja könnun sem framkvæmd var í Póllandi. Hefur nú komið í ljós að meira að segja þeir ungu og hraustu verða líka fyrir miklum skaða af sígarettureyk þar sem hjartað fær ekki að slaka á á milli slaga. En hingað til hefur því verið haldið fram að þeir ungu og hraustu þoli sígarettureyk einna best. Rannsóknin var gerð á 66 hraustum einstaklingum á aldrinum 20 til 40 ára. Helmingur þeirra hafði reykt 10-25 sígarettur á dag í 6-20 ár. Óreglulegir hjartslættir komu enn fram tveim tímum eftir að þeir luku við síðustu sígarettu.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á sjálft þinghúsið

Átta biðu bana og fjölmargir slösuðust þegar öflug sprengja var sprengd í þinghúsinu í Bagdad í dag. Árásin er reiðarslag fyrir íröksku stjórnina og þau ríki sem hernámu landið því hún er táknræn fyrir hversu ástandið þar er slæmt og hve máttlítil yfirvöld eru í baráttu sinni við uppreisnarmenn.

Erlent
Fréttamynd

Kafbátur fyrir almenning

Bandaríska fyrirtækið US Submarine framleiðir kafbáta af ýmsum stærðum og gerðum fyrir almenning. Nýjasta faratækið er sannkaðaður lúxusdallur. Báturinn er 65 metra langur og með þrjú þilför. Hann er því aðeins átta metrum styttri en risaflugvélin Airbus 380. Báturinn ber tegundarnafnið Phoenix 1000.

Erlent
Fréttamynd

Ekki gefa konum langt nef

Tvær Saudi-Arabiskar eiginkonur reiddust eiginmanni sínum svo mjög, þegar hann sagðist ætla að kvænast þriðju konunni, að þær réðust á hann og bitu hann í nefið. Judaie Ibn Salem hélt að hann gæti leyst deilu um skiptingu á heimilisplássinu, með hótun um þriðju eiginkonuna. Það varð þó aðeins til þess að magna deiluna.

Erlent
Fréttamynd

900 krónur til Bandaríkjanna

Stjórnendur Ryanair eru að undirbúa stofnun systurflugfélags til að hefja flug til Bandaríkjanna með 30-50 véla flugflota. Ryanair, sem er stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, ætlar að hefja þetta flugið á næstu þrem til fjórum árum. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair segir að farmiðarnir muni kosta allt niður í tæpar níuhundruð íslenskar krónur.

Erlent
Fréttamynd

ACHTUNG !

Lucio býr í Aubstadt í suðurhluta Þýskalands. Hann skildi ekkert í því þegar hann fékk kvaðningu frá þýska hernum um að hann ætti að mæta til herþjónustu innan tíu daga. Ellegar hefði hann verra af. Lucio skilur satt að segja afskaplega lítið í flestum hlutum því hann er ekki nema fjögurra vikna gamall.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 3,75 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sagði varaði hins vegar við því að bankinn muni að líkindum hækka vextina í júní.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rússland ekki á meðal lýðræðisríkja

Rússland og Írak fá ekki aðgöngu að samtökum lýðræðisríkja. Alþjóðleg nefnd sérfræðinga mun tilkynna það í næstu viku. Bandaríkin áttu frumkvæði að stofnun hópsins og á hann að stuðla að auknu frjálsræði í stjórnmálum. Sérfræðinganefndin mun mæla með því að 100 ríki verði boðuð til ráðherrafundar lýðræðisríkja en hann verður haldinn í borginni Bamoko í Malí.

Erlent
Fréttamynd

Tívolí opnað um næstu helgi

Tívolí í Kaupmannahöfn verður opnað um næstu helgi og að venju er þar að finna ýmsar nýjungar. Nú gefst börnum á öllum aldri til dæmis tækifæri til þess að sigla umhverfis jörðina með Nemo, skipstjóra á kafbátnum Nautilusi. Í þessum nýja rússíbana er gusugangur, risakolkrabbar og einir tólf kafbátar.

Erlent
Fréttamynd

Biðin styttist í lækkun reikigjalda

Iðnnefnd ESB hefur lagt til tvenns konar þak á reikigjöld fyrir notkun farsíma erlendis. Eitt gjald verður fyrir hringingu úr farsímum og annað fyrir móttöku símtala erlendis. Nefndin gengur í tillögum sínum nokkuð lengra en framkvæmdastjórn ESB lagði til í fyrra en hún horfir til þess að lækka reikigjöldin um allt að 70 prósent. Kosið verður um málið á Evrópuþinginu í næsta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krókódíll reif handlegg af dýralækni

Stór krókódíll beit handlegginn af dýralækni í dýragarði í Tævan, í gær. Dýralæknirinn var að svæfa skepnuna og hafði skotið í það pílu með deyfilyfjum. Þegar krókódíllinn var kyrr orðinn, gekk læknirinn að honum til þess að fjarlægja píluna. En krókódíllinn snarsneri sér þá og reif af honum handlegginn.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging í írakska þinginu

Mikil sprenging varð í írakska þinghúsinu rétt í þessu og talið er að fjölmargir hafi látið lífið. Vitni sögðu að svo virtist sem sprengingin hefði átt sér stað á veitingastað í þinghúsinu þegar margir þingmenn voru á staðnum. Sky News segja að sex þingmenn hafi látið lífið og fjölmargir særst. Í ljós hefur komið kom að sjálfsmorðssprengjumaður var að verki.

Erlent