Erlent

Tuttugu grunaðir fjöldamorðingjar í Noregi

Óli Tynes skrifar
Um 800 þúsund voru myrtir á þrem mánuðum, í Rúanda.
Um 800 þúsund voru myrtir á þrem mánuðum, í Rúanda.

Norska lögreglan er nú að rannsaka fortíð allt að tuttugu manna frá Rúanda sem búa í Noregi. Þeir eru grunaðir um að hafa tekið þátt í fjöldamorðunum í heimalandi sínu árið 1994. Norsk yfirvöld hafa fengið upplýsingar um fólkið frá yfirvöldum í Rúanda.

Siri Frigård, ríkissaksóknari í Noregi, segir í viðtali við Bergens Tidende að verið sé að skoða fortíð allt að tuttugu ákveðinna aðila sem búi þar í landi. Embætti hennar hafi fengið lista frá ríkissaksóknara í Rúanda, með nöfnum þessa fólks.

Talið er að 800 þúsund manns hafi verið myrtir á þrem mánuðum, í Rúanda, árið 1994. Það var fólk af ættbálki Hútúa sem myrtu fólk af ættbálki Tútsa. Fjölmargir Hútúar voru einnig myrtir fyrir að reyna að bjarga nágrönnum sínum af Tútsi-ættum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×