Erlendar

Fréttamynd

Hakkinen útilokar ekki frekari akstur

Fyrrum heimsmeistarinn Mika Hakkinen frá Finnlandi útilokar ekki að hann muni aðstoða McLaren liðið frekar með tilraunaakstri en hann ók nokkra hringi fyrir liðið í vikunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Grönholm með gott forskot

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford hefur 28 sekúndna forskot á landa sinn og liðsfélaga Mikko Hirvonen eftir fyrsta keppnisdag í Bretlandsrallinu í dag. Grönholm hafði lýst því yfir fyrir keppnina að hann hefði áhyggjur af leðjunni á vegunum í Wales, en hann hefur ekið mjög vel þrátt fyrir erfið skilyrði.

Sport
Fréttamynd

Nowitzki stefnir á að vera með í kvöld

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur fengið grænt ljós frá læknum Dallas Mavericks að spila með liðinu gegn Sacramento Kings í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf tvö eftir miðnætti. Nowitzki fékk fingur í augað í leik á dögunum og spilaði aðeins 10 mínútur í sigri Dallas á Toronto í fyrrakvöld - en það var 11. sigurleikur liðsins í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Southgate kallar á breytingar

Gareth Soutgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, vill að breytingar verði gerðar svo landsliðsmönnum sé kleift að sækja þjálfaranámskeið. Southgate er sjálfur á undanþágu með að stýra liði Boro, en hann bendir á að aðeins sé hægt að sækja námskeið í þjálfun á sumrin og að þá hafi landsliðsmenn engan tíma til að sækja slík námskeið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Wallwork á sjúkrahúsi eftir hrottalega líkamsárás

Ronnie Wallwork, leikmaður West Brom og fyrrum leimaður Manchester United, er nú á sjúkrahúsi eftir að árásarmaður stakk hann sjö sinnum á bar í Manchester. Wallwork fékk stungusár á hönd, maga og bak, en er þó ekki talinn í lífshættu. Wallwork hefur verið sem lánsmaður hjá Barnsley í vetur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bryant fór hamförum gegn Utah

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt sem leið og það var Kobe Bryant hjá LA Lakers sem stal senunni eins og svo oft áður þegar hann skaut lið Utah Jazz í kaf upp á sitt einsdæmi í 132-102 sigri Lakers. Bryant skoraði 52 stig í leiknum, þar af 30 stig í þriðja leikhlutanum einum saman.

Körfubolti
Fréttamynd

Við vinnum Tottenham

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga og vælir nú sáran undan leikjaniðurröðun í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur þó litlar áhyggjur af grannaslagnum við Tottenham á morgun og á þar ekki von á neinu öðru en sigri.

Enski boltinn
Fréttamynd

Henrik Larsson lánaður til Manchester United

Sænska markamaskínan Henrik Larsson hefur samþykkt að fara til Manchester United sem lánsmaður í janúar. Larsson er 35 ára gamall og hefur leikið með liði Helsingborg í heimalandi sínu síðan hann varð Evrópumeistari með Barcelona í vor.

Enski boltinn
Fréttamynd

LA Lakers - Utah Jazz í beinni í nótt

Það verður mjög athyglisverður leikur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í nótt þar sem LA Lakers tekur á móti Utah Jazz. Liðin hafa bæði byrjað leiktíðina vonum framar og situr Utah í efsta sæti deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Newcastle tryggði sér toppsætið

Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle tryggði sér í kvöld toppsætið í H-riðli í Evrópukeppni félagsliða þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Frankfurt á útivelli. Þetta var síðasti leikur liðsins í riðlinum, en Newcastle hefur gengið ágætlega í Evrópukeppninni til þessa líkt og hinum ensku liðunum sem leika í sömu keppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Terry ákærður fyrir ummæli sín

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur ákært John Terry, fyrirliða Chelsea, fyrir ummæli sín í garð Graham Poll dómara eftir að hann vísaði Terry af velli í leik Tottenham og Chelsea fyrr í þessum mánuði. Terry hefur verið veittur frestur til 15. desember til að svara fyrir sig í málinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

James íhugaði að raka af sér hárið

Markvörðurinn David James hjá Portsmouth segist hafa íhugað að raka af sér allt hárið á dögunum eftir að nýjasta hárgreiðslan hans varð miðpunktur athyglinnar í breskum fjölmiðlum um síðustu helgi. Hárgreiðslu James var líkt við vel smurða hárgreiðslu Ofurmennisins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gatlin reynir fyrir sér í NFL

Spretthlauparinn Justin Gatlin sem á yfir höfði sér ævilangt keppnisbann fyrir steranotkun, reyndi fyrir sér í herbúðum Houston Texans í NFL deildinni í gær. Gatlin er sagður hafa staðið sig ágætlega og ætlar að reyna fyrir sér hjá fleiri liðum á næstunni, en hann hefur ekki spilað ruðning síðan hann var í háskóla.

Sport
Fréttamynd

Shevchenko er ekki á leið til Ítalíu

Adriano Galliani hjá AC Milan, segir að ekkert sé til í þeim fullyrðingum bresku blaðanna að framherjinn Andriy Shevchenko sé á leið aftur til AC Milan. "Við höfum ekki verið í neinum viðræðum við Chelsea um að fá leikmanninn aftur til okkar," sagði Galliani á heimasíðu ítalska félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Nesta og Serginho undir hnífinn?

Svo gæti farið að varnarmennirnir Alessandro Nesta og Serginho hjá ítalska liðinu AC Milan þyrftu báðir að fara í aðgerð fljótlega vegna þrálátra meiðsla sem hafa hrjáð þá lengi. Nesta kom inn sem varamaður í leik gegn Messina á dögunum en kenndi sér meins í öxlinni og þarf nú líklega í uppskurð. Sömu sögu er að segja af Serginho, nema hvað hann er meiddur í baki.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn eitt áfallið fyrir Valencia

Spænska stórliðið Valencia varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar úrugvæski landsliðsmaðurinn Mario Regueiro meiddist á hné á æfingu og verður frá keppni í 6-7 mánuði. Meiðslin eru nákvæmlega þau sömu og félagi hans Edu lenti í fyrir aðeins tveimur vikum, en nú eru 8 af fastamönnum liðsins á sjúkralista.

Fótbolti
Fréttamynd

Af hverju að fara til Englands?

Argentínski framherjinn Hernan Crespo hjá Inter Milan á Ítalíu segist ekki skilja af hverju framherji sem er sáttur í herbúðum liðs síns á Ítalíu ætti að láta sér detta í hug að flytja til Englands og spila í ensku úrvaldseildinni. Þessi orð lét hann falla í samtali við breska blaðið Mirror þegar hann svar spurður út í vandræði Andriy Shevchenko hjá Chelsea.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hargreaves spilar ekki fyrr en eftir áramót

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen segist ekki muni spila meira með liði sínu á árinu, en hann er að jafna sig eftir fótbrot í september. Hann útilokar ekki að ganga í raðir Manchester United í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho segir Chelsea fara á toppinn fljótlega

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki hafa áhyggjur af því þó Manchester United hafi enn þriggja stiga forystu á sína menn á toppi ensku úrvaldsdeildarinnar og bendir á að Chelsea hafi spilað mun erfiðari leiki í deildinni til þessa.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sigurganga Dallas heldur áfram

Dallas vann í nótt 11. leikinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann auðveldan sigur á Toronto. Utah lagði San Antonio í uppgjöri efstu liðanna í deildinni og þá tapaði Cleveland enn eina ferðina fyrir einu af lakari liðum deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Grétar Rafn skoraði mark

Grétar Rafn Steinsson skoraði annað mark hollenska liðsins AZ Alkmaar í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með því að gera 2-2 jafntefli við Liberec frá Tékklandi. Jóhannes Karl Guðjónsson var einnig í liði Alkmaar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsti sigur Fulham á Arsenal í 40 ár

Fulham lagði Arsenal 2-1 á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og var þetta fyrsti sigur Fulham á grönnum sínum í fjóra áratugi. Fulham komst í 2-0 eftir rúmlega stundarfjórðung segja má að Arsenal hafi aldrei náð sér almennilega á strik eftir það. Efstu liðin, Man Utd og Chelsea, unnu bæði sigur í sínum leikjum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fulham yfir gegn Arsenal í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Fulham hefur yfir 2-1 gegn Arsenal á heimavelli og Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Everton. Manchester City hefur 2-0 yfir gegn Aston Villa á Villa Park. Markaskorara má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bolton heimtar virðingu

Sammy Lee, aðstoðarstjóri Bolton í ensku úvalsdeildinni, segir að félagið hafi mikinn hug á að reyna að ná einu af fjórum efstu sætunum í deildinni í vetur svo það fái loks þá virðingu sem það á skilið. Bolton hefur verið á meðal átta efstu liða í deildinni undanfarin ár og lagði Arsenal 3-1 um síðustu helgi. Liðsins bíður erfiður leikur gegn Chelsea í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tevez fékk harða refsingu frá félögum sínum í West Ham

Argentínumaðurinn Carlos Tevez þurfti að taka út mjög harða refsingu frá félögum sínum í enska úrvalsdeildarliðinu West Ham eftir að hann rauk til síns heima strax eftir síðasta leik liðsins án þess að tala við kóng eða prest. Stjóri liðsins Alan Pardew sagðist ætla að láta leikmennina ráða því hvaða refsingu framherjinn fengi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bellamy sleppur

Velski landsliðsframherjinn Craig Bellamy hjá Liverpool var í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás fyrir rétti í Cardiff, en hann var ákærður fyrir að hafa ráðist að stúlku á næturklúbbi í borginni fyrr í haust. Bellamy hefur lítið geta æft með liði sínu vegna réttarhaldanna og misstir til að mynda af leik Liverpool og Portsmouth í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fimm leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld

Fimm leikir verða á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og þar verða sex efstu liðin í deildinni öll í sviðsljósinu. Efstu liðin, Manchester United og Chelsea, eiga mjög erfiða leiki fyrir höndum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kvennaliðin í sókn

Íslensk félagslið í kvennaflokki eru í ágætri sókn samkvæmt nýjum styrkleikalista sem Handknattleikssamband Evrópu gaf út í dag. Kvennaliðin á Íslandi eru þar í 19. sæti á styrkleikalistum og vinna sig upp um sjö sæti frá því listinn var síðast birtur, en karlaliðin falla um eitt sæti og eru í 22. sæti.

Handbolti
Fréttamynd

Dida dregur lappirnar

Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa lýst yfir óánægju sína með það hversu erfiðlega gengur að ná samningum við brasilíska markvörðinn Dida. Samningur Dida rennur út í júní, en hann nú meiddur og getur ekki spilað með liðinu fyrr en í fyrsa lagi í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Framtíð Klose óráðin

Framtíð þýska landsliðsframherjans Miroslav Klose hjá Werder Bremen virðist alfarið vera óráðin, en bæði leikmaðurinn og forráðamenn liðsins viðurkenna að til greina komi að hann fari frá félaginu. Klose er 28 ára gamall og var markahæsti leikmaður HM í Þýskalandi í sumar, en vitað er af áhuga fjölda liða í Evrópu á þessum sterka framherja.

Fótbolti