Erlendar

Fréttamynd

Williams ekki dauð úr öllum æðum

Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams sýndi gamalkunna seiglu í nótt þegar hún skellti fimmtu stigahæstu tenniskonu heims, Nadiu Petrovu, 1-6, 7-5 og 6-3 í æsilegum leik á opna ástralska meistaramótinu. Williams er því komin í fjórðu umferð mótsins.

Sport
Fréttamynd

Sainz sigraði á 12. dagleið

Spænski ökuþórinn Carlos Sainz á Volkswagen sigraði örugglega á 12. dagleiðinni í Dakar-rallinu í dag þegar ekin var rúmlega 200 kílómetra leið um suðurhluta eyðimerkurinnar í Máritaníu. Sainz kom í mark rúmlega tæpum mínútum á undan Portúgalanum Carlos Sousa, en meistarinn frá í fyrra, Luc Alphand, varð þriðji.

Sport
Fréttamynd

Nadal í þriðju umferð eftir hörkurimmu

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í viðureign sinni við þjóðverjann Philipp Kohlscheiber á opna ástralska í dag, en hann hafði að lokum betur 7-5, 6-3, 4-6 og 6-2. Þá lenti breski tenniskappinn Andy Murray einnig í vandræðum gegn Spánverjanum Fernando Verdasco, en fór áfram 7-6 (7-4) 7-5 og 6-4 og mætir Juan Ignacio Chela í þriðju umferð - manninum sem sló hann úr keppni á mótinu í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Archer leiðir á Abu Dhabi

Enski kylfingurinn Phillip Archer hefur þriggja högga forystu á Abu Dhabi mótinu í golfi þegar leikinn hefur verið einn hringur á mótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Archer fékk 10 fugla á fyrsta hring og lauk keppni í dag á 9 undir - 63 höggum.

Golf
Fréttamynd

Sharapova í stuði

Maria Sharapova var í miklu stuði í nótt þegar hún tryggði sér sæti í þriðju umferðinni á opna ástralska meistaramótinu með 6-0 og 6-3 sigri á Anastassiu Rodinovu. Kim Clijsters vann öruggan sigur á Akiko Morigami 6-3 og 6-0 og þá er Martina Hingis einnig komin í þriðju umferðina.

Sport
Fréttamynd

Mauresmo byrjar titilvörnina vel

Franska tenniskonan Amelie Mauresmo hefur titilvörn sína vel á opna ástralska meistarmótinu, en hún lagði rússnesku stúlkuna Olgu Pautchkovu 6-2 og 6-2 í morgun. Serena Williams er sömuleiðis komin í þriðju umferð eftir sigur á Anne Kremer frá Lúxemburg 7-6 (7-4) og 6-2.

Sport
Fréttamynd

Federer í þriðju umferð

Hinn magnaði Roger Federer heldur áfram að fara á kostum á opna ástralaska meistaramótinu í tennis en í nótt vann hann öruggan sigur á sænska refnum Jonas Björkmann, 6-2, 6-3 og 6-2.

Sport
Fréttamynd

Sharapova vann í miklum hita

Tennis Annar keppnisdagur opna ástralska meistaramótsins í tennis einkenndist af gífurlega miklum hita. Sumar er í Ástralíu og fór hitinn allt undir 40 gráður. Maria Sharapova frá Rússlandi lenti í miklum vandræðum með andstæðing sinn, Camille Pin frá Frakklandi, vegna hitans og magaverkja.

Sport
Fréttamynd

Loeb bjartsýnn þrátt fyrir meiðsli

Þrefaldur heimsmeistari í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb, segist óttast að handleggsbrotið sem hann varð fyrir á síðasta ári gæti gert honum lífið leitt í fyrstu keppni ársins í Monte Carlo um næstu helgi. Loeb ekur fyrir lið Citroen, sem tekur nú þátt í heimsmeistaramótinu á ný eftir árs fjarveru.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá Nadal

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal átti náðugan dag þegar hann komst í aðra umferð opna ástralska meistaramótsins með sigri á Bandaríkjamanninum Robert Kendrick 7-6, 6-3 og 6-2. Maria Sharapova er sömuleiðis komin í aðra umferð með sigri á Camille Pin frá Frakklandi, en hún þurfti að hafa mikið fyrir sínum sigri og vann í oddasetti.

Sport
Fréttamynd

Peterhansel eykur forskot sitt

Frakkinn Stephane Peterhansel jók forskot sitt í Dakar-rallinu í dag þrátt fyrir að ná aðeins fjóra besta tímanum á tíundu dagleiðinni. Katarmaðurinn Nasser Saleh Al Attiyah sigraði á dagleiðinni og var fyrsti Katarmaðurinn í sögunni til að ná þeim áfanga. Helder Rodrigues var bestur í vélhjólaflokki í dag en þar er Spánverjinn Marc Coma enn fyrstur.

Sport
Fréttamynd

NFL deildin í útrás

Forráðamenn amerísku ruðningsdeildarinnar NFL hafa nú staðfest að fyrsti leikurinn utan Norður-Ameríku verði haldinn í London á næsta ári. Ekki er búið að staðfesta hvar leikurinn fer fram, en talið er að Wembley leikvangurinn verði fyrir valinu. Aðeins einu sinni hefur verið spilaður leikur í NFL deildinni utan Bandaríkjanna og það var í Mexíkó árið 2005.

Sport
Fréttamynd

Logi fagnar gagnrýninni

Það vakti athygli í lok landsleiksins við Tékka á sunnudaginn að Ólafur Stefánsson sást þá fara í gegnum ákveðna hluti með Loga Geirssyni sem hafði leikið mjög vel í seinni hálfleiknum og skorað sex mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Logi kveikti líf í vinstri vængnum

Skyttur íslenska liðsins skoruðu tólf færri langskotsmörk en Tékkar í leikjum helgarinnar. Logi Geirsson átti flotta innkomu í seinni hálfleik seinni leiksins og hefur engar áhyggjur af skyttum íslenska liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Vildi helst vera á tveimur stöðum í einu

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta kynnti í gær hópinn sem fer til Þýskalands og spilar á heimsmeistaramótinu sem hefst þar á föstudag. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson sem hefur að mörgu öðru að huga en handbolta þessa dagana.

Handbolti
Fréttamynd

Líkir Platini við leyniskyttu

Það stefnir í harða kosningabaráttu milli Lennarts Johansson og Michels Platini sem báðir sækjast eftir forsetastóli UEFA. Sitjandi forseti sambandins, Lennart Johansson, hefur líkt vinnuaðferðum Michels Platini við þeirra sem vinna sem leyniskyttur.

Fótbolti
Fréttamynd

Genk vildi fá Veigar Pál fram á sumar

Belgíska úrvalsdeildarliðið Genk setti sig fyrir helgi í samband við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk með það fyrir augum að fá Veigar Pál Gunnarsson lánaðan til félagsins. Stabæk var aðeins tilbúið að lána Veigar til Belgíu í þrjá mánuði en ekki til loka tímabilsins eins og óskað var eftir. Útlit er því fyrir að ekkert verði af því að Veigar Páll fari til Belgíu, í bili að minnsta kosti.

Fótbolti
Fréttamynd

Svíar flengdu Norðmenn

Svíar unnu 13 marka sigur á Norðmönnum, 22-35, í Haukelandshallen í Bergen, í lokaleik norska liðsins fyrir HM í handbolta. Norska liðið hefur verið á mikilli siglingu í síðustu leikjum og vann meðal annars 12 marka sigur á Íslandi.

Handbolti
Fréttamynd

Webber fer til Detroit

Miðherjinn Chris Webber hefur staðfest að hann muni ganga til liðs við Detroit Pistons í NBA-deildinni en búist er við að gengið verði formlega frá félagsskiptum hans úr Philadelphia síðar í þessari viku. Mörg félög voru á höttunum á eftir Webber, sem er einn reyndasti miðherji deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Young sagði nei takk við Eggert og félaga

Ashley Young, framherji Watford, neitaði í dag að ganga til liðs við West Ham, en félag hans hafði áður samþykkt 9,65 milljón króna tilboði frá Eggerti Magnússyni og félögum. Ástæðan fyrir ákvörðun Young er óþekkt.

Enski boltinn
Fréttamynd

Alfreð tilkynnir landsliðshópinn

Enginn leikmaður datt úr landsliðshóp Alfreðs Gíslasonar sem fer til Þýskalands og tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í handbolta. Alfreð kaus að fara með 17 leikmenn á mótið en aðeins 16 þeirra mega taka þátt í undanriðlinum.

Handbolti
Fréttamynd

Capello biðst afsökunar á ósiðlegu athæfi

Fabio Capello, stjóri Real Madrid, hefur beðist afsökunar á að hafa sýnt tveimur áhorfendum fingurinn í viðureign Real Madrid og Zaragoza í gærkvöldi. Capello hefur verið undir miklu álagi að undanförnu og svo virðist sem að það sé farið að sjá á sálinni á ítalska stjóranum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert miðað við Valencia

Rafael Benitez segir að pressan sem hann sé undir sem knattspyrnustjóri Liverpool sé ekkert miðað við þá sem hann þurfti að þola þegar hann var við stjórnvölinn hjá Valencia á Spáni. Benitez hefur verið sagður valtur í sessi hjá Liverpool eftir tvö slæm töp gegn Arsenal fyrr í mánuðinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vopnahlé í herbúðum Chelsea

Nokkur ensku dagblaðanna segja frá því í morgun að Jose Mourinho og æðstu stjórnarmenn Chelsea hafi komist að samkomulagi um vopnahlé – að minnsta kosti fram á sumar. Lausnin felst í því að gefa Mourinho einhvern pening til að kaupa varnarmann til liðsins í janúar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Beckham tók rétta ákvörðun

Nick Webster, helsti knattspyrnusérfræðingur FOX-íþróttastöðvarinnar í Bandaríkjunum, skrifar áhugaverðan pistil í dag um komu David Beckham til landsins. Þvert á skoðanir flestra aðra telur Webster að Beckham hafi tekið hárrétta ákvörðun. Og rökin sem hann gefur fyrir því eru býsna góð.

Fótbolti
Fréttamynd

Ljubicic tapaði í fyrstu umferð

Tennisspilarinn Ivan Ljubicic datt óvænt úr keppni í fyrstu umferð Opna ástralska meistaramótsins í tennis í morgun þegar hann beið í lægri hlut gegn Bandaríkjamanninum Mardy Fish í fjórum settum. Ljubicic var í fjórða sæti á styrkleikalista mótsins. Roger Federer hóf titilvörn sína með auðveldum sigri.

Sport
Fréttamynd

Viðræður milli Real og LA Galaxy í fullum gangi

Viðræður hafa staðið yfir í morgun og alla helgina á milli Real Madrid og LA Galaxy um að David Beckham fái að yfirgefa herbúðir spænska liðsins strax í þessari viku og ganga til liðs við bandaríska liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Dallas með sigurkörfu á síðustu sekúndu

Josh Howard tryggði Dallas sigur á Toronto í NBA-deildinni í nótt með því að skora sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var til leiksloka. Dallas náði að vinna upp 16 stiga forystu Toronto á tiltölulega skömmum tíma og tryggja sér þannig sinn 17. sigur í síðustu 18 leikjum.

Körfubolti