Handbolti

Logi fagnar gagnrýninni

Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson er að fara að taka þátt í sínu ellefta stórmóti.
Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson er að fara að taka þátt í sínu ellefta stórmóti. MYND/Anton Brink

Það vakti athygli í lok landsleiksins við Tékka á sunnudaginn að Ólafur Stefánsson sást þá fara í gegnum ákveðna hluti með Loga Geirssyni sem hafði leikið mjög vel í seinni hálfleiknum og skorað sex mörk.

„Óli var bara með sínar pælingar um hvað honum finnst rétt. Hann er rosalega reyndur og mér finnst gott að heyra gagnrýni frá reyndari mönnum. Ég veit að það kemur til með að hjálpa manni að hlusta á menn eins og Óla. Hann sagði að við yrðum búnir að redda þessu fyrir HM,“ sagði Logi Geirsson um samtal þeirra félaga en Ólafur segir sjálfur að hann þurfi að hjálpa reynslulitlum mönnunum í liðinu.

„Logi þarf að læra staðsetningar og hreyfingar og allskonar svoleiðis. Hann er að læra þetta allt í fyrsta skiptið en einhvern tímann er allt fyrst,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×