Erlendar

Fréttamynd

Benitez framlengir við Liverpool

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hefur skrifaðu undir nýjan fjögurra ára samning við bikarmeistara Liverpool og stýrir liðinu til ársins 2010. Benitez hefur náð fínum árangri með liðið síðan hann tók við og er þegar búinn að krækja í enska bikarinn og vinna meistaradeildina, svo ljóst er að næst á dagskrá verður að vinna ensku úrvalsdeildina.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári í Kuwait

Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára á fréttavefnum Vitalfootball en þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM.

Sport
Fréttamynd

Nowitzki skoraði 50 stig

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu.

Sport
Fréttamynd

Corrales og Castillo berjast til þrautar

Óhætt er að minna alla áhugamenn um hnefaleika á að fá sér sæti og stilla á Sýn Extra klukkan eitt á laugardagskvöldið, því þá mætast þeir Luis Castillo og Diego Corrales í þriðja sinn í hringnum og herlegheitin verða í beinni útsendingu. Fyrsti bardagi þeirra félaga í fyrravor var einhver ótrúlegasti bardagi síðari ára.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Phoenix í beinni á Sýn

Fimmti leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu í Sýn klukkan 0:30 í nótt. Staðan er 2-2 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar og leikur kvöldsins fer fram í Dallas.

Sport
Fréttamynd

Lyon hefur áhuga á Cisse

Jean-Michel Aulas, stjórnarformaður frönsku meistaranna í Lyon, útilokar ekki að félagið muni reyna að fá til sín franska framherjann Djibril Cisse frá Liverpool. Cisse er ósáttur í herbúðum Liverpool og hefur óskað eftir því að fá að ganga til liðs við Gerard Houllier og félaga í Lyon, jafnvel þó hann þurfi að taka á sig launalækkun. Það var einmitt Houllier sem fékk Cisse til Liverpool á sínum tíma þegar hann var knattspyrnustjóri í Bítlaborginni.

Sport
Fréttamynd

Ribery er ekki til sölu

Franska liðið Marseille hefur sent liðum sem eru á höttunum eftir kantmanninum Franck Ribery skýr skilaboð og segja að ekki komi til greina að selja hann. Frönsku meistararnir í Lyon hafa verið hrifnir af leikmanninum og sömu sögu er að segja af Manchester United en Pape Diouf, stjórnarformaður Marseille segir að hann verði ekki seldur fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt ár.

Sport
Fréttamynd

Arsenal borið þungum sökum

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú hafið opinbera rannsókn eftir að enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sakað um að hafa dælt peningum í smálið í Belgíu með það fyrir augum að láta það ala upp fyrir sig afríska leikmenn. Ef Arsenal verður fundið sekt um peningaþvott af þessu tagi má reikna með að félaginu yrði jafnvel vísað úr meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Líður eins og dauðadæmdum manni

Larry Brown, þjálfari New York Knicks í NBA, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann stýrir nú æfingabúðum liðsins í borginni og undirbýr það fyrir næsta tímabil, en þegar hann hitti blaðamenn að máli í byrjun vikunnar var ekki gott hljóð í honum.

Sport
Fréttamynd

Rossi framlengir við Yamaha

Mótorhjólagoðsögnin Valentino Rossi hefur framlengt samning sinn við Yamaha-lið sitt um eitt ár og tekur þar með af allan vafa um framtíð sína á kappakstursbrautinni. Rossi hefur lengi verið orðaður við Ferrari-liðið í Formúlu 1, en nú er ljóst að hinn 27 ára, sjöfaldi heimsmeistari verður áfram á mótorhjóli.

Sport
Fréttamynd

Messi ánægður með batann

Argentínski miðjumaðurinn Lionel Messi segist vera fullur sjálftrausts er Heimsmeistarakeppnin í Þýskalandi nálgast óðfluga og gefur í skyn að að hann sé að ná góðum bata á meiðslunum sem hafa hrjáð hann undanfarna mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Hilario að lenda hjá Chelsea

Portúgalski markvörðurinn Hilario á nú aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir tveggja ára samning við Chelsea. Hilario spilaði áður undir stjórn Jose Mourinho hjá Porto, en þessi þrítugi leikmaður á að verða varamarkvörður þeirra Petr Cech og Carlo Cudicini.

Sport
Fréttamynd

Smicer verður ekki með Tékkum á HM

Læknar tékkneska landsliðsins fundu blóðköggul í læri leikmannsins Vladimir Smicer. Þessi 33 ára fyrrverandi leikmaður Liverpool leikur núna í Frakklandi hjá Bordeaux.

Sport
Fréttamynd

Everton að landa Lescott

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur fengið kauptilboð sitt í miðvörðinn unga Joelon Lescott hjá Wolves samþykkt og að öllu óbreyttu gengur hann til liðs við þá bláu fljótlega. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hinn 23 ára gamli leikmaður hefur verið metinn á um 5,5 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Fortune í viðræðum við Celtic

Suður-Afríkumaðurinn Quinton Fortune er nú staddur í Glasgow þar sem hann er í viðræðum við meistara Celtic. Fortune var á dögunum látinn fara frá Manchester United, en þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur átt við þrálát meiðsli að stríða að undanförnu. Fortune segist hafa verið nokkuð hrifinn eftir heimsóknina, þar sem hann hitti meðal annars fyrir gamla félaga sinn hjá United, Roy Keane.

Sport
Fréttamynd

Boateng semur við Boro

Hollenski miðjumaðurinn George Boateng hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Middlesbrough og verður því samningsbundinn liðinu til ársins 2009. Boateng er þrítugur og hefði orðið samningslaus í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Detroit tórir enn

Leikmenn Detroit Pistons hafa ekki sagt sitt síðasta í einvígi sínu við Miami Heat en í nótt vann liðið 91-78 heimasigur í fimmtu viðureign liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og forðaði sér þar með frá því að fara snemma í sumarfrí.

Sport
Fréttamynd

Við þorum ekki að lofa neinu

Yfirmenn á Wembley þora ekki að lofa því að nýji leikvangurinn verði orðinn fullbúinn fyrir úrslitaleik FA bikarsins í Englandi 2007. Upphaflega átti að vera hægt að leika á vellinum þegar úrslitaleikur keppninnar milli West Ham og Liverpool fór fram fyrir stuttu síðan.

Sport
Fréttamynd

Shevchenko formlega genginn í raðir Chelsea

Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Mourinho viðurkennir áhuga sinn á Carlos

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkenndi í samtali við portúgalska fjölmiðla í dag að hann hefði mikinn áhuga á að fá brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos hjá Real Madrid til Chelsea. Carlos greindi frá því fyrir nokkru að Chelsea hefði boðið sér samning og lofaði að gera upp hug sinn fyrir HM, en nú eru aðeins 9 dagar þar til keppnin hefst.

Sport
Fréttamynd

Dowie lætur Perry og Bothroyd fara

Nýráðinn knattspyrnustjóri Charlton er strax byrjaður að taka til í herbúðum liðsins og í dag leysti félagið þá Chris Perry og Jay Bothroyd undan samningi. Dowie og félagar hafa þó afráðið að bjóða hinum 25 ára gamla varnarmanni Jonathan Fortune nýjan þriggja ára samning.

Sport
Fréttamynd

Enn er allt í upplausn á Wembley

Forráðamenn nýja Wembley-leikvangsins hafa enn ekki fengist til að gefa út yfirlýsingu og lofa því að völlurinn verði orðinn klár til afnota fyrir úrslitaleikinn í enska bikarnum á næsta ári, en eins og flestir vita var ekki unnt að spila úrslitaleikinn í ár á vellinum vegna seinagangs verktaka. Málið er því að verða hið neyðarlegasta fyrir aðstandendur verkefnisins.

Sport
Fréttamynd

Sendir Miami Detroit í sumarfrí?

Fimmti leikur Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar fer fram á miðnætti í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Miami hefur yfir 3-1 í einvíginu og getur því tryggt sér sæti í úrslitum NBA í fyrsta sinn í 18 ára sögu félagsins með sigri í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Lance Armstrong saklaus

Sjálfstæð hollensk rannsóknarnefnd hefur nú skilað ítarlegri 132 síðna skýrslu þar sem sannað þykir að bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong hafi ekki neytt ólöglegra lyfja þegar hann sigraði í Tour de France hjólreiðakeppninni árið 1999 eins og franska dagblaðið L´Equipe hefur lengi haldið fram.

Sport
Fréttamynd

Sharapova áfram þrátt fyrir meiðsli

Maria Sharapova tryggði sér sæti í 32-manna úrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis í dag þegar hún lagði Ivetu Benesovu 6-4 og 6-1 í dag. Sharapova var í miklum erfiðleikum í fyrstu umferðinni vegna ökklameiðsla, en þau virtust ekki há henni mikið í dag, þar sem hún vann öruggan sigur eftir jafna kepni í fyrsta settinu.

Sport
Fréttamynd

Federer í þriðju umferð

Besti tennisleikari heims, Roger Federer, komst í dag nokkuð örugglega áfram í þriðju umferð opna franska meistaramótsins í tennis þegar hann lagði Alejandro Falla frá Kólumbíu 6-1, 6-4 og 6-3 á aðens 86 mínútum. Mikil rigning gerði keppendum nokkuð erfitt fyrir og þurftu mótshaldarar að gera stutt hlé á keppni í dag.

Sport
Fréttamynd

Framlína Chelsea klár fyrir næsta tímabil

Framherjinn Didier Drogba hefur gefið vísbendingar um að nú sé stutt í að Chelsea gangi frá samningi við Andriy Shevchenko. Lyon hafði mikinn áhuga á að fá Drogba til liðs við sig, en nú er ljóst að ekkert verður af því eftir að Drogba sagði útsendara Lyon að Jose Mourinho ætlaði að byggja lið sitt upp með þá Drogba og Shevchenko í framlínunni á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Wimbledon-mótið sýnt á netinu

Hið fornfræga Wimbledon-mót í tennis verður sent út í beinni útsendingu á netinu í fyrsta skipti í sögunni í ár. Breskum tölvunotendum gefst þá færi á að fylgjast með beinum útsendingum frá mótinu, en bútar með helstu atvikum hvers keppnisdags fyrir sig verða aðgengilegir öllum á fréttavef BBC.

Sport
Fréttamynd

Barcelona talið líklegt til að hreppa Eið Smára

Nú gerist sá orðrómur æ háværari á Englandi og á Spáni að landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen gangi í raðir Spánarmeistara Barcelona í sumar. Ekkert hefur fengist staðfest í þessum efnum enn sem komið er, en talið er að kaupverð og launakjör gætu orðið spænska liðinu fjötur um fót.

Sport
Fréttamynd

Steinhissa á ákvörðun Celtic

Framherjinn John Hartson segist hafa fengið áfall þegar hann frétti að Celtic hefði samþykkt kauptilboð West Brom í hann. Hartson segist hafa hlakkað mikið til að ljúka ferlinum í Skotlandi og sagðist alls ekki hafa viljað fara frá félaginu.

Sport