Erlendar

Fréttamynd

Íhugar tilboð í leikmenn Juventus

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir ekki ólíklegt að félagið muni gera tilboð í einn eða tvo af leikmönnum Juventus í kjölfar þess að liðið var dæmt til að leika í annari deild á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

WBA hafnar öðru tilboði í Kuszczak

Enska 1. deildarliðið West Brom hafnaði í dag öðru tilboði Manchester United í pólska landsliðsmarkvörðinn Tomasz Kuszczak. Talið er að West Brom vilji fá tvo leikmenn í staðinn fyrir markvörðinn unga, auk peninga, en viðræður félaganna virðast nú vera komnar í strand í bili.

Sport
Fréttamynd

Scolari framlengir hjá Portúgal

Luiz Felipe Scolari hefur framlengt samning sinn og verður hann áfram sem landsliðsþjálfari Portúgals næstu tvö árin. Þessi Brasilíski þjálfari hefur náð góðum árangri með lið Portúgal. Hann hafnaði því að taka aftur við liði Brasilíu en hann gerði þá að heimsmeisturum árið 2002.

Sport
Fréttamynd

Kaninn ætlar að ræða við Klinsmann

Bandaríkjamenn ætla að ræða við Jurgen Klinsmann um að taka að sér að þjálfa landslið þeirra. Bruce Arena er hættur með liðið og er hafin leit af nýjum þjálfara. Klinsmann er án efa stærsta nafnið sem kemur til greina sem býr í Bandaríkjunum, en hann er búsettur í Kaliforníu.

Sport
Fréttamynd

Juventus dæmt niður og svipt tveimur titlum

Ítalska stórliðið Juventus hefur verið dæmt niður í B-deildina þar í landi og verður svipt meistaratitlunum tveimur sem liðið vann í ár og í fyrra. Þá hafa lið Lazio og Fiorentina einnig verið dæmd niður um deild. Fjórða liðið sem lá undir grun í málinu, AC Milan, heldur sæti sínu í A-deildinni en dregin verða 15 stig af liðinu í byrjun tímabils.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikmenn Aston Villa óhressir með Ellis

Leikmenn ensks úrvalsdeildarliðsins Aston Villa hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýna metnaðarleysi stjórnarformannsins Doug Ellis, en hann tilkynnti ráðandi hlut sinn í félaginu til sölu síðasta haust.

Sport
Fréttamynd

Bruce Arena hættur

Bandaríska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að það muni ekki framlengja samning landsliðsþjálfarans Bruce Arena sem stýrt hefur liðinu í átta ár. Arena er lang sigursælasti þjálfarinn í sögu landsliðsins og stýrði því til sigurs í 71 af 130 leikjum. Leitin að eftirmanni hans er þegar hafin, en frétta er að vænta af því fljótlega.

Sport
Fréttamynd

Hefur engar áhyggjur af Bellamy

Rafa Benitez er í skýjunum yfir því að vera búinn að landa framherjanum Craig Bellamy á Anfield og segist ekki hafa áhyggjur af vafasamri fortíð leikmannsins, sem hefur verið duglegur við að koma sér í vandræði á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Ruud Van Nistelrooy hefur farið fram á að verða seldur

Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hefur farið fram á að verða seldur frá Manchester United. Þetta staðfesti Sir Alex Ferguson nú fyrir stundu. Ferguson segist vita af áhuga Bayern Munchen og Real Madrid á að kaupa leikmanninn, en segist ekki vita neitt um stöðu mála annað en það að sá hollenski hafi farið þess á leit við stjórnarformann United í dag að fá að fara frá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Tilboð Wigan í Landzaat samþykkt

Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan hefur fengið kauptilboð sitt í hollenska landsliðsmanninn Denny Landzaat hjá AZ Alkmaar samþykkt, en á eftir að fá mikla samkeppni frá spænsku bikarmeisturunum Espanyol við að landa honum. Wigan er að leita sér að miðjumanni til að fylla skarð Jimmy Bullard og telur stjóri Wigan að hinn þrítugi Landzaat sé einmitt maðurinn til þess. Landzaat á að baki 21 landsleik fyrir Hollendinga.

Sport
Fréttamynd

Valencia hefur áhuga á Ronaldo

Spænska stórliðið Valencia hefur nú bæst í hóp þeirra liða sem renna hýru auga til portúgalska miðjumannsins Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Pilturinn er ekki talinn eiga von á fallegri heimkomu þegar hann snýr aftur til Manchester eftir HM og framtíð hans er stórt spurningamerki þessa dagana.

Sport
Fréttamynd

Fabregas vill vera áfram hjá Arsenal

Umboðsmaður spænska miðjumannsins Cesc Fabregas hjá Arsenal segir að Real Madrid hafi gert eitt gott tilboð í leikmanninn unga, en segir hann hafa gert upp hug sinn - hann ætli að vera áfram í herbúðum Arsenal. Þá hefur Arsenal gefið það út að táningurinn Theo Walcott verði ekki lánaður frá félaginu á næstu misserum til að fá reynslu af að spila með aðalliði.

Sport
Fréttamynd

Meite til Bolton

Abdoulaye Meite, landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar, hefur samþykkt að ganga í raðir Bolton og mun skrifa undir fjögurra ára samning fljótlega eftir að gengið hefur verið frá lausum endum og læknisskoðun. Meite er 25 ára gamall varnarmaður og hefur lengi verið undir smásjánni hjá Sam Allardyce, stjóra Bolton.

Sport
Fréttamynd

Nálægt samningi við Kuszczak

Enska úrvaldeildarfélagið Manchester United hefur staðfest að það sé nálægt því að ganga frá kaupum á pólska varamarkverðinum Tomasz Kuszczak frá West Brom. Kuszczak er 26 ára gamall og fór til West Brom á frjálsri sölu frá Hertha Berlín á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Paul Pierce framlengir við Boston

Hið fornfræga NBA lið Boston Celtics hefur náð samkomulagi við stórstjörnuna Paul Pierce um að framlengja samning sinn við félagið til þriggja ára. Talið er að samningur þessi sem gildir út árið 2008 muni tryggja Pierce tæpar 60 milljónir dollara á samningstímanum, en deildin á þó enn eftir að samþykkja þessa ráðstöfun.

Sport
Fréttamynd

Fortune nálægt samningi við Bolton

Suður-Afríski miðjumaðurinn Quinton Fortune er nú sagður nálægt því að landa samningi við úrvalsdeildarlið Bolton, en hann hefur verið í æfingabúðum með liðinu undanfarið. Fortune er samningslaus eftir að hann var látinn fara frá Manchester United í vor, en Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir ekkert því til fyrirstöðu að Fortune fái samning ef hann nær að halda heilsu, en það voru helst þrálát meiðsli hans sem urðu þess valdandi að hann var látinn fara frá Manchester United.

Sport
Fréttamynd

Orðrómurinn æ háværari

Sá orðrómur gerist nú æ háværari að hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United sé á leið til spænska liðsins Real Madrid. Hollenskir fjölmiðlar halda því fram að Nistelrooy hafi þegar samþykkt félagaskiptin og að aðeins eigi eftir að semja um kaupverðið. Sir Alex Ferguson heldur blaðamannafund á morgun og þar er talið líklegt að svör fáist um framtíð Hollendingsins.

Sport
Fréttamynd

Úrskurðar að vænta seinna í dag

Nú styttist í að dómur falli í stóra spillingarmálinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum og seinnipartinn í dag kemur í ljóst hvort stórliðin Juventus, AC Milan, Lazio og Fiorentina verða dæmd niður um deild í refsingarskyni.

Fótbolti
Fréttamynd

Horacio Elizondo hættur að dæma

Argentínski dómarinn Horacio Elizondo hefur tilkynnt að hann ætli sér að hætta dómgæslu og engin hætta er á því að lokaleikur hans renni mönnum úr minni, því Elizondo var maðurinn sem rak Zinedine Zidane af velli í úrslitaleiknum á HM um síðustu helgi. Elizondo segist hafa tekið hárrétta ákvörðun.

Sport
Fréttamynd

Roberto Donadoni tekur við af Lippi

Ítalska knattspyrnusambandið gekk í dag frá ráðningu Roberto Donadoni í stöðu landsliðsþjálfara Ítala í stað Marcello Lippi sem sagði af sér á dögunum. Donadoni hefur ekki mikla reynslu af þjálfun, en var síðast með lið Livorno á Ítalíu og stýrði liðinu í sjötta sæti í deildinni. Hann er aðeins 43 ára gamall og stýrði áður Lecce og Genoa. Donadoni gerði garðinn frægan með liði AC Milan sem leikmaður og var í landsliðinu sem hlaut bronsið á HM árið 1990.

Fótbolti
Fréttamynd

Mike James til Minnesota

Leikstjórnandinn Mike James skrifaði í gærkvöld undir samning við lið Minnesota Timberwolves í NBA deildinni, en James var með lausa samninga hjá Kanadaliði Toronto Raptors. James þótti minni spámaður í deildinni allt þar til í fyrravetur, þegar hann sprakk út með Toronto og skoraði yfir 20 stig að meðaltali í leik og var á meðal efstu manna í deildinni í 3ja stiga skotnýtingu.

Sport
Fréttamynd

Ætlum ekki inn í hringinn til að dansa

Hnefaleikarinn Shane Mosley lofar að setja á svið flugeldasýningu fyrir áhorfendur á laugardagskvöldið þegar hann mætir Fernando Vargas í Las Vegas í bardaga sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þeir félagar mættust áður í febrúar og þar var Mosley dæmdur sigur eftir að Vargas hlaut skurð í andliti, sem hann sagðist hafa fengið eftir að Mosley skallaði sig.

Sport
Fréttamynd

Landsleik Íslendinga og Spánverja flýtt?

Spænsk vefsíða helguð knattspyrnuliði Barcelona greinir frá því í dag að Frank Rijkaard geti teflt fram sínu sterkasta liði í hinum árlega leik um meistara meistaranna á Spáni, því spænska knattspyrnusambandið sé búið að semja við það íslenska að flýta fyrirhuguðum landsleik þjóðanna hér á landi þann 16. ágúst.

Sport
Fréttamynd

Kirk Hinrich í hópinn í stað Redick

Leikstjórnandinn Kirk Hinrich hefur verið valinn í bandaríska landsliðshópinn í körfubolta í stað stórskyttunnar JJ Redick sem er meiddur og þurfti að hætta við að fara í æfingabúðir með liðinu. Bandaríkjamenn eru nú á fullu að undirbúa lið sitt fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Japan í næsta mánuði, þar sem liðið leikur í riðli með Ítölum, Porto Rikó, Slóvenum, Kínverjum og Senegölum.

Sport
Fréttamynd

Sam Cassell framlengir við Clippers

Leikstjórnandinn Sam Cassell hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Clippers um tvö ár, en ekki hefur verið gefið upp hvað hann fær í aðra hönd fyrir samninginn. Þó Cassell sé fyrir nokkru kominn af léttasta skeiði sem leikmaður, skoraði hann rúm 17 stig og gaf 6 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Clippers á síðasta vetri. Það sem meira er tók hann að sér leiðtogahlutverk í liðinu og leiddi það til besta árangurs síns í yfir þrjá áratugi.

Sport
Fréttamynd

Wade framlengir við Miami

Verðmætasti leikmaður NBA-úrslitanna í vor, Dwyane Wade hjá Miami, hefur framlengt samning sinn við félagið um þrjú ár líkt og LeBron James hjá Cleveland gerði á dögunum. Flestir bjuggust við að Wade skrifaði undir fimm ára samning, en líta má á samningur þessi sé langtímafjárfesting fyrir leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Ruud Van Nistelrooy á leið til Real Madrid

Spænska dagblaðið Marca heldur því fram í dag að aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy geti gengið í raðir Real Madrid frá Manchester United fyrir upphæð nálægt 11 milljónum punda. Engar fréttir hafa borist frá Englandi til að staðfesta þetta en lið Real Madrid er með hverjum deginum orðað við fleiri leikmenn í ensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Valencia hefur mikinn áhuga á Del Horno

Spænska stórliðið Valencia hefur gefið það út að það hafi mikinn hug á því að fá vinstri bakvörðinn Asier del Horno til liðs við sig frá Chelsea. Del Horno er 25 ára gamall spænskur landsliðsmaður og spilaði 25 deildarleiki fyrir ensku meistarana á síðustu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Rannsókn hafin vegna ásakana Zidane

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að hefja rannsókn á hegðun ítalska varnarmannsins Marco Materazzi í úrslitaleiknum á HM í kjölfar þeirra þungu saka sem Zinedine Zidane bar hann í viðtali við franska sjónvarpið í gær. Zidane hefur verið gert að leggja fram skrifleg gögn í málinu og fær Materazzi tækifæri til að svara fyrir sig í kjölfarið.

Sport
Fréttamynd

Enska knattspyrnusambandið er á villigötum

Tony Woodcock, fyrrum landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, segir að menn verði að leita lengra en til Sven-Göran Eriksson til að finna svör við döpru gengi og spilamennsku enska landsliðsins á HM.

Sport