Erlendar Ítalir reiðir út í Shevchenko Ítalskir stuðningsmenn AC Milan eru mjög reiðir eftir að hann virtist kyssa treyju Chelsea þegar hann fagnaði marki sínu gegn Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina. Stendur deilan einnig um hvort hann hafi kysst treyju liðsins eða merki þess. Fótbolti 15.8.2006 22:03 Walcott skoraði í sínum fyrsta leik Undrabarnið Theo Walcott hjá Arsenal spilaði í kvöld sinn fyrsta leik með U-21 árs liði Englendinga og skoraði mark í leiknum eftir aðeins þrjár mínútur. Mark Walcott nægði þó ekki, því enska liðið náði aðeins 2-2 jafntefli við Moldavíu. Walcott varð í kvöld yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir enska U-21 árs landsliðið, því hann er aðeins rúmlega 17 ára gamall. Sport 15.8.2006 22:20 Slæm vika hjá van der Meyde Andy van der Meyde, leikmaður Everton, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, en brotist var inn í íbúð kappans um helgina. Fjölda verðmætra muna var stolið í innbrotinu, meira að segja hundinum hans Mac. Sport 15.8.2006 18:33 City samþykkir tilboð Boro í Distin Forráðamenn Manchester City hafa samþykkt kauptilboð Middlesbrough í miðjumanninn Sylvain Distin og er hann sagður í viðræðum um kaup og kjör þessa stundina. Boro hefur lengi verið á höttunum eftir franska leikmanninum sem bar fyrirliðabandið hjá City um tíma á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði. Sport 15.8.2006 19:29 Rooney og Scholes fá þriggja leikja bann Wayne Rooney og Paul Scholes, leikmenn Manchester United, þurfa báðir að taka út þriggja leikja bannið sem þeir fengu upphaflega fyrir að láta reka sig af velli í æfingaleik gegn Porto á dögunum, en áfrýjun þeirra var vísað frá í dag. Bann þeirra tekur gildi þann 23. ágúst og verða þeir félagar því í liði United sem mætir Fulham í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar, en missa af næstu þremur leikjum gegn Charlton, Watford og Tottenham. Sport 15.8.2006 17:22 Redknapp í vandræðum með sóknarmenn Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir að hann sé í miklum vandræðum með að manna sóknina hjá sér fyrir upphaf tímabilsins sem fer af stað um helgina. Redknapp er nú að reyna að klófesta sóknarmanninn Kanu sem er enn með lausa samninga eftir að lið hans West Brom féll úr úrvalsdeildinni í vor. Sport 15.8.2006 16:07 Nedved spilar sinn síðasta leik fyrir Tékka Miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur tilkynnt að hann ætli að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leik Tékka og Serba annað kvöld. Nedved segist í framtíðinni ætla að einbeita sér að því að spila með liði Juventus og segir tíma til kominn til að hleypa yngri mönnum að hjá landsliðinu. Sport 15.8.2006 15:54 Ballack vonast til að verða klár á sunnudag Miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Chelsea vonast enn til að geta verið með á sunnudaginn þegar Chelsea mætir Manchester City í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni. Ballack fór meiddur af velli í leiknum um samfélagsskjöldinn um síðustu helgi og verður ekki með landsliði Þjóðverja sem tekur á móti Svíum annað kvöld. Sport 15.8.2006 15:34 Isaksson kominn til City Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur gengið formlega frá samningi við sænska landsliðsmarkvörðinn Andreas Isaksson frá franska liðinu Rennes. Isaksson á að baki 42 landsleiki og er 24 ára gamall. Isaksson mun því taka stöðu David James í marki City, en James gekk á dögunum í raðir Portsmouth. Sport 15.8.2006 14:32 Gaf rúman milljarð króna til spítala í Kongó Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm. Sport 15.8.2006 13:12 Gerrard verður á hægri kanti Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, er strax farinn að valda nokkru fjaðrafoki í starfi sínu en hann stýrir enska liðinu í fyrsta sinn í æfingaleik gegn Grikkjum annað kvöld. Leikurinn verður spilaður á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn. Sport 15.8.2006 12:51 Á leið til Real Madrid Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hja Arsenal gangi í raðir Real Madrid. Reyes segir í samtali við breska fjölmiðla í dag að það sé draumur hans að spila fyrir Real og þakkar knattspyrustjóra sínum fyrir að greiða sér leiðina aftur heim til Spánar. Fótbolti 15.8.2006 12:27 Drew Gooden semur við Cleveland Framherjinn Drew Gooden hefur framlengt samning sinn við NBA-lið Cleveland Cavaliers til þriggja ára og hefur þar með bundið enda á miklar vangaveltur sem verið höfðu um framtíð hans. Talið er að Gooden muni fá um 23 milljónir dollara fyrir samning sinn og hefur forráðamönnum Cleveland nú tekist að framlengja samninga allra lykilmanna sinna á síðustu tveimur árum. Sport 14.8.2006 18:31 Steve Staunton ógnað af byssumanni Steve Staunton, landsliðsþjálfara Íra í knattspyrnu, slapp með skrekkinn í kvöld þegar maður vopnaður byssu vatt sér að honum við hótelið sem írska landsliðið gistir á í Dublin um þessar mundir. Breska sjónvarpið greindi frá þessu nú undir kvöldið. Sport 14.8.2006 22:13 Scott Carson lánaður til Charlton Scott Carson, markvörður Liverpool, hefur verið lánaður til Charlton út leiktíðina og mun þar væntanlega berjast um sæti í byrjunarliðinu í vetur. Carson er í U-21 árs landsliði Englendinga, líkt og kollegi hans Chris Kirkland hjá Liverpool sem einnig er í láni frá félaginu. Sport 14.8.2006 18:07 Montoya leiddist hjá McLaren Juan Pablo Montoya segir í viðtali við dagblað í heimalandi sínu Kolumbíu að ástæðan fyrir því að hann ákvað að hætta í Formúlu 1 og snúa sér að Nascar hafi verið sú að honum hafi verið farið að leiðast. Formúla 1 14.8.2006 17:11 Gilbert Arenas fer ekki á HM Forráðamenn bandaríska landsliðsins í körfubolta tilkynntu í dag að bakvörðurinn Gilbert Arenas frá Washington Wizards muni ekki spila með liðinu á HM í Japan sem hefst 19. ágúst nk, eftir að hann tognaði á nára á æfingu í morgun. Sport 14.8.2006 16:56 Snýr sig fimlega út úr yfirlýsingum sínum Ramon Calderon, nýráðinn forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, hefur viðurkennt að ekkert verði af loforðum hans um að fá þá Kaka, Cesc Fabregas og Arjen Robben til félagsins eins og hann lýsti yfir í forsetakosningunum fyrr í sumar. Fótbolti 14.8.2006 16:18 Lauren ætlar að snúa aftur í september Kamerúninn Lauren hjá Arsenal segist vonast til að verða orðinn klár í slaginn í september, en hann hefur verið frá síðan í janúar eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné. Lauren er 29 ára gamall og fær væntanlega mikla samkeppni um stöðu hægri bakvarðar frá Fílabeinsstrendingnum Emmanuel Eboue. Sport 14.8.2006 15:48 Sigur Liverpool hefur enga þýðingu Arjen Robben, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, segir að sigur Liverpool í leiknum um samfélagsskjöldinn um helgina hafi litla sem enga þýðingu fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Sport 14.8.2006 15:08 Sigurinn á Chelsea veitir okkur aukið sjálfstraust Luis Garcia segir að sigur Liverpool á Chelsea í leiknum um samfélagsskjöldinn í gær hafi veitt liðsmönnum Liverpool aukið sjálfstraust sem sé nauðsynlegt veganesti í baráttuna sem framundan er í ensku úrvalsdeildinni. Sport 14.8.2006 14:55 Norwich samþykkir kauptilboð West Ham í Robert Green Enska 1. deildarfélagið Norwich samþykkti í dag kauptilboð enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham í enska landsliðsmarkvörðinn Robert Green, sem ganga mun í raðir Lundúnaliðsins ef hann stenst læknisskoðun og kemst að kaupum og kjörum við félagið. Sport 14.8.2006 14:06 Liverpool og Haifa leika í Kænugarði Síðari leikur Liverpool og Maccabi Haifa í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður leikinn í Kænugarði í Úkraínu vegna þeirrar ólgu sem ríkir í Ísrael um þessar mundir. Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í síðustu viku að leikurinn yrði spilaður á hlutlausum velli og hafa forráðamenn Dynamo Kiev nú boðist til að hýsa leikinn. Fótbolti 14.8.2006 14:46 Lehmann íhugar að fara frá Arsenal Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann hefur látið í það skína að hann muni fara frá Arsenal að lokinni komandi leiktíð á Englandi, en hann hefur þegar gefið það út að hann ætli að leggja hanskana á hilluna að loknu Evrópumóti landsliða í Sviss og Austurríki sumarið 2008. Sport 14.8.2006 13:43 Randy Lerner kaupir Aston Villa Ameriskí auðkýfingurinn Randy Lerner festi í dag kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa eftir að stjórn félagsins samþykkti yfirtökutilboð hans upp á 62,6 milljónir punda eða um 8,5 milljarða króna. Lerner tekur því við af Doug Ellis sem hefur verið stjórnarformaður félagsins síðan árið 1982. Sport 14.8.2006 13:05 Crouch tryggði Liverpool skjöldinn Liverpool vann Chelsea 2-1 í hinum árlega leik milli Englandsmeistarana og bikarmeistarana þar í landi. Sigurinn var sanngjarn en Peter Crouch skoraði sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Sport 13.8.2006 18:59 Marc Raquil sigraði með naumindum Marc Raquil, sem er þekktur fyrir góðan endasprett, sigraði í fjögurhundruð metra hlaupi karla á á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Hann var á tímanum 45,02 sekúndur og varð rétt á undan Rússanum Vladislav Frolov sem var á 45.09. Sport 9.8.2006 19:41 Kim Gevaert fyrst í mark Kim Gevaert frá Belgíu vann hundarð metra spretthlaup kvenna á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Hún var á tímanum 11,06, Yekaterina Grigoryeva varð önnur og Irina Khabarova kom þriðja í mark, þær eru báðar frá Rússlandi og mældust á sama tíma 11,22 sekúndur. Sport 9.8.2006 19:00 Maraþon amma Judy Crowson hefur náð áfanga sem fáir geta stært sig af. Hún hefur lokið maraþonhlaupi í öllum sjö álfum heimsins. Crowson er 61 árs gömul, þriggja barna móðir og átta barna amma. Hún kláraði sjöundu og síðustu álfu sína 2. júlí síðastliðinn. Hún tók meðal annars þátt í Reykjarvíkurmaraþoninu í fyrra og lenti í 292. sæti á tímanum 5:50:01. Sport 2.8.2006 19:52 Alfio Basile tekur við Argentínu Alfio Basile, Þjálfari Boca Juniors, tekur við argentínska landsliðinu af Jose Pekerman sem hætti eftir HM2006. Basile ætlar hins vegar að stjórna Boca í sex vikur til viðbótar áður en hann tekur við landsliðinu. Sport 1.8.2006 20:08 « ‹ 132 133 134 135 136 137 138 139 140 … 264 ›
Ítalir reiðir út í Shevchenko Ítalskir stuðningsmenn AC Milan eru mjög reiðir eftir að hann virtist kyssa treyju Chelsea þegar hann fagnaði marki sínu gegn Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina. Stendur deilan einnig um hvort hann hafi kysst treyju liðsins eða merki þess. Fótbolti 15.8.2006 22:03
Walcott skoraði í sínum fyrsta leik Undrabarnið Theo Walcott hjá Arsenal spilaði í kvöld sinn fyrsta leik með U-21 árs liði Englendinga og skoraði mark í leiknum eftir aðeins þrjár mínútur. Mark Walcott nægði þó ekki, því enska liðið náði aðeins 2-2 jafntefli við Moldavíu. Walcott varð í kvöld yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir enska U-21 árs landsliðið, því hann er aðeins rúmlega 17 ára gamall. Sport 15.8.2006 22:20
Slæm vika hjá van der Meyde Andy van der Meyde, leikmaður Everton, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, en brotist var inn í íbúð kappans um helgina. Fjölda verðmætra muna var stolið í innbrotinu, meira að segja hundinum hans Mac. Sport 15.8.2006 18:33
City samþykkir tilboð Boro í Distin Forráðamenn Manchester City hafa samþykkt kauptilboð Middlesbrough í miðjumanninn Sylvain Distin og er hann sagður í viðræðum um kaup og kjör þessa stundina. Boro hefur lengi verið á höttunum eftir franska leikmanninum sem bar fyrirliðabandið hjá City um tíma á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði. Sport 15.8.2006 19:29
Rooney og Scholes fá þriggja leikja bann Wayne Rooney og Paul Scholes, leikmenn Manchester United, þurfa báðir að taka út þriggja leikja bannið sem þeir fengu upphaflega fyrir að láta reka sig af velli í æfingaleik gegn Porto á dögunum, en áfrýjun þeirra var vísað frá í dag. Bann þeirra tekur gildi þann 23. ágúst og verða þeir félagar því í liði United sem mætir Fulham í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar, en missa af næstu þremur leikjum gegn Charlton, Watford og Tottenham. Sport 15.8.2006 17:22
Redknapp í vandræðum með sóknarmenn Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir að hann sé í miklum vandræðum með að manna sóknina hjá sér fyrir upphaf tímabilsins sem fer af stað um helgina. Redknapp er nú að reyna að klófesta sóknarmanninn Kanu sem er enn með lausa samninga eftir að lið hans West Brom féll úr úrvalsdeildinni í vor. Sport 15.8.2006 16:07
Nedved spilar sinn síðasta leik fyrir Tékka Miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur tilkynnt að hann ætli að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leik Tékka og Serba annað kvöld. Nedved segist í framtíðinni ætla að einbeita sér að því að spila með liði Juventus og segir tíma til kominn til að hleypa yngri mönnum að hjá landsliðinu. Sport 15.8.2006 15:54
Ballack vonast til að verða klár á sunnudag Miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Chelsea vonast enn til að geta verið með á sunnudaginn þegar Chelsea mætir Manchester City í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni. Ballack fór meiddur af velli í leiknum um samfélagsskjöldinn um síðustu helgi og verður ekki með landsliði Þjóðverja sem tekur á móti Svíum annað kvöld. Sport 15.8.2006 15:34
Isaksson kominn til City Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur gengið formlega frá samningi við sænska landsliðsmarkvörðinn Andreas Isaksson frá franska liðinu Rennes. Isaksson á að baki 42 landsleiki og er 24 ára gamall. Isaksson mun því taka stöðu David James í marki City, en James gekk á dögunum í raðir Portsmouth. Sport 15.8.2006 14:32
Gaf rúman milljarð króna til spítala í Kongó Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm. Sport 15.8.2006 13:12
Gerrard verður á hægri kanti Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, er strax farinn að valda nokkru fjaðrafoki í starfi sínu en hann stýrir enska liðinu í fyrsta sinn í æfingaleik gegn Grikkjum annað kvöld. Leikurinn verður spilaður á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn. Sport 15.8.2006 12:51
Á leið til Real Madrid Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hja Arsenal gangi í raðir Real Madrid. Reyes segir í samtali við breska fjölmiðla í dag að það sé draumur hans að spila fyrir Real og þakkar knattspyrustjóra sínum fyrir að greiða sér leiðina aftur heim til Spánar. Fótbolti 15.8.2006 12:27
Drew Gooden semur við Cleveland Framherjinn Drew Gooden hefur framlengt samning sinn við NBA-lið Cleveland Cavaliers til þriggja ára og hefur þar með bundið enda á miklar vangaveltur sem verið höfðu um framtíð hans. Talið er að Gooden muni fá um 23 milljónir dollara fyrir samning sinn og hefur forráðamönnum Cleveland nú tekist að framlengja samninga allra lykilmanna sinna á síðustu tveimur árum. Sport 14.8.2006 18:31
Steve Staunton ógnað af byssumanni Steve Staunton, landsliðsþjálfara Íra í knattspyrnu, slapp með skrekkinn í kvöld þegar maður vopnaður byssu vatt sér að honum við hótelið sem írska landsliðið gistir á í Dublin um þessar mundir. Breska sjónvarpið greindi frá þessu nú undir kvöldið. Sport 14.8.2006 22:13
Scott Carson lánaður til Charlton Scott Carson, markvörður Liverpool, hefur verið lánaður til Charlton út leiktíðina og mun þar væntanlega berjast um sæti í byrjunarliðinu í vetur. Carson er í U-21 árs landsliði Englendinga, líkt og kollegi hans Chris Kirkland hjá Liverpool sem einnig er í láni frá félaginu. Sport 14.8.2006 18:07
Montoya leiddist hjá McLaren Juan Pablo Montoya segir í viðtali við dagblað í heimalandi sínu Kolumbíu að ástæðan fyrir því að hann ákvað að hætta í Formúlu 1 og snúa sér að Nascar hafi verið sú að honum hafi verið farið að leiðast. Formúla 1 14.8.2006 17:11
Gilbert Arenas fer ekki á HM Forráðamenn bandaríska landsliðsins í körfubolta tilkynntu í dag að bakvörðurinn Gilbert Arenas frá Washington Wizards muni ekki spila með liðinu á HM í Japan sem hefst 19. ágúst nk, eftir að hann tognaði á nára á æfingu í morgun. Sport 14.8.2006 16:56
Snýr sig fimlega út úr yfirlýsingum sínum Ramon Calderon, nýráðinn forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, hefur viðurkennt að ekkert verði af loforðum hans um að fá þá Kaka, Cesc Fabregas og Arjen Robben til félagsins eins og hann lýsti yfir í forsetakosningunum fyrr í sumar. Fótbolti 14.8.2006 16:18
Lauren ætlar að snúa aftur í september Kamerúninn Lauren hjá Arsenal segist vonast til að verða orðinn klár í slaginn í september, en hann hefur verið frá síðan í janúar eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné. Lauren er 29 ára gamall og fær væntanlega mikla samkeppni um stöðu hægri bakvarðar frá Fílabeinsstrendingnum Emmanuel Eboue. Sport 14.8.2006 15:48
Sigur Liverpool hefur enga þýðingu Arjen Robben, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, segir að sigur Liverpool í leiknum um samfélagsskjöldinn um helgina hafi litla sem enga þýðingu fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Sport 14.8.2006 15:08
Sigurinn á Chelsea veitir okkur aukið sjálfstraust Luis Garcia segir að sigur Liverpool á Chelsea í leiknum um samfélagsskjöldinn í gær hafi veitt liðsmönnum Liverpool aukið sjálfstraust sem sé nauðsynlegt veganesti í baráttuna sem framundan er í ensku úrvalsdeildinni. Sport 14.8.2006 14:55
Norwich samþykkir kauptilboð West Ham í Robert Green Enska 1. deildarfélagið Norwich samþykkti í dag kauptilboð enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham í enska landsliðsmarkvörðinn Robert Green, sem ganga mun í raðir Lundúnaliðsins ef hann stenst læknisskoðun og kemst að kaupum og kjörum við félagið. Sport 14.8.2006 14:06
Liverpool og Haifa leika í Kænugarði Síðari leikur Liverpool og Maccabi Haifa í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður leikinn í Kænugarði í Úkraínu vegna þeirrar ólgu sem ríkir í Ísrael um þessar mundir. Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í síðustu viku að leikurinn yrði spilaður á hlutlausum velli og hafa forráðamenn Dynamo Kiev nú boðist til að hýsa leikinn. Fótbolti 14.8.2006 14:46
Lehmann íhugar að fara frá Arsenal Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann hefur látið í það skína að hann muni fara frá Arsenal að lokinni komandi leiktíð á Englandi, en hann hefur þegar gefið það út að hann ætli að leggja hanskana á hilluna að loknu Evrópumóti landsliða í Sviss og Austurríki sumarið 2008. Sport 14.8.2006 13:43
Randy Lerner kaupir Aston Villa Ameriskí auðkýfingurinn Randy Lerner festi í dag kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa eftir að stjórn félagsins samþykkti yfirtökutilboð hans upp á 62,6 milljónir punda eða um 8,5 milljarða króna. Lerner tekur því við af Doug Ellis sem hefur verið stjórnarformaður félagsins síðan árið 1982. Sport 14.8.2006 13:05
Crouch tryggði Liverpool skjöldinn Liverpool vann Chelsea 2-1 í hinum árlega leik milli Englandsmeistarana og bikarmeistarana þar í landi. Sigurinn var sanngjarn en Peter Crouch skoraði sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Sport 13.8.2006 18:59
Marc Raquil sigraði með naumindum Marc Raquil, sem er þekktur fyrir góðan endasprett, sigraði í fjögurhundruð metra hlaupi karla á á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Hann var á tímanum 45,02 sekúndur og varð rétt á undan Rússanum Vladislav Frolov sem var á 45.09. Sport 9.8.2006 19:41
Kim Gevaert fyrst í mark Kim Gevaert frá Belgíu vann hundarð metra spretthlaup kvenna á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Hún var á tímanum 11,06, Yekaterina Grigoryeva varð önnur og Irina Khabarova kom þriðja í mark, þær eru báðar frá Rússlandi og mældust á sama tíma 11,22 sekúndur. Sport 9.8.2006 19:00
Maraþon amma Judy Crowson hefur náð áfanga sem fáir geta stært sig af. Hún hefur lokið maraþonhlaupi í öllum sjö álfum heimsins. Crowson er 61 árs gömul, þriggja barna móðir og átta barna amma. Hún kláraði sjöundu og síðustu álfu sína 2. júlí síðastliðinn. Hún tók meðal annars þátt í Reykjarvíkurmaraþoninu í fyrra og lenti í 292. sæti á tímanum 5:50:01. Sport 2.8.2006 19:52
Alfio Basile tekur við Argentínu Alfio Basile, Þjálfari Boca Juniors, tekur við argentínska landsliðinu af Jose Pekerman sem hætti eftir HM2006. Basile ætlar hins vegar að stjórna Boca í sex vikur til viðbótar áður en hann tekur við landsliðinu. Sport 1.8.2006 20:08