Erlendar

Fréttamynd

Jol vill selja Defoe

Nokkur ensku blaðana greindu frá því í morgun að Martin Jol, stjóri Tottenham, sé tilbúinn að losa sig við enska landsliðsframherjann Jermain Defoe og ætli sér að hlusta vel á tilboð sem gætu borist í hann þegar leikmannaglugginn opnast að nýju í byrjun næsta árs.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá West Ham og Aston Villa

West Ham og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liam Ridgwelle kom Villa yfir strax í upphafi leiks en hinn funheiti Bobby Zamora jafnaði á 52. mínútu. Carloz Tevez kom inn á hjá West Ham þegar hálftími var eftir en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Sport
Fréttamynd

Argentínumennirnir á bekknum

Carlos Tevez og Javier Macherano, argentínsku landsliðsmennirnir sem gengu til liðs við West Ham fyrir skemmstu, eru ekki í byrjunarliði liðsins í leiknum gegn Aston Villa. Leikurinn er að hefjast á Upton Park, heimavelli West Ham.

Sport
Fréttamynd

Schumacher ætlar að hætta eftir tímabilið

Þýski ökuþórinn Michael Schumacher var rétt í þessum að tilkynna á dramatískum blaðamannafundi eftir Ítalíukappaksturinn að hann hafi ákveðið að þetta verði síðasta tímabilið á hans ferli. Þrjú mót eru eftir á keppnistímabilinu og eftir þau er Schumacher hættur.

Formúla 1
Fréttamynd

Hafði fylgst með Kuyt í þrjú ár

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hafði verið með hollenska framherjann Dirk Kuyt undir smásjánni í þrjú ár áður en hann lét verða af því að kaupa hann í sumar.

Sport
Fréttamynd

Schumacher sigraði

Aðeins tveimur stigum munar á Fernando Alonso og Michael Schumacher í stigakeppni ökumanna í formúlu 1 eftir að sá þýski sigraði í Ítalíu-kappakstrinum sem var að ljúka rétt í þessu. Alonso féll úr leik þegar 10 hringir voru eftir og fer því stigalaus frá Monza.

Formúla 1
Fréttamynd

Annar risatitill Sharapovu

Maria Sharapova bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nótt með því að sigra Justin Henen Hardinne frá Belgíu í úrslitaleik, 6-4 og 6-4. Þetta er í annað sinn sem Sharapova sigrar á einu af fjórum árlegu risamótunum í tennis.

Sport
Fréttamynd

Bullard verður lengi frá

Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, segir að Jimmy Bullard leikmaður liðsins verði frá keppni í marga mánuði eftir að hafa hlotið alvarleg hnémeiðsli í sigurleiknum gegn Newcastle í dag.

Sport
Fréttamynd

Það vantar neistann

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers og bandaríska landsliðsins í körfubolta, segir að liðinu skorti neistann sem þarf til að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi. Bandaríkin náðu aðeins 3. sæti á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti og olli liðið miklum vonbrigðum.

Körfubolti
Fréttamynd

Lampard verður áfram vítaskytta

Frank Lampard misnotaði vítaspyrnu í leik Chelsea og Charlton í dag og hefur nú aðeins nýtt eina af síðustu fjórum vítaspyrnum sínum. Þrátt fyrir það ætlar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, að láta Lampard halda áfram að taka vítin.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári kom ekki við sögu

Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona þegar liðið gjörsigraði Osasuna, 3-0, í viðureign liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var eins og lauflétt æfing fyrir Spánarmeistarana sem gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Hannes lék allan leikinn

Landsliðsmaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem gerði jafntefli við AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli hjá Juve í fyrsta leik

Stjörnum prýtt lið Juventus náði aðeins 1-1 jafntelfi gegn Rimini í fyrsta leik sínum í Serie-B deildinni á Ítalíu í dag. Til að gera jafnteflið enn meira niðurlægjandi var Rimini einum leikmanni færra stóran hluta leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Vissi að Man. Utd. og Celtic myndu dragast saman

Roy Keane, fyrrum leikmaður Man. Utd. og Celtic og núverandi stjóri Sunderland, kveðst hafa séð það fyrir að hans fyrrum félög myndust dragast í sama riðil í Meistaradeildinni. Keane segist hafa mikinn áhuga á að spila í leik liðanna.

Sport
Fréttamynd

Sigurganga Man. Utd. heldur áfram

Mark frá Ryan Giggs á 9. mínútu var það sem skildi að Manchester United og Tottenham þegar uppi var staðið í leik liðanna á Old Trafford sem var að ljúka rétt í þessu. Manchester hefur unnið alla fjóra leiki sína það sem af er keppni í ensku úrvalsdeildinni og er í efsta sæti.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni. Ronaldinho, Messi og Eto´o eru í fremstu víglínu Barca en athygli vekur að fyrirliðinn Carlos Puyol þarf að sætta sig við að hefja leik á bekknum. Leikurinn er að hefjast og er í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sheringham til Djurgarden?

Gamla kempan Teddy Sheringham gæti verið á leið til sænsku meistaranna í Djurgarden, ef eitthvað er að marka orð stjórnarformanns félagsins. Sem kunnugt er leika Íslendingarnir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen með liðinu.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Keane í fyrsta leik

Sunderland, undir stjórn Roy Keane, bar sigurorð af Derby County á útivelli, 2-1, í leik liðana í ensku Champinship-deildinni í dag. Þetta var aðeins annar sigur Sunderland á leiktíðinni. Keane klæddist jakkafötum á hliðarlínunni.

Sport
Fréttamynd

Carrick í byrjunarliðinu

Michael Carrick er í byrjunarliði Manchester United sem tekur á móti Tottenham á heimavelli sínum eftir nokkrar mínútur. Carrick kom til Man. Utd. frá Tottenham fyrir tímabilið og var jafnvel talið að Sir Alex Ferguson myndi ekki treysta Carrick til að byrja leikinn.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári í hópnum

Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Osasuna á heimavelli sínum Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni eftir skamma stund. Ronaldinho hefur hins vegar snúið aftur í hóp Evrópumeistaranna og því er afar ólíklegt að Eiður Smári fái tækifæri í byrjunarliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Carvalho hetja Chelsea

Chelsea þurfti að hafa mikið fyrir 2-1 sigri sínum á Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var varnarmaðurinn Richardo Carvalho sem skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik. Ashley Cole lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea og það gerði William Gallas einnig fyrir Arsenal gegn Middlesbrough. Nokkur óvænt úrslit urðu í leikjum dagsins.

Sport
Fréttamynd

Ég er á hátindi ferilsins

Andy Johnson, framherji Everton, sagði eftir sigurleikinn í dag að hann væri á hátindi ferils síns sem knattspyrnumaður.

Sport
Fréttamynd

Ótrúleg tilþrif

Á heimasíðunnu Youtube.com getur fólk sett inn myndbönd af sjálfu sér við hinar ýmsu athafnir og er meðal annars fjöldi myndbanda sem sýnir ótrúlega tækni og fleiri tilþrif í fótbolta.

Sport
Fréttamynd

Flensborg vann toppslaginn

Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensborg höfðu betur gegn Alfreði Gíslasyni og lærisveinum hans í Gummersbach í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Lokatölur urðu 36-29.

Sport
Fréttamynd

Sanchez verður áfram

Lawrie Sanchez hefur bundið enda á allar vangaveltur varðandi framtíð sína með því að lýsa því yfir að hann hyggst halda áfram að þjálfa Norður-Írska landsliðið.

Sport
Fréttamynd

Everton valtaði yfir Liverpool

Rauðklæddu gestirnir úr Liverpool áttu aldrei möguleika gegn frískum leikmönnum Everton í hádegisleik enska boltans. Lokatölur urðu 3-0, Everton í vil.

Sport
Fréttamynd

Arnór byrjar vel

Arnór Atlason var markahæstur með sjö mörk og þótti besti maður vallarins þegar lið hans FCK bar sigurorð af Lemvig í opnunarleik dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gærkvöldi.

Handbolti
Fréttamynd

Vill að Sanchez verði áfram

David Healy, sóknarmaður Norður-Írska landsliðsins í fótbolta, hefur beðið Lawrie Sanchez, þjálfara liðsins, um að halda áfram með liðið út undankeppni EM. Eins og kunnugt er var Sanchez ekki ánægður með fjölmiðla í landi sínu eftir að íslenska landsliðið gjörsigraði liðið ytra í síðustu viku.

Sport
Fréttamynd

Hannes líklega í byrjunarliðinu

Hannes Þ. Sigurðsson, landsliðsmaðurinn sem var skilinn eftir utan hóps vegna þreytu í leiknum í Danmörku, verður líklega í byrjunarliði Bröndby gegn toppliði Aab í viðureign liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Sport