Erlendar Inter, eruð þið geðveikir? Ítölsku blöðin vönduðu stjörnum prýddu liði Inter Milan ekki kveðjurnar á síðum sínum í dag eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir Bayern Munchen á heimavelli í Meistaradeildinni. Þeim Zlatan Ibrahimovic og Fabio Grosso var báðum vikið af leikvelli í gærkvöldi og það nýtti þýska liðið sér vel, en Inter hefur ekki fengið eitt einasta stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli. Fótbolti 28.9.2006 18:57 Newcastle - Levadia Tallin í beinni Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna beint frá leik Newcastle og eistneska liðsins Levadia frá Tallin klukkan 18:35 í kvöld, en leikurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að þar verður íslenskur dómarakvartett að störfum. Sport 28.9.2006 16:39 Kraftaverkin gerast enn í Óðinsvéum Einum leik er nú lokið í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, en þar gerði danska liðið Odense BK sér lítið fyrir og sló út þýska liðið Hertha frá Berlín með 1-0 sigri á heimavelli sínum. Fyrri leiknum í Þýskalandi lauk með 2-2 jafntefli og því er danska liðið komið áfram í riðlakeppnina. Sport 28.9.2006 16:18 Kona tekur við forsetaembætti hjá Bilbao Spænska knattspyrnufélagið Athletic Club Bilbao hefur nú í fyrsta sinn ráðið konu sem forseta. Sú heitir Ana Urkijo og tekur hún við embættinu tímabundið eftir að Fernando Lamikiz sagði af sér. Urkijo er 51 árs gömul og gegndi áður embætti varaforseta félagsins, en hún tók formelga við starfinu eftir stjórnarfund í dag. Fótbolti 28.9.2006 15:57 Bonzi Wells semur við Houston Rockets Framherjinn Bonzi Wells sem lék með Sacramento Kings í NBA deildinni á síðustu leiktíð hefur gengið frá samningi við Houston Rockets. Wells var síðasta "stóra nafnið" á lista leikmanna sem voru með lausa samninga fyrir næsta tímabil, en samningur hans við Texas liðið er aðeins til tveggja ára og getur hann orðið laus allra mála eftir næsta tímabil. Körfubolti 28.9.2006 15:44 Spearmon með þriðja besta tíma sögunnar í 200 Bandaríkjamaðurinn Wallace Spearmon náði í gærkvöldi þriðja besta tíma sem náðst hefur í sögunni í 200 metra hlaupi þegar hann kom í mark á 19,65 sekúndum á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Daegu í Suður-Kóreu. Aðeins landar hans Xavier Carter á 19,63 og heimsmethafinn Michael Johnson á 19,32 hafa náð betri tíma í greininni. Sport 28.9.2006 15:18 Allt vitlaust á Sikiley Til átaka kom milli stuðningsmanna ítalska liðsins Palermo og enska liðsins West Ham á Sikiley í dag, en liðin mætast í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Tuttugu stuðningsmenn West Ham voru handteknir og sex aðrir fluttir á sjúkrahús eftir að til átakanna kom - þar sem stólum og flöskum var grýtt í allar áttir í miðbæ Palermo og kalla þurfti til óeirðalögreglu til að skakka leikinn. Sport 28.9.2006 14:23 Dein vill halda Wenger í 10 ár til viðbótar Í dag eru liðin tíu ár síðan franski knattspyrnustjórinn Arsene Wenger tók við enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal og hefur stjórnarformaður félagsins gefið það út í tilefni dagsins að Wenger sé æviráðinn hjá félaginu ef hann óskar þess og vonast til að halda honum í að minnsta kosti áratug í viðbót. Enski boltinn 28.9.2006 14:12 Eto´o verður frá í allt að þrjá mánuði Illur grunur lækna Evrópumeistara Barcelona frá í gærkvöldi hefur nú verið staðfestur eftir að framherjinn Samuel Eto´o fór í myndatöku í dag og í ljós kom að hann verður frá í allt að þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Eto´o meiddist í leik Werder Bremen og Barcelona í gær, en meiðsli hans gætu þó þýtt að tækifærum Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Katalóníuliðinu ætti eftir að fjölga til muna. Fótbolti 28.9.2006 14:01 Naismith frá keppni í sex vikur Skoski landsliðsmaðurinn Gary Naysmith hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton verður frá keppni í að minnsta kosti sex vikur eftir að hafa tognað á hné í leik gegn Newcastle um síðustu helgi. Þetta þýðir að Naysmith mun missa af landsleikjum Skota gegn Frökkum og Úkraínumönnum í næsta mánuði og snýr væntanlega ekki aftur í lið Everton fyrr en undir lok nóvember að mati lækna félagsins. Enski boltinn 27.9.2006 19:28 Hughes ætlar Blackburn í riðlakeppnina Mark Hughes, stjóri Blackburn, segir ekkert annað koma til greina en að koma liði sínu í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en Blackburn mætir Salzburg á heimavelli í síðari viðureign liðanna í forkeppninni annað kvöld. Fyrri leikurinn fór 2-2 þar sem enska liðið fékk á sig jöfnunarmark í blálokin. Enski boltinn 27.9.2006 19:59 Góð endurkoma hjá Venus Williams Bandaríska tenniskonan Venus Williams átti vel heppnaða endurkomu á tennisvellinum í dag þegar hún sigraði Önu Ivanovic 6-3 og 6-4 á Fortis meistaramótinu. Williams var þarna að spila sinn fyrsta leik í þrjá mánuði og hafði ekki spilað síðan hún lauk keppni vegna meiðsla á Wimbledon mótinu. Hún er nú aðeins í 54. sæti heimslistans í tennis. Sport 27.9.2006 20:33 Eto´o verður frá í 2-3 mánuði Evrópumeistarar Barcelona hafa orðið fyrir miklu áfalli en skæðasti framherji liðsins, Kamerúninn Samuel Eto´o, meiddist á hné í leiknum gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld og segist læknir liðsins halda að hann verði frá keppni í tvo til þrjá mánuði fyrir vikið. Fótbolti 27.9.2006 22:05 Mark Crouch var stórkostlegt Rafa Benitez var ánægður með leik sinna manna í Liverpool í 3-2 sigrinum á Galatasaray í kvöld, þrátt fyrir að gestirnir frá Tyrklandi hafi gert sig líklega til að jafna leikinn eftir að hafa lent undir 3-0. Benitez sá ástæðu til að hrósa hinum leggjalanga Peter Crouch fyrir tilburði sína á vellinum, enda skoraði sá eftirminnilegt mark með hjólhestaspyrnu fyrir framan Kop stúkuna frægu. Fótbolti 27.9.2006 21:41 Drogba er funheitur Jose Mourinho var skiljanlega í skýjunum yfir framherja sínum Didier Drogba eftir leikinn við Levski Sofia í Meistaradeildinni í kvöld, en Fílstrendingurinn sterki skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea í Búlgaríu. Fótbolti 27.9.2006 21:21 Liverpool slapp með skrekkinn Liverpool vann í kvöld nauman 3-2 sigur á tyrkneska liðinu Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í leik sem sýndur var beint á Sýn. Peter Crouch skoraði tvö mörk og Luis Garcia eitt og komu enska liðinu í 3-0, en Tyrkirnir höfðu alls ekki sagt sitt síðasta og skoruðu tvö mörk á sex mínútum um miðjan síðari hálfleikinn. Lengra komust þeir þó ekki og enska liðið slapp með skrekkinn. Fótbolti 27.9.2006 20:38 Eiður kemur inn fyrir meiddan Eto´o Það blæs ekki byrlega fyrir Evrópumeistara Barcelona það sem af er kvöldi, því liðið er ekki aðeins 1-0 undir gegn Werder Bremen á útivelli í Meistaradeildinni, heldur var framherjinn skæði Samuel Eto´o borinn meiddur af leikvelli strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann virðist vera nokkuð alvarlega meiddur á hné, en eins dauði er annars brauð og Eiður Smári Guðjohnsen er því kominn inn í lið Barcelona í stað Eto´o á 55 mínútu. Fótbolti 27.9.2006 20:06 Bandaríska liðið spilaði ömurlega Bandaríski kylfingurinn Jim Furyk hefur vísað þeim kenningum á bug að lið Bandaríkjanna hafi tapað í Ryder-bikarnum vegna þess að það skorti hungur. Furyk segir liðið einfaldlega hafa tapað fyrir því evrópska af því það hafi spilað ömurlegt golf alla keppnina. Golf 27.9.2006 19:17 Liverpool í góðum málum Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Peter Crouch (9.) og Luis Garcia (14.) skoruðu mörk Liverpool sem hefur 2-0 yfir gegn Galatasaray á heimavelli sínum í sjónvarpsleiknum á Sýn. Heimamenn hafa ráðið ferðinni lengst af og útlit fyrir að eftirleikurinn verði þeim auðveldur. Fótbolti 27.9.2006 19:38 Heimsmeistarinn handleggsbrotinn Vonir heimsmeistarans Sebastien Loeb um að vinna sinn þriðja titil í röð í rallakstri hafa nú minnkað til muna eftir að kappinn datt af baki fjallahjóli sínu í Sviss með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. Loeb hefur reyndar 35 stiga forskot í stigakeppni ökumanna, en ljóst þykir að hann muni missa af Tyrklandsrallinu sem fram fer um miðjan næsta mánuð. Sport 27.9.2006 18:38 Eiður Smári á varamannabekk Barcelona Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Barcelona sem sækir þýska liðið Werder Bremen heim í Meistaradeildinni en leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra nú klukkan 18:45. Eiður Smári er á varamannabekk Barcelona í kvöld sem áður. Fótbolti 27.9.2006 18:26 Leikir kvöldsins á rásum Sýnar Sjónvarpsstöðin Sýn verður að venju með þrjá leiki í boði í beinni útsendingu úr Meistaradeild Evrópu á rásum sínum. Aðalleikur kvöldsins verður viðureign Liverpool og Galatasaray á Sýn, en þar kemur ekkert annað en sigur til greina hjá fyrrum Evrópumeisturunum eftir að gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska í Evrópukeppninni undanfarið. Fótbolti 27.9.2006 17:44 Schaaf ætlar að koma Barcelona á óvart Lið Werder Bremen hefur ekki unnið sigur í fimm síðustu leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu en Thomas Schaaf þjálfari ætlar sér að koma Evrópumeisturum Barcelona á óvart í kvöld þegar liðin mætast í A-riðli á Westerstadion í Bremen. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30. Fótbolti 27.9.2006 17:35 Sögulegur leikur í Moskvu í kvöld Leikur Spartak Moskvu og Sporting Lissabon á Luzhniki Stadium verður kannski ekki stærsti leikurinn sem verður á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en hann verður þó merkilegur fyrir þær sakir að þetta verður í fyrsta sinn sem leikur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verður háður á gervigrasvelli. Fótbolti 27.9.2006 17:25 Þýsku brautirnar skipta með sér keppnum Nú hefur verið tilkynnt að þýsku kappakstursbrautirnar Nurburgring og Hockenheim muni skipta með sér mótshaldi í Formúlu 1 næstu fjögur árin. Þetta þýðir að keppnin á næsta ári fer fram á Nurburgring og svo aftur árið 2009, en 2008 og 2010 verður Þýskalandskappaksturinn haldinn á Hockenheim. Formúla 1 27.9.2006 15:48 Nowitzki framlengir við Dallas Þýski stjörnuleikmaðurinn Dirk Nowitzki hefur framlengt samning sinn við NBA lið Dallas Mavericks til þriggja ára og fær fyrir það um 60 milljónir dollara samkvæmt heimildarmanni ESPN sjónvarpsstöðvarinnar. Körfubolti 27.9.2006 17:03 Forseti Palermo vill að liðið tapi fyrir West Ham Enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham hefur nú borist stuðningur úr óvæntri átt fyrir síðari leik sinn gegn Sikileyjarliðinu Palermo í Evrópukeppni félagsliða annað kvöld, því forseti félagsins óskar þess að lið sitt falli úr leik þrátt fyrir að vera með 1-0 foyrstu úr fyrri leiknum. Sport 27.9.2006 16:48 Vekur reiði samkynhneigðra Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United hefur vakið upp nokkra gremju meðal baráttumanna fyrir jafnrétti samkynhneigðra eftir að hann var sakaður um að hafa látið niðrandi orð um samkynhneigða falla í kjölfar þess að hann var spjaldaður í leiknum gegn Benfica í meistaradeildinni í gær. Fótbolti 27.9.2006 16:34 Ætlar að skála í kvöld Ítalski landsliðsmaðurinn Francesco Totti hjá Roma vill ólmur næla í þrjú stig með liði sínu þegar það sækir Valencia heim í D-riðli meistaradeildarinnar í kvöld, því hann segist vilja skála við félaga sína í fluginu heim til Ítalíu og halda þannig upp á þrítugsafmæli sitt sem er í dag. Fótbolti 27.9.2006 16:28 Vill afnema vítakeppnir á HM Sepp Blatter segir að vítaspyrnukeppnir ættu ekki að ráða úrslitum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og vill afleggja þennan sið. Hann virðukennir að það kunni að taka langan tíma, en vill umfram allt finna aðra leið til að skera úr um úrslit leikja. Sport 27.9.2006 16:16 « ‹ 108 109 110 111 112 113 114 115 116 … 264 ›
Inter, eruð þið geðveikir? Ítölsku blöðin vönduðu stjörnum prýddu liði Inter Milan ekki kveðjurnar á síðum sínum í dag eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir Bayern Munchen á heimavelli í Meistaradeildinni. Þeim Zlatan Ibrahimovic og Fabio Grosso var báðum vikið af leikvelli í gærkvöldi og það nýtti þýska liðið sér vel, en Inter hefur ekki fengið eitt einasta stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli. Fótbolti 28.9.2006 18:57
Newcastle - Levadia Tallin í beinni Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna beint frá leik Newcastle og eistneska liðsins Levadia frá Tallin klukkan 18:35 í kvöld, en leikurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að þar verður íslenskur dómarakvartett að störfum. Sport 28.9.2006 16:39
Kraftaverkin gerast enn í Óðinsvéum Einum leik er nú lokið í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, en þar gerði danska liðið Odense BK sér lítið fyrir og sló út þýska liðið Hertha frá Berlín með 1-0 sigri á heimavelli sínum. Fyrri leiknum í Þýskalandi lauk með 2-2 jafntefli og því er danska liðið komið áfram í riðlakeppnina. Sport 28.9.2006 16:18
Kona tekur við forsetaembætti hjá Bilbao Spænska knattspyrnufélagið Athletic Club Bilbao hefur nú í fyrsta sinn ráðið konu sem forseta. Sú heitir Ana Urkijo og tekur hún við embættinu tímabundið eftir að Fernando Lamikiz sagði af sér. Urkijo er 51 árs gömul og gegndi áður embætti varaforseta félagsins, en hún tók formelga við starfinu eftir stjórnarfund í dag. Fótbolti 28.9.2006 15:57
Bonzi Wells semur við Houston Rockets Framherjinn Bonzi Wells sem lék með Sacramento Kings í NBA deildinni á síðustu leiktíð hefur gengið frá samningi við Houston Rockets. Wells var síðasta "stóra nafnið" á lista leikmanna sem voru með lausa samninga fyrir næsta tímabil, en samningur hans við Texas liðið er aðeins til tveggja ára og getur hann orðið laus allra mála eftir næsta tímabil. Körfubolti 28.9.2006 15:44
Spearmon með þriðja besta tíma sögunnar í 200 Bandaríkjamaðurinn Wallace Spearmon náði í gærkvöldi þriðja besta tíma sem náðst hefur í sögunni í 200 metra hlaupi þegar hann kom í mark á 19,65 sekúndum á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Daegu í Suður-Kóreu. Aðeins landar hans Xavier Carter á 19,63 og heimsmethafinn Michael Johnson á 19,32 hafa náð betri tíma í greininni. Sport 28.9.2006 15:18
Allt vitlaust á Sikiley Til átaka kom milli stuðningsmanna ítalska liðsins Palermo og enska liðsins West Ham á Sikiley í dag, en liðin mætast í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Tuttugu stuðningsmenn West Ham voru handteknir og sex aðrir fluttir á sjúkrahús eftir að til átakanna kom - þar sem stólum og flöskum var grýtt í allar áttir í miðbæ Palermo og kalla þurfti til óeirðalögreglu til að skakka leikinn. Sport 28.9.2006 14:23
Dein vill halda Wenger í 10 ár til viðbótar Í dag eru liðin tíu ár síðan franski knattspyrnustjórinn Arsene Wenger tók við enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal og hefur stjórnarformaður félagsins gefið það út í tilefni dagsins að Wenger sé æviráðinn hjá félaginu ef hann óskar þess og vonast til að halda honum í að minnsta kosti áratug í viðbót. Enski boltinn 28.9.2006 14:12
Eto´o verður frá í allt að þrjá mánuði Illur grunur lækna Evrópumeistara Barcelona frá í gærkvöldi hefur nú verið staðfestur eftir að framherjinn Samuel Eto´o fór í myndatöku í dag og í ljós kom að hann verður frá í allt að þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Eto´o meiddist í leik Werder Bremen og Barcelona í gær, en meiðsli hans gætu þó þýtt að tækifærum Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Katalóníuliðinu ætti eftir að fjölga til muna. Fótbolti 28.9.2006 14:01
Naismith frá keppni í sex vikur Skoski landsliðsmaðurinn Gary Naysmith hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton verður frá keppni í að minnsta kosti sex vikur eftir að hafa tognað á hné í leik gegn Newcastle um síðustu helgi. Þetta þýðir að Naysmith mun missa af landsleikjum Skota gegn Frökkum og Úkraínumönnum í næsta mánuði og snýr væntanlega ekki aftur í lið Everton fyrr en undir lok nóvember að mati lækna félagsins. Enski boltinn 27.9.2006 19:28
Hughes ætlar Blackburn í riðlakeppnina Mark Hughes, stjóri Blackburn, segir ekkert annað koma til greina en að koma liði sínu í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en Blackburn mætir Salzburg á heimavelli í síðari viðureign liðanna í forkeppninni annað kvöld. Fyrri leikurinn fór 2-2 þar sem enska liðið fékk á sig jöfnunarmark í blálokin. Enski boltinn 27.9.2006 19:59
Góð endurkoma hjá Venus Williams Bandaríska tenniskonan Venus Williams átti vel heppnaða endurkomu á tennisvellinum í dag þegar hún sigraði Önu Ivanovic 6-3 og 6-4 á Fortis meistaramótinu. Williams var þarna að spila sinn fyrsta leik í þrjá mánuði og hafði ekki spilað síðan hún lauk keppni vegna meiðsla á Wimbledon mótinu. Hún er nú aðeins í 54. sæti heimslistans í tennis. Sport 27.9.2006 20:33
Eto´o verður frá í 2-3 mánuði Evrópumeistarar Barcelona hafa orðið fyrir miklu áfalli en skæðasti framherji liðsins, Kamerúninn Samuel Eto´o, meiddist á hné í leiknum gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld og segist læknir liðsins halda að hann verði frá keppni í tvo til þrjá mánuði fyrir vikið. Fótbolti 27.9.2006 22:05
Mark Crouch var stórkostlegt Rafa Benitez var ánægður með leik sinna manna í Liverpool í 3-2 sigrinum á Galatasaray í kvöld, þrátt fyrir að gestirnir frá Tyrklandi hafi gert sig líklega til að jafna leikinn eftir að hafa lent undir 3-0. Benitez sá ástæðu til að hrósa hinum leggjalanga Peter Crouch fyrir tilburði sína á vellinum, enda skoraði sá eftirminnilegt mark með hjólhestaspyrnu fyrir framan Kop stúkuna frægu. Fótbolti 27.9.2006 21:41
Drogba er funheitur Jose Mourinho var skiljanlega í skýjunum yfir framherja sínum Didier Drogba eftir leikinn við Levski Sofia í Meistaradeildinni í kvöld, en Fílstrendingurinn sterki skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea í Búlgaríu. Fótbolti 27.9.2006 21:21
Liverpool slapp með skrekkinn Liverpool vann í kvöld nauman 3-2 sigur á tyrkneska liðinu Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í leik sem sýndur var beint á Sýn. Peter Crouch skoraði tvö mörk og Luis Garcia eitt og komu enska liðinu í 3-0, en Tyrkirnir höfðu alls ekki sagt sitt síðasta og skoruðu tvö mörk á sex mínútum um miðjan síðari hálfleikinn. Lengra komust þeir þó ekki og enska liðið slapp með skrekkinn. Fótbolti 27.9.2006 20:38
Eiður kemur inn fyrir meiddan Eto´o Það blæs ekki byrlega fyrir Evrópumeistara Barcelona það sem af er kvöldi, því liðið er ekki aðeins 1-0 undir gegn Werder Bremen á útivelli í Meistaradeildinni, heldur var framherjinn skæði Samuel Eto´o borinn meiddur af leikvelli strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann virðist vera nokkuð alvarlega meiddur á hné, en eins dauði er annars brauð og Eiður Smári Guðjohnsen er því kominn inn í lið Barcelona í stað Eto´o á 55 mínútu. Fótbolti 27.9.2006 20:06
Bandaríska liðið spilaði ömurlega Bandaríski kylfingurinn Jim Furyk hefur vísað þeim kenningum á bug að lið Bandaríkjanna hafi tapað í Ryder-bikarnum vegna þess að það skorti hungur. Furyk segir liðið einfaldlega hafa tapað fyrir því evrópska af því það hafi spilað ömurlegt golf alla keppnina. Golf 27.9.2006 19:17
Liverpool í góðum málum Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Peter Crouch (9.) og Luis Garcia (14.) skoruðu mörk Liverpool sem hefur 2-0 yfir gegn Galatasaray á heimavelli sínum í sjónvarpsleiknum á Sýn. Heimamenn hafa ráðið ferðinni lengst af og útlit fyrir að eftirleikurinn verði þeim auðveldur. Fótbolti 27.9.2006 19:38
Heimsmeistarinn handleggsbrotinn Vonir heimsmeistarans Sebastien Loeb um að vinna sinn þriðja titil í röð í rallakstri hafa nú minnkað til muna eftir að kappinn datt af baki fjallahjóli sínu í Sviss með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. Loeb hefur reyndar 35 stiga forskot í stigakeppni ökumanna, en ljóst þykir að hann muni missa af Tyrklandsrallinu sem fram fer um miðjan næsta mánuð. Sport 27.9.2006 18:38
Eiður Smári á varamannabekk Barcelona Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Barcelona sem sækir þýska liðið Werder Bremen heim í Meistaradeildinni en leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra nú klukkan 18:45. Eiður Smári er á varamannabekk Barcelona í kvöld sem áður. Fótbolti 27.9.2006 18:26
Leikir kvöldsins á rásum Sýnar Sjónvarpsstöðin Sýn verður að venju með þrjá leiki í boði í beinni útsendingu úr Meistaradeild Evrópu á rásum sínum. Aðalleikur kvöldsins verður viðureign Liverpool og Galatasaray á Sýn, en þar kemur ekkert annað en sigur til greina hjá fyrrum Evrópumeisturunum eftir að gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska í Evrópukeppninni undanfarið. Fótbolti 27.9.2006 17:44
Schaaf ætlar að koma Barcelona á óvart Lið Werder Bremen hefur ekki unnið sigur í fimm síðustu leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu en Thomas Schaaf þjálfari ætlar sér að koma Evrópumeisturum Barcelona á óvart í kvöld þegar liðin mætast í A-riðli á Westerstadion í Bremen. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30. Fótbolti 27.9.2006 17:35
Sögulegur leikur í Moskvu í kvöld Leikur Spartak Moskvu og Sporting Lissabon á Luzhniki Stadium verður kannski ekki stærsti leikurinn sem verður á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en hann verður þó merkilegur fyrir þær sakir að þetta verður í fyrsta sinn sem leikur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verður háður á gervigrasvelli. Fótbolti 27.9.2006 17:25
Þýsku brautirnar skipta með sér keppnum Nú hefur verið tilkynnt að þýsku kappakstursbrautirnar Nurburgring og Hockenheim muni skipta með sér mótshaldi í Formúlu 1 næstu fjögur árin. Þetta þýðir að keppnin á næsta ári fer fram á Nurburgring og svo aftur árið 2009, en 2008 og 2010 verður Þýskalandskappaksturinn haldinn á Hockenheim. Formúla 1 27.9.2006 15:48
Nowitzki framlengir við Dallas Þýski stjörnuleikmaðurinn Dirk Nowitzki hefur framlengt samning sinn við NBA lið Dallas Mavericks til þriggja ára og fær fyrir það um 60 milljónir dollara samkvæmt heimildarmanni ESPN sjónvarpsstöðvarinnar. Körfubolti 27.9.2006 17:03
Forseti Palermo vill að liðið tapi fyrir West Ham Enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham hefur nú borist stuðningur úr óvæntri átt fyrir síðari leik sinn gegn Sikileyjarliðinu Palermo í Evrópukeppni félagsliða annað kvöld, því forseti félagsins óskar þess að lið sitt falli úr leik þrátt fyrir að vera með 1-0 foyrstu úr fyrri leiknum. Sport 27.9.2006 16:48
Vekur reiði samkynhneigðra Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United hefur vakið upp nokkra gremju meðal baráttumanna fyrir jafnrétti samkynhneigðra eftir að hann var sakaður um að hafa látið niðrandi orð um samkynhneigða falla í kjölfar þess að hann var spjaldaður í leiknum gegn Benfica í meistaradeildinni í gær. Fótbolti 27.9.2006 16:34
Ætlar að skála í kvöld Ítalski landsliðsmaðurinn Francesco Totti hjá Roma vill ólmur næla í þrjú stig með liði sínu þegar það sækir Valencia heim í D-riðli meistaradeildarinnar í kvöld, því hann segist vilja skála við félaga sína í fluginu heim til Ítalíu og halda þannig upp á þrítugsafmæli sitt sem er í dag. Fótbolti 27.9.2006 16:28
Vill afnema vítakeppnir á HM Sepp Blatter segir að vítaspyrnukeppnir ættu ekki að ráða úrslitum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og vill afleggja þennan sið. Hann virðukennir að það kunni að taka langan tíma, en vill umfram allt finna aðra leið til að skera úr um úrslit leikja. Sport 27.9.2006 16:16