Íþróttir Guðjón ósáttur þrátt fyrir sigur Guðjón Þórðarson er langt frá því að vera sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir 3-2 sigur Notts County á Bury í ensku D-deildinni í fótbolta í gær. Notts County komst í 3-0 með þrennu frá Glyyn Hurst og var þetta fyrsti sigur liðsins í rúma tvo mánuði. Sport 30.10.2005 14:37 Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Þrjú lið eru taplaus fyrir leiki kvöldsins, topplið Grindavíkur sem heimsækir ÍR, Njarðvík í 2. sæti sem heimsækir Þór á Akureyri og Keflavík í 3. sæti sem tekur á móti KR. Sport 30.10.2005 14:03 Montgomerie og Garcia efstir Skotinn Colin Montgomerie og Spánverjinn Sergio Garcia eru efstir og jafnir að loknum 54 holum á lokamóti Evrópsku mótaraðarinnar í golfi. Colin Montgomerie lék á 70 höggum í gær og er samtals á tíu höggum undir pari. Sport 30.10.2005 13:56 Móðgaði lestarstjóra Hinn litríki fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítala, Giovanni Trapattoni er ekki að afla sér vinsælda í Þýskalandi þar sem hann stýrir Bundesliguliði Stuttgart við slæman orðstír. Hann er ekki bara í ónáðinni hjá stuðningsmönnum liðsins sem hefur byrjað tímabilið skelfilega heldur hefur honum nú tekist að reita til reiði lestarstjóra í landinu. Sport 30.10.2005 13:11 Fyrsta tap Juventus AC Milan skellti Juventus, 3-1, í risaslag ítalska fótboltans í gærkvöldi en leikið var á San Siro í Milano. Clarence Seedorf, Kaka og Andrea Pirlo skoruðu fyrir Milan í fyrri hálfleik en David Trezeguet minnkaði muninn fyrir Juve stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þetta var fyrsta tap Juve á tímabilinu en þeir höfðu unnið alla níu leiki sína fyrir leikinn. Sport 30.10.2005 13:27 Real Madrid á toppinn Vængbrotið lið Real Madrid vann mikilvægan útisigur á Real Betis 0-2 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Robinho og Alvaro Mejia skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Það vantaði nokkra lykilmenn hjá Madrid í leiknum eins og Ronaldo, Zidane og David Beckham. Sport 30.10.2005 13:42 Grétar Rafn lék allan leikinn Grétar Rafn Steinsson lék allann tímann með AZ Alkmaar þegar liðið vann Ado Den Haag á útivelli 0-2 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Alkmaar er í öðru sæti með 24 stig, einu stigi á eftir PSV Eindhoven sem lagði Twente 0-1 í gær. Sport 30.10.2005 13:52 Stórsigur Boro á Man Utd Middlesboro niðurlægði Manchester United með 4-1 sigri í ensku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu nú í kvöld þar sem Gaizka Mendieta skoraði tvívegis fyrir heimamenn. Sport 29.10.2005 18:23 Árni Gautur norskur meistari Árni Gautur Arason varð í dag norskur meistari í fóbolta með liði sínu Vålerenga á dramatískan hátt. Liðið lauk keppni efst með 46 stig eftir 2-2 jafntefli á útivelli við Odd Grenland, einu stigi á undan Jóhannesi Harðarsyni og félögum í Start sem tapaði óvænt fyrir Fredrikstad, 3-1 á heimavelli. Sport 29.10.2005 18:14 Loksins sigur hjá Notts County Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar vann loks sigur í ensku 3. deildinni í fótbolta í dag þegar liðið sigraði Bury, 2-3 á útivelli. Glynn Hurst skoraði þrennu fyrir County sem hafði ekki fagnað sigri síðan 29. ágúst eða slétta tvo mánuði. Með sigrinum lyftu strákarnir hans Guðjóns sér upp í 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 22 stig, aðeins 9 stigum á eftir toppliði Leyton Orient sem vann Oxford 1-0 í dag. Sport 29.10.2005 16:51 Brynjar skoraði fyrir Reading Brynjar Björn Gunnarsson skoraði eina mark Reading sem gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Brynjar kom sínum mönnum yfir á 63. mínútu en var skipt út af á 83. mínútu. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading að venju en hjá Leeds var Gylfi Einarsson ekki í hópnum vegna leikbanns. Sport 29.10.2005 16:36 Fyrsti sigur Everton í 2 mánuði Everton vann sinn annan sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 0-1 útisigur á Birmingham. Simon Davies skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu fyrir Everton sem hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 21. ágúst. Chelsea vann Blackburn 4-2 og lék Eiður Smári síðustu 12 mínúturnar. Sport 29.10.2005 16:14 Start eða Vålerenga? Lokaumferðin í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst nú kl. 16 í dag og er óhætt að segja að háspenna ríki í tveimur leikjanna. Start er í efsta sæti með jafnmörg stig og Vålerenga, bæði með 45 stig.Árni Gautur Arason er í byrjunarliði Vålerenga og það er Jóhannes Harðarson einnig í liði Start. Sport 29.10.2005 15:45 Djurgården vann tvöfalt Kári Árnason lék síðustu 20 mínúturnar með Djurgården sem tryggði sér nú síðdegis sænska bikarmeistaratitilinn í fótbolta með 2-0 sigri á Åtvidabergs í úrslitaleiknum. Sölvi Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgården sem með sigrinum vann tvöfalt í Svíþjóð en liðið varð á dögunum sænskur meistari. Sport 29.10.2005 15:22 Eiður á bekknum hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea sem er 2-1 yfir gegn Blackburn eftir aðeins 16 mínútna leik í ensku úrvalsedildinni í fótbolta í dag. Hermann Hreiðarsson er að sjálfsögðu í burjunarliði Charlton sem tekur á móti Bolton. Sport 29.10.2005 14:23 Jafntefli hjá Arsenal og Tottenham Tottenham og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wigan er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig eftir að liðið vann sinn 5. sigur í röð í deildinni fyrr í dag með naumum 1-0 sigri á Fulham. Sport 29.10.2005 14:03 3 marka sigur á Norðmönnum Íslenska handboltalandsliðið sigraði Norðmenn, 26-23 í morgun á 4 liða æfingamótinu í Póllandi og tryggðu sér þar með sigur á mótinu. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður mótsins með 25 mörk en hann og Ólafur Stefánsson voru valdir í úrvalslið mótsins. Sport 29.10.2005 13:47 Coppell styður Ívar Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið. Sport 29.10.2005 13:14 Helgi Jónas og Damon Bailey hættir Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur mjög óvænt gefið það út að hann ætli að taka sér frí frá spilamennsku um óákveðinn tíma og í ljósi þess, auk meiðsla Jóhanns Ólafssonar, hefur félagið ákveðið að segja upp samningi við Bandaríkjamanninn Damon Bailey. Sport 28.10.2005 19:09 Keflavík tapaði í Lettlandi Keflvíkingar töpuðu öðrum leik sínum í röð í Evrópukeppninni nú áðan, gegn lettneska liðinu BK Riga 99-81. Næsti leikur Keflvíkinga verður við finnska liðið Lapperanta í Keflavík á fimmtudaginn. Sport 28.10.2005 18:19 Kominn tími til að vinna Arsenal "Arsenal er eitt besta lið síðustu tíu ára í deildinni og við höfum ekki unnið þá í sex ár, þannig að nú er kominn tími til að snúa þeirri þróun við. Við erum fyrir ofan þá í töflunni núna og vonandi getum við haldið þeirri stöðu," sagði Martin Jol. Sport 28.10.2005 16:09 Jafntefli gegn Dönum Íslenska landsliðið í handknattleik gerði jafntefli við Dani 32-32 á æfingamótinu í Póllandi nú áðan. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en íslenska liðið hafði yfir 17-16 í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Ísland, en Alexander Petersons kom næstur með 6 mörk. Ólafur Stefánsson, Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson skoruðu allir 4 mörk. Sport 28.10.2005 16:43 Benitez ætlar að kaupa leikmenn Rafa Benitez ætlar að kaupa miðvörð og hægri kantmann þegar félagaskiptaglugginn í enska boltanum opnast í janúar og segir að það hafi verið mistök að tryggja sér ekki leikmenn í stöðurnar í sumar. Sport 28.10.2005 16:03 Ísland yfir gegn Dönum í hálfleik Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 17-16 gegn Dönum á æfingamóti sem haldið er í Póllandi þessa dagana. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur í íslenska liðinu með 4 mörk í hálfleiknum. Sport 28.10.2005 15:58 Bruce ætlar að versla í janúar Steve Bruce hefur sagt að hann muni fara fram á fé til leikmannakaupa til að styrkja lið Birmingham í janúar vegna mikilla meiðsla í herbúðum liðsins. Birmingham er í fallbaráttu sem stendur og það skrifa þeir fyrst og fremst á meiðsli lykilmanna. Sport 28.10.2005 14:57 Útlitið hefur skánað lítillega Heilsa fyrrum knattspyrnumannsins George Best hefur batnað örlítið til hins betra í dag að sögn lækna, en hann hefur legið þungt haldinn á sjúkrahúsi í London. Sport 28.10.2005 12:30 Getafe missti af toppsætinu Spútniklið Getafe missti af tækifæri sínu til að komast á topp spænsku fyrstu deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld, þegar liðið steinlá á útivelli gegn Real Sociedad 3-0. Mörkin komu öll í fyrri hálfleiknum, en þó leikur lærisveina Bernd Schuster hafi skánað í þeim síðari, náðu þeir ekki að rétta sinn hlut. Sport 27.10.2005 21:59 Suðurnesjaliðin taplaus Grindavík og Njarðvík eru enn taplaus eftir leiki kvöldsins í Iceland Express-deild karla. Grindavík valtaði yfir Hamar/Selfoss 114-84 og Njarðvík vann nauman sigur á Haukum í Njarðvík 78-74. Sport 27.10.2005 21:16 Haukar töpuðu stórt í Frakklandi Kvennalið Hauka tapaði stórt fyrir franska liðinu Pays D´Aix í Evrópukeppni kvenna í körfuknattleik í kvöld 99-59. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 25 stig og 11 fráköst, en Helena Sverrisdóttir kom næst með 17 stig. Sport 27.10.2005 20:19 Naumur sigur á Pólverjum Íslenska landsliðið lagði Pólverja 38-37 í vináttuleik ytra nú áðan, en leikurinn er liður í fjögurra liða æfingamóti sem fram fer þar í landi. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir Ísland og Ólafur Stefánsson var markahæstur íslenska liðsins með 10 mörk, en Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með 7 mörk. Sport 27.10.2005 19:28 « ‹ 323 324 325 326 327 328 329 330 331 … 334 ›
Guðjón ósáttur þrátt fyrir sigur Guðjón Þórðarson er langt frá því að vera sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir 3-2 sigur Notts County á Bury í ensku D-deildinni í fótbolta í gær. Notts County komst í 3-0 með þrennu frá Glyyn Hurst og var þetta fyrsti sigur liðsins í rúma tvo mánuði. Sport 30.10.2005 14:37
Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Þrjú lið eru taplaus fyrir leiki kvöldsins, topplið Grindavíkur sem heimsækir ÍR, Njarðvík í 2. sæti sem heimsækir Þór á Akureyri og Keflavík í 3. sæti sem tekur á móti KR. Sport 30.10.2005 14:03
Montgomerie og Garcia efstir Skotinn Colin Montgomerie og Spánverjinn Sergio Garcia eru efstir og jafnir að loknum 54 holum á lokamóti Evrópsku mótaraðarinnar í golfi. Colin Montgomerie lék á 70 höggum í gær og er samtals á tíu höggum undir pari. Sport 30.10.2005 13:56
Móðgaði lestarstjóra Hinn litríki fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítala, Giovanni Trapattoni er ekki að afla sér vinsælda í Þýskalandi þar sem hann stýrir Bundesliguliði Stuttgart við slæman orðstír. Hann er ekki bara í ónáðinni hjá stuðningsmönnum liðsins sem hefur byrjað tímabilið skelfilega heldur hefur honum nú tekist að reita til reiði lestarstjóra í landinu. Sport 30.10.2005 13:11
Fyrsta tap Juventus AC Milan skellti Juventus, 3-1, í risaslag ítalska fótboltans í gærkvöldi en leikið var á San Siro í Milano. Clarence Seedorf, Kaka og Andrea Pirlo skoruðu fyrir Milan í fyrri hálfleik en David Trezeguet minnkaði muninn fyrir Juve stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þetta var fyrsta tap Juve á tímabilinu en þeir höfðu unnið alla níu leiki sína fyrir leikinn. Sport 30.10.2005 13:27
Real Madrid á toppinn Vængbrotið lið Real Madrid vann mikilvægan útisigur á Real Betis 0-2 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Robinho og Alvaro Mejia skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Það vantaði nokkra lykilmenn hjá Madrid í leiknum eins og Ronaldo, Zidane og David Beckham. Sport 30.10.2005 13:42
Grétar Rafn lék allan leikinn Grétar Rafn Steinsson lék allann tímann með AZ Alkmaar þegar liðið vann Ado Den Haag á útivelli 0-2 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Alkmaar er í öðru sæti með 24 stig, einu stigi á eftir PSV Eindhoven sem lagði Twente 0-1 í gær. Sport 30.10.2005 13:52
Stórsigur Boro á Man Utd Middlesboro niðurlægði Manchester United með 4-1 sigri í ensku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu nú í kvöld þar sem Gaizka Mendieta skoraði tvívegis fyrir heimamenn. Sport 29.10.2005 18:23
Árni Gautur norskur meistari Árni Gautur Arason varð í dag norskur meistari í fóbolta með liði sínu Vålerenga á dramatískan hátt. Liðið lauk keppni efst með 46 stig eftir 2-2 jafntefli á útivelli við Odd Grenland, einu stigi á undan Jóhannesi Harðarsyni og félögum í Start sem tapaði óvænt fyrir Fredrikstad, 3-1 á heimavelli. Sport 29.10.2005 18:14
Loksins sigur hjá Notts County Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar vann loks sigur í ensku 3. deildinni í fótbolta í dag þegar liðið sigraði Bury, 2-3 á útivelli. Glynn Hurst skoraði þrennu fyrir County sem hafði ekki fagnað sigri síðan 29. ágúst eða slétta tvo mánuði. Með sigrinum lyftu strákarnir hans Guðjóns sér upp í 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 22 stig, aðeins 9 stigum á eftir toppliði Leyton Orient sem vann Oxford 1-0 í dag. Sport 29.10.2005 16:51
Brynjar skoraði fyrir Reading Brynjar Björn Gunnarsson skoraði eina mark Reading sem gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Brynjar kom sínum mönnum yfir á 63. mínútu en var skipt út af á 83. mínútu. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading að venju en hjá Leeds var Gylfi Einarsson ekki í hópnum vegna leikbanns. Sport 29.10.2005 16:36
Fyrsti sigur Everton í 2 mánuði Everton vann sinn annan sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 0-1 útisigur á Birmingham. Simon Davies skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu fyrir Everton sem hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 21. ágúst. Chelsea vann Blackburn 4-2 og lék Eiður Smári síðustu 12 mínúturnar. Sport 29.10.2005 16:14
Start eða Vålerenga? Lokaumferðin í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst nú kl. 16 í dag og er óhætt að segja að háspenna ríki í tveimur leikjanna. Start er í efsta sæti með jafnmörg stig og Vålerenga, bæði með 45 stig.Árni Gautur Arason er í byrjunarliði Vålerenga og það er Jóhannes Harðarson einnig í liði Start. Sport 29.10.2005 15:45
Djurgården vann tvöfalt Kári Árnason lék síðustu 20 mínúturnar með Djurgården sem tryggði sér nú síðdegis sænska bikarmeistaratitilinn í fótbolta með 2-0 sigri á Åtvidabergs í úrslitaleiknum. Sölvi Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgården sem með sigrinum vann tvöfalt í Svíþjóð en liðið varð á dögunum sænskur meistari. Sport 29.10.2005 15:22
Eiður á bekknum hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea sem er 2-1 yfir gegn Blackburn eftir aðeins 16 mínútna leik í ensku úrvalsedildinni í fótbolta í dag. Hermann Hreiðarsson er að sjálfsögðu í burjunarliði Charlton sem tekur á móti Bolton. Sport 29.10.2005 14:23
Jafntefli hjá Arsenal og Tottenham Tottenham og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wigan er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig eftir að liðið vann sinn 5. sigur í röð í deildinni fyrr í dag með naumum 1-0 sigri á Fulham. Sport 29.10.2005 14:03
3 marka sigur á Norðmönnum Íslenska handboltalandsliðið sigraði Norðmenn, 26-23 í morgun á 4 liða æfingamótinu í Póllandi og tryggðu sér þar með sigur á mótinu. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður mótsins með 25 mörk en hann og Ólafur Stefánsson voru valdir í úrvalslið mótsins. Sport 29.10.2005 13:47
Coppell styður Ívar Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið. Sport 29.10.2005 13:14
Helgi Jónas og Damon Bailey hættir Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur mjög óvænt gefið það út að hann ætli að taka sér frí frá spilamennsku um óákveðinn tíma og í ljósi þess, auk meiðsla Jóhanns Ólafssonar, hefur félagið ákveðið að segja upp samningi við Bandaríkjamanninn Damon Bailey. Sport 28.10.2005 19:09
Keflavík tapaði í Lettlandi Keflvíkingar töpuðu öðrum leik sínum í röð í Evrópukeppninni nú áðan, gegn lettneska liðinu BK Riga 99-81. Næsti leikur Keflvíkinga verður við finnska liðið Lapperanta í Keflavík á fimmtudaginn. Sport 28.10.2005 18:19
Kominn tími til að vinna Arsenal "Arsenal er eitt besta lið síðustu tíu ára í deildinni og við höfum ekki unnið þá í sex ár, þannig að nú er kominn tími til að snúa þeirri þróun við. Við erum fyrir ofan þá í töflunni núna og vonandi getum við haldið þeirri stöðu," sagði Martin Jol. Sport 28.10.2005 16:09
Jafntefli gegn Dönum Íslenska landsliðið í handknattleik gerði jafntefli við Dani 32-32 á æfingamótinu í Póllandi nú áðan. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en íslenska liðið hafði yfir 17-16 í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Ísland, en Alexander Petersons kom næstur með 6 mörk. Ólafur Stefánsson, Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson skoruðu allir 4 mörk. Sport 28.10.2005 16:43
Benitez ætlar að kaupa leikmenn Rafa Benitez ætlar að kaupa miðvörð og hægri kantmann þegar félagaskiptaglugginn í enska boltanum opnast í janúar og segir að það hafi verið mistök að tryggja sér ekki leikmenn í stöðurnar í sumar. Sport 28.10.2005 16:03
Ísland yfir gegn Dönum í hálfleik Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 17-16 gegn Dönum á æfingamóti sem haldið er í Póllandi þessa dagana. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur í íslenska liðinu með 4 mörk í hálfleiknum. Sport 28.10.2005 15:58
Bruce ætlar að versla í janúar Steve Bruce hefur sagt að hann muni fara fram á fé til leikmannakaupa til að styrkja lið Birmingham í janúar vegna mikilla meiðsla í herbúðum liðsins. Birmingham er í fallbaráttu sem stendur og það skrifa þeir fyrst og fremst á meiðsli lykilmanna. Sport 28.10.2005 14:57
Útlitið hefur skánað lítillega Heilsa fyrrum knattspyrnumannsins George Best hefur batnað örlítið til hins betra í dag að sögn lækna, en hann hefur legið þungt haldinn á sjúkrahúsi í London. Sport 28.10.2005 12:30
Getafe missti af toppsætinu Spútniklið Getafe missti af tækifæri sínu til að komast á topp spænsku fyrstu deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld, þegar liðið steinlá á útivelli gegn Real Sociedad 3-0. Mörkin komu öll í fyrri hálfleiknum, en þó leikur lærisveina Bernd Schuster hafi skánað í þeim síðari, náðu þeir ekki að rétta sinn hlut. Sport 27.10.2005 21:59
Suðurnesjaliðin taplaus Grindavík og Njarðvík eru enn taplaus eftir leiki kvöldsins í Iceland Express-deild karla. Grindavík valtaði yfir Hamar/Selfoss 114-84 og Njarðvík vann nauman sigur á Haukum í Njarðvík 78-74. Sport 27.10.2005 21:16
Haukar töpuðu stórt í Frakklandi Kvennalið Hauka tapaði stórt fyrir franska liðinu Pays D´Aix í Evrópukeppni kvenna í körfuknattleik í kvöld 99-59. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 25 stig og 11 fráköst, en Helena Sverrisdóttir kom næst með 17 stig. Sport 27.10.2005 20:19
Naumur sigur á Pólverjum Íslenska landsliðið lagði Pólverja 38-37 í vináttuleik ytra nú áðan, en leikurinn er liður í fjögurra liða æfingamóti sem fram fer þar í landi. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir Ísland og Ólafur Stefánsson var markahæstur íslenska liðsins með 10 mörk, en Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með 7 mörk. Sport 27.10.2005 19:28