Íþróttir Eru tilbúnir að selja Senna Spænska liðið Villarreal er reiðubúið að selja miðjumanninn Marcos Senna til Manchester United ef enska liðið er tilbúið til að greiða rétta upphæð. Senna er þrítugur spænskur landsliðsmaður. "Við erum tilbúnir að ræða við forráðamenn Manchester United og ef tilboð þeirra er jákvætt fyrir alla aðila munum við láta leikmanninn af hendi," sagði Jose Llaneza, stjórnarmaður félagsins. Sport 8.8.2006 20:56 Góður útisigur Arsenal er komið langleiðina í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Dinamo Zagreb örugglega 3-0 á útivelli í gær. Þetta var fyrri viðureign liðanna í þriðju umferð forkeppninnar en mörk Arsenal komu öll í seinni hálfleik. Cesc Fabregas skoraði tvö af mörkunum en mínútu eftir að hann braut ísinn á 63. mínútu skoraði Robin Van Persie eftir að hafa fengið langa sendingu frá Alexander Hleb. Sport 8.8.2006 20:59 Erna B. Sigurðardóttir: skoraði þrennu og lagði eitt upp í stórsigri breiðabliks í gær "Við hefðum vel getað unnið þennan leik stærra, við klúðruðum fullt af færum," sagði Erna B. Sigurðardóttir eftir að kvennalið Breiðabliks vann 4-0 sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1° Dezembro í undankeppni Evrópumóts félagsliða kvenna í gær. "Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn, þær eru fljótar og teknískar en áttu ekki möguleika gegn okkur." Sport 8.8.2006 20:56 Landsliðshópurinn gegn Spáni Sport 8.8.2006 20:56 Veigar Páll áfram í Stabæk Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk til ársins 2009. Mörg lið víða um Evrópu hafa sýnt honum áhuga undanfarnar vikur en ekkert tilboð hefur enn borist í hann. Sport 8.8.2006 20:56 Valinn í norska landsliðið á ný Ole Gunnar Solskjær, leikmaður Manchester United, var í gær valinn í norska landsliðið sem mætir Brasilíu þann 16. ágúst í Osló. Solskær hefur verið meira og minna meiddur í tvö ár en stóð sig vel á Amsterdam-mótinu um helgina en Sir Alex Ferguson, stjóri United, biðlaði til Solskjær um að hætta að spila með landsliði sínu. Sport 7.8.2006 16:24 Snýr aftur til Inter á Ítalíu Argentínumaðurinn Hernan Crespo er genginn í raðir Ítalíumeistara Inter á nýjan leik frá Chelsea sem gætu nú þurft að kaupa sér einn sóknarmann til í sumar. Crespo hefur aldrei leynt ást sinni á Ítalíu hann spilaði þar á árunum 1999 til 2003. Hann var síðan lánaður til AC Milan en spilaði á síðasta tímabili með Chelsea. Þrátt fyrir að standa sig með prýði unaði hann ekki lífinu á Englandi og fékk draum sinn uppfylltann með því að fara til Inter á ný. Sport 7.8.2006 16:24 Myndar sérstakt samband með Ronaldinho Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eina mark Barcelona í 1-1 jafnteflisleik gegn Guadalajara í æfingaferð spænska félagsins um Bandaríkin em nú stendur yfir. Eiður skoraði þar sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en bæði komu eftir undirbúning Brasilíumannsins Ronaldinho og virðast þeir félagar vera að finna sig vel saman. Sport 7.8.2006 16:24 Á leiðinni til Chelsea Vinstri bakvörðurinn Ashley Cole mun að öllum líkindum ganga í raðir Englandsmeistar Chelsea í vikunni en hann var ekki í leikmannahópi Arsenal sem fór til Króatíu í gær. Ef Cole hefði spilað með Arsenal gegn Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildarinnar mætti hann ekki spila í keppninni með öðru liði. Sport 7.8.2006 16:24 Stefnan er sett á að vinna riðilinn Blikastúlkur eru nú í Austurríki þar sem þær taka þátt í Evrópukeppni félagsliða kvenna. Með þeim í riðli eru SV Neulengbach frá Austurríki, Newtownabbey frá Norður-Írlandi og SU 1° Dezembro frá Portúgal. Fyrsti leikur Breiðabliks er í dag þegar stelpurnar mæta stöllum sínum frá Portúgal. Sigurvegari riðilsins kemst í aðra umferð en þar er einnig um riðla að ræða. Sú umferð fer fram um miðjan september. Sport 7.8.2006 16:24 Indriði hjá Lyn Indriði Sigurðsson er nú til reynslu hjá norska liðinu Lyn en semji hann við liðið fer hann til Noregs frá KR án þess að spila leik fyrir Vesturbæjarfélagið sem hann samdi við á dögunum. Samningur hans við það segir til um að hann megi fara frítt frá þeim ef erlent lið býður honum samning. Sport 7.8.2006 16:24 Tap gegn Dönum Bronsverðlaunin á Norðurlandamótinu í körfubolta rann Íslandi úr greipum en liðið tapaði um helgina fyrir Dönum í lokaleik sínum á mótinu. Tapið var sárt en Danir skoruðu aðeins einu stigi meira en Íslendingar í leiknum en það dugði þeim til 82-81 stigs sigurs. Sport 7.8.2006 16:24 Vonast til að fara til Real Fjölmiðlar á Spáni segja Jose Antonio Reyes, leikmann Arsenal, enn hafa fullan hug á því að fara til Real Madrid. Spænska stórliðið hefur lengi haft augastað á Spánverjanum sem vonast til að þurfa ekki að spila með liði sínu í forkeppni meistaradeildarinnar gegn Dinamo Zagreb þar sem það myndi hindra hann í að spila í meistaradeildinni sjálfri með Real. Sport 4.8.2006 18:47 Við eigum mikið inni og munum bara bæta okkur Íslenska landsliðið í körfubolta vann sinn fyrsta sigur á Norðurlandamótinu í Finnlandi í gær. Ísland lagði Norðmenn af velli með 90 stigum gegn 69 og segir þjálfari liðsins, Sigurður Ingimundarson, liðið vera á réttri braut. Sport 4.8.2006 18:47 Pirraður á meiðslunum Jóhannes Harðarson, leikmaður Start í Noregi, er enn ekki góður af meiðslunum sem hafa hrjáð hann síðan í byrjun árs. Jóhannes meiddist aftur um leið og hann hafði náð sér og á enn nokkuð í land með að ná fullum bata. Sport 4.8.2006 18:47 United vann Manchester United vann opnunarleik Amsterdammótsins gegn Porto í Hollandi í gær með þremur mörkum gegn einu en mótið verður sýnt beint á Sýn alla helgina. Paul Scholes kom United yfir með góðu skoti áður en Wayne Rooney skoraði glæsilegt mark eftir einleik. Ole Gunnar Solskjær, sem er óðum að ná sér eftir erfið meiðsli, skoraði svo þriðja mark United áður en Pepé minnkaði muninn með stórbrotnu marki. Sport 4.8.2006 18:47 Nýr stjóri hjá Aston Villa Aston Villa hefur fundið nýjan knattspyrnustjóra en það er Martin O'Neill sem hefur ekki verið viðriðinn fótboltann undanfarið ár. Hann hætti með skoska liðið Glasgow Celtic þar sem eiginkona hans, Geraldine, átti við alvarleg veikindi að stríða. Hún er hins vegar á skjótum batavegi og mun O'Neill halda með aSton Villa í æfingaferð til Þýskalands og Hollands um helgina að því er BBC hermir. Sport 4.8.2006 18:47 Anna Lísa og Örn Ævar meistarar Anna Lísa Jóhannsdóttir úr GR og Örn Ævar Hjartarson úr GS urðu Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Grafarholtsvelli. Anna Lísa vann Þórdísi Geirsdóttur í úrslitaleiknum 3/2 en staðan var jöfn eftir þrettán holur áður en leiðir skildust. Anna Lísa vann þá þrjár holur í röð og tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Sport 4.8.2006 18:47 Einvígi Alonso og Schumacher Um helgina verður Formúlu 1 kappakstur í Búdapest og er mikil spenna fyrir hann. Michael Schumacher á þarna möguleika á að vinna sitt fjórða mót í röð en sex mót eru eftir. Fernando Alonso er í efsta sæti í keppni ökumanna en Schumacher er aðeins ellefu stigum á eftir honum og því ljóst að allt getur gerst. Sport 4.8.2006 18:47 Fyrsta markið fyrir Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði í gær sitt fyrsta mark í búningi Barcelona en hann er nýgenginn í raðir Spánar- og Evrópumeistaranna. Markið kom í æfingaleik við UANL Tígrana í Mexíkó. Barcelona sigraði með þremur mörkum gegn engu og skoraði brasilíski snillingurinn Ronaldinho eitt mark úr aukaspyrnu, en hann kom inn sem varamaður í leiknum líkt og Eiður Smári. Sport 4.8.2006 18:47 Fer til Häcken til að fá að spila Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun. Sport 4.8.2006 18:47 Hólmar til Silkeborg Hólmar Örn Rúnarsson er nánast búinn að ná samkomulagi við Silkeborg um kaup og kjör en danska liðið eru nú í viðræðum við Keflvíkinga um kaupverð á miðjumanninum. Hólmar sagðist vera spenntur fyrir atvinnumennskunni þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær en hann verður líklega orðinn leikmaður Silkeborg innan skamms. Sport 4.8.2006 18:47 Örn í tíunda sæti Örn Arnarson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar bætti Íslandsmet sitt í 100 metra flugsundi um tæpa hálfa sekúndu í undanrásum á Evrópumótinu í Búdapest í gær. Örn lenti í sjötta sæti á tímanum 53,42 sekúndum en hann keppti síðan í undanúrslitum í gærdag. Þar lenti Örn í tíunda sæti þegar hann synti á 53,54 sekúndum. og komst ekki í úrslitin. Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi synti 50m bringusund í undanrásum í gær og var það síðasta grein hans á mótinu. Jakob synti á tímanum 29,09 sem dugði honum í 34. sætið. Sport 4.8.2006 18:47 Þénar meira en Beckham Tekjur Rússneski tennisspilarinn Maria Sharapova er tekjuhærri en sjálfur David Beckham samkvæmt úttekt bandaríska tímaritsins Sports Illustrated á tekjuhæstu íþróttamönnum heims, annarra en Bandaríkjamanna. Sharapova skaust upp í fjórða sæti listans með 25,4 milljónir bandaríkjadala en Beckham er með 23 milljónir í tekjur á hverju ári. Sport 3.8.2006 18:56 Vinnubrögð Livingstone eru fáránleg Sigurður Jónsson, þjálfari Grindavíkur, er mjög ósáttur með vinnubrögð skoska 1. deildarliðsins Livingstone sem hefur gert þriggja ára samning við Colin Stewart. Markmaðurinn hefur leikið vel með Grindavíkingum í sumar og er samningsbundinn þeim til 1. september en Livingstone talaði ekki við Suðurnesjaliðið áður en þeir sömdu við Stewart. Sport 3.8.2006 18:56 Valur samþykkti tilboð Häcken Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Häcken hafa komist að samkomulagi um kaupverð á miðvallarleikmanninnum unga, Ara Frey Skúlasyni, sem slegið hefur í gegn með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta staðfesti Ótthar Edvardsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Ari Freyr og fulltrúi sænska liðsins, sem staddur var hér á landi í gær, eiga þó eftir að komast að samkomulagi um kaup og kjör sem og lengd samningsins. Sport 3.8.2006 19:04 Þarf miklu meiri baráttu "Nú er maður bara tannlæknir í hlutastarfi," sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV en hann tekur við af Guðlaugi Baldurssyni sem látið hefur af störfum. "Þetta er er mjög há brekka en það er ekkert annað að gera en að ráðast á hana og leggja af stað. Laugi er góður drengur og ég mun sakna hans," sagði Heimir sem var aðstoðarmaður Guðlaugs og hefur starfað við þjálfun hjá kvennaliði félagsins. Sport 3.8.2006 18:56 Útsölunni lokið hjá Juventus Ítalska félagið Juventus segir að Patrick Vieira sé sá síðasti sem fer frá liðinu í sumar en frakkinn gekk í raðir Inter Milan í fyrradag. Eftir að Juventus var dæmt niður í Serie-B deildina hafa þeir neyðst til að selja Vieira, sem kostaði Inter 6,5 milljónir punda, Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram til Barcelona auk Fabio Cannavaro og Emerson sem fóru til Real Madrid. Sport 3.8.2006 18:56 Tveir tapleikir hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði í gær fyrir Svíum með tólf stiga mun á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fram fer í Finnlandi þessa dagana. Íslenska liðið tapaði fyrir heimamönnum í fyrsta leik liðsins á mótinu í fyrradag. Sport 3.8.2006 18:56 Stórt skref úr bankanum í atvinnumennskuna en sé ekki eftir neinu Sverre Jakobsson lætur vel af atvinnumannalífinu í Gummersbach en hann gekk í raðir liðsins í sumar frá Fram. Sverre er enn að venjast því að líta á handboltann sem vinnuna sína. Sport 3.8.2006 18:56 « ‹ 167 168 169 170 171 172 173 174 175 … 334 ›
Eru tilbúnir að selja Senna Spænska liðið Villarreal er reiðubúið að selja miðjumanninn Marcos Senna til Manchester United ef enska liðið er tilbúið til að greiða rétta upphæð. Senna er þrítugur spænskur landsliðsmaður. "Við erum tilbúnir að ræða við forráðamenn Manchester United og ef tilboð þeirra er jákvætt fyrir alla aðila munum við láta leikmanninn af hendi," sagði Jose Llaneza, stjórnarmaður félagsins. Sport 8.8.2006 20:56
Góður útisigur Arsenal er komið langleiðina í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Dinamo Zagreb örugglega 3-0 á útivelli í gær. Þetta var fyrri viðureign liðanna í þriðju umferð forkeppninnar en mörk Arsenal komu öll í seinni hálfleik. Cesc Fabregas skoraði tvö af mörkunum en mínútu eftir að hann braut ísinn á 63. mínútu skoraði Robin Van Persie eftir að hafa fengið langa sendingu frá Alexander Hleb. Sport 8.8.2006 20:59
Erna B. Sigurðardóttir: skoraði þrennu og lagði eitt upp í stórsigri breiðabliks í gær "Við hefðum vel getað unnið þennan leik stærra, við klúðruðum fullt af færum," sagði Erna B. Sigurðardóttir eftir að kvennalið Breiðabliks vann 4-0 sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1° Dezembro í undankeppni Evrópumóts félagsliða kvenna í gær. "Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn, þær eru fljótar og teknískar en áttu ekki möguleika gegn okkur." Sport 8.8.2006 20:56
Veigar Páll áfram í Stabæk Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk til ársins 2009. Mörg lið víða um Evrópu hafa sýnt honum áhuga undanfarnar vikur en ekkert tilboð hefur enn borist í hann. Sport 8.8.2006 20:56
Valinn í norska landsliðið á ný Ole Gunnar Solskjær, leikmaður Manchester United, var í gær valinn í norska landsliðið sem mætir Brasilíu þann 16. ágúst í Osló. Solskær hefur verið meira og minna meiddur í tvö ár en stóð sig vel á Amsterdam-mótinu um helgina en Sir Alex Ferguson, stjóri United, biðlaði til Solskjær um að hætta að spila með landsliði sínu. Sport 7.8.2006 16:24
Snýr aftur til Inter á Ítalíu Argentínumaðurinn Hernan Crespo er genginn í raðir Ítalíumeistara Inter á nýjan leik frá Chelsea sem gætu nú þurft að kaupa sér einn sóknarmann til í sumar. Crespo hefur aldrei leynt ást sinni á Ítalíu hann spilaði þar á árunum 1999 til 2003. Hann var síðan lánaður til AC Milan en spilaði á síðasta tímabili með Chelsea. Þrátt fyrir að standa sig með prýði unaði hann ekki lífinu á Englandi og fékk draum sinn uppfylltann með því að fara til Inter á ný. Sport 7.8.2006 16:24
Myndar sérstakt samband með Ronaldinho Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eina mark Barcelona í 1-1 jafnteflisleik gegn Guadalajara í æfingaferð spænska félagsins um Bandaríkin em nú stendur yfir. Eiður skoraði þar sitt annað mark í jafn mörgum leikjum en bæði komu eftir undirbúning Brasilíumannsins Ronaldinho og virðast þeir félagar vera að finna sig vel saman. Sport 7.8.2006 16:24
Á leiðinni til Chelsea Vinstri bakvörðurinn Ashley Cole mun að öllum líkindum ganga í raðir Englandsmeistar Chelsea í vikunni en hann var ekki í leikmannahópi Arsenal sem fór til Króatíu í gær. Ef Cole hefði spilað með Arsenal gegn Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildarinnar mætti hann ekki spila í keppninni með öðru liði. Sport 7.8.2006 16:24
Stefnan er sett á að vinna riðilinn Blikastúlkur eru nú í Austurríki þar sem þær taka þátt í Evrópukeppni félagsliða kvenna. Með þeim í riðli eru SV Neulengbach frá Austurríki, Newtownabbey frá Norður-Írlandi og SU 1° Dezembro frá Portúgal. Fyrsti leikur Breiðabliks er í dag þegar stelpurnar mæta stöllum sínum frá Portúgal. Sigurvegari riðilsins kemst í aðra umferð en þar er einnig um riðla að ræða. Sú umferð fer fram um miðjan september. Sport 7.8.2006 16:24
Indriði hjá Lyn Indriði Sigurðsson er nú til reynslu hjá norska liðinu Lyn en semji hann við liðið fer hann til Noregs frá KR án þess að spila leik fyrir Vesturbæjarfélagið sem hann samdi við á dögunum. Samningur hans við það segir til um að hann megi fara frítt frá þeim ef erlent lið býður honum samning. Sport 7.8.2006 16:24
Tap gegn Dönum Bronsverðlaunin á Norðurlandamótinu í körfubolta rann Íslandi úr greipum en liðið tapaði um helgina fyrir Dönum í lokaleik sínum á mótinu. Tapið var sárt en Danir skoruðu aðeins einu stigi meira en Íslendingar í leiknum en það dugði þeim til 82-81 stigs sigurs. Sport 7.8.2006 16:24
Vonast til að fara til Real Fjölmiðlar á Spáni segja Jose Antonio Reyes, leikmann Arsenal, enn hafa fullan hug á því að fara til Real Madrid. Spænska stórliðið hefur lengi haft augastað á Spánverjanum sem vonast til að þurfa ekki að spila með liði sínu í forkeppni meistaradeildarinnar gegn Dinamo Zagreb þar sem það myndi hindra hann í að spila í meistaradeildinni sjálfri með Real. Sport 4.8.2006 18:47
Við eigum mikið inni og munum bara bæta okkur Íslenska landsliðið í körfubolta vann sinn fyrsta sigur á Norðurlandamótinu í Finnlandi í gær. Ísland lagði Norðmenn af velli með 90 stigum gegn 69 og segir þjálfari liðsins, Sigurður Ingimundarson, liðið vera á réttri braut. Sport 4.8.2006 18:47
Pirraður á meiðslunum Jóhannes Harðarson, leikmaður Start í Noregi, er enn ekki góður af meiðslunum sem hafa hrjáð hann síðan í byrjun árs. Jóhannes meiddist aftur um leið og hann hafði náð sér og á enn nokkuð í land með að ná fullum bata. Sport 4.8.2006 18:47
United vann Manchester United vann opnunarleik Amsterdammótsins gegn Porto í Hollandi í gær með þremur mörkum gegn einu en mótið verður sýnt beint á Sýn alla helgina. Paul Scholes kom United yfir með góðu skoti áður en Wayne Rooney skoraði glæsilegt mark eftir einleik. Ole Gunnar Solskjær, sem er óðum að ná sér eftir erfið meiðsli, skoraði svo þriðja mark United áður en Pepé minnkaði muninn með stórbrotnu marki. Sport 4.8.2006 18:47
Nýr stjóri hjá Aston Villa Aston Villa hefur fundið nýjan knattspyrnustjóra en það er Martin O'Neill sem hefur ekki verið viðriðinn fótboltann undanfarið ár. Hann hætti með skoska liðið Glasgow Celtic þar sem eiginkona hans, Geraldine, átti við alvarleg veikindi að stríða. Hún er hins vegar á skjótum batavegi og mun O'Neill halda með aSton Villa í æfingaferð til Þýskalands og Hollands um helgina að því er BBC hermir. Sport 4.8.2006 18:47
Anna Lísa og Örn Ævar meistarar Anna Lísa Jóhannsdóttir úr GR og Örn Ævar Hjartarson úr GS urðu Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Grafarholtsvelli. Anna Lísa vann Þórdísi Geirsdóttur í úrslitaleiknum 3/2 en staðan var jöfn eftir þrettán holur áður en leiðir skildust. Anna Lísa vann þá þrjár holur í röð og tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Sport 4.8.2006 18:47
Einvígi Alonso og Schumacher Um helgina verður Formúlu 1 kappakstur í Búdapest og er mikil spenna fyrir hann. Michael Schumacher á þarna möguleika á að vinna sitt fjórða mót í röð en sex mót eru eftir. Fernando Alonso er í efsta sæti í keppni ökumanna en Schumacher er aðeins ellefu stigum á eftir honum og því ljóst að allt getur gerst. Sport 4.8.2006 18:47
Fyrsta markið fyrir Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði í gær sitt fyrsta mark í búningi Barcelona en hann er nýgenginn í raðir Spánar- og Evrópumeistaranna. Markið kom í æfingaleik við UANL Tígrana í Mexíkó. Barcelona sigraði með þremur mörkum gegn engu og skoraði brasilíski snillingurinn Ronaldinho eitt mark úr aukaspyrnu, en hann kom inn sem varamaður í leiknum líkt og Eiður Smári. Sport 4.8.2006 18:47
Fer til Häcken til að fá að spila Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun. Sport 4.8.2006 18:47
Hólmar til Silkeborg Hólmar Örn Rúnarsson er nánast búinn að ná samkomulagi við Silkeborg um kaup og kjör en danska liðið eru nú í viðræðum við Keflvíkinga um kaupverð á miðjumanninum. Hólmar sagðist vera spenntur fyrir atvinnumennskunni þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær en hann verður líklega orðinn leikmaður Silkeborg innan skamms. Sport 4.8.2006 18:47
Örn í tíunda sæti Örn Arnarson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar bætti Íslandsmet sitt í 100 metra flugsundi um tæpa hálfa sekúndu í undanrásum á Evrópumótinu í Búdapest í gær. Örn lenti í sjötta sæti á tímanum 53,42 sekúndum en hann keppti síðan í undanúrslitum í gærdag. Þar lenti Örn í tíunda sæti þegar hann synti á 53,54 sekúndum. og komst ekki í úrslitin. Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi synti 50m bringusund í undanrásum í gær og var það síðasta grein hans á mótinu. Jakob synti á tímanum 29,09 sem dugði honum í 34. sætið. Sport 4.8.2006 18:47
Þénar meira en Beckham Tekjur Rússneski tennisspilarinn Maria Sharapova er tekjuhærri en sjálfur David Beckham samkvæmt úttekt bandaríska tímaritsins Sports Illustrated á tekjuhæstu íþróttamönnum heims, annarra en Bandaríkjamanna. Sharapova skaust upp í fjórða sæti listans með 25,4 milljónir bandaríkjadala en Beckham er með 23 milljónir í tekjur á hverju ári. Sport 3.8.2006 18:56
Vinnubrögð Livingstone eru fáránleg Sigurður Jónsson, þjálfari Grindavíkur, er mjög ósáttur með vinnubrögð skoska 1. deildarliðsins Livingstone sem hefur gert þriggja ára samning við Colin Stewart. Markmaðurinn hefur leikið vel með Grindavíkingum í sumar og er samningsbundinn þeim til 1. september en Livingstone talaði ekki við Suðurnesjaliðið áður en þeir sömdu við Stewart. Sport 3.8.2006 18:56
Valur samþykkti tilboð Häcken Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Häcken hafa komist að samkomulagi um kaupverð á miðvallarleikmanninnum unga, Ara Frey Skúlasyni, sem slegið hefur í gegn með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta staðfesti Ótthar Edvardsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Ari Freyr og fulltrúi sænska liðsins, sem staddur var hér á landi í gær, eiga þó eftir að komast að samkomulagi um kaup og kjör sem og lengd samningsins. Sport 3.8.2006 19:04
Þarf miklu meiri baráttu "Nú er maður bara tannlæknir í hlutastarfi," sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV en hann tekur við af Guðlaugi Baldurssyni sem látið hefur af störfum. "Þetta er er mjög há brekka en það er ekkert annað að gera en að ráðast á hana og leggja af stað. Laugi er góður drengur og ég mun sakna hans," sagði Heimir sem var aðstoðarmaður Guðlaugs og hefur starfað við þjálfun hjá kvennaliði félagsins. Sport 3.8.2006 18:56
Útsölunni lokið hjá Juventus Ítalska félagið Juventus segir að Patrick Vieira sé sá síðasti sem fer frá liðinu í sumar en frakkinn gekk í raðir Inter Milan í fyrradag. Eftir að Juventus var dæmt niður í Serie-B deildina hafa þeir neyðst til að selja Vieira, sem kostaði Inter 6,5 milljónir punda, Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram til Barcelona auk Fabio Cannavaro og Emerson sem fóru til Real Madrid. Sport 3.8.2006 18:56
Tveir tapleikir hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði í gær fyrir Svíum með tólf stiga mun á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fram fer í Finnlandi þessa dagana. Íslenska liðið tapaði fyrir heimamönnum í fyrsta leik liðsins á mótinu í fyrradag. Sport 3.8.2006 18:56
Stórt skref úr bankanum í atvinnumennskuna en sé ekki eftir neinu Sverre Jakobsson lætur vel af atvinnumannalífinu í Gummersbach en hann gekk í raðir liðsins í sumar frá Fram. Sverre er enn að venjast því að líta á handboltann sem vinnuna sína. Sport 3.8.2006 18:56