Almannavarnir Rýmingu ekki aflétt Tekin hefur verið ákvörðun um að rýmingu verði ekki aflétt í Kinn og Útkinn en þetta kemur fram í Facebook færslu lögreglunnar á Norðurlandi Eystra. Skriður féllu í Útkinn í nótt og er hættustig enn í gildi á svæðinu. Innlent 4.10.2021 11:57 Tvær skriður féllu í Útkinn í nótt Tvær skriður féllu í nótt sunnan við bæinn Geirbjarnarstaði í Útkinn sem fóru yfir veginn. Innlent 4.10.2021 10:45 Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn Búist er við aukinni úrkomu á Norðurlandi eystra og því hefur verið ákveðið að rýma sex bæi í Kinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. Innlent 3.10.2021 22:35 „Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. Innlent 3.10.2021 09:02 Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. Innlent 3.10.2021 07:32 Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. Innlent 2.10.2021 23:44 Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. Innlent 1.10.2021 22:36 Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. Innlent 1.10.2021 16:58 Stærstu snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri Töluvert af snjóflóðum féllu á norðanverðum Vestfjörðum í og eftir hríðarveðrið sem geisaði í gær. Þau stærstu sem frést hefur af féllu í nágrenni Flateyrar og í Súðavíkurhlíð. Innlent 29.9.2021 13:44 Snjóflóð féll úr Innra-Bæjargili á varnargarðinn á Flateyri Nokkur snjóflóð hafa fallið á Flateyri í nótt og í morgun. Stórt flóð féll úr Innra-Bæjargili og á varnargarðinn fyrir ofan þorpið og þá hafa önnur fallið fyrir ofan Flateyrarveg. Innlent 29.9.2021 10:38 Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. Innlent 29.9.2021 09:57 Viðbúin ef mikilvægir innviðir verða fyrir skakkaföllum á morgun Björgunarsveitir og almannavarnakerfið allt er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem spáð er á morgun. Veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir flesta landshluta og óvissustigi almannavarna lýst yfir. Innlent 27.9.2021 19:43 Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum. Innlent 27.9.2021 17:51 Bannað að selja áfengi eftir miðnætti á kosningavökum Engar undanþágur á samkomutakmörkunum verða veittar fyrir kosningavökur stjórnmálaflokkanna. Gestir þeirra geta því ekki neytt áfengis eftir miðnætti nema þeir mæti með það sjálfir eða fái það gefins frá flokkunum. Innlent 23.9.2021 11:51 Þekja hlíðina með stálgirðingum til varnar snjóflóðum Vinna við snjóflóðavarnir hefur verið í fullum gangi í allt sumar fyrir ofan Siglufjörð. Snjóflóðahættan minnti rækilega á sig síðastliðin vetur. Innlent 19.9.2021 14:00 Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu. Innlent 17.9.2021 20:01 Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 15.9.2021 19:48 Aflétta óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Hlaupið er yfirstaðið. Innlent 14.9.2021 14:27 Hlaup hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð. Innlent 10.9.2021 16:16 Aflétta hættustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Innlent 10.9.2021 14:17 Gamla brúin hangir enn uppi og stóðst þriðja stórhlaupið Verulega hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá í dag og er minni hætta talin á því að vatn flæði yfir hringveginn. Mesta furðu vekur að gamla brúin yfir Eldvatn skuli enn hanga uppi. Innlent 9.9.2021 22:44 Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. Innlent 9.9.2021 16:47 Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. Innlent 8.9.2021 23:00 Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum. Innlent 7.9.2021 23:10 Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma. Innlent 6.9.2021 21:00 Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. Innlent 6.9.2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. Innlent 5.9.2021 20:01 Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. Innlent 5.9.2021 15:54 Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. Innlent 5.9.2021 12:06 Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. Innlent 4.9.2021 12:22 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 38 ›
Rýmingu ekki aflétt Tekin hefur verið ákvörðun um að rýmingu verði ekki aflétt í Kinn og Útkinn en þetta kemur fram í Facebook færslu lögreglunnar á Norðurlandi Eystra. Skriður féllu í Útkinn í nótt og er hættustig enn í gildi á svæðinu. Innlent 4.10.2021 11:57
Tvær skriður féllu í Útkinn í nótt Tvær skriður féllu í nótt sunnan við bæinn Geirbjarnarstaði í Útkinn sem fóru yfir veginn. Innlent 4.10.2021 10:45
Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn Búist er við aukinni úrkomu á Norðurlandi eystra og því hefur verið ákveðið að rýma sex bæi í Kinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. Innlent 3.10.2021 22:35
„Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. Innlent 3.10.2021 09:02
Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. Innlent 3.10.2021 07:32
Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. Innlent 2.10.2021 23:44
Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. Innlent 1.10.2021 22:36
Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. Innlent 1.10.2021 16:58
Stærstu snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri Töluvert af snjóflóðum féllu á norðanverðum Vestfjörðum í og eftir hríðarveðrið sem geisaði í gær. Þau stærstu sem frést hefur af féllu í nágrenni Flateyrar og í Súðavíkurhlíð. Innlent 29.9.2021 13:44
Snjóflóð féll úr Innra-Bæjargili á varnargarðinn á Flateyri Nokkur snjóflóð hafa fallið á Flateyri í nótt og í morgun. Stórt flóð féll úr Innra-Bæjargili og á varnargarðinn fyrir ofan þorpið og þá hafa önnur fallið fyrir ofan Flateyrarveg. Innlent 29.9.2021 10:38
Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. Innlent 29.9.2021 09:57
Viðbúin ef mikilvægir innviðir verða fyrir skakkaföllum á morgun Björgunarsveitir og almannavarnakerfið allt er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem spáð er á morgun. Veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir flesta landshluta og óvissustigi almannavarna lýst yfir. Innlent 27.9.2021 19:43
Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum. Innlent 27.9.2021 17:51
Bannað að selja áfengi eftir miðnætti á kosningavökum Engar undanþágur á samkomutakmörkunum verða veittar fyrir kosningavökur stjórnmálaflokkanna. Gestir þeirra geta því ekki neytt áfengis eftir miðnætti nema þeir mæti með það sjálfir eða fái það gefins frá flokkunum. Innlent 23.9.2021 11:51
Þekja hlíðina með stálgirðingum til varnar snjóflóðum Vinna við snjóflóðavarnir hefur verið í fullum gangi í allt sumar fyrir ofan Siglufjörð. Snjóflóðahættan minnti rækilega á sig síðastliðin vetur. Innlent 19.9.2021 14:00
Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu. Innlent 17.9.2021 20:01
Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 15.9.2021 19:48
Aflétta óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Hlaupið er yfirstaðið. Innlent 14.9.2021 14:27
Hlaup hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð. Innlent 10.9.2021 16:16
Aflétta hættustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Innlent 10.9.2021 14:17
Gamla brúin hangir enn uppi og stóðst þriðja stórhlaupið Verulega hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá í dag og er minni hætta talin á því að vatn flæði yfir hringveginn. Mesta furðu vekur að gamla brúin yfir Eldvatn skuli enn hanga uppi. Innlent 9.9.2021 22:44
Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. Innlent 9.9.2021 16:47
Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. Innlent 8.9.2021 23:00
Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum. Innlent 7.9.2021 23:10
Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma. Innlent 6.9.2021 21:00
Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. Innlent 6.9.2021 07:54
Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. Innlent 5.9.2021 20:01
Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. Innlent 5.9.2021 15:54
Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. Innlent 5.9.2021 12:06
Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. Innlent 4.9.2021 12:22