Viðskipti Krónan styrkist lítillega Gengi krónunnar styrkist um um 0,37 prósent við upphafi viðskiptadags á gjaldeyrismarkaði í morgun og stóð gengisvísitalan í 147 stigum. Gengið gaf lítillega eftir nokkrum mínútum síðar. Gengið veiktist um 1,2 prósent í gær. Viðskipti innlent 11.4.2008 09:24 Varnaðarorðin voru of lágvær Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn brást líklega of seint við vísbendingum um undirmálskreppuna og hefði átt að brýna raust sína. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann tekur undir með seðlabankastjórum beggja vegna Atlantsála að lítill hagvöxtur á móti verðbólguþrýstingi séu áhættuþættir. Viðskipti erlent 11.4.2008 09:05 Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. Viðskipti erlent 10.4.2008 20:07 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Litlar líkur eru taldar á því að bankinn geri breytingar á vaxtastigi í bráð enda verðbólguþrýstingur mikill samfara útliti fyrir hægari hagvöxt en í fyrra, að mati Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra. Viðskipti erlent 10.4.2008 12:50 Englandsbanki lækkar stýrivexti Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextir nú í 5,0 prósentum. Bankastjórnin hefur verið undir miklum þrýstingi að koma til móts við fjárfesta og atvinnulífið með lækkun vaxta. Þá er sömuleiðis horft til þess að blása lífi í einkaneyslu sem hefur dregist saman samhliða verðlækkunum á fasteignamarkaði. Viðskipti erlent 10.4.2008 11:14 Hlutabréf niður í byrjun dags Hlutabréf SPRON, Glitnir, Existu og Straums féllu um rúm tvö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdu gengi allra banka og fjármálafyrirtækja. Samtals lækkaði gengi bréfa í ellefu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Minnsta lækkunin var á gengi bréfa í Össuri, sem fór niður um 0,54 prósentustig. Viðskipti innlent 10.4.2008 10:04 Krónan lækkar eftir stýrivaxtahækkun Gengi krónunnar hefur lækkað um 1,38 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 147,5 stigum. Vísitalan fór hæst í rúm 158 stig skömmu eftir páska og hefur hún því styrkst um rúm 6,6 prósent síðan þá. Viðskipti innlent 10.4.2008 09:14 Verri efnahagshorfur vestanhafs Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Nokkur atriði spila inn í, svo sem verri efnahagshorfur vestanhafs, að mati bandaríska póstflutningafyrirtækisins UPS, og mikil hækkun á olíuverði. Olíuverðið fór í rúma 112 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum í dag og hefur aldrei verið hærra. Viðskipti erlent 9.4.2008 21:22 Vísitölur vestanhafs beggja vegna núllsins Helstu hlutabréfavísitölur á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum enduðu fyrsta dag vikunnar beggja vegna núllsins. Hagnaðartaka fjárfesta á hlut að máli eftir mikla hækkun í síðustu viku, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Viðskipti erlent 7.4.2008 20:58 Hagnaður Alcoa dregst saman um helming Hagnaður bandaríska álrisans Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, var helmingi minni á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 7.4.2008 20:43 Gengi krónunnar styrkist Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 2,2 prósent frá byrjun dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 145 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig í enda mars. Þetta jafngildir því að gengi krónunnar hefur styrkst um níu prósent á hálfum mánuði. Viðskipti innlent 7.4.2008 10:23 SPRON leiðir hækkanalest á mánudegi Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um rúm átta prósent í talsverðri hækkanahrinu í Kauphöll Íslands í dag. Gengi banka og fjármálafyrirtækja hefur hækkað á bilinu 1,4 til tæp þrjú prósent. Viðskipti innlent 7.4.2008 10:17 HSBC er stærsta fyrirtæki heims Breski bankinn HSBC er orðinn stærsta fyrirtæki heims samkvæmt lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Bandaríski bankinn Citigroup hefur leitt listann frá árinu 2004 en fékk verulega að kenna á undirmálslánakreppunni og er nú í 24. sæti. Viðskipti erlent 5.4.2008 10:21 Skammgóður vermir Margir urðu til að nýta sér „kostaboð" og fylltu á tanka bíla sinna á sérkjörum sem í boði voru einn dag um miðja vikuna. Afsláttur af lítraverði náði allt að 25 krónum. Víða voru biðraðir á bensínstöðvum og truflaðist jafnvel umferð í næsta nágrenni. Viðskipti innlent 4.4.2008 10:48 Lánshæfishofur Straums stöðugar Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch staðfesti í gær lánshæfiseinkunnir Staums. Lánshæfiseinkunn fjárfestingarbankans er BBB- og langtímahorfur stöðugar. Horfur Straums eru þær einu af íslensku bönkunum sem eru stöðugar, líkt og greiningardeild Glitnis bendir á. Viðskipti innlent 3.4.2008 10:11 Exista leiðir hækkun dagsins Gengi hlutabréfa í fjármálaþjónustu fyrirtækinu Existu rauk upp um 2,7 prósent á fyrstu mínútunum eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Glitnir, SPRON, Kaupþing, FL Group og Straumur, sem hækkaði um 0,42 prósent. Viðskipti innlent 3.4.2008 10:06 Moss Bros fer úr hagnaði í tap Breska herrafataverslunin Moss Bros tapaði 1,4 milljónum punda, jafnvirði rúmra 207 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Baugur hefur gert yfirtökutilboð í verslunina og standa viðræður enn yfir. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um ellefu prósent síðan tilboðið var lagt fram. Viðskipti erlent 3.4.2008 09:41 Krónan styrkist lítillega Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega, um 0,4 prósent,á þeim stundarfjórðungi sem liðinn er síðan gjaldeyrisviðskipti hófust á millibankamarkaði í dag. Viðskipti innlent 3.4.2008 09:29 Ágæt byrjun nýjum ársfjórðungi Fyrsti ársfjórðungur byrjað vel á flestum fjármálamörkuðum í gær, nema hér. Þannig rauk Nikkei-vísitalan upp um 4,21 prósent við lokun markaða í Asíu í morgun auk þess sem vísitölur á meginlandi Evrópu hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Viðskipti erlent 2.4.2008 09:30 Feiknastuð á Wall Street Hlutabréf fóru flest hver á flug á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur segja ástæðuna fyrir uppsveiflunni þá að fjárfestar séu bæði glaðir yfir því að fyrsta fjórðungi ársins - sem var einkar erfiður - sé lokið og horfi þeir bjartsýnir fram til næstu þriggja mánaða. Viðskipti erlent 1.4.2008 21:28 Föstudagsstemning á hlutabréfamarkaðnum Gengi hlutabréfa í Kaupþingi rauk upp um tæp 5,4 prósent í Kauphöll Íslands í dag og um rúm átta prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta var langmesta hækkunin í Kauphöll Íslands. Á sama tíma féll gengi Icelandic Group um tæp 10 prósent þriðja daginn í röð og hefur það hrunið um 35 prósent á jafn mörgum dögum. Viðskipti innlent 31.3.2008 16:02 FL Group selur allan hlut sinn í Finnair FL Group hefur selt allan hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair fyrir 13,6 milljarða króna. FL Group átti lengi vel um 25 prósenta hlut í félaginu en seldi helminginn fyrir nokkru. Eftir stóðu 12,69 prósent sem nú voru seld. Salan hefur neikvæð áhrif á afkomu FL Group á fyrsta fjórðungi sem nemur 1,7 milljörðum króna. Viðskipti innlent 31.3.2008 15:21 Krónan styrkist um tæp þrjú prósent Krónan hefur styrkt um rúm 2,6 prósent það sem af er dags. Dagurinn byrjaði á veikingu við opnun gjaldeyrisviðskipta klukkan 9:15 í morgun en hefur bætt í seglin jafnt og þétt eftir því sem á hefur liðið. Viðskipti innlent 31.3.2008 10:51 Frakkar tóku sænska vodkann Franski líkkjörarisinn Pernod Ricard bar sigur úr býtum í miklu tilboðskapphlaupi um sænska áfengisframleiðandann Vin & Sprit, sem framleiðir hinn þekkta Absolut-vodka. Kaupverð var 55 milljarðar sænskra króna, jafnvirði rúmra 725 milljarða íslenskra, og var þetta stærsta einkavæðing sænska ríkisins til þessa. Viðskipti erlent 31.3.2008 09:39 Icelandic Group fellur annan daginn í röð Gengi Icelandic Group féll um rúm 10,6 prósent í dag og hefur það því fallið um rúm 25 prósent á tveimur síðustu dögum vikunnar. Þetta var jafnframt langmesta lækkunin á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði á sama tíma um 1,93 prósent. Viðskipti innlent 28.3.2008 16:32 Exista leiddi hækkun í byrjun dags Gengi bréfa í Existu rauk upp um tæp 3,9 prósent þegar mest lét í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins og þriðji dagurinn í röð sem sprettur er í Kauphöllinni eftir að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti á þriðjudag. Viðskipti innlent 27.3.2008 10:06 Enn hækkar Kaupþing í Svíþjóð Gengi bréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 2,4 prósent í dag og hefur rokið upp um rúm 24 prósent síðan fyrir páska. Bréf í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, sem Exista, stærsti hluthafi Kaupþings, á fimmtungshlut í, hefur hækkað um tvö prósent. Þetta er nokkuð yfir meðalhækkun á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag. Viðskipti innlent 27.3.2008 09:36 Indverjar næla sér í bresk djásn Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að selja framleiðslu á bresku bílunum Jagúar og Land Rover til Tata, stærstu iðnsamsteypu Indlands sem sérhæfir sig í bílaframleiðslu. Viðskipti erlent 26.3.2008 10:51 Hækkun og lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hefur hækkað um rúm tvö prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa sem þar eru skráð hafa bæði hækkað og lækkað. Mesta lækkunin er á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, en það hefur lækkað um rúm þrjú prósent. Viðskipti innlent 26.3.2008 10:16 Krónan veikist lítillega Gengi krónunnar hefur veikst um 1,65 prósent á gjaldeyrismarkaði það sem af er dags og stendur gengisvísitalan í 154,25 stigum. Krónan styrktist um 3,5 prósent eftir snarpa stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær. Viðskipti innlent 26.3.2008 09:32 « ‹ 38 39 40 41 42 43 44 45 46 … 223 ›
Krónan styrkist lítillega Gengi krónunnar styrkist um um 0,37 prósent við upphafi viðskiptadags á gjaldeyrismarkaði í morgun og stóð gengisvísitalan í 147 stigum. Gengið gaf lítillega eftir nokkrum mínútum síðar. Gengið veiktist um 1,2 prósent í gær. Viðskipti innlent 11.4.2008 09:24
Varnaðarorðin voru of lágvær Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn brást líklega of seint við vísbendingum um undirmálskreppuna og hefði átt að brýna raust sína. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann tekur undir með seðlabankastjórum beggja vegna Atlantsála að lítill hagvöxtur á móti verðbólguþrýstingi séu áhættuþættir. Viðskipti erlent 11.4.2008 09:05
Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. Viðskipti erlent 10.4.2008 20:07
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Litlar líkur eru taldar á því að bankinn geri breytingar á vaxtastigi í bráð enda verðbólguþrýstingur mikill samfara útliti fyrir hægari hagvöxt en í fyrra, að mati Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra. Viðskipti erlent 10.4.2008 12:50
Englandsbanki lækkar stýrivexti Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextir nú í 5,0 prósentum. Bankastjórnin hefur verið undir miklum þrýstingi að koma til móts við fjárfesta og atvinnulífið með lækkun vaxta. Þá er sömuleiðis horft til þess að blása lífi í einkaneyslu sem hefur dregist saman samhliða verðlækkunum á fasteignamarkaði. Viðskipti erlent 10.4.2008 11:14
Hlutabréf niður í byrjun dags Hlutabréf SPRON, Glitnir, Existu og Straums féllu um rúm tvö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdu gengi allra banka og fjármálafyrirtækja. Samtals lækkaði gengi bréfa í ellefu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Minnsta lækkunin var á gengi bréfa í Össuri, sem fór niður um 0,54 prósentustig. Viðskipti innlent 10.4.2008 10:04
Krónan lækkar eftir stýrivaxtahækkun Gengi krónunnar hefur lækkað um 1,38 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 147,5 stigum. Vísitalan fór hæst í rúm 158 stig skömmu eftir páska og hefur hún því styrkst um rúm 6,6 prósent síðan þá. Viðskipti innlent 10.4.2008 09:14
Verri efnahagshorfur vestanhafs Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Nokkur atriði spila inn í, svo sem verri efnahagshorfur vestanhafs, að mati bandaríska póstflutningafyrirtækisins UPS, og mikil hækkun á olíuverði. Olíuverðið fór í rúma 112 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum í dag og hefur aldrei verið hærra. Viðskipti erlent 9.4.2008 21:22
Vísitölur vestanhafs beggja vegna núllsins Helstu hlutabréfavísitölur á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum enduðu fyrsta dag vikunnar beggja vegna núllsins. Hagnaðartaka fjárfesta á hlut að máli eftir mikla hækkun í síðustu viku, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Viðskipti erlent 7.4.2008 20:58
Hagnaður Alcoa dregst saman um helming Hagnaður bandaríska álrisans Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, var helmingi minni á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 7.4.2008 20:43
Gengi krónunnar styrkist Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 2,2 prósent frá byrjun dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 145 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig í enda mars. Þetta jafngildir því að gengi krónunnar hefur styrkst um níu prósent á hálfum mánuði. Viðskipti innlent 7.4.2008 10:23
SPRON leiðir hækkanalest á mánudegi Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um rúm átta prósent í talsverðri hækkanahrinu í Kauphöll Íslands í dag. Gengi banka og fjármálafyrirtækja hefur hækkað á bilinu 1,4 til tæp þrjú prósent. Viðskipti innlent 7.4.2008 10:17
HSBC er stærsta fyrirtæki heims Breski bankinn HSBC er orðinn stærsta fyrirtæki heims samkvæmt lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Bandaríski bankinn Citigroup hefur leitt listann frá árinu 2004 en fékk verulega að kenna á undirmálslánakreppunni og er nú í 24. sæti. Viðskipti erlent 5.4.2008 10:21
Skammgóður vermir Margir urðu til að nýta sér „kostaboð" og fylltu á tanka bíla sinna á sérkjörum sem í boði voru einn dag um miðja vikuna. Afsláttur af lítraverði náði allt að 25 krónum. Víða voru biðraðir á bensínstöðvum og truflaðist jafnvel umferð í næsta nágrenni. Viðskipti innlent 4.4.2008 10:48
Lánshæfishofur Straums stöðugar Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch staðfesti í gær lánshæfiseinkunnir Staums. Lánshæfiseinkunn fjárfestingarbankans er BBB- og langtímahorfur stöðugar. Horfur Straums eru þær einu af íslensku bönkunum sem eru stöðugar, líkt og greiningardeild Glitnis bendir á. Viðskipti innlent 3.4.2008 10:11
Exista leiðir hækkun dagsins Gengi hlutabréfa í fjármálaþjónustu fyrirtækinu Existu rauk upp um 2,7 prósent á fyrstu mínútunum eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Glitnir, SPRON, Kaupþing, FL Group og Straumur, sem hækkaði um 0,42 prósent. Viðskipti innlent 3.4.2008 10:06
Moss Bros fer úr hagnaði í tap Breska herrafataverslunin Moss Bros tapaði 1,4 milljónum punda, jafnvirði rúmra 207 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Baugur hefur gert yfirtökutilboð í verslunina og standa viðræður enn yfir. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um ellefu prósent síðan tilboðið var lagt fram. Viðskipti erlent 3.4.2008 09:41
Krónan styrkist lítillega Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega, um 0,4 prósent,á þeim stundarfjórðungi sem liðinn er síðan gjaldeyrisviðskipti hófust á millibankamarkaði í dag. Viðskipti innlent 3.4.2008 09:29
Ágæt byrjun nýjum ársfjórðungi Fyrsti ársfjórðungur byrjað vel á flestum fjármálamörkuðum í gær, nema hér. Þannig rauk Nikkei-vísitalan upp um 4,21 prósent við lokun markaða í Asíu í morgun auk þess sem vísitölur á meginlandi Evrópu hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Viðskipti erlent 2.4.2008 09:30
Feiknastuð á Wall Street Hlutabréf fóru flest hver á flug á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur segja ástæðuna fyrir uppsveiflunni þá að fjárfestar séu bæði glaðir yfir því að fyrsta fjórðungi ársins - sem var einkar erfiður - sé lokið og horfi þeir bjartsýnir fram til næstu þriggja mánaða. Viðskipti erlent 1.4.2008 21:28
Föstudagsstemning á hlutabréfamarkaðnum Gengi hlutabréfa í Kaupþingi rauk upp um tæp 5,4 prósent í Kauphöll Íslands í dag og um rúm átta prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta var langmesta hækkunin í Kauphöll Íslands. Á sama tíma féll gengi Icelandic Group um tæp 10 prósent þriðja daginn í röð og hefur það hrunið um 35 prósent á jafn mörgum dögum. Viðskipti innlent 31.3.2008 16:02
FL Group selur allan hlut sinn í Finnair FL Group hefur selt allan hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair fyrir 13,6 milljarða króna. FL Group átti lengi vel um 25 prósenta hlut í félaginu en seldi helminginn fyrir nokkru. Eftir stóðu 12,69 prósent sem nú voru seld. Salan hefur neikvæð áhrif á afkomu FL Group á fyrsta fjórðungi sem nemur 1,7 milljörðum króna. Viðskipti innlent 31.3.2008 15:21
Krónan styrkist um tæp þrjú prósent Krónan hefur styrkt um rúm 2,6 prósent það sem af er dags. Dagurinn byrjaði á veikingu við opnun gjaldeyrisviðskipta klukkan 9:15 í morgun en hefur bætt í seglin jafnt og þétt eftir því sem á hefur liðið. Viðskipti innlent 31.3.2008 10:51
Frakkar tóku sænska vodkann Franski líkkjörarisinn Pernod Ricard bar sigur úr býtum í miklu tilboðskapphlaupi um sænska áfengisframleiðandann Vin & Sprit, sem framleiðir hinn þekkta Absolut-vodka. Kaupverð var 55 milljarðar sænskra króna, jafnvirði rúmra 725 milljarða íslenskra, og var þetta stærsta einkavæðing sænska ríkisins til þessa. Viðskipti erlent 31.3.2008 09:39
Icelandic Group fellur annan daginn í röð Gengi Icelandic Group féll um rúm 10,6 prósent í dag og hefur það því fallið um rúm 25 prósent á tveimur síðustu dögum vikunnar. Þetta var jafnframt langmesta lækkunin á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði á sama tíma um 1,93 prósent. Viðskipti innlent 28.3.2008 16:32
Exista leiddi hækkun í byrjun dags Gengi bréfa í Existu rauk upp um tæp 3,9 prósent þegar mest lét í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins og þriðji dagurinn í röð sem sprettur er í Kauphöllinni eftir að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti á þriðjudag. Viðskipti innlent 27.3.2008 10:06
Enn hækkar Kaupþing í Svíþjóð Gengi bréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 2,4 prósent í dag og hefur rokið upp um rúm 24 prósent síðan fyrir páska. Bréf í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, sem Exista, stærsti hluthafi Kaupþings, á fimmtungshlut í, hefur hækkað um tvö prósent. Þetta er nokkuð yfir meðalhækkun á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag. Viðskipti innlent 27.3.2008 09:36
Indverjar næla sér í bresk djásn Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að selja framleiðslu á bresku bílunum Jagúar og Land Rover til Tata, stærstu iðnsamsteypu Indlands sem sérhæfir sig í bílaframleiðslu. Viðskipti erlent 26.3.2008 10:51
Hækkun og lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hefur hækkað um rúm tvö prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa sem þar eru skráð hafa bæði hækkað og lækkað. Mesta lækkunin er á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, en það hefur lækkað um rúm þrjú prósent. Viðskipti innlent 26.3.2008 10:16
Krónan veikist lítillega Gengi krónunnar hefur veikst um 1,65 prósent á gjaldeyrismarkaði það sem af er dags og stendur gengisvísitalan í 154,25 stigum. Krónan styrktist um 3,5 prósent eftir snarpa stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær. Viðskipti innlent 26.3.2008 09:32