Viðskipti erlent

Feiknastuð á Wall Street

Bandaríski fáninn við Wall Street í Bandaríkjunum.
Bandaríski fáninn við Wall Street í Bandaríkjunum.

Hlutabréf fóru flest hver á flug á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur segja ástæðuna fyrir uppsveiflunni þá að fjárfestar séu bæði glaðir yfir því að fyrsta fjórðungi ársins - sem var einkar erfiður - sé lokið og horfi þeir bjartsýnir fram til næstu þriggja mánaða, líkt og fréttastofan Associated Press hafði eftir nokkrum þeirra.

Þá telja þeir líkur á að hagvísar verði betri en á horfði um tíma og að það versta í fjármálakreppunni sé yfirstaðið.

Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum rauk upp, svo sem í Lehman Brothers, sem hækkaði um 18 prósent, Citigroup, sem fór upp um 11 prósent og JP Morgan sem hækkaði um 9 prósent.

Dow Jones- hlutabréfavísitalan hækkaði um heil 3,19 prósent í dag en Nasdaq-vísitalan um 3,67 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×