Viðskipti

Fréttamynd

Skyrtuframleiðandi keyptur

Hlunnur ehf., sem er í eigu feðganna Þórarins Elmars Jensen og Markúsar og Gests Þórarinssona, sem áður ráku 66°Norður, hefur keypt skyrtuframleiðandann AB Vilkma í Litháen. AB Vilkma framleiðir hágæðaskyrtur fyrir þekkt vörumerki í Vestur-Evrópu, eins og Eton, Marks & Spencer og Faconnable, og markaðssetur einnig sín eigin vörumerki í Litháen.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verk og vit í Laugardal

Um 120 fyrirtæki í byggingariðnaði og mannvirkjagerð, sveitar­félög, hönnuðir og ráðgjafar munu kynna starfsemi sína á stórsýningunni Verk og vit 2006 sem verður haldin 16. til 19. mars í nýju íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal. Í tengslum við sýninguna, sem er bæði fyrir fagaðila og almenning, verða haldnar ráðstefnur, kynningarfundir og fleiri viðburðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytingar á ásýnd Íslandsbanka

Miklar breytingar eru fram undan á nafni og ásýnd Íslandsbanka. Athygli hefur vakið að á undanförnum dögum hefur merki bankans verið fjarlægt af allflestum útibúum hans. Forráðamenn bankans fara mjög leynt með þessar fyrirhuguðu breytingar og verjast allra fregna þegar innt er eftir þeim.

Innlent
Fréttamynd

Niðurskurður hjá British Airways

Breska flugfélagið British Airways ætlar á skera niður útgjöld um 450 milljónir punda, 54 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. M.a. er búist við uppsögnum hjá flugfélaginu. Ástæðan fyrir niðurskurðinum er aukin samkeppni frá lággjaldaflugfélögum og spá um hærri eldsneytiskostnað á næstu árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Granda minnkar

Hagnaður HB Granda hf. nam 547 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er samdráttur um 447 milljónir króna frá 2004 þegar hagnaðurinn nam 994 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni innflutningur í febrúar

Vöruinnflutningur nam 22 milljörðum króna hér á landi í febrúar en það er 3,5 milljörðum krónum minna en í janúar. Um bráðabirgðatölur er að ræða, að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Innflutningur á bílum tók kipp en búist er að hann minnki vegna gengislækkana á síðustu vikum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sögulegur viðskiptahalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum jókst um 5,3 prósent í janúar og nam 68,5 milljörðum dala í mánuðinum, samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti landsins. Þetta er methalli í mánuðinum í sögu Bandaríkjanna en ástæða hans er aukinn innflutningur á eldsneyti, ökutækjum og vínum auk mikils innflutnings á klæðnaði og farsímum frá Kína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkaði

Hráolíuverð lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að samtök olíuframleiðsluríkja (OPEC) samþykktu á fundi sínum í Vínarborg í gær að halda olíuframleiðslu óbreyttri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tekjuafgangur Akureyrarbæjar 360 milljónir

Heildarniðurstaða ársreikninga Akureyrarbæjar fyrir síðasta ár, sem lagðir voru fram í bæjarráði Akureyrar í dag, er mun betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Fjárhagurinn er traustur og er rekstrarniðurstaða samstæðunnar jákvæð um ríflega 360 milljónir króna. Áætlun hafði gert ráð fyrir 144,2 milljóna króna hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi

Bankastjórn Englandsbanka ákvað á fundi sínum í dag að hækka ekki stýrivexti í Bretlandi. Þeir eru nú 4,5 prósent og hafa haldist óbreyttir síðastliðna sjö mánuði. Stöðugleiki í bresku efnahagslífi og jákvæð breyting á fasteignamarkaði eru talin ástæða þess að bankastjórnin ákvað að halda vöxtunum óbreyttum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður PPR dróst saman

Hagnaður franska eignarhaldsfélagsins PPR, sem m.a. á ítalska tískufyrirtækið Gucci auk fleiri þekktra vörumerkja, dróst saman um tæpan helming á síðasta ári miðað við árið á undan. Hagnaður fyrirtækisins á árinu nam 535 milljónum evra, jafnvirði rúmlega 44 milljarða íslenskra króna. Árið 2004 nam hagnaðurinn hins vegar 1.09 milljörðum evra, tæplega 90 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bjóða ókeypis notkun milli innlendra heimasíma

Og Vodafone býður nú viðskiptavinum sínum, sem nýta sér vildarþjónustuna Og1, að hringja ótakmarkað úr heimasíma sínum í alla innlenda heimasíma án endurgjalds. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á ótakmörkuð ókeypis símtöl milli innlendra heimasíma en viðskiptavinir greiða aðeins óbreytt venjulegt mánaðargjald.

Innlent
Fréttamynd

Kröftug uppsveifla FlyMe

Enn eykst fjöldi þeirra sem ferðast með sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe. Farþegum fjölgaði um 49,5 prósent í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra en sams konar aukning var 44,4 prósent í janúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa í Aktiv Kapital í Noregi

FL Group hefur keypt tæplega 9 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Aktiv Kapital. Markaðsvirði hlutarins er um 4,7 milljarðar króna. Starfsemi félagsins skiptist í kaup á lánasöfnum sem eru í vanskilum, innheimtu viðskiptakrafna og umsýslu reikninga. Starfsemin er í ellefu löndum og var hagnaður í fyrra um 2,5 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil umsvif í fasteignum

Umsvif voru óvenju mikil á fasteignamarkaði í síðustu viku. Gengið var frá 206 kaupsamningum, 160 samningum um kaup á eignum í fjölbýli, 30 kaupsamningum um sérbýli og 16 samningum um annars konar eignir. Meðalupphæð samnings nam 23,6 milljónum króna, að því er fram kemur í hálffimm fréttum KB banka, þar sem vísað er í upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja áhættu kalla á hærra vaxtaálag skuldabréfa

Krónan féll um þrjú prósent fyrri partinn í gær í kjölfar frétta af viðskiptahalla við útlönd og nýrrar skýrslu verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch þar sem dregin er í efa lánshæfiseinkunn íslensku bankanna. Merrill Lynch segist ekki spá krísu, en telur innbyggða áhættu í bankakerfinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sala jókst hjá McDonald's

Sala jókst hjá McDonald's skyndibitakeðjunni á heimsvísu um 4,7 prósent í síðasta mánuði en sala skyndibita á innanlandsmarkaði í Bandaríkjunum jókst hins vegar um 3,6 prósent. Að sögn forsvarsmanna McDonald's í Bandaríkjunum er ástæða söluaukningarinnar ný kjúklingasamloka sem notið hefur vinsælda, fleiri réttir á morgunverðarmatseðli og lengri afgreiðslutími hjá útibúum skyndibitakeðjunnar í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pólitík réð því ekki að Byko fékk lóð í Garðabæ

Urriðaholt hafnar því með öllu að pólitísk áhrif hafi orðið til þess að Byko fékk lóð í Garðabæ, en ekki Bauhaus. Viðræður við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að ljóst var orðið að Ásdís Halla Bragadóttir myndi taka við forstjórastarfi hjá Byko.

Innlent
Fréttamynd

Krónan veikist

Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 3% í morgun sem er töluverð breyting á svo skömmum tíma. Telja sérfræðingar að þar valdi að viðskipthallinn hafi reynst meiri en búist var við.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkaði á helstu mörkuðum

Hráolía lækkaði í verði á helstu mörkuðum í dag. Hráolía, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 18 sent og endaði í 61,40 dollurum á tunnu á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum en Brent Norðursjávarolía lækkaði um 8 sent í Lundúnum í Bretlandi og endaði í 61,09 dollara á tunnu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bankastjórn Seðlabanka Japans fundar

Fundur bankastjórnar Seðlabanka Japans hófst í dag. Fjármálasérfræðingar fylgjast grannt með fundinum, sem stendur yfir í tvo daga, en búist er við nokkrum breytingum á peningastefnu bankans. Hins vegar er ekki búist við hækkun stýrivaxta í Japan á næstunni líkt og áður var talið en vextirnir hafa haldist óbreyttir í fimm ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrskurðarnefnd styður Símann

Hrundið hefur verið ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá því 22. desember 2005 um að hafna umsókn Símans um framlög úr jöfnunarsjóði fjarskipta. Úrskurðarnefnd fjarskiptamála kvað upp úrskurð sinn á mánudag og vísaði málinu aftur til stofnunarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi hlutabréfa í deCode lækkaði

Gengi hlutabréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar féll um 7,4% á Nasdaq markaði vestra í gær, eftir að birtar voru tölur um 4 milljarða króna halla í fyrra. Kári Stefánsson forstjóri segist allt eins líta á hallann sem fjárfestingu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki er allt sem sýnist

Ekki er allt sem sýnist, segir í yfirskrift ítarlegrar skýrslu, sem verðbréfafyrirtækið Merrill Lynch gaf út í gær og Morgunblaðið greinir frá. Merrill Lynch, sem er eitt stærsta verðbréfafyrirtæki í heimi, gangrýnir matsfyrirtækin Fitch Ratings og Moody´s fyrir lánshæfismat þeirra á íslensku bönkunum og telur að þeir hafi átt að fá lakara mat en fyrirtækin gáfu þeim.

Innlent
Fréttamynd

Enex virkjar í Ungverjalandi

Íslenska orkufyrirtækið Enex, ungverska olíu- og gasfélagið MOL og ástralska fjárfestingarfyrirtækið Hercules/Vulcan hafa skrifað undir samning sem markar upphafið að byggingu fyrstu jarðvarmastöðvar í Ungverjalandi sem ætluð er til raforkuframleiðslu. Samkvæmt upplýsingum Enex verður stöðin þrjú til fimm megavött að stærð.

Viðskipti innlent