Viðskipti

Fréttamynd

Gengi Eimskips féll um 20 prósent í dag

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 20 prósent í dag, mest skráðra félaga í Kauphöllinni. Félagið skilaði uppgjöri í gærkvöldi en þar kemur fram að það hafi tapað 96 milljörðum króna á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alfesca hækkar eitt í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Alfesca, hefur hækkað um 1,28 prósent það sem af er dags. Þetta er eina hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, fallið um 6,65 prósent, Bakkavarar um 3,63 prósent og Eimskips um 2,4 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist um 0,5 prósent - vísitalan í 194 stigum

Krónan hefur styrkst um 0,5 prósent í dag. Gengisvísitalan stendur í 194 stigum og hefur hún því styrkst um 13,8 prósent síðasta hálfa mánuðinn. Gjaldeyrishöftin skýra styrkinguna að mestu enda innflæði gjaldeyris nokkuð jafnt á sama tíma og lítið fer út auk kaupa Seðlabankans á krónum, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankastjórnin eyland í Seðlabankanum

Bankastjórn Seðlabankans var ein um að vilja lækkun stýrivaxta. Hagfræðingar bankans voru hins vegar sammála mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að halda þeim óbreyttum í átján prósentum. Þetta fullyrðir Beat Siegenthaler, sérfræðingur hjá TD Securities í London í Bretlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn vildi lækka stýrivexti

Bankastjórn Seðlabankans vildi lækka stýrivexti í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti hins vegar til að vöxtum yrði haldið óbreyttum í 18 prósentum að sinni vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn hækkar Straumur

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 1,78 prósent í dag en það hefur nú hækkað jafnt og þétt frá því á fimmtudag í síðustu viku, eða um 44,5 prósent. Það stendur nú í 1,72 krónum á hlut. Fyrir sléttu ári stóð gengið hins vegar í rétt rúmum 14 krónum á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur ekki á útleið

Straumur er ekki á leið úr landi. Þetta fullyrðir Georg Andersen, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs fjárfestingabankans. „Það eru einhverjir átján til tuttugu mánuðir síðan við byrjuðum að skoða málin. Áætlanir hafa ekki farið lengra,“ segir hann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur hækkaði um rúm 30 prósent í vikunni

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur haldið áfram að hækka í Kauphöllinni í dag en síðastaliðna þrjá daga hefur það rokið upp um rétt rúm 30 prósent. Breska viðskiptablaðið Financial Times hafði eftir William Fall, forstjóra, í gær, að bankinn sé að skoða flutning frá Íslandi og sé að skoða skráningu á markað í Stokkhólmi í Svíþjóð og í Lundúnum í Bretlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn hækkar Straumur

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 4,93 prósent síðan viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem hefur farið upp um 3,6 prósent, og í Össuri, sem hefur hækkað um 2,0 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur stekkur upp í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur rokið upp um rúm 8,9 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni fyrir rúmum stundarfjórðungi. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 0,77 prósent, og í Össuri, sem hefur hækkað um 0,62 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

AGS breytir spá um hagvöxt

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á næstu dögum lækka hagvaxtaspá sína fyrir 2009 frá því sem birt var í nóvember. Þá var spáð að hagvöxtur í heiminu yrði 2,2% en í október hafði sjóðurinn spáð 3% hagvexti. Talið er að spáin lækki nú niður í 1 til 1,5% sem sérfræðingar segja umtalsverða breytingu. Sérfræðingur hjá sjóðnum segir útlit á alþjóðamörkuðum mjög dökkt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Century Aluminum lækkaði mest

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 3,16 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Marel Food Systems, sem lækkaði um 1,66 prósent, í Eimskipi, sem lækkaði um 0,77 prósent og Össur, sem fór niður um 0,21 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kreppa í Bretlandi

Kreppa er nú í Bretlandi, samkvæmt nýjustu gögnum hagstofunnar þar í landi sem benda til að samdráttar hafi gætt í hagkerfinu þar í landi í tvö ársfjórðunga í röð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Century Aluminum hækkar í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur stokkið upp um ellefu prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni og gengi bréfa Færeyjabanka hækkað um rúm 0,4 prósent. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Straumi fallið um 2,46 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sony tapar í fyrsta sinn í 14 ár

Japanski hátækniframleiðandinn Sony gerir ráð fyrir að skila tapi upp á 150 milljjarða jena, jafnvirði 216 milljarða íslenskar króna, vegna síðasta árs. Gangi það eftir verður þetta í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mínus færist í bækur fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsbankinn hjálpar deCode

Nýi Landsbankinn (NBI) hefur keypt skuldabréf deCode fyrir 1,4 milljarða króna. Kári Stefánsson segir um skammtímalausn að ræða. Leitað var til allra stóru bankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur niður um sjö prósent í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um sjö prósent í byrjun dags í Kauphöllinni. Á eftir fylgdi Century Aluminum, sem fór niður um 5,91 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Bakkavör farið niður um 2,53 prósent, Marel Food Systems um 1,18 prósent og Össurar um 0,41 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Century Aluminum féll mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 4,55 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Færeyjabanka, sem lækkaði um 1,77 prósent og Marel Food Systems, sem lækkaði um 1,28 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarisi í algjörum mínus

Bank of America, langstærsti banki Bandaríkjanna, tæpaði 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fjórða og síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er fyrsta tap bankans í um átján ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Straumur synti einn á móti lækkun í Kauphöll

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 4,07 prósent í dag og er það eina hækkunin í Kauphöllinni. Á móti féll gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, um 6,64 prósent, Eimskips um 6,45 prósent og Marel Food Systems um 4,67 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti

Evrópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 50 punkta fyrir stundu og standa þeir nú í sléttum 2,0 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar. Stýrivextir á evrusvæðinu hafa ekki verið lægri síðan í jólamánuðinum 2005.

Viðskipti erlent