Viðskipti Verðbólga minnkaði fyrir utan Noreg Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi. Viðskipti erlent 13.10.2006 11:45 Kaupþing gefur út skuldabréf í Japan Kaupþing gaf í dag út svokölluð Samurai skuldabréf í Japan fyrir samtals 50 milljarða japanskra jena eða 29 milljarða íslenskra króna. Þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfa Kaupþings banka í Japan. Viðskipti innlent 13.10.2006 10:16 Sameinast um yfirtöku á Euronext Kauphallir á Ítalíu og í Þýskalandi hafa gert með sér samkomulag um að gera yfirtökutilboð í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Verði af yfirtöku skáka markaðirnir tilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum, í evrópska markaðinn. Viðskipti erlent 13.10.2006 09:36 Sensex í nýjum hæðum Indverska hlutabréfavísitalan Sensex fór í nýjar hæðir í kauphöll Indlands í dag þegar gengi hennar fór í 12.677 stig. Gengi vísitölunnar hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir 1,1 prósenta hækkun á markaðnum í dag var aukin bjartsýni fjárfesta um efnahagshorfur á Indlandi. Viðskipti erlent 13.10.2006 09:21 1 prósents verðbólga í Þýskalandi Verðlag í Þýskalandi lækkaði um 0,5 prósent á milli mánaða í september og mældist 1 prósents verðbólga í landinu á ársgrundvelli. Viðskipti erlent 12.10.2006 16:32 Barr með 90 prósent í Pliva Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr hefur tryggt sér rúmlega 90 prósent hlutabréfa í króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva, að eigin sögn. Tilboðsfrestur í Pliva rann út á miðnætti. Viðskipti innlent 12.10.2006 15:09 Dow Jones í methæðum Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló met í dag þegar hún fór í 11.909,92 stig og rauf 11.900 stiga múrinn. Ástæðan er aukin bjartsýni fjárfesta í kjölfar aukinnar afkomu fyrirtækja á borð við McDonald's þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu. Viðskipti erlent 12.10.2006 14:40 Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum Vöruskipti voru óhagstæð um 69,8 milljarða bandaríkjadali eða rúma 4.815 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum í ágúst. Viðskiptahallinn vestra nemur 716,7 milljörðum dala, jafnvirði 49.445 milljarða íslenskra króna og hefur aldrei verið meiri. Viðskipti erlent 12.10.2006 13:39 Hagnaður Pepsi eykst mikið Hagnaður bandaríska gosdrykkjaframleiðandans Pepsi nam 102 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 71 prósents aukning á milli ára. Viðskipti erlent 12.10.2006 12:43 Olíuverð ekki lægra síðan í desember Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna aukinna umframbirgða af olíu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í desember á síðasta ári. Viðskipti erlent 12.10.2006 11:57 Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Exista og VÍS Samkeppnistofnun hefur lagt blessun sína yfir samruna Exista og VÍS. Exista keypti ríflega 80 prósenta hlut í VÍS í sumar og á Exista og dótturfélög þess nú nánast allt hlutafé í VÍS. Innlent 12.10.2006 10:24 Bankarnir komnir í sömu stöðu og í byrjun febrúar Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Viðskipti innlent 12.10.2006 11:01 Aer Lingus berst gegn Ryanair Lífeyrissjóður flugmanna írska flugfélagsins Aer Lingus hefur keypti 2,12 prósent hlutabréfa eða 9,8 milljón hluti í eigin félagi með það fyrir augum að sporna gegn yfirtöku lággjaldaflugfélagsins Ryanir í Aer Lingus. Lífeyrissjóðurinn greiddi 3,04 evrur fyrir hlutinn sem er tæpri evru yfir útboðsgengi bréfanna í almennu hlutafjárútboði í síðustu viku. Viðskipti erlent 11.10.2006 11:28 Spá enn meiri verðbólgulækkun Greiningardeild Glitnis segir flest benda til að enn muni draga úr verðbólgu á næstu mánuðum, ekki síst þegar sterk staða krónunnar og kólnandi íbúðamarkaður er tekinn með í reikninginn. Deildin býst við að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi 2. nóvember. Viðskipti innlent 11.10.2006 11:11 Barr með rúm 70 prósent í Pliva Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr er komið með 72,67 prósent hlutbréfa í króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva. Barr hefur att kappi við Actavis um yfirtöku á Pliva síðan fyrr á þessu ári en áhugi lyfjafyrirtækja á króatíska fyrirtækinu vaknaði ekki fyrr en Actavis gerði tilboð í fyrirtækið í mars. Viðskipti innlent 11.10.2006 10:44 Aukin útlán hjá Íbúðalánasjóði Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,4 milljörðum króna í september. Þetta er 7,5 prósenta aukning frá mánuðinum á undan en samtals hefur Íbúðalánsjóður lánað 33,7 milljarða krónur á árinu. Viðskipti innlent 11.10.2006 09:56 Enn dregur úr verðbólgu Vísitala neysluverð í október hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða og jafngildir þetta 7,2 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er 0,2 prósentustigum undir spám greiningardeild þriggja stærstu viðskiptabankanna. Viðskipti innlent 11.10.2006 09:01 Nást 100 milljarðar króna í hús? Fjármálafyrirtæki munu taka mesta hagnaðinn til sín nú þegar afkomutölur fara að birtast á nýjan leik. Kaupþing verður í sérflokki og slær hagnaðarmet Burðaráss og Existu gangi spár markaðsaðila eftir. Eggert Þór Aðalsteinsson rýnir í afkomuspár viðskipta Viðskipti innlent 17.10.2006 11:13 Varasamt er að fagna of snemma Stóru viðskiptabankarnir hafa allir sett fram hagspár sínar. Í spám þeirra er einhver áherslumunur þótt allar hafi þær gert ráð fyrir hraðri hjöðnun þenslu í hagkerfinu á næsta ári. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08 Baugur ekki úr Teymi Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki í viðskiptalífinu um að Baugur ætli að draga sig út úr Teymi, upplýsingatækni- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar. Unnið er að skiptingu félagsins í Teymi annars vegar og svo hins vegar 365 sem verður yfir fjölmiðlahluta samsteypunnar, bæði prent- og ljósvakamiðlum. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08 Nota alhliða þjónustukerfi Arctic Trucks hefur tekið í notkun alhliða þjónustukerfi Microsoft Dynamics NAV með sérbreytingum frá Landsteinum Streng. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08 Vilja flagga vörumerkinu sem víðast Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08 Vegasjoppu lokað Einni elstu vegasjoppu landsins hefur verið lokað. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er rætt við Einar Þór Einarsson, sem síðustu sex ár hefur staðið vaktina í Essó-sjoppunni á Steinum undir Eyjafjöllum. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08 Icelandair Group til Vodafone Icelandair Group hefur gert samning við Teymi hf. um fjarskiptaþjónustu frá Vodafone og aukið samstarf við Kögun hf. Samningurinn nær meðal annars til síma- og netþjónustu frá Vodafone, GSM, internet, gagnaflutninga og fastlínuþjónustu. Viðskipti innlent 10.10.2006 20:40 Myrkar miðaldir Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur undanfarin misseri sýnt og sannað að viðskiptahugmynd hans virkar. Þegar Baugur leiddi fjárfesta í kaupum á Big Food Group voru kaupin á Iceland fyrir fram talin þau áhættumestu. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08 FL Group styður útrás íslenskrar tónlistar Tónlistarmennirnir Barði Jóhannsson og Garðar Thór Cortes verða fyrstu listamennirnir til að njóta liðstyrks nýja fjárfestingarsjóðsins Tónvíss sem mun fjárfesta í mögulegri velgengni íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08 Uppsagnir og lokanir verksmiðja hjá Airbus EADS-samstæðan, móðurfélag evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, er sögð hafa í hyggju að segja upp tæplega 10.000 manns sem starfa hjá Airbus og loka verksmiðjum í hagræðingarskyni á næstu fjórum árum. Viðskipti erlent 10.10.2006 13:49 KfW gefur út 9 milljarða krónubréf Þýski þróunarsjóðurinn KfW tilkynnti í dag um útgáfu á krónubréfum í þremur hlutum fyrir samtals 9 milljarða króna. Hver útgáfa er 3 milljarðar króna og er gjalddögunum dreift í október á árunum 2008, 2009 og 2010. Heildarútgáfa áKfW nemur 87 milljörðum króna en til samanburðar eru allir ríkisbréfaflokkarnir tæpir 86 milljarðar króna að markaðsvirði. Viðskipti innlent 10.10.2006 12:42 TM hækkar hlutafé Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hefur ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 157,8 milljónir króna að nafnverði sem selt verður á genginu 38 til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins vegna kaupa á hlutum í norska tryggingafélaginu NEMI Forsikring. Glitnir hefur umsjón með útboðinu og hefur sölutryggt sölu allra hluta. Viðskipti innlent 10.10.2006 09:39 Býst við uppsögnum Louis Gallois, sem tók við forstjórastóli evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus af Christian Streiff í gær, segir líkur á umfangsmiklum uppsögnum innan fyrirtækisins. Uppsagnirnar munu verða jafnt í Þýskalandi og í Frakklandi. Ekki er ljóst hvort einhverjar uppsagnir verði í Bretlandi en þar er hluti af A380 risaþotunni frá Airbus framleiddur. Viðskipti erlent 10.10.2006 09:19 « ‹ 116 117 118 119 120 121 122 123 124 … 223 ›
Verðbólga minnkaði fyrir utan Noreg Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi. Viðskipti erlent 13.10.2006 11:45
Kaupþing gefur út skuldabréf í Japan Kaupþing gaf í dag út svokölluð Samurai skuldabréf í Japan fyrir samtals 50 milljarða japanskra jena eða 29 milljarða íslenskra króna. Þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfa Kaupþings banka í Japan. Viðskipti innlent 13.10.2006 10:16
Sameinast um yfirtöku á Euronext Kauphallir á Ítalíu og í Þýskalandi hafa gert með sér samkomulag um að gera yfirtökutilboð í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Verði af yfirtöku skáka markaðirnir tilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum, í evrópska markaðinn. Viðskipti erlent 13.10.2006 09:36
Sensex í nýjum hæðum Indverska hlutabréfavísitalan Sensex fór í nýjar hæðir í kauphöll Indlands í dag þegar gengi hennar fór í 12.677 stig. Gengi vísitölunnar hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir 1,1 prósenta hækkun á markaðnum í dag var aukin bjartsýni fjárfesta um efnahagshorfur á Indlandi. Viðskipti erlent 13.10.2006 09:21
1 prósents verðbólga í Þýskalandi Verðlag í Þýskalandi lækkaði um 0,5 prósent á milli mánaða í september og mældist 1 prósents verðbólga í landinu á ársgrundvelli. Viðskipti erlent 12.10.2006 16:32
Barr með 90 prósent í Pliva Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr hefur tryggt sér rúmlega 90 prósent hlutabréfa í króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva, að eigin sögn. Tilboðsfrestur í Pliva rann út á miðnætti. Viðskipti innlent 12.10.2006 15:09
Dow Jones í methæðum Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló met í dag þegar hún fór í 11.909,92 stig og rauf 11.900 stiga múrinn. Ástæðan er aukin bjartsýni fjárfesta í kjölfar aukinnar afkomu fyrirtækja á borð við McDonald's þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu. Viðskipti erlent 12.10.2006 14:40
Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum Vöruskipti voru óhagstæð um 69,8 milljarða bandaríkjadali eða rúma 4.815 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum í ágúst. Viðskiptahallinn vestra nemur 716,7 milljörðum dala, jafnvirði 49.445 milljarða íslenskra króna og hefur aldrei verið meiri. Viðskipti erlent 12.10.2006 13:39
Hagnaður Pepsi eykst mikið Hagnaður bandaríska gosdrykkjaframleiðandans Pepsi nam 102 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 71 prósents aukning á milli ára. Viðskipti erlent 12.10.2006 12:43
Olíuverð ekki lægra síðan í desember Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna aukinna umframbirgða af olíu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í desember á síðasta ári. Viðskipti erlent 12.10.2006 11:57
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Exista og VÍS Samkeppnistofnun hefur lagt blessun sína yfir samruna Exista og VÍS. Exista keypti ríflega 80 prósenta hlut í VÍS í sumar og á Exista og dótturfélög þess nú nánast allt hlutafé í VÍS. Innlent 12.10.2006 10:24
Bankarnir komnir í sömu stöðu og í byrjun febrúar Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Viðskipti innlent 12.10.2006 11:01
Aer Lingus berst gegn Ryanair Lífeyrissjóður flugmanna írska flugfélagsins Aer Lingus hefur keypti 2,12 prósent hlutabréfa eða 9,8 milljón hluti í eigin félagi með það fyrir augum að sporna gegn yfirtöku lággjaldaflugfélagsins Ryanir í Aer Lingus. Lífeyrissjóðurinn greiddi 3,04 evrur fyrir hlutinn sem er tæpri evru yfir útboðsgengi bréfanna í almennu hlutafjárútboði í síðustu viku. Viðskipti erlent 11.10.2006 11:28
Spá enn meiri verðbólgulækkun Greiningardeild Glitnis segir flest benda til að enn muni draga úr verðbólgu á næstu mánuðum, ekki síst þegar sterk staða krónunnar og kólnandi íbúðamarkaður er tekinn með í reikninginn. Deildin býst við að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi 2. nóvember. Viðskipti innlent 11.10.2006 11:11
Barr með rúm 70 prósent í Pliva Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr er komið með 72,67 prósent hlutbréfa í króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva. Barr hefur att kappi við Actavis um yfirtöku á Pliva síðan fyrr á þessu ári en áhugi lyfjafyrirtækja á króatíska fyrirtækinu vaknaði ekki fyrr en Actavis gerði tilboð í fyrirtækið í mars. Viðskipti innlent 11.10.2006 10:44
Aukin útlán hjá Íbúðalánasjóði Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,4 milljörðum króna í september. Þetta er 7,5 prósenta aukning frá mánuðinum á undan en samtals hefur Íbúðalánsjóður lánað 33,7 milljarða krónur á árinu. Viðskipti innlent 11.10.2006 09:56
Enn dregur úr verðbólgu Vísitala neysluverð í október hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða og jafngildir þetta 7,2 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er 0,2 prósentustigum undir spám greiningardeild þriggja stærstu viðskiptabankanna. Viðskipti innlent 11.10.2006 09:01
Nást 100 milljarðar króna í hús? Fjármálafyrirtæki munu taka mesta hagnaðinn til sín nú þegar afkomutölur fara að birtast á nýjan leik. Kaupþing verður í sérflokki og slær hagnaðarmet Burðaráss og Existu gangi spár markaðsaðila eftir. Eggert Þór Aðalsteinsson rýnir í afkomuspár viðskipta Viðskipti innlent 17.10.2006 11:13
Varasamt er að fagna of snemma Stóru viðskiptabankarnir hafa allir sett fram hagspár sínar. Í spám þeirra er einhver áherslumunur þótt allar hafi þær gert ráð fyrir hraðri hjöðnun þenslu í hagkerfinu á næsta ári. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08
Baugur ekki úr Teymi Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki í viðskiptalífinu um að Baugur ætli að draga sig út úr Teymi, upplýsingatækni- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar. Unnið er að skiptingu félagsins í Teymi annars vegar og svo hins vegar 365 sem verður yfir fjölmiðlahluta samsteypunnar, bæði prent- og ljósvakamiðlum. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08
Nota alhliða þjónustukerfi Arctic Trucks hefur tekið í notkun alhliða þjónustukerfi Microsoft Dynamics NAV með sérbreytingum frá Landsteinum Streng. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08
Vilja flagga vörumerkinu sem víðast Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08
Vegasjoppu lokað Einni elstu vegasjoppu landsins hefur verið lokað. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er rætt við Einar Þór Einarsson, sem síðustu sex ár hefur staðið vaktina í Essó-sjoppunni á Steinum undir Eyjafjöllum. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08
Icelandair Group til Vodafone Icelandair Group hefur gert samning við Teymi hf. um fjarskiptaþjónustu frá Vodafone og aukið samstarf við Kögun hf. Samningurinn nær meðal annars til síma- og netþjónustu frá Vodafone, GSM, internet, gagnaflutninga og fastlínuþjónustu. Viðskipti innlent 10.10.2006 20:40
Myrkar miðaldir Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur undanfarin misseri sýnt og sannað að viðskiptahugmynd hans virkar. Þegar Baugur leiddi fjárfesta í kaupum á Big Food Group voru kaupin á Iceland fyrir fram talin þau áhættumestu. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08
FL Group styður útrás íslenskrar tónlistar Tónlistarmennirnir Barði Jóhannsson og Garðar Thór Cortes verða fyrstu listamennirnir til að njóta liðstyrks nýja fjárfestingarsjóðsins Tónvíss sem mun fjárfesta í mögulegri velgengni íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. Viðskipti innlent 19.10.2006 15:08
Uppsagnir og lokanir verksmiðja hjá Airbus EADS-samstæðan, móðurfélag evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, er sögð hafa í hyggju að segja upp tæplega 10.000 manns sem starfa hjá Airbus og loka verksmiðjum í hagræðingarskyni á næstu fjórum árum. Viðskipti erlent 10.10.2006 13:49
KfW gefur út 9 milljarða krónubréf Þýski þróunarsjóðurinn KfW tilkynnti í dag um útgáfu á krónubréfum í þremur hlutum fyrir samtals 9 milljarða króna. Hver útgáfa er 3 milljarðar króna og er gjalddögunum dreift í október á árunum 2008, 2009 og 2010. Heildarútgáfa áKfW nemur 87 milljörðum króna en til samanburðar eru allir ríkisbréfaflokkarnir tæpir 86 milljarðar króna að markaðsvirði. Viðskipti innlent 10.10.2006 12:42
TM hækkar hlutafé Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hefur ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 157,8 milljónir króna að nafnverði sem selt verður á genginu 38 til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins vegna kaupa á hlutum í norska tryggingafélaginu NEMI Forsikring. Glitnir hefur umsjón með útboðinu og hefur sölutryggt sölu allra hluta. Viðskipti innlent 10.10.2006 09:39
Býst við uppsögnum Louis Gallois, sem tók við forstjórastóli evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus af Christian Streiff í gær, segir líkur á umfangsmiklum uppsögnum innan fyrirtækisins. Uppsagnirnar munu verða jafnt í Þýskalandi og í Frakklandi. Ekki er ljóst hvort einhverjar uppsagnir verði í Bretlandi en þar er hluti af A380 risaþotunni frá Airbus framleiddur. Viðskipti erlent 10.10.2006 09:19