Ástin og lífið

Fréttamynd

„Full­komið frá upp­hafi til enda, svo ekki sé minna sagt“

„Dagurinn líður hjá á ljóshraða og mitt besta ráð er að sleppa takinu, treysta ferlinu og njóta,“ segir hin nýgifta Fanney Ingvarsdóttir. Hún giftist ástinni sinni Teiti Páli Reynissyni í Gamla Bíói í ágúst og var dagurinn draumi líkastur. Blaðamaður ræddi við Fanneyju um stóra daginn og brúðkaupsferðina sem sprengdi skalann á rómantíkinni.

Lífið
Fréttamynd

Sig­valdi og Nótt nefndu drenginn

Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, og Nótt Jónsdóttir fyrrverandi knattspyrnukona eignuðust dreng 29. ágúst síðastliðinn. 

Lífið
Fréttamynd

Klípur í rassinn á Sögu tvisvar á dag

„Ég myndi segja að sú ákvörðun mín þegar ég var átján ára gamall að gera tónlist að ævistarfi mínu hafi líklega haft mestu áhrifin á líf mit,“ segir tónlistarmaðurinn Snorri Helgason. Hann segir tónlistina hafa mótað sýn hans á lífið og sjálfan sig. 

Lífið
Fréttamynd

Bergur Einar og Helga Margrét orðin for­eldrar

Bergur Einar Dagbjartsson, trommuleikari í hljómsveitinni Vök, og Helga Margrét Höskuldsdóttir, dagskrárgerðar- íþróttafréttakona á RÚV, eignuðust stúlku þann 26. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

Lífið
Fréttamynd

Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“

„Eftir þrettán ára samband þá höfum við einnig þroskast saman og gengið í gegnum margt sem hefur styrkt okkur enn meira,“ segir Sylvía Erla Melsted, frumkvöðull og tónlistarkona, í viðtali við Makamál. 

Makamál
Fréttamynd

Ástmaðurinn „rændi“ Camillu

Valgeir Gunnlaugsson, pítsabakari og eigandi pizza 107, kom unnustu sinni Camillu Rut Rún­ars­dóttur, áhrifavaldi og athafnakonu, skemmtilega á óvart með óvæntri veislu og ferð til Akureyar í tilefni af þrítugsafmæli hennar í gær.

Lífið
Fréttamynd

Aníta Briem sviptir hulunni af ástinni

Leikkona Aníta Briem birti fyrstu myndirnar af sambýlismanni sínum Hafþóri Waldorff í tilefni af þrítugsafmæli hans 30. ágúst síðasliðinn. Parið byrjaði að slá sér upp síðastliðið haust en hefur haldið sambandinu að mestu utan sviðsljóssins.

Lífið
Fréttamynd

Baltasar og Sunn­eva eignuðust stúlku

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, eignuðust stúlku þann 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskyldan er í skýjunum með litlu viðbótina.

Lífið
Fréttamynd

Lífið tók koll­steypu eftir ævin­týra­lega Ís­lands­för

„Þetta var svo skrítin upplifun. Nokkrum dögum áður var ég á Íslandi að drekkja í mig stórfenglega náttúrufegurð og orku og fannst ég vera ódauðleg. Áður en ég vissi af var ég kominn á þann stað að það var tvísýnt um líf mitt,“ segir Jane Fisher sem á dögunum setti upp ljósmyndasýningu með Íslandsmyndum í heimabæ sínum á Englandi. 

Lífið
Fréttamynd

Auður segist hafa trú á sér þrátt fyrir allt

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, segist vera kominn með nóg af samfélagsmiðlum og pressunni sem þeim fylgja. Þetta kemur fram í færslu hjá Auðunni á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Flóni er ein­hleypur

Tónlistarmaðurinn og rapparinn Friðrik Róbertsson sem betur er þekktur sem Flóni er einhleypur. Hann og barnsmóðir hans Hrafnkatla Unnarsdóttir hafa haldið hvort í sína áttina eftir þriggja ára samband. 

Lífið
Fréttamynd

Ældi næstum úr stressi á Cannes

Mikael Kaaber hefur verið að leika frá blautu barnsbeini og er óhræddur við krefjandi hliðar starfsins en Svala kærastan hans hefur spilað veigamikið hlutverk í þróun hans sem listamaður. Hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Ljósbrot og segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að dýfa tánum í erfiðar tilfinningar í ferlinu. Blaðamaður ræddi við Mikael.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Heppnasti maður í heimi“

Þjóðleikhússtjórinn Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir stjórnandi hjá Expectus fögnuðu bronsbrúðkaupi sínu í gær. Þetta kemur fram í færslu hjá Magnúsi á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

„Besti mánu­dagur í manna minnum“

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Emil Páls­son og Sunna Rún Heiðars­dótt­ir læknir eru orðin hjón. Parið lét gefa sig saman í gær og fögnuðu tímamótunum með lítilli veislu í heimahúsi.

Lífið
Fréttamynd

„Ég myndi gera allt fyrir hana“

Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra.

Lífið
Fréttamynd

Ólafía Þórunn og Thomas orðin hjón

Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Thomasi Bojanowski gengu í hjónaband við fallega athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 17 ágúst síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Mara­þon, ástin og seiðandi kroppar í sólinni

Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Mannlífið iðaði um helgina þar sem Menningarnótt var haldin hátíðlega með fjölbreyttri dagskrá. Sömuleiðis reimuðu fjölmargir á sig hlaupaskóna og tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá var ástin og rómantíkin áberandi á samfélagsmiðlum. 

Lífið
Fréttamynd

Ást­fangin í eitt ár

Hildur Sif Hauksdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, og Páll Orri Pálsson lögfræðingur fögnuðu eins árs sambandsafmæli sínu í gær. Parið opinberaði samband sitt í febrúar á þessu ári og virðist ástin blómstra.

Lífið
Fréttamynd

„Sorgin er fylgi­fiskur fram­tíðar minnar“

„Ég græt þegar minningarnar um Ölmu systur hellast yfir mig og sorgin bankar. En það varir aldrei lengi því það er stutt í brosið yfir öllu því stórkostlega sem hún gaf mér,“ segir hugmynda- og þúsundþjalasmiðurinn Jón Gunnar Geirdal sem missti systur sína eftir tveggja ára baráttu við krabbamein árið 2020. Jón Gunnar er kvæntur, á fjögur börn og lítur þakklætis augum á lífið.

Lífið
Fréttamynd

Jói Fel orðinn afi

Einn frægasti veitingamaður landsins Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel, er orðinn afi. Hann greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram.

Lífið