Ástin og lífið

Fréttamynd

Aron Can fagnaði 25 ára af­mælinu á hótel Geysi

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin fagnaði 25 ára afmæli sínu með glæsibrag liðna helgi og bauð til heljarinnar veislu á Hótel Geysi. Kærasta Arons, Erna María Björnsdóttir flugfreyja, birti myndir af herlegheitunum á Instagram-síðu sinni.

Lífið
Fréttamynd

52 ár á milli þeirra og þrjár bækur

Embla Bachmann er átján ára og gaf út sína fyrstu bók í fyrra, Stelpur stranglega bannaðar. Hún var í kjölfarið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu. Bók númer tvö kom út fyrir nokkrum vikum og um svipað leyti kom út frumraun annars höfunds. Sá er 52 árum eldri en Embla og er engin önnur en amma hennar.

Menning
Fréttamynd

Annar bakaradrengur kominn í heiminn

Gunn­laug­ur Arn­ar Inga­son, bak­ari og kondítor, bet­ur þekkt­ur sem Gulli bak­ari, og sambýliskona hans Kristel Þórðardótt­ir, eignuðust dreng þann 15. nóvember síðastliðinn. Fyr­ir eiga þau soninn Arn­ar Inga sem fæddist í apríl 2023. 

Lífið
Fréttamynd

Edrú í eitt ár

Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu.

Lífið
Fréttamynd

„Það er enginn séns að reyna alltaf að út­skýra sig“

„Ég held ég hafi bara aldrei tekið lífinu of alvarlega. Maður þarf að minna sig á að þetta er ekki svona alvarlegt. Inni í öllum sársauka er fegurð, það er staðreynd. Ég hef upplifað það frá mjög ungum aldri. Maður verður að nýta öll tólin til að styrkja sig og læra af. Annars er maður bara að byggja fangelsi í kringum sig,“ segir tónlistarkonan og íslenska stórstjarnan Bríet. Blaðamaður ræddi við hana um farsælan feril, tilveruna, hæðir og lægðir og margt fleira.

Tónlist
Fréttamynd

Emilíana Torrini ein­hleyp

Söngkonan ástsæla Emilíana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain eru að skilja eftir fimm ára hjónaband. Emilíana hefur í mörg ár verið ein allra vinsælasta söngkona þjóðarinnar.

Lífið
Fréttamynd

„Vinkonusambönd virka aldrei ef það er af­brýði­semi“

Áhrifavaldarnir og raunveruleikastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir eða Jóa eru bestu vinkonur og hafa þekkst í rúm tólf ár. Vinátta þeirra hefur vakið mikla athygli en þær hafa meðal annars verið saman með raunveruleikaþátt, eytt tíma saman á fæðingardeildinni þegar Jóa eignaðist barn og margt fleira eftirminnilegt. Blaðamaður ræddi við þær um vináttuna.

Lífið
Fréttamynd

Edda Falak gaf bróður sínum nafna

Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn heitir Ómar, í höfuðið á bróður Eddu. 

Lífið
Fréttamynd

Fólk fer of snemma af stað í næsta sam­band

Það er æ algengara að pör búi ekki saman. Sérstaklega þegar þau eru komin yfir miðjan aldur. Þegar pör hætti saman gerist það í langflestum tilvikum að fólk fari of snemma af stað í næsta samband.

Lífið
Fréttamynd

Kynbomban Megan Fox ó­létt

Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, réttu nafni Colson Baker, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Fox þrjá drengi og Baker eina dóttur.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Ein­hver þarna uppi heldur með mér“

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Feðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á feður í lífi þeirra í tilefni dagsins. Tónleikahald var áberandi um helgina og má þar nefna tónleika Páls Óskar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Airwaves tónleika Emilíönu Torrini í Eldborgarsal Hörpu.

Lífið
Fréttamynd

Ein­hleypan: „Borða, ríða, elska“

„Það er ótrúlega heillandi þegar fólk sýnir frumkvæði, er forvitið og klárt, er gott í samskiptum og þekkir sjálfan sig og tekur ábyrgð á sjálfum sér. Svo kannski númer 1,2 og 3 er fyndið fólk með smitandi hlátur og heillandi bros,“segir Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur í viðtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane

Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona í knattspyrnu og Rob Holding varnarmaður Crystal Palace eru að stinga saman nefjum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Úr gæti orðið sannkallað ofurfótboltapar.

Lífið
Fréttamynd

Skot­heldar hug­myndir fyrir feðradaginn

Feðradagurinn er haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra við feður landsins. Að eiga góðan pabba er svo sannarlega mikið gæfuspor og gerir lífið miklu betra. Í tilefni dagsins má gleðja feður með góðu knúsi, gjöf eða ljúffengum kræsingum.

Lífið
Fréttamynd

„Dagurinn var al­gjör­lega full­kominn“

Hinir nýgiftu Einar Guðmundsson og Aron Freyr eru búnir að vera par í rúm átta ár, eru báðir grafískir hönnuðir og reka saman verslunina Mikado á Hafnartorgi. Þeir trúlofuðu sig í Lissabon og á borgin svo stóran stað í hjarta þeirra að þeir ákváðu að halda brúðkaupið þar sömuleiðis. Blaðamaður ræddi við Einar og Aron um stóra daginn.

Lífið
Fréttamynd

Sunn­eva nefndi son Jóhönnu

Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, gaf syni vinkonu sinnar, Jóhönnu Helgu Jensdóttur áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Litli drengurinn fékk nafnið Styrmir Óli Geirsson. Tvær athafnir fóru fram, annars vegar skírn í kirkju og svo athöfnin í heimahúsi. 

Lífið
Fréttamynd

Ein­hleypan: Fanga­vörður, ein­læg og skemmti­leg

„Ég var ástfangin af Páli Óskari og upplifði mína fyrstu ástarsorg sirka sex ára gömul í tívolíinu á höfninni í Reykjavík þegar ég sá hann í sleik við mann. Enginn hefur getað fyllt hans fótspor ennþá,“ segir Theodóra Fanndal Torfadóttir í viðtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

Bjarni Ben orðinn tvö­faldur afi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er orðinn afi í annað sinn. Margrét Bjarnadóttir elsta dóttir Bjarna og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson eignuðust dóttur á þriðjudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni

Unnur Eggertsdóttir, leikkona og verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu, á von á sínu öðru barni með unnusta sínum Travis. Hún deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við

Dóttir leikstjórans Baltasars Kormáks og Sunnevu Ásu Weisshappel, myndlistarkonu og leikmyndahönnuðar var skírð þann 5. október síðastliðinn og fékk hún nafnið Kilja Kormákur. Parið þurfti að sækja um sérstakt leyfi til Mannanafnanefndar og segir að það hafi komið þeim á óvart að Kilja væri ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn.

Lífið
Fréttamynd

Bündchen 44 ára og ó­létt

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen og þjálfarinn Joaquim Valente, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest.

Lífið