Miðflokkurinn

Fréttamynd

Með forvörnum skal Fjörðinn byggja!

Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda eru forvarnir enda eru það aðgerðir sem beinast að öllu samfélaginu, hópum eða einstaklingum innan þess. Það er samfélaginu hagfellt að forvarnir skili árangri og þá þarf allt samfélagið að koma að, bæði við stefnumörkun og framkvæmdar.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með rafrettur og munntóbak

Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Óhagnaðardrifin ævintýraheimur

Í ævintýrasögum þarf enginn að taka upp peninga og aldrei er talað um skatta og gjöld, hvað þá rekstur. Þar býr fólk í höllum og hlustar á fagra tóna innan um mikilfengleg listaverk. En þetta eru ævintýri, ekki alvöru heimur með alvöru fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál

Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum.

Skoðun
Fréttamynd

Veðjum á börnin okkar

Stundum vildi maður að hægt væri að færa tímann til baka, fyrir þann tíma þegar öllu því var lofað sem ekki er búið að framkvæma í dag. Að venju lofa allir bæjarstjórnarflokkarnir nú öllu fögru eftir að lítið sem ekkert hefur verið framkvæmt síðustu fjögur ár.

Skoðun
Fréttamynd

Heilsu­gæsla og heil­brigðis­þjónusta í fyrir­rúmi

Heilsugæsla hér í bæ er löngu sprungin en eins og staðan er núna þá geta verið margar vikur í bið á einu heilsugæslu bæjarins eftir heimilislækni og þjónustu sem er með öllu ólíðandi. Margt fólk er því nauðbeygt að leita í önnur sveitarfélög eftir slíkri þjónustu meðal annars ég og mín fjölskylda.

Skoðun
Fréttamynd

Ung­barna­styrkur brúar bilið

Það er stefna Miðflokksins í Reykjanesbæ að þegar fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur og fram að leikskólavist þá fái hvert barn ungbarnastyrk. Styrkurinn skal vera hlutfall af raunverulegum kostnaði bæjarfélagsins af hverju leikskólaplássi.

Skoðun
Fréttamynd

Er Sunda­braut pólitískur ó­mögu­leiki?

Allir borgarbúar þekkja söguna um Sundabraut enda framkvæmdin verið til umræðu í bráðum hálfa öld og verið á lokastigi síðustu áratugi án þess að neitt gerist. Það er alveg sama hve margar viljayfirlýsingar núverandi meirihluti skrifar undir um lagningu Sundabrautar, alltaf skal hann tefja málið.

Skoðun
Fréttamynd

Flug­völlurinn á förum og ráð­herra í felum?

Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Takk, kæri kennari!

Ég vil byrja á því að þakka þér kærlega fyrir það starf sem þú hefur innt af hendi um leið og þú færð í fangið meira álag á sömu launum.

Skoðun
Fréttamynd

Fegurðin að innan þykir best

Þessi orð stórskáldsins frá Siglufirði ætti að vera einkenni okkar Miðflokksmanna til Kópavogsbúa nú þegar við stöndum á þessum tímamótum. Er staðan ekki orðin sú að Kópavogur hefur ekki lengur fleiri lóðir fram að bjóða?

Skoðun
Fréttamynd

700 milljónir í hús og einn íbúi

Ekki eru allar ferðir til fjár og það á við um tilraun meirihlutans í Reykjavík til að skapa heimilislausum húsnæði. Eins þarft verk og það er, blasir við að nauðsynlegt er að vanda til verka og fara vel með takmörkuð fjárráð.

Skoðun
Fréttamynd

Úr uppgjöf í sókn

Eftir tvær vikur standa kjósendur frammi fyrir því að velja hverjir stýra Reykjavíkurborg, móta framtíð hennar og sjá um að þjónusta hinar mismunandi þarfir þeirra sem lifa og starfa í borginni.

Skoðun
Fréttamynd

Það er nægt bygginga­land í Hafnar­firði

Allir þurfa þak yfir höfuðið. Ungu hjónin sem eru að hefja búskap með eða án barna, námsmaðurinn sem vill standa á eigin fótum, einstæðu foreldrarnir, einstaklingar á öllum aldri, farandverkafólk, miðaldra hjónin þar sem ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, aldraðir, öryrkjar og hinar ýmsu fjölskyldugerðir.

Skoðun
Fréttamynd

Til hvers að kjósa Framsókn?

Á síðasta kjörtímabili 2014 - 2018 áttu Framsókn og flugvallarvinir 2 borgarfulltrúa í Reykjavík. Það byggðist á einarðri kostningabaráttu fyrir áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri.

Skoðun
Fréttamynd

Kjalarnesið á ís

Kjalnesingar kusu að sameinast Reykjavík fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi, til að tryggja betri þjónustu og áframhaldandi uppbyggingu sem talið var að myndi ekki verða undir merkjum Kjalarneshrepps.

Skoðun
Fréttamynd

Afsakaðu Gísli Marteinn!

Í sjónvarpsþætti sínum Vikan með Gísla Marteini nú á föstudagskvöldið fór þáttastjórnandi að venju yfir fréttir vikunnar á sinn hátt. Sagði hann meðal annars frá bílslysi sem Ómar oddviti okkar Miðflokksmanna í Reykjavík lenti í.

Skoðun