Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða

Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn.

Innlent
Fréttamynd

Hús­eig­andi á Sigló fær ekki sorp­hirðu­reikninginn felldan niður

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru manns sem leitaði til nefndarinnar vegna ákvörðunar sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að hafna beiðni hans um sleppa við að greiða reikning vegna sorphirðu. Maðurinn sagðist ekki þurfa á þjónustunni að halda þar sem hús hans á Siglufirði stæði autt.

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­fé­lögin eiga að vera jöfnunar­tæki

Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö ný sveitar­fé­lög urðu til í gær

Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla

Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gert ráð fyrir sveitar­stjóra í nýju sveitar­fé­lagi

Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins.

Innlent
Fréttamynd

Líst vel á að Kjal­nesingar fái að kjósa um sjálf­stæði

Inn­viða­ráð­herra líst vel á að Kjal­nesingar fái að kjósa um það hvort þeir slíti sig frá Reykja­víkur­borg sam­hliða sveitar­stjórnar­kosningum í vor. Það myndi þó hugnast honum best að hverfið yrði á­fram hluti af Reykja­vík en í­búar ættu að hafa sitt að segja um það.

Innlent
Fréttamynd

Kjal­nesingar vilja slíta sig frá Reykja­­vík á ný

Kjal­nesingar vilja nú margir slíta sig frá Reykja­víkur­borg og annað­hvort endur­heimta sjálf­stæði sitt eða sam­einast sveitar­fé­lagi sem er stað­sett nær hverfinu. Krafa er uppi um að fá að kjósa um þetta sam­hliða næstu sveitar­stjórnar­kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Bolvíkingurinn Jakob Valgeir vill sameiningu við Ísafjörð

„Ég skil svo sem ekki af hverju menn sameinast ekki Ísafirði. Styrkja byggðarlögin. Vera bara með eitt sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir útgerðarmaðurinn og Bolvíkingurinn Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf., stærsta fyrirtækis Bolungarvíkur.

Innlent
Fréttamynd

Skagfirðingar sameinast

Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga

Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa.

Innlent