Börn leiki sér í læk með krabbameinsvaldandi efnum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2023 20:01 Kópavogslækur rennur í Kópavogstjörn sem er rétt við voginn. Vísir/Einar Við mælingar í Kópavogslæk á árunum 2019 til 2020 mældust að minnsta kosti þrjú krabbameinsvaldandi efni yfir ársmeðaltali. Skýrsla um málið hefur ekki enn verið tekin fyrir hjá Umhverfisnefnd Kópavogsbæjar. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í Kópavogslæk frá nóvember 2019 til nóvember 2020 mátti finna átján efni sem skilgreind eru sem hættuleg, þrávirk og valda alvarlegri mengun eða eitrun í vatni og umhverfi. Svokölluð forgangsefni. Magn sex þessara efna reyndist yfir ársmeðaltali. Þrjú þeirra eru krabbameinsvaldandi en eitt þeirra er skordýraeitur. Magn þessara sex efna mældist yfir ársmeðaltali.Vísir/Hjalti Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kópavogslækur er í deiglunni vegna skaðlegra efna í vatninu. Til að mynda varð lækurinn grænn árið 2019 vegna byggingaframkvæmda í nágrenninu. Kristín Sævarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs, segir skýrsluna ekki hafa verið kynnta fyrir nefndinni þrátt fyrir að hún hafi ítrekað óskað eftir því. „Ég hef verið að biðja um að þessi skýrsla verði kynnt hjá okkur því ég frétti af henni fyrir tilviljun. Ég bað ekki um það nægilega formlega upphaflega, svo bað ég um það aftur og ég er búin að biðja um þetta þrisvar sinnum. Mér er tjáð að þetta verði skoðað þegar og ef ekkert annað er meira áríðandi og ræða. Þannig þau virðast ekki hafa mikinn áhuga,“ segir Kristín. Hún krefst þess að fólk verði látið vita af hættunni sem stafar af læknum. „Svo eru krakkar að sulla þarna og ég vil að Kópavogsbær auglýsi það að börn eigi ekki að sulla í læknum. Það er allt í lagi að leika sér í nágrenninu en ekki vera með fætur og hendur ofan í þessu ógeði,“ segir Kristín. Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í Kópavogslæk frá nóvember 2019 til nóvember 2020 mátti finna átján efni sem skilgreind eru sem hættuleg, þrávirk og valda alvarlegri mengun eða eitrun í vatni og umhverfi. Svokölluð forgangsefni. Magn sex þessara efna reyndist yfir ársmeðaltali. Þrjú þeirra eru krabbameinsvaldandi en eitt þeirra er skordýraeitur. Magn þessara sex efna mældist yfir ársmeðaltali.Vísir/Hjalti Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kópavogslækur er í deiglunni vegna skaðlegra efna í vatninu. Til að mynda varð lækurinn grænn árið 2019 vegna byggingaframkvæmda í nágrenninu. Kristín Sævarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs, segir skýrsluna ekki hafa verið kynnta fyrir nefndinni þrátt fyrir að hún hafi ítrekað óskað eftir því. „Ég hef verið að biðja um að þessi skýrsla verði kynnt hjá okkur því ég frétti af henni fyrir tilviljun. Ég bað ekki um það nægilega formlega upphaflega, svo bað ég um það aftur og ég er búin að biðja um þetta þrisvar sinnum. Mér er tjáð að þetta verði skoðað þegar og ef ekkert annað er meira áríðandi og ræða. Þannig þau virðast ekki hafa mikinn áhuga,“ segir Kristín. Hún krefst þess að fólk verði látið vita af hættunni sem stafar af læknum. „Svo eru krakkar að sulla þarna og ég vil að Kópavogsbær auglýsi það að börn eigi ekki að sulla í læknum. Það er allt í lagi að leika sér í nágrenninu en ekki vera með fætur og hendur ofan í þessu ógeði,“ segir Kristín.
Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira