Franski boltinn

Fréttamynd

Chelsea í­hugar til­boð í Neymar

Það hefur verið nóg að gera á skrifstofunni hjá Chelsea í sumar. Fjölmargir leikmenn hafa yfirgefið liðið og þeir Christopher Nkunku og Nicolas Jackson bæst í leikmannahópinn. Nú gæti risastjarna verið á leið til Lundúnafélagsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Minnstu munaði að Rico hefði látið lífið

Sergio Rico, markvörður París Saint-Germain, var hársbreidd frá því að láta lífið eftir að falla af hestbaki í maí síðastliðnum. Enn er óvíst hvort hann geti snúið aftur á völlinn en hann fær þó bráðlega að halda heim á leið.

Fótbolti
Fréttamynd

Cesc Fabregas hefur lagt skóna á hilluna

Hinn 36 ára gamli Cesc Fabregas, lék á ferli sínum fyrir Arsenal og Chelsea á Englandi en á Spáni lék hann fyrir uppeldisfélag sitt Barcelona. Einnig spilaði hann fyrir Monaco í Frakklandi. Hann var hluti af einu besta landsliði allra tíma er hann lék fyrir spænska landsliðið. Nú er ferli þessa snillings lokið því skórnir eru komnir á hilluna góðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Vill fá Bernar­do Silva til Parísar

Yfirgnæfandi líkur eru á því að Luis Enrique verði næsti þjálfari PSG og hann hefur nú þegar ákveðið hvaða leikmaður verði hans fyrsta skotmark þegar hann er tekinn við Parísarliðinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Knattspyrnustjóri PSG handtekinn

Christophe Galtier, knattspyrnustjóri franska stórliðsins Paris Saint-Germain, hefur verið handtekinn vegna ásakana um kynþáttafordóma og mismunum frá tíma hans sem stjóri OGN Nice.

Fótbolti
Fréttamynd

Stjórnendur PSG æfir en Mbappé segir þá ekki eiga að vera hissa

Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé hefur staðfest við frönsku fréttaveituna AFP að hann muni ekki framlengja samning sinn við PSG. Hann segist raunar hafa gert félaginu grein fyrir því fyrir tæpu ári síðan. Frétt um að hann vilji fara til Real Madrid í sumar er hins vegar röng, að sögn Mbappé.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé mun ekki fram­lengja í París

Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklandsmeistara París Saint-Germain, hefur tilkynnt félaginu að hann muni ekki framlengja samning sinn sem rennur út sumarið 2024. Ákvörðunin gæti leitt til þess að PSG ákveði að selja leikmanninn í sumar.

Fótbolti