Reykjavík síðdegis

Fréttamynd

Fyrir og eftir myndir geta verið skaðlegar og valdið skömm

„Það eru einhverjir sem verða fyrir engum áhrifum af þessum myndum en í flestum tilfellum eru þessar myndir að sýna myndir af feitum líkama fyrir og svo stæltari og grennri líkama eftir.“ segir Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur um svokallaðar fyrir og eftir myndir.

Lífið
Fréttamynd

Segir KSÍ hafa vitað af brotum leik­manna lands­liðsins

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að kalla heilbrigðisstarfsmenn úr sumarfríi

Verið er að skoða að kalla heilbrigðisstarfsfólk úr sumarfríi vegna stöðunnar í faraldri nýju kórónuveirunnar hér á landi. Þetta sagði Guðrún Aspelund yfirlæknir, á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mikill munur á við­brögðum við kyn­ferðis­of­beldi milli kyn­slóða

María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur, segir að nema megi ákveðinn kynslóðamun á viðbrögðum við fregnum af kynferðisofbeldi. Undanfarnar vikur hafa reynslusögur fólks af kynferðisofbeldi og -áreiti riðið yfir samfélagsmiðla og vakið mikla athygli. María segir margt benda til að við séum stödd í fjórðu bylgju femínisma og tengist hún að mörgu leiti tæknibreytingum og aðgengi að samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Covid-19 út, klassískt kvef inn

Það er fyrirsjáanlegt: Að öllum sóttvarnaráðstöfunum hafi verið aflétt á Íslandi hefur í för með sér að sóttvarnir landsmanna verða lakari. Þessarar breytingar er strax farið að gæta á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nokkurt rennerí er á fólki vegna kvefsótta.

Innlent
Fréttamynd

Ó­reglu­legar blæðingar eftir bólu­setningu or­sakast lík­lega af hita

Ekki þarf að koma á ó­vart að konur geti fengið ó­­­reglu­­legar blæðingar eftir bólu­­setningu við Co­vid-19. Slíkt þekkist af öðrum bólu­efnum og sjúk­­dómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannes­­sonar, sér­­­náms­­læknis í lyf­­lækningum á Land­­spítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta ár sýni á­vinning af styttri opnunar­tíma skemmti­staða

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til sjálfsmyndabann við ferðamannastaði

Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri hættu sem geti skapast við sjálfsmyndatökur ferðamanna. Hann segir að annað hvort þurfi að koma upp öruggum útsýnispöllum eða banna sjálfsmyndatökur.

Innlent
Fréttamynd

„Baga­legt að þurfa að reka em­bætti á lof­orðum“

Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi dé­skotans veira hefur þessa eigin­leika að breyta sér“

Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir rannsóknir hér á landi benda til þess að góð mótefnasvörun sé enn til staðar hjá 95 prósent þeirra sem smitast allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu. Þetta er í samræmi við rannsóknir vestanhafs á fólki sem smitaðist snemma í faraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

Unga fólkið „efni­viður í hóp­sýkingu“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir sjálfsagt mál að fólk geri sér glaðan dag um helgina en brýnir fyrir því að fara varlega. Þjóðin sé á lokasprettinum í kórónuveirufaraldrinum, en sá hópur sem væri líklegastur til að sækja mannfögnuði um helgina væri að stórum hluta til enn óbólusettur.

Innlent
Fréttamynd

Furðar sig á for­­gangi Euro­vision-hópsins

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann furðaði sig á því að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið bólusetningu fyrir brottför til Hollands þar sem keppnin fer fram. Hópurinn var bólusettur að beiðni Ríkisútvarpsins en smit hefur nú komið upp í hópnum. 

Innlent
Fréttamynd

„Veirufrítt samfélag“ bratt, óraunhæft og kostnaðarsamt

„Ég er bara eins og aðrir, að lesa um þetta í fréttum af þessum fundi í morgun, þar sem Þórólfur lýsir þessu sem sinni skoðun,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það markmið sóttvarnalæknis að stefna að veirufríu samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Liggur enn ekki fyrir hvernig konan smitaðist

Enn er ekki ljóst hvernig konan sem greindist með breska afbrigði kórónuveirunnar utan sóttkvíar á miðvikudag smitaðist af veirunni. Yfir hundrað einstaklingar eru í sóttkví vegna smitsins en smitrakningarteymi almannavarna telur sig hafa náð í flestalla þá sem eru útsettir.

Innlent