Umferðaröryggi

Fréttamynd

Hjálmanotkun dregur verulega úr líkum á alvarlegum heilaskaða

Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið.

Innlent
Fréttamynd

Myndi kjósa að ungmenni sem aka um á vespum taki ökupróf

Forvarnarfulltrúi Sniglanna vill að ungmenni sem eiga og aka um á vespum verði skylduð til að fara í ökupróf til að læra betur á tækið og umhverfið. Vespuslys séu að færast í aukana og nauðsynlegt sé að brýna fyrir krökkunum almennar umferðarreglur.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert hraðaeftirlit í Vaðlaheiðargöngum

Hraðamyndavélar lögreglu hafa ekki enn verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en göngin hafa verið opin nú í tæpt hálft ár. Framkvæmdastjóri segir stutt í að búnaður verði settur upp en ökumenn almennt löghlýðna í göngunum.

Innlent
Fréttamynd

Spyrna og reykspól ungra karlmanna viðvarandi vandamál

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa orðið varir við ökumenn sem leggja leið sína út á Granda síðla kvölds þar sem þeir nýta stór bílastæði á svæðinu í spyrnu og reykspólun með tilheyrandi hávaða. Lögreglumaður hjá Umferðardeild segir þetta vera viðvarandi vandamál.

Innlent