Garðyrkja

Fréttamynd

Allt klappað og klárt hjá blómabændum fyrir konudaginn

Blómabændur og starfsfólk þeirra hefur nánast unnið dag og nótt síðustu daga við að gera allt klárt fyrir konudaginn, sem er á morgun en það er langstærsti söludagur ársins á íslenskum blómum. Bleikur og lillatónar eru vinsælustu litir blóma morgundagsins.

Innlent
Fréttamynd

Bjórostur kynntur í Hveragerði á bjórhátíð

Unnendur íslensk bjórs geta farið að láta sér hlakka til því nú er í undirbúningi risa bjórhátíð í Hveragerði í gróðurhúsi þar sem nýr bjórostur verður meðal annars kynntur. Í dag eru tuttugu og fimm brugghús á Íslandi, sem veita um 300 manns atvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Komin með sín eigin „pálmatré“ á Selfossi

Filipe Carvalho Cintra frá Brasilíu, sem býr á Selfossi dó ekki ráðlaus þegar hann fór að sakna pálmatrjánna úr heimalandi sínum því hann brá á það ráð að breyta tólf metra háum grenitrjám í garðinum sínum í sín eigin pálmatré. Hann hleypur nú upp og niður trén berfættur eins og klifurköttur.

Innlent
Fréttamynd

Ný íslensk jarðarber komin í verslanir frá Flúðum

Unnendur íslenskra jarðarberja geta nú tekið gleði sína á ný því ný íslensk jarðarber eru nú komin í verslanir.  Garðyrkjubændur á Flúðum rækta sín jarðarber á fjögur þúsund og fimm hundruð fermetrum í nokkrum gróðurhúsum.

Innlent
Fréttamynd

Umpottun: Það er þannig í pottinn búið

„Fólk ætti alltaf að tala við plönturnar sínar, allan daginn. Það er ekki fyrr en þær fara að svara þér til baka sem þú þarft hafa áhyggjur,“ segir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur í viðtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Leyfum fjólunni að blómstra

Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar á garð­yrkju­námið heima?

Tæplega tvö ár eru nú liðin frá því að hagsmunafélög garðyrkju á Íslandi óskuðu formlega eftir því að samráð yrði haft um stefnu, mótun og styrkingu starfsmenntanáms í garðyrkju.

Skoðun
Fréttamynd

Brjálað að gera í blómabúðum

Brjálað hefur verið að gera hjá blómasölum landsins í tilefni af konudeginum sem er í dag, en hann markar upphaf góu. Konudagurinn er enn langstærsti blómasöludagur landsins þó Valentínusardagurinn sé í mikill sókn.

Innlent
Fréttamynd

Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði

Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert mál að rækta epli úti á Íslandi

Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi reiknar með að uppskera um 500 epli af eplatrjánum sínum í haust en trén ræktar hann öll úti í garði hjá sér.

Innlent
Fréttamynd

Segir þetta frá­bæran árs­tíma til að flytja tré

Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel.

Lífið
Fréttamynd

Ragnheiður Elín þarf ekki að fella aspirnar á Arnarnesi

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrum sjónvarpsþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar sem þau telja skerða útsýni þeirra úr fasteign sinni.

Innlent
Fréttamynd

Frábær sprettutíð í sumarlok bjargar kartöfluuppskerunni

Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld.

Innlent