Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Ætlar upp á drottninguna á árinu

Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið.

Lífið
Fréttamynd

Svan­hildur ekki einn af nánustu vinum Bjarna

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði fyrir skipun sína á Svanhildi Hólm Valsdóttur í sendiherrastöðu í Bandaríkjunum í Kryddsíldinni á Stöð 2. Hann sagði gagnrýni á skipunina ekki koma sér á óvart, en Svanhildur hefur starfað með Bjarna um margra ára skeið. Hann vill þó meina að hún sé ekki náinn vinur sinn, en þó vinur.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vin­sældir Bjarna sláandi

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvinsældir Bjarna Benediktssonar samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Maskínu sláandi.

Innlent
Fréttamynd

Til­búin að verða for­maður flokksins

„Ég held ég sé nú bara mjög venjuleg stelpa af Skaganum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, spurð um hver hún sé. Hún segist tilbúin í að verða formaður Sjálfstæðisflokksins og vonast til að flokksfólk treysti henni til þess að sinna því hlutverki.

Innlent
Fréttamynd

Reynsluboltinn sem Svan­hildur tekur við af í Washington

Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að gistiskýlin séu opin allan daginn yfir jólin

Hópur heimilislausra manna mótmæltu lokun gistiskýlanna í Ráðhúsinu í dag. Þeir vilja fá að vera á sama staðnum allan daginn, og sérstaklega yfir jólin. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks segja hægt að gera meira fyrir heimilislausa. 

Innlent
Fréttamynd

Bitlinga-Bjarni kominn til byggða

„Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Þessi fleyga setning Jóns Þorlákssonar, stofnanda Sjálfstæðisflokksins 1930, kemur upp í hugann þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að skipa Svanhildi Hólm, vinkonu sína, flokkssystur og samverkakonu, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni gengur fram af fólki með klíku­ráðningum

Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er.

Innlent
Fréttamynd

Hann hlýtur að vera á út­leið

Nú í vikunni skipaði utanríkisráðherra tvo gamla vini og samstarfsfélaga sendiherra. Annan í Róm og hinn í eitt mikilvægasta embætti utanríkisþjónustunnar, sendiherra í Bandaríkjunum. Bæði tvö ágætisfólk og hef ekkert út á þau að setja. Hafa bæði mikla mannskosti en enga reynslu af utanríkisþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Glimmermálið komið á borð héraðssaksóknara

Atvik þar sem rauðu glimmeri var hellt yfir Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra í síðustu viku, er komið á borð héraðssaksóknara. Brot af þessu tagi varðar allt að sex ára fangelsisvist.

Innlent
Fréttamynd

Aukin skatt­heimta á í­búa þegar síst skyldi

Fyrir liggur að hækkun fasteignamats íbúðahúsnæðis í Reykjanesbæ nemur 17,5% á milli áranna 2023 og 2024 sem er töluvert umfram verðlagshækkanir. Þessi hækkun þýðir auknar tekjur fyrir Reykjanesbæ og um leið auknar álögur á íbúa, þegar síst skyldi.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnar­slit skárri kostur en orkuskortur

Formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins segir að víkja þurfi með lögum öllu því úr vegi sem hindri eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Hann segir að kosti það stjórnarslit að leysa vandann, sé það gjaldið fyrir lausn hans.

Innlent
Fréttamynd

Stólaskiptin höfðu mikil á­hrif á traustið

Landsmenn bera mest traust til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt er út í traust til ráðherra þjóðarinnar. Traust til ráðherra er lítið heilt yfir.

Innlent
Fréttamynd

Ef ekki að­gerðir nú þá hve­nær?

Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ríkis­stjórnina standa á brauð­fótum

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var afar opinskár í Bítinu í morgun. Þar sagði hann brýn verkefni framundan og hann treysti einfaldlega ekki ríkisstjórninni til að koma þeim í hús.

Innlent
Fréttamynd

Þurfti að ræða mót­mælin við dóttur sína

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna

Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Segir gamlan vin valda sér von­brigðum

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir gamlan vin sinn, Sigmar Guðmundsson þingmann Viðreisnar, valda sér vonbrigðum með málflutningi sínum. Báðir hafa þeir fjallað um Kveiksþátt sem var sýndur í Ríkissjónvarpinu í gær og varðaði íslensku krónuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir nýja Bjarna gagn­rýna gamla Bjarna

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, um Kveiksþátt sem var sýndur í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Bjarni deildi þeirri skoðun sinni í dag að þátturinn innihéldi áróður og væri „eiginlega hneyksli“, en Sigmar segir hins vegar þáttinn stórfínan og hið raunverulega hneyksli vera gagnrýni Bjarna.

Viðskipti innlent