Blöskrar „tvískinnungur“ hjá borgarfulltrúa eftir banaslys Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 14:00 Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Dóra Björt Guðjónsdóttir hafa gjörólíka sýn á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, rifjar í viðtali við Morgunblaðið í dag upp tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í október í fyrra. Flokkurinn taldi mistök hafa verið gerð við þrengingu gatnamótanna og að fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi inn á Sæbraut til suðurs. Brýnt væri að mistökin væru leiðrétt sem fyrst vegna mikillar umferðar sökum atvinnustarfsemi í Vogabyggð. Þá mætti auka öryggi gangandi vegfarenda á leið yfir Sæbraut með hnappastýrðu eða snjallstýrðu gangbrautarljósi. Fjallað var um gatnamótin og áhyggjur foreldra í Vogahverfi í kjölfar banaslyssins í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Gatnamótin anni ekki mikilli umferð frá atvinnuhverfinu „Slæmt ástand ríkir nú á gatnamótunum þar sem þau anna engan veginn mikilli umferð frá atvinnuhverfinu sunnan Sæbrautar né ört vaxandi íbúabyggð þar,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksins. Hún var felld með atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Flokkurinn lagði tillöguna aftur fyrir ráðið lítillega breytta í nóvember í fyrra og aftur var hún felld. „Þessi útfærsla var hönnuð með það í huga að auka umferðaröryggi allra vegfarenda, ekki síst óvarðra vegfarenda. Þeim vegfarendum hefur fjölgað til muna með tilkomu Vogabyggðar og ljóst er að þeim mun halda áfram að fjölga á næstu árum. Meðal þeirra eru mörg börn á leið sinni í skóla og frístundir. Gatnamótin hafa síðustu ár verið á lista Samgöngustofu yfir þau gatnamót þar sem flest meiðslaslys verða og voru þau þar í fimmta til sjöunda sæti. Það er skilningur fyrir neikvæðum áhrifum á aðila sem standa að atvinnustarfsemi á svæðinu en það er óverjandi að bregðast ekki við þeim slysum sem þarna sem hafa orðið. Ljóst er að börnum og unglingum á svæðinu mun fjölga talsvert vegna mikillar íbúðauppbyggingar,“ sagði í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu. Brýnt að leiðrétta þrengingu og fækkun akreina fyrir bíla Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun vegna þessa: „Ófremdarástand ríkir á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar og anna þau nú engan veginn mikilli umferð frá atvinnuhverfinu sunnan Sæbrautar né ört vaxandi íbúabyggð þar. Er því ljóst að mistök voru gerð þegar ákveðið var að þrengja gatnamótin og fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi inn á Sæbraut til suðurs. Brýnt er að þessi mistök verði leiðrétt sem fyrst og umræddum vinstribeygjuakreinum fjölgað á ný. Jafnframt er brýnt að tryggja öryggi skólabarna og annarra gangandi vegfarenda á leið yfir Sæbraut, t.d. með hnappastýrðu og/eða snjallstýrðum gangbrautarljósum.“ Til stendur að reisa tímabundna göngubrú yfir Sæbrautina. Brúna átti að reisa í sumar en tafir hafa orðið á framkvæmdunum. Kjartan segir göngubrúna mjög góða lausn að mörgu leyti þó engin trygging sé fyrir því að fólk á leið yfir götuna noti hana. Hann ítrekar að snjallstýrð gangbrautarljós séu rétta leiðin sem tryggi gangandi vegfarendum algjöran forang. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla að leggja til tafarlausar neyðaraðgerðir við gatnamótin sem feli í sér sérstaka snjallgangbraut. Sjálfstæðisflokkurinn sé hluti af vandanum Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir eðlilegt að margar spurningar vakni eftir að ung kona í blóma lífsins látist í hörmulegu umferðarslysi. Hún minnir á að rannsókn standi enn yfir um tildrögin. „Þó ég telji enga ástæðu fyrir stjórnmálafólk að trana sér fram á svona stundu þá get ég ekki orða bundist þegar ég sé fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á þessum gatnamótum slá sér á brjóst í málinu,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Í fyrra hafi verið samþykkt að bæta umferðaröryggi fyrir gangandi við gatnamótin þar sem slysið varð með nokkrum aðgerðum. Aðgerðirnar má sjá á myndinni að neðan. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið gerðar. „Þetta hefur nú verið framkvæmt. Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar kemur að umferðaröryggi við þessi gatnamót ekki verið hluti af lausninni heldur vandanum,“ segir Dóra Björt. Fundur borgarstjórnar hófst klukkan tólf í hádeginu þar sem skýrsla OECD um innflytjendur er á meðal mála á dagskrá. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Banaslys við Sæbraut Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, rifjar í viðtali við Morgunblaðið í dag upp tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í október í fyrra. Flokkurinn taldi mistök hafa verið gerð við þrengingu gatnamótanna og að fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi inn á Sæbraut til suðurs. Brýnt væri að mistökin væru leiðrétt sem fyrst vegna mikillar umferðar sökum atvinnustarfsemi í Vogabyggð. Þá mætti auka öryggi gangandi vegfarenda á leið yfir Sæbraut með hnappastýrðu eða snjallstýrðu gangbrautarljósi. Fjallað var um gatnamótin og áhyggjur foreldra í Vogahverfi í kjölfar banaslyssins í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Gatnamótin anni ekki mikilli umferð frá atvinnuhverfinu „Slæmt ástand ríkir nú á gatnamótunum þar sem þau anna engan veginn mikilli umferð frá atvinnuhverfinu sunnan Sæbrautar né ört vaxandi íbúabyggð þar,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksins. Hún var felld með atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Flokkurinn lagði tillöguna aftur fyrir ráðið lítillega breytta í nóvember í fyrra og aftur var hún felld. „Þessi útfærsla var hönnuð með það í huga að auka umferðaröryggi allra vegfarenda, ekki síst óvarðra vegfarenda. Þeim vegfarendum hefur fjölgað til muna með tilkomu Vogabyggðar og ljóst er að þeim mun halda áfram að fjölga á næstu árum. Meðal þeirra eru mörg börn á leið sinni í skóla og frístundir. Gatnamótin hafa síðustu ár verið á lista Samgöngustofu yfir þau gatnamót þar sem flest meiðslaslys verða og voru þau þar í fimmta til sjöunda sæti. Það er skilningur fyrir neikvæðum áhrifum á aðila sem standa að atvinnustarfsemi á svæðinu en það er óverjandi að bregðast ekki við þeim slysum sem þarna sem hafa orðið. Ljóst er að börnum og unglingum á svæðinu mun fjölga talsvert vegna mikillar íbúðauppbyggingar,“ sagði í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu. Brýnt að leiðrétta þrengingu og fækkun akreina fyrir bíla Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun vegna þessa: „Ófremdarástand ríkir á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar og anna þau nú engan veginn mikilli umferð frá atvinnuhverfinu sunnan Sæbrautar né ört vaxandi íbúabyggð þar. Er því ljóst að mistök voru gerð þegar ákveðið var að þrengja gatnamótin og fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi inn á Sæbraut til suðurs. Brýnt er að þessi mistök verði leiðrétt sem fyrst og umræddum vinstribeygjuakreinum fjölgað á ný. Jafnframt er brýnt að tryggja öryggi skólabarna og annarra gangandi vegfarenda á leið yfir Sæbraut, t.d. með hnappastýrðu og/eða snjallstýrðum gangbrautarljósum.“ Til stendur að reisa tímabundna göngubrú yfir Sæbrautina. Brúna átti að reisa í sumar en tafir hafa orðið á framkvæmdunum. Kjartan segir göngubrúna mjög góða lausn að mörgu leyti þó engin trygging sé fyrir því að fólk á leið yfir götuna noti hana. Hann ítrekar að snjallstýrð gangbrautarljós séu rétta leiðin sem tryggi gangandi vegfarendum algjöran forang. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla að leggja til tafarlausar neyðaraðgerðir við gatnamótin sem feli í sér sérstaka snjallgangbraut. Sjálfstæðisflokkurinn sé hluti af vandanum Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir eðlilegt að margar spurningar vakni eftir að ung kona í blóma lífsins látist í hörmulegu umferðarslysi. Hún minnir á að rannsókn standi enn yfir um tildrögin. „Þó ég telji enga ástæðu fyrir stjórnmálafólk að trana sér fram á svona stundu þá get ég ekki orða bundist þegar ég sé fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á þessum gatnamótum slá sér á brjóst í málinu,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Í fyrra hafi verið samþykkt að bæta umferðaröryggi fyrir gangandi við gatnamótin þar sem slysið varð með nokkrum aðgerðum. Aðgerðirnar má sjá á myndinni að neðan. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið gerðar. „Þetta hefur nú verið framkvæmt. Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar kemur að umferðaröryggi við þessi gatnamót ekki verið hluti af lausninni heldur vandanum,“ segir Dóra Björt. Fundur borgarstjórnar hófst klukkan tólf í hádeginu þar sem skýrsla OECD um innflytjendur er á meðal mála á dagskrá.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Banaslys við Sæbraut Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira