Innflytjendamál

Fréttamynd

Ó­bæri­legur létt­leiki stjórnar­sam­starfsins í upp­námi

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur einsýnt að Bjarni Benediktsson núverandi formaður flokksins hljóti að horfa í eigin barm þegar hann segir Íslendinga algjörlega hafa misst tökin á innflytjendamálum.

Innlent
Fréttamynd

Ein­stefnu­gata eða stefna í báðar áttir?

Fjölmenning og inngildin er ekki einstefnugata þar sem innflytjendur eða flóttafólk þurfa að aðlagast öllum gildum samfélagsins sem þau flytja í. Hér um ræðir Ísland, þar sem við búum hér, en málið snýst ekki endilega um það. Málið snýst um að þeir sem flytja til landsins þurfa að fá stuðning, skilning og tíma til að læra á nýtt samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum þessu málþófi

„Málþóf kallast það þegar þingmaður eða þingmenn í löggjafarþingi reyna að hindra kosningu um frumvarp. Ein leið til þess er að draga umræður um frumvarpið á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga frumvarpið til baka.“ - af Wikipedia

Skoðun
Fréttamynd

Draumurinn rættist: „Þetta er pabbi minn!“

Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á fimmtudaginn var þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla. Hann þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segir hið pantaða álit engan bömmer fyrir stjórnar­and­stöðuna

Morgunblaðið birti í morgun frétt um lögfræðiálit HÍ undir fyrirsögninni „Tillaga um vantraust misskilningur“. Rætt er við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þar sem hann segist ekki hafa brotið þingskaparlög með vísan til álitsins. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata telur lítið hald í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Rödd inn­flytj­enda sem virðist aldrei ná á­heyrn eða um­boði

Það var mjög erfitt að kyngja þeirri ákvörðun sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tók um að leggja niður Fjölmenningarsetur og færa hlutverk þess undir Vinnumálastofnun. Við upplausn stofnunarinnar var einnig leyst upp eina leiðtogastaðan hjá ríkinu þar sem manneskja af erlendum uppruna með þekkingu og reynslu varðandi inngildingu og málefni innflytjenda starfaði í.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til að Pus­sy Riot-liðar fái ríkis­borgara­rétt

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Tenging við upp­runa fyrsta sem margir Pól­verjar óttuðust

Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 

Innlent
Fréttamynd

Hamarinn spyr ekki um stétt, stöðu eða kenni­tölu

Börn af erlendum uppruna geta átt erfitt með að finna sig í skipulögðu tómstundastarfi og sérstaklega ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Í Hafnarfirði er starfrækt ungmennahús sem spyr ekki um stétt né stöðu, eða kennitölu.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að búa í sama landi og eiginmaðurinn

Íslensk kona sem vill búa í Bretlandi fær hvorki dvalarleyfi né ríkisborgararétt, þrátt fyrir að hafa verið gift breskum manni í tvo áratugi og eiga tvö börn sem eru með breskt vegabréf. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2020 hefur skapað mikil vandræði fyrir íbúa innan EES.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­mála­á­ætlun dapur­leg lesning frá sjónar­hóli ís­lenskrar tungu

Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­mála­á­ætlun án fram­tíðar­sýnar fyrir ís­lensku­kennslu

Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar

„Aðalmarkmið okkar er að skapa vettvang þar sem raddir kvenna af erlendum uppruna fá að heyrast á þeirra eigin forsendum,“ segir Chanel Björk, sem er einn af stofnendum samtakanna Hennar rödd. Samtökin standa fyrir ráðstefnu um konur af erlendum uppruna í listum. Verður hún haldin í Borgarleikhúsinu á laugardaginn næstkomandi og er um að ræða fjölbreytta dagskrá sem einkennist af erindum, pallborðsumræðum, vinnustofum og frumsýningu á verki.

Menning
Fréttamynd

Læra íslensku sem er sérhæfð fyrir vinnu í skólum

Í Reykjanesbæ er rekin svokölluð leikskólasmiðja þar sem innflytjendur læra íslensku sem er sérsniðin fyrir störf í leik- og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið fólki af erlendum uppruna fyrir þrifum. 

Innlent
Fréttamynd

Elva Hrönn hættir í VG

Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“

Innlent
Fréttamynd

Mos­fells­bær tekur á móti átta­tíu flótta­mönnum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Út­lendinga­frum­varpið sam­þykkt

Meirihluti Alþingis hefur samþykkt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram á Alþingi í dag en þær voru jafnóðum felldar. Minnihlutaþingmenn voru ómyrkir í máli og gagnrýndu meirihlutann harðlega.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“

Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 

Innlent