„Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2023 21:00 Isaac Kwateng hefur starfað hjá Þrótti í um eitt og hálft ár. Hann hefur þó búið hér á landi mun lengur en það. Vísir/Ívar Fannar Ganverskur maður sem búið hefur hér á landi um árabil segist ekki skilja hvers vegna vísa eigi honum úr landi. Hann borgi sína skatta og lifi hér eðlilegu lífi. Í Gana bíði hans hins vegar ekkert nema gatan. Hinn 28 ára gamli Isaac kom frá Gana og til Íslands árið 2017. Hann hefur starfað sem vallarstjóri Þróttar í rúmlega eitt ár, auk þess sem hann spilar með SR, varaliði Þróttar. Isaac hefur verið hér á landi á grundvelli tímabundinna dvalar- og atvinnuleyfa. Fyrir helgi fékkst tímabundna leyfið framlengt þar til í október, en Þróttur hefur fengið þau svör frá lögreglu að slíkt leyfi komi ekki í veg fyrir að áfram verði unnið að fyrirhugaðri brottvísun Isaacs til Gana. Hann segir óvissuna um framtíð sína óbærilega en frá því hann kom til landsins hafi iðulega staðið til að vísa honum úr landi. Fyrsta símtalið hafi komið árið 2019. „Eftir það heyrði ég ekkert. Svo hringja þeir á hverju ári í mig og segjast vilja flytja mig til heimalands míns. Síðan þá hef ég lifað svona. Þetta er það sem ég meina,“ segir Isaac í samtali við fréttastofu. Isaac segist hafa klárað grunnnámskeið í íslensku fljótlega eftir komuna til landins. Hann hafi hins vegar lagt íslenskunámið á hilluna eftir að hann fékk fyrsta símtalið um að til stæði að vísa honum úr landi. Hann hefði ekki getað einbeitt sér að tungumálanáminu með mögulega brottvísun hangandi yfir sér. Aðkomumaður í eigin landi Foreldrar Isaacs, sem er einkabarn, eru báðir látnir. „Ef þeir vilja flytja mig til Gana veit ég ekki hvert ég á að fara. Ég er aðkomumaður í eigin landi því ég hef engan þar. Þetta er mjög erfitt.“ Isaac segist eiga Þrótti mikið að þakka. „Ég byrjaði að æfa með SR 2018. Síðan þá hef ég verið hjá þeim. Ég hef ekki flutt mig svo ég á marga vini. Ég byrjaði að vinna hjá Þrótti fyrir einu og hálfu ári og hef eignast marga vini. Ísland er annað land mitt, ég get sagt það.“ Hann á erfitt með að skilja hvers vegna hann ætti ekki að fá að lifa eðlilegu lífi á Íslandi. „Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir. Svo ég veit ekki ástæðuna.“ Í Gana bíði hans allt annað og erfiðara líf. „Að vera á götunni í Gana er ekki öruggt,“ segir Isaac. Innflytjendamál Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Isaac kom frá Gana og til Íslands árið 2017. Hann hefur starfað sem vallarstjóri Þróttar í rúmlega eitt ár, auk þess sem hann spilar með SR, varaliði Þróttar. Isaac hefur verið hér á landi á grundvelli tímabundinna dvalar- og atvinnuleyfa. Fyrir helgi fékkst tímabundna leyfið framlengt þar til í október, en Þróttur hefur fengið þau svör frá lögreglu að slíkt leyfi komi ekki í veg fyrir að áfram verði unnið að fyrirhugaðri brottvísun Isaacs til Gana. Hann segir óvissuna um framtíð sína óbærilega en frá því hann kom til landsins hafi iðulega staðið til að vísa honum úr landi. Fyrsta símtalið hafi komið árið 2019. „Eftir það heyrði ég ekkert. Svo hringja þeir á hverju ári í mig og segjast vilja flytja mig til heimalands míns. Síðan þá hef ég lifað svona. Þetta er það sem ég meina,“ segir Isaac í samtali við fréttastofu. Isaac segist hafa klárað grunnnámskeið í íslensku fljótlega eftir komuna til landins. Hann hafi hins vegar lagt íslenskunámið á hilluna eftir að hann fékk fyrsta símtalið um að til stæði að vísa honum úr landi. Hann hefði ekki getað einbeitt sér að tungumálanáminu með mögulega brottvísun hangandi yfir sér. Aðkomumaður í eigin landi Foreldrar Isaacs, sem er einkabarn, eru báðir látnir. „Ef þeir vilja flytja mig til Gana veit ég ekki hvert ég á að fara. Ég er aðkomumaður í eigin landi því ég hef engan þar. Þetta er mjög erfitt.“ Isaac segist eiga Þrótti mikið að þakka. „Ég byrjaði að æfa með SR 2018. Síðan þá hef ég verið hjá þeim. Ég hef ekki flutt mig svo ég á marga vini. Ég byrjaði að vinna hjá Þrótti fyrir einu og hálfu ári og hef eignast marga vini. Ísland er annað land mitt, ég get sagt það.“ Hann á erfitt með að skilja hvers vegna hann ætti ekki að fá að lifa eðlilegu lífi á Íslandi. „Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir. Svo ég veit ekki ástæðuna.“ Í Gana bíði hans allt annað og erfiðara líf. „Að vera á götunni í Gana er ekki öruggt,“ segir Isaac.
Innflytjendamál Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira