Stjórnmálaskörungurinn Svandís á sviðið Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2023 07:58 Svandís Svavarsdóttir átti stjörnuleik í síðustu viku og sneri meðal annarra þingflokk Sjálfstæðisflokksins og Kristján Loftsson niður. Húrrahrópin óma um samfélagsmiðla og spurt er hvort Svandísi hafi tekist að forða VG frá falli. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var ótvírætt maður nýliðinnar viku. Hún átti stórleik á hinum pólitíska vettvangi og virðist standa uppi með pálmann í höndunum. „Þetta kvöld leiddi ágætlega í ljós að Svandís Svavarsdóttir er í úrvalssveit íslensks stjórnmálafólks,“ skrifaði Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi og einn innsti koppur í búri Vinstri grænna harla glaður á sína Facebook-síðu eftir að Svandís hafði farið upp á Skaga og mætt þar sárreiðum íbúum og þingmönnum kjördæmisins. Fjölmörg fleiri dæmi en ánægðan Stefán Pálsson mætti taka til þar sem Svandís er lofuð og prísuð af andstæðingum hvalveiða og stuðningmönnum VG sem hafa sannast sagna látið lítið fyrir sér fara að undanförnu. Nú er spurt hvaða áhrif stjörnuleikur Svandísar hefur á stjórnarsamstarfið? Upplitsdjarfir VG-liðar Húrrahrópin óma á samfélagsmiðlum. Þetta var sætur sigur, eins og lið í bullandi fallbaráttu hafi unnið mikilvægan leik. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur í skoðanakönnunum verið við að þurrkast út og er þar að mælast um við þröskuldinn; fimm prósentin. Það er neyðarleg staða fyrir flokk forsætisráðherra; í lýðræðisríki hljóta menn að spyrja um umboð. Ekki var neinn vanmáttartón að heyra í máli Svandísar þegar hún ræddi við fréttastofu að loknum átakafundi á Akranesi, þvert á móti. En nú er spurt hvort stjörnuleikur Svandísar forði liðinu frá falli? Og spurt er hvort Svandísi hafi með stórleik sínum tekist að stöðva blæðinguna; þeir eru ólíkt upplitsdjarfari í síminnkandi hópi þeirra stuðningsmanna sem mæta á pallana en þeir hafa verið lengi. Svandís ákvað á elleftu stundu að afturkalla tímabundið leyfi til Kristjáns Loftssonar sem var með hvalfangara sína í tilbúna, gráa fyrir járnum að halda á miðin til að skutla langreyðar. Óhætt er að segja að þjóðfélagið hafi nötrað og menn fóru að tala um stjórnarslit. En Svandís sýndi úr hverju hún var gerð. Hún mætti keik á íbúafund á Akranesi þar sem gerð voru hróp að henni en Svandís var í elementinu sínu. Og hvikaði hvergi. Snýr niður þingflokk Sjálfstæðisflokksins Svandís var þá kölluð fyrir atvinnuveganefnd, opinn fund sem Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokki hafði farið fram á að yrði haldinn. Annar samherji Svandísar, Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki er formaður nefndarinnar og saman sóttu þeir að Svandísi og lýstu sig fullkomlega ósammála ákvörðun hennar en allt kom fyrir ekki: Svandís hvikaði hvergi og hélt því staðfastlega fram að ákvörðun hennar hafi verið fagleg og lögum samkvæmt. Til að gera langa sögu stutta má segja að Svandís hafi snúið þingmenn kjördæmisins og þingflokka samstarfsflokkanna í ríkisstjórn niður. Þannig er staðan núna en ef horft er til stærri myndar má spyrja hvort komin sé upp ný staða hvað varðar ríkisstjórnarsamstarfið. Vísir ræddi það meðal annars við Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Er Svandís með pálmann í höndunum? „Já, hún er það,“ segir Eiríkur sem hefur eins og allir áhugamenn um stjórnmál fylgst með framgöngu Svandísar á undanförnum dögum. „Mjög kjörkuð og minnti mann á stjórnmálaforingja fyrri tíðar sem mættu í héruð og töluðu við fólkið. Stjórnmálamenn eru farnir að veigra sér við því. Þetta er þessi gamla pólitík stjórnmálaskörunga.“ Getum við gengið svo langt að segja hana hafa snúið niður þingflokk Sjálfstæðisflokksins? „Tjahh, hún mætti þessari áskorun sem hún varð fyrir. Hún var skoruð á hólm, hún mætir til leiks, stendur keik og þar með fer loftið úr blöðrunni hjá þeim sem óðu í hana. Þegar hún stendur bara á móti þeim.“ Svandís vekur grasrótina til lífsins En hefur Svandísi með þessu tekist að vekja grasrótina í VG til lífsins? Eiríkur segir erfitt að meta það á þessari stundu. „En þetta er einhvern veginn þannig að við höfum stjórnmálamann sem tekur gríðarlega erfiða ákvörðun í merkinguni að augljóst er að sterk öfl muni sækja að henni að fullum krafti. Þetta veit hún.“ Eiríkur segir að nú verði menn að gera greinarmun á því hvort þeir eru með eða móti ákvörðuninni sem slíkri, í þessu máli, en ef það er látið liggja milli hluta er þetta voguð ákvörðun og hún hleypur hvergi undan heldur mætir fólki heima í héraði. Sá þáttur styrkir hana. Ekki sé hægt að kvarta undan því að hún mæti þá ekki allaveganna ásakendum sínum. En á móti má spyrja hvort þetta hafi verið örvæntingarfullt útspil, VG að koðna niður; átti hún annan kost? „Ég veit ekki hvort ég myndi taka undir það orðalag en þau voru komin í veikari stöðu. Það var komin þreyta í bakland flokksins, augljóslega. Margir orðnir langþreyttir á samstarfinu, svo sem eins og er líka í Sjálfstæðisflokknum. Fylgismenn VG fá þarna eitthvað til að fylkja sér á bak við.“ Ríkisstjórn á stultum En hver er þá staðan núna? Eiríkur telur engar stórkostlegar líkur á stjórnarslitum núna en stoðir samstarfsins til lengri tíma hafa veikst. Stjórnin er brothættari en áður og sá sé munurinn. Eiríkur segir hina pólitísku stöðu sem upp er komin gríðarlega athyglisverða. Fyrir sex árum hafi auðvitað ekki endilega verið við því að búast að ríkisstjórnin flokka sem skilgreina sig yst á sitthvorum enda hins flokkspólitíska áss yrði sterk til svo langs tíma. Eiríkur Bergmann býst ekkert endilega við því að ríkisstjórnin springi í dag eða á morgun en óneitanlega sé komin upp afar athyglisverð staða þar sem ráðherrarnir hafi lagt hina opinberu eindrægni til hliðar og spili nú sóló.vísir/vilhelm „Við áttum von á því að hún myndi veikjast fyrr. En misklíðin milli flokkanna gaus upp á yfirborðið í síðustu viku. Og við sjáum að stoðirnar eru ekki eins sterkar og stjórnarherrarnir vildu láta líta út fyrir að þær væru. Það sáum við fyrst við ráðherraskiptin og þá hörðu gagnrýni sem færð var fram í útlendingamálum á VG og nú í þeirri gríðarlegu andstöðu sem brýst fram innan stjórnarliðsins gagnvart ákvörðun matvælaráðuherrans. Þetta sýnir okkur að þessi stjórn stendur ekki endilega eins sterk og við héldum til skamms tíma.“ Eins og Eiríkur nefnir hafa þessir flokkar nú starfað lengi saman og þeim hefur tekist að halda lokinu á pottinum þar sem helstu ágreiningsefni flokkanna krauma. Og þar bullsýður. Eins og hér hefur komið fram hefur margt verið mótdrægt og færa má fyrir því rök að þetta sé ekki stjórnarsamstarf um stöðugleika heldur stöðnun. Það verður ekki neitt úr neinu. Eins og Þorsteinn Pálsson rifjaði upp og vitnaði til orða varaformanns VG, Guðmundar Inga, VG væri ekki síst í ríkisstjórninni til að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn færi sínu fram. Jón Gunnarsson fráfarandi dómsmálaráðherra hefur ítrekað sagt að hann komi ekki málum í gegn og kennir VG um það. Hinn meinti rasismi Sjálfstæðismanna Eiríkur bendir á annað atriði sem skipti máli í þessu samhengi. Umdeild framganga Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í útlendingamálum, nokkuð sem augljóslega er algert sprengiefni inn í hóp VG-liða, hefur hingað til verið teiknuð upp sem afstaða tiltekins afmarkaðs hóps innan Sjálfstæðisflokksins. Hóps sem gárungarnir hafa kallað svartstakka. En á undanförnum dögum hefur verið tekið utan um það með afdráttarlausum hætti að um sé að ræða stefnu Sjálfstæðisflokksins alls. Guðrún Hafsteinsdóttir, arftaki Jóns sagði það hreint út við ráðherraskiptin. Og þá ekki síður máli orð formannsins Bjarna sem sagði, óvenju afdráttarlaust við ráðherraskiptin að Íslendingar hafi misst tökin á útlendingamálum; að þingið hafi brugðist. Bjarni þurfti ekki að nefna „sökudólginn“ á nafn sem þar hlýtur að steyta á flokki Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þetta varð til að kveikja í Jódísi Skúladóttur þingmanni VG sem vandaði Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar, sagði flokkinn velta sér upp úr rasískum drullupolli. Þingmenn samstarfsflokksins í ríkisstjórn eru svekktir og sárir. Eins og þetta sé ekki nóg þá er efnahagsástandið báborið, viðvarandi tíu prósenta verðbólga og vaxtastigið farið að bíta. Það kreppir að og stjórnarflokkarnir horfa fram á snarminnkandi fylgi – sem er staðreynd sem gerir þingmenn órólega - vinsældir ríkisstjórnarinnar eru í frjálsu falli. Ráðherrarnir farnir að spila sóló Eiríkur segir að allt þetta hafi svo leitt til þess að ráðherrarnir séu farnir að stíga fram hver á sínu sviði án samráðs. „Mál sem ekki voru sérstakar deilur um,“ sagði Eiríkur um þetta atriði í viðtali á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í síðustu viku. Hann nefndi lokun sendiráðs Íslands í Moskvu sem dæmi, en þar tiltekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra það sérstaklega og óspurð að þetta sé ákvörðun hennar. „Sama gerir Svandís þegar hún slær hvalveiðar út af borðinu. Ráðherrar eru farnir að tala á þeim nótum að þeir séu einráðir í sínu ráðuneyti. Og þurfi ekkert að bera mál sérstaklega undir ríkisstjórnina.“ Þó við búum við fjölskipað stjórnvald er þetta er nýtt. Áherslan hefur hingað til verið á að flokkarnir standi saman að málum. Þetta segir sína sögu um ástandið á stjórnarheimilinu, að ráðherrarnir kjósi að tala á þessum nótum. „Þetta eru engin smámál, menn geta ekki sagt að þetta hafi verið hressilegur ágreiningur en allir svakalega góðir vinir. Þetta eru ekkert þannig mál,“ segir Eiríkur. Klukkan gangi og kosningar verði eftir tvö ár. Ef tekst að halda þessu saman. „Flokkarnir fara að stilla sér upp og við sjáum að þeir eru byrjaðir. Um leið og einn stillir sér upp stökkva hinir fram. Þannig að ég geri ráð fyrir því að þetta verði erfitt.“ Stuðningsmenn með böggum hildar Þannig mætti halda því fram að bæði Bjarni og Katrín séu búin að missa klefann, ef íþróttalíkingunni er haldið til streitu. Nú þegar þetta er skrifað er herjað á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Svarið við spurningunni um hvort Katrín muni standa þétt með Bjarna þegar spurt verður um ábyrgð hans í þeim efnum verður athyglisvert í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin. Þegar stuðningsmenn flokksins á borð við Baldur Hermannsson ellilífeyrisþega eru farnir að tala á þessum nótum hlýtur að vera farið að hrikta í (Val)höllinni: „Það er eiginlega allt í klessu hjá honum, ríkiskassinn hriplekur, Ríkisstjórnin gerir hverja bommertuna af annarri og bankahneykslið er eins og gildur viðarstjaki í brjóst blóðsugunnar ... Bjarni er búinn að missa trúverðugleikann og þá er bara einn leikur í stöðunni.“ Og svo allir varnaglar séu slegnir þá liggur ekki fyrir hvort hvalveiðibann Svandísar stenst stjórnsýslulög en nú rétt í þessu var lögmannastofan Lex að senda frá sér álitsgerð þar sem því er haldið fram að svo sé ekki. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Hvalveiðar Alþingi Fréttaskýringar Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
„Þetta kvöld leiddi ágætlega í ljós að Svandís Svavarsdóttir er í úrvalssveit íslensks stjórnmálafólks,“ skrifaði Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi og einn innsti koppur í búri Vinstri grænna harla glaður á sína Facebook-síðu eftir að Svandís hafði farið upp á Skaga og mætt þar sárreiðum íbúum og þingmönnum kjördæmisins. Fjölmörg fleiri dæmi en ánægðan Stefán Pálsson mætti taka til þar sem Svandís er lofuð og prísuð af andstæðingum hvalveiða og stuðningmönnum VG sem hafa sannast sagna látið lítið fyrir sér fara að undanförnu. Nú er spurt hvaða áhrif stjörnuleikur Svandísar hefur á stjórnarsamstarfið? Upplitsdjarfir VG-liðar Húrrahrópin óma á samfélagsmiðlum. Þetta var sætur sigur, eins og lið í bullandi fallbaráttu hafi unnið mikilvægan leik. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur í skoðanakönnunum verið við að þurrkast út og er þar að mælast um við þröskuldinn; fimm prósentin. Það er neyðarleg staða fyrir flokk forsætisráðherra; í lýðræðisríki hljóta menn að spyrja um umboð. Ekki var neinn vanmáttartón að heyra í máli Svandísar þegar hún ræddi við fréttastofu að loknum átakafundi á Akranesi, þvert á móti. En nú er spurt hvort stjörnuleikur Svandísar forði liðinu frá falli? Og spurt er hvort Svandísi hafi með stórleik sínum tekist að stöðva blæðinguna; þeir eru ólíkt upplitsdjarfari í síminnkandi hópi þeirra stuðningsmanna sem mæta á pallana en þeir hafa verið lengi. Svandís ákvað á elleftu stundu að afturkalla tímabundið leyfi til Kristjáns Loftssonar sem var með hvalfangara sína í tilbúna, gráa fyrir járnum að halda á miðin til að skutla langreyðar. Óhætt er að segja að þjóðfélagið hafi nötrað og menn fóru að tala um stjórnarslit. En Svandís sýndi úr hverju hún var gerð. Hún mætti keik á íbúafund á Akranesi þar sem gerð voru hróp að henni en Svandís var í elementinu sínu. Og hvikaði hvergi. Snýr niður þingflokk Sjálfstæðisflokksins Svandís var þá kölluð fyrir atvinnuveganefnd, opinn fund sem Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokki hafði farið fram á að yrði haldinn. Annar samherji Svandísar, Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki er formaður nefndarinnar og saman sóttu þeir að Svandísi og lýstu sig fullkomlega ósammála ákvörðun hennar en allt kom fyrir ekki: Svandís hvikaði hvergi og hélt því staðfastlega fram að ákvörðun hennar hafi verið fagleg og lögum samkvæmt. Til að gera langa sögu stutta má segja að Svandís hafi snúið þingmenn kjördæmisins og þingflokka samstarfsflokkanna í ríkisstjórn niður. Þannig er staðan núna en ef horft er til stærri myndar má spyrja hvort komin sé upp ný staða hvað varðar ríkisstjórnarsamstarfið. Vísir ræddi það meðal annars við Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Er Svandís með pálmann í höndunum? „Já, hún er það,“ segir Eiríkur sem hefur eins og allir áhugamenn um stjórnmál fylgst með framgöngu Svandísar á undanförnum dögum. „Mjög kjörkuð og minnti mann á stjórnmálaforingja fyrri tíðar sem mættu í héruð og töluðu við fólkið. Stjórnmálamenn eru farnir að veigra sér við því. Þetta er þessi gamla pólitík stjórnmálaskörunga.“ Getum við gengið svo langt að segja hana hafa snúið niður þingflokk Sjálfstæðisflokksins? „Tjahh, hún mætti þessari áskorun sem hún varð fyrir. Hún var skoruð á hólm, hún mætir til leiks, stendur keik og þar með fer loftið úr blöðrunni hjá þeim sem óðu í hana. Þegar hún stendur bara á móti þeim.“ Svandís vekur grasrótina til lífsins En hefur Svandísi með þessu tekist að vekja grasrótina í VG til lífsins? Eiríkur segir erfitt að meta það á þessari stundu. „En þetta er einhvern veginn þannig að við höfum stjórnmálamann sem tekur gríðarlega erfiða ákvörðun í merkinguni að augljóst er að sterk öfl muni sækja að henni að fullum krafti. Þetta veit hún.“ Eiríkur segir að nú verði menn að gera greinarmun á því hvort þeir eru með eða móti ákvörðuninni sem slíkri, í þessu máli, en ef það er látið liggja milli hluta er þetta voguð ákvörðun og hún hleypur hvergi undan heldur mætir fólki heima í héraði. Sá þáttur styrkir hana. Ekki sé hægt að kvarta undan því að hún mæti þá ekki allaveganna ásakendum sínum. En á móti má spyrja hvort þetta hafi verið örvæntingarfullt útspil, VG að koðna niður; átti hún annan kost? „Ég veit ekki hvort ég myndi taka undir það orðalag en þau voru komin í veikari stöðu. Það var komin þreyta í bakland flokksins, augljóslega. Margir orðnir langþreyttir á samstarfinu, svo sem eins og er líka í Sjálfstæðisflokknum. Fylgismenn VG fá þarna eitthvað til að fylkja sér á bak við.“ Ríkisstjórn á stultum En hver er þá staðan núna? Eiríkur telur engar stórkostlegar líkur á stjórnarslitum núna en stoðir samstarfsins til lengri tíma hafa veikst. Stjórnin er brothættari en áður og sá sé munurinn. Eiríkur segir hina pólitísku stöðu sem upp er komin gríðarlega athyglisverða. Fyrir sex árum hafi auðvitað ekki endilega verið við því að búast að ríkisstjórnin flokka sem skilgreina sig yst á sitthvorum enda hins flokkspólitíska áss yrði sterk til svo langs tíma. Eiríkur Bergmann býst ekkert endilega við því að ríkisstjórnin springi í dag eða á morgun en óneitanlega sé komin upp afar athyglisverð staða þar sem ráðherrarnir hafi lagt hina opinberu eindrægni til hliðar og spili nú sóló.vísir/vilhelm „Við áttum von á því að hún myndi veikjast fyrr. En misklíðin milli flokkanna gaus upp á yfirborðið í síðustu viku. Og við sjáum að stoðirnar eru ekki eins sterkar og stjórnarherrarnir vildu láta líta út fyrir að þær væru. Það sáum við fyrst við ráðherraskiptin og þá hörðu gagnrýni sem færð var fram í útlendingamálum á VG og nú í þeirri gríðarlegu andstöðu sem brýst fram innan stjórnarliðsins gagnvart ákvörðun matvælaráðuherrans. Þetta sýnir okkur að þessi stjórn stendur ekki endilega eins sterk og við héldum til skamms tíma.“ Eins og Eiríkur nefnir hafa þessir flokkar nú starfað lengi saman og þeim hefur tekist að halda lokinu á pottinum þar sem helstu ágreiningsefni flokkanna krauma. Og þar bullsýður. Eins og hér hefur komið fram hefur margt verið mótdrægt og færa má fyrir því rök að þetta sé ekki stjórnarsamstarf um stöðugleika heldur stöðnun. Það verður ekki neitt úr neinu. Eins og Þorsteinn Pálsson rifjaði upp og vitnaði til orða varaformanns VG, Guðmundar Inga, VG væri ekki síst í ríkisstjórninni til að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn færi sínu fram. Jón Gunnarsson fráfarandi dómsmálaráðherra hefur ítrekað sagt að hann komi ekki málum í gegn og kennir VG um það. Hinn meinti rasismi Sjálfstæðismanna Eiríkur bendir á annað atriði sem skipti máli í þessu samhengi. Umdeild framganga Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í útlendingamálum, nokkuð sem augljóslega er algert sprengiefni inn í hóp VG-liða, hefur hingað til verið teiknuð upp sem afstaða tiltekins afmarkaðs hóps innan Sjálfstæðisflokksins. Hóps sem gárungarnir hafa kallað svartstakka. En á undanförnum dögum hefur verið tekið utan um það með afdráttarlausum hætti að um sé að ræða stefnu Sjálfstæðisflokksins alls. Guðrún Hafsteinsdóttir, arftaki Jóns sagði það hreint út við ráðherraskiptin. Og þá ekki síður máli orð formannsins Bjarna sem sagði, óvenju afdráttarlaust við ráðherraskiptin að Íslendingar hafi misst tökin á útlendingamálum; að þingið hafi brugðist. Bjarni þurfti ekki að nefna „sökudólginn“ á nafn sem þar hlýtur að steyta á flokki Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þetta varð til að kveikja í Jódísi Skúladóttur þingmanni VG sem vandaði Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar, sagði flokkinn velta sér upp úr rasískum drullupolli. Þingmenn samstarfsflokksins í ríkisstjórn eru svekktir og sárir. Eins og þetta sé ekki nóg þá er efnahagsástandið báborið, viðvarandi tíu prósenta verðbólga og vaxtastigið farið að bíta. Það kreppir að og stjórnarflokkarnir horfa fram á snarminnkandi fylgi – sem er staðreynd sem gerir þingmenn órólega - vinsældir ríkisstjórnarinnar eru í frjálsu falli. Ráðherrarnir farnir að spila sóló Eiríkur segir að allt þetta hafi svo leitt til þess að ráðherrarnir séu farnir að stíga fram hver á sínu sviði án samráðs. „Mál sem ekki voru sérstakar deilur um,“ sagði Eiríkur um þetta atriði í viðtali á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í síðustu viku. Hann nefndi lokun sendiráðs Íslands í Moskvu sem dæmi, en þar tiltekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra það sérstaklega og óspurð að þetta sé ákvörðun hennar. „Sama gerir Svandís þegar hún slær hvalveiðar út af borðinu. Ráðherrar eru farnir að tala á þeim nótum að þeir séu einráðir í sínu ráðuneyti. Og þurfi ekkert að bera mál sérstaklega undir ríkisstjórnina.“ Þó við búum við fjölskipað stjórnvald er þetta er nýtt. Áherslan hefur hingað til verið á að flokkarnir standi saman að málum. Þetta segir sína sögu um ástandið á stjórnarheimilinu, að ráðherrarnir kjósi að tala á þessum nótum. „Þetta eru engin smámál, menn geta ekki sagt að þetta hafi verið hressilegur ágreiningur en allir svakalega góðir vinir. Þetta eru ekkert þannig mál,“ segir Eiríkur. Klukkan gangi og kosningar verði eftir tvö ár. Ef tekst að halda þessu saman. „Flokkarnir fara að stilla sér upp og við sjáum að þeir eru byrjaðir. Um leið og einn stillir sér upp stökkva hinir fram. Þannig að ég geri ráð fyrir því að þetta verði erfitt.“ Stuðningsmenn með böggum hildar Þannig mætti halda því fram að bæði Bjarni og Katrín séu búin að missa klefann, ef íþróttalíkingunni er haldið til streitu. Nú þegar þetta er skrifað er herjað á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Svarið við spurningunni um hvort Katrín muni standa þétt með Bjarna þegar spurt verður um ábyrgð hans í þeim efnum verður athyglisvert í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin. Þegar stuðningsmenn flokksins á borð við Baldur Hermannsson ellilífeyrisþega eru farnir að tala á þessum nótum hlýtur að vera farið að hrikta í (Val)höllinni: „Það er eiginlega allt í klessu hjá honum, ríkiskassinn hriplekur, Ríkisstjórnin gerir hverja bommertuna af annarri og bankahneykslið er eins og gildur viðarstjaki í brjóst blóðsugunnar ... Bjarni er búinn að missa trúverðugleikann og þá er bara einn leikur í stöðunni.“ Og svo allir varnaglar séu slegnir þá liggur ekki fyrir hvort hvalveiðibann Svandísar stenst stjórnsýslulög en nú rétt í þessu var lögmannastofan Lex að senda frá sér álitsgerð þar sem því er haldið fram að svo sé ekki.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Hvalveiðar Alþingi Fréttaskýringar Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira