Vinnumarkaður Vilja fyrirbyggja brotthvarf ungs fólks í viðkvæmri stöðu af vinnumarkaði Til stendur að verja 450 milljónum króna í aukinn einstaklingsmiðaðan stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu til að fyrirbyggja brotthvarf af vinnumarkaði. Innlent 2.5.2023 12:00 „Súmmerar upp virðingarleysið sem okkur er sýnt“ Formaður VR gagnrýnir verslunareigendur harðlega fyrir að hafa verslanir sínar opnar á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Hann segir sérstök 1. maí tilboð súmmera upp virðingarleysið við starfsfólk verslana. Viðskipti innlent 2.5.2023 11:42 Vonast til þess að afgerandi niðurstaða hafi áhrif Formaður BSRB segist ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir fund bandalagsins með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í dag. Hún segir það ekki vera rétt að bandalagið hafi áður hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Innlent 2.5.2023 10:55 Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. Innlent 30.4.2023 12:22 Ráku konu í fæðingarorlofi og réðu aðra yngri Pólsk kona kærði í mars síðasta árs ákvörðun verslunarkeðjunnar Mini Market ehf. um að segja henni upp störfum í fæðingarorlofi og í kjölfarið rifta ráðningarsamningi á uppsagnarfresti. Verslunin bar fyrir sig samdrátt í rekstri en konan benti á að engum öðrum starfsmanni hefði verið sagt upp og að yngri kona hefði verið ráðin í hennar stað. Kærunefnd jafnréttismála telur verslunina hafa brotið gegn lögum um jafna stöðu kynjanna með uppsögninni. Innlent 29.4.2023 22:41 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. Innlent 29.4.2023 21:00 Félagsmenn samþykktu verkfall Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. Innlent 29.4.2023 12:27 Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. Innlent 29.4.2023 12:03 Öllu starfsfólki Niceair sagt upp Öllum sextán starfsmönnum Niceair hefur verið sagt upp störfum og félagið mun ekki hefja flugið aftur í sumar. Viðskipti innlent 28.4.2023 19:17 Kolbrún sjálfkjörin formaður BHM Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði. Innlent 28.4.2023 15:26 Taka þurfi á ólgu innan hreyfingarinnar og á vinnumarkaði Nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir nýju stöðuna leggjast ágætlega í sig. Nú sé stefnan sett á komandi kjarasamninga og segir hann margt vera undir í þeim. Innlent 28.4.2023 13:35 Nýir varaforsetar ASÍ sjálfkjörnir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var í dag sjálfkjörinn 1. varaforseti ASÍ. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, var sjálfkjörinn 2. varaforseti ASÍ og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, 3. varaforseti. Innlent 28.4.2023 11:55 Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. Innlent 28.4.2023 08:30 Eyjólfur Árni vill halda áfram sem formaður SA Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku samtakanna. Eyjólfur hefur verið formaður síðastliðin sex ár. Innlent 27.4.2023 17:28 2.100 vildu vinna hjá Bláa lóninu í sumar Mikill fjöldi fólks fékk ekki sumarvinnu hjá Bláa lóninu en þúsundir umsókna bárust um hundrað störf sem auglýst var eftir. Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um sumarstörf hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 27.4.2023 16:01 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. Innlent 26.4.2023 17:24 Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. Innlent 26.4.2023 15:52 Launakostnaður íslenskra fyrirtækja er undir meðallagi Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Skoðun 26.4.2023 10:39 Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda Fimmtíu og sjö starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. Innlent 18.4.2023 16:04 Styrkir úr sögunni vegna stóraukinna veikinda Gleraugna- og tannviðgerðastyrkir eru á meðal þeirra styrkja sem heyra sögunni til hjá Bandalagi háskólamanna. Ástæðan er stóraukin sókn félagsmanna í sjúkradagpeninga sem er í forgangi hjá félaginu. Innlent 17.4.2023 16:44 „Þetta er bara vitleysa finnst mér“ Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, auglýsti starf í gær þar sem óskað var eftir því að fá karlkyns manneskju í starfið. Auglýsingin uppskar töluverða gagnrýni sem Kristján furðar sig á en hann útskýrir hvers vegna hann auglýsti starfið með þessum hætti. Innlent 15.4.2023 10:47 Ráðumst að rót vandans Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni. Skoðun 13.4.2023 14:31 Ein hópuppsögn skráð í mars Vinnumálastofnun barst einungis ein tilkynning um hópuppsögn í mars. Þá var 28 starfsmönnum sagt upp í verslunarstarfsemi. Viðskipti innlent 11.4.2023 16:04 Kolbrún ætlar sér formannsstólinn hjá BHM Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður BHM, fyrrverandi ráðherra og leikstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns BHM. Friðrik Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Innlent 11.4.2023 15:08 „Ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út“ Formaður Starfsgreinasambandsins segir áform Eflingar um að segja sig úr sambandinu koma sér að vissu leyti á óvart en telur það ekki dauðadóm fyrir Starfsgreinasambandið. Ljóst sé að með úrsögninni muni Efling missa sína aðild að Alþýðusambandinu. Því miður virðist ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar. Innlent 11.4.2023 13:00 „Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. Innlent 10.4.2023 19:20 Panikka alltaf á mismunandi tímum en nú í skýjunum yfir viðtökunum Það var heldur betur stemning í síðustu viku hjá þeim stöllunum Sigurlaugu Guðrúnu Jóhannsdóttur og Ölmu Dóru Ríkarðsdóttur, sem kynntu til leiks fyrstu útgáfuna af HEIMA-appinu svo kallaða: Atvinnulíf 5.4.2023 07:01 Trúir því ekki að vorsýningin hafi verið sú síðasta Vorsýning Listdansskóla Íslands fór fram í kvöld í skugga uppsagna kennara skólans og óvissu um framtíð hans. Skilaboð skólastjórans til stjórnvalda eru einföld: „Eigum við ekki bara að laga þetta í eitt skpti fyrir öll?“ Innlent 4.4.2023 22:46 Loka hjá Berki eftir fimmtíu ára starf og nítján missa vinnuna Öllum starfsmönnum Trésmiðjunnar Barkar á Akureyri, alls nítján talsins, var sagt upp störfum í lok nýliðins mánaðar og mun rúmlega fimmtíu ára sögu félagsins líða undir lok í sumar. Viðskipti innlent 3.4.2023 15:32 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. Innlent 31.3.2023 15:10 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 98 ›
Vilja fyrirbyggja brotthvarf ungs fólks í viðkvæmri stöðu af vinnumarkaði Til stendur að verja 450 milljónum króna í aukinn einstaklingsmiðaðan stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu til að fyrirbyggja brotthvarf af vinnumarkaði. Innlent 2.5.2023 12:00
„Súmmerar upp virðingarleysið sem okkur er sýnt“ Formaður VR gagnrýnir verslunareigendur harðlega fyrir að hafa verslanir sínar opnar á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Hann segir sérstök 1. maí tilboð súmmera upp virðingarleysið við starfsfólk verslana. Viðskipti innlent 2.5.2023 11:42
Vonast til þess að afgerandi niðurstaða hafi áhrif Formaður BSRB segist ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir fund bandalagsins með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í dag. Hún segir það ekki vera rétt að bandalagið hafi áður hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Innlent 2.5.2023 10:55
Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. Innlent 30.4.2023 12:22
Ráku konu í fæðingarorlofi og réðu aðra yngri Pólsk kona kærði í mars síðasta árs ákvörðun verslunarkeðjunnar Mini Market ehf. um að segja henni upp störfum í fæðingarorlofi og í kjölfarið rifta ráðningarsamningi á uppsagnarfresti. Verslunin bar fyrir sig samdrátt í rekstri en konan benti á að engum öðrum starfsmanni hefði verið sagt upp og að yngri kona hefði verið ráðin í hennar stað. Kærunefnd jafnréttismála telur verslunina hafa brotið gegn lögum um jafna stöðu kynjanna með uppsögninni. Innlent 29.4.2023 22:41
Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. Innlent 29.4.2023 21:00
Félagsmenn samþykktu verkfall Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. Innlent 29.4.2023 12:27
Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. Innlent 29.4.2023 12:03
Öllu starfsfólki Niceair sagt upp Öllum sextán starfsmönnum Niceair hefur verið sagt upp störfum og félagið mun ekki hefja flugið aftur í sumar. Viðskipti innlent 28.4.2023 19:17
Kolbrún sjálfkjörin formaður BHM Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði. Innlent 28.4.2023 15:26
Taka þurfi á ólgu innan hreyfingarinnar og á vinnumarkaði Nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir nýju stöðuna leggjast ágætlega í sig. Nú sé stefnan sett á komandi kjarasamninga og segir hann margt vera undir í þeim. Innlent 28.4.2023 13:35
Nýir varaforsetar ASÍ sjálfkjörnir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var í dag sjálfkjörinn 1. varaforseti ASÍ. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, var sjálfkjörinn 2. varaforseti ASÍ og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, 3. varaforseti. Innlent 28.4.2023 11:55
Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. Innlent 28.4.2023 08:30
Eyjólfur Árni vill halda áfram sem formaður SA Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku samtakanna. Eyjólfur hefur verið formaður síðastliðin sex ár. Innlent 27.4.2023 17:28
2.100 vildu vinna hjá Bláa lóninu í sumar Mikill fjöldi fólks fékk ekki sumarvinnu hjá Bláa lóninu en þúsundir umsókna bárust um hundrað störf sem auglýst var eftir. Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um sumarstörf hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 27.4.2023 16:01
Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. Innlent 26.4.2023 17:24
Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. Innlent 26.4.2023 15:52
Launakostnaður íslenskra fyrirtækja er undir meðallagi Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Skoðun 26.4.2023 10:39
Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda Fimmtíu og sjö starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. Innlent 18.4.2023 16:04
Styrkir úr sögunni vegna stóraukinna veikinda Gleraugna- og tannviðgerðastyrkir eru á meðal þeirra styrkja sem heyra sögunni til hjá Bandalagi háskólamanna. Ástæðan er stóraukin sókn félagsmanna í sjúkradagpeninga sem er í forgangi hjá félaginu. Innlent 17.4.2023 16:44
„Þetta er bara vitleysa finnst mér“ Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, auglýsti starf í gær þar sem óskað var eftir því að fá karlkyns manneskju í starfið. Auglýsingin uppskar töluverða gagnrýni sem Kristján furðar sig á en hann útskýrir hvers vegna hann auglýsti starfið með þessum hætti. Innlent 15.4.2023 10:47
Ráðumst að rót vandans Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni. Skoðun 13.4.2023 14:31
Ein hópuppsögn skráð í mars Vinnumálastofnun barst einungis ein tilkynning um hópuppsögn í mars. Þá var 28 starfsmönnum sagt upp í verslunarstarfsemi. Viðskipti innlent 11.4.2023 16:04
Kolbrún ætlar sér formannsstólinn hjá BHM Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður BHM, fyrrverandi ráðherra og leikstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns BHM. Friðrik Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Innlent 11.4.2023 15:08
„Ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út“ Formaður Starfsgreinasambandsins segir áform Eflingar um að segja sig úr sambandinu koma sér að vissu leyti á óvart en telur það ekki dauðadóm fyrir Starfsgreinasambandið. Ljóst sé að með úrsögninni muni Efling missa sína aðild að Alþýðusambandinu. Því miður virðist ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar. Innlent 11.4.2023 13:00
„Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. Innlent 10.4.2023 19:20
Panikka alltaf á mismunandi tímum en nú í skýjunum yfir viðtökunum Það var heldur betur stemning í síðustu viku hjá þeim stöllunum Sigurlaugu Guðrúnu Jóhannsdóttur og Ölmu Dóru Ríkarðsdóttur, sem kynntu til leiks fyrstu útgáfuna af HEIMA-appinu svo kallaða: Atvinnulíf 5.4.2023 07:01
Trúir því ekki að vorsýningin hafi verið sú síðasta Vorsýning Listdansskóla Íslands fór fram í kvöld í skugga uppsagna kennara skólans og óvissu um framtíð hans. Skilaboð skólastjórans til stjórnvalda eru einföld: „Eigum við ekki bara að laga þetta í eitt skpti fyrir öll?“ Innlent 4.4.2023 22:46
Loka hjá Berki eftir fimmtíu ára starf og nítján missa vinnuna Öllum starfsmönnum Trésmiðjunnar Barkar á Akureyri, alls nítján talsins, var sagt upp störfum í lok nýliðins mánaðar og mun rúmlega fimmtíu ára sögu félagsins líða undir lok í sumar. Viðskipti innlent 3.4.2023 15:32
Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. Innlent 31.3.2023 15:10