Vinnumarkaður

Fréttamynd

Flestir sem missa vinnuna á Ís­landi

Flestir þeirra áttatíu starfsmanna Controlant, sem var tilkynnt í morgun að yrði sagt upp störfum, starfa í starfsstöð félagsins á Íslandi. Forstjóri félagsins segir hagræðinguna vegna samdráttar í Covid-tengdum verkefnum fyrirtækisins. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vonar að frum­varpið skili fullum launum til Grind­víkinga

Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um.

Innlent
Fréttamynd

Vísa frá kæru Hreyfils í Hopp-máli

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað kæru leigubílastöðvarinnar Hreyfils á hendur Samkeppniseftirlitinu frá. Kæra Hreyfils sneri að bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins að Hreyfli sé óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum sem eru í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grinda­vík

Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Far­aldur of­beldis og á­reitni

Það er þyngra en tárum taki að skoða niðurstöður úr nýlegri könnun sem VR lét gera meðal félagsfólks. Þar sögðust 54% svarenda hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Verst er staðan hjá konum á aldrinum 25-34 ára þar sem 67% segjast hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Taldi Skattinn aftur hafa gengið fram hjá sér vegna kyn­ferðis

Skatturinn braut ekki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar kona var ráðin í starf sérfræðings á Eftirlis-og rannsóknasviði hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Um er að ræða í annað sinn á þremur árum sem maðurinn kærir ráðningu embættisins til nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Mjúk lending í karla­ríkinu á Kefla­víkur­flug­velli

Í áratugi var það þannig að karlar réðu lögum og lofum hér við viðhald flugvéla hjá Icelandair. Það er nú svosem þannig enn þá í dag en nú eru þeir að minnsta kosti ekki aleinir um hituna. Konur eru í auknum mæli að sækja inn á svið flugvirkjunar og nú er svo komið að aldrei hafa fleiri kvenkyns flugvirkjar verið starfandi hjá félaginu.

Lífið
Fréttamynd

Bætur aftur­virkar og ó­þarfi að sækja um strax

Í ljósi aðstæðna munu umsóknir um atvinnuleysisbætur gilda frá því að almannavarnir ákváðu að rýma Grindavík. Það er því ekki nauðsynlegt að sækja strax um atvinnuleysisbætur meðan óvissa er til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir millistjórnendur fá ekki krónu eftir upp­sögn

Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af því að hafa staðið ólöglega að uppsögnum fjögurra fyrrverandi millistjórnenda spítalans í tengslum við skipulagsbreytingar. Starfsmennirnir kröfðust tuttugu til þrjátíu milljóna króna hver í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska ríkið sýknað og kröfu Björns vísað frá dómi

Landsréttur hefur sýknað íslenska ríkið og snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins. Kröfu Björns um miskabætur vegna uppsagnar hans árið 2021 hefur því verið vísað frá.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu milljónir í bætur eftir upp­sögn í skugga ein­eltis­máls

Konu, sem var um skamman tíma starfsmannastjóri Kópavogsbæjar, voru dæmdar tuttugu milljónir króna í skaða- og miskabætur í Landsrétti í dag. Henni var sagt upp störfum þegar staða hennar var lögð niður vegna skipulagsbreytinga árið 2020 en hafði sama ár verið sökuð um einelti í garð undirmanns.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegri og þyngri vinnumansalsmál en áður

Alvarlegri vinnumansalsmál eru að koma upp nú en áður hjá aðildarfélögum ASÍ. Verkefnastjóri segir þrjú fyrirtæki hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðasta ári þar sem grunur sé um vinnumansal, það stefni í að málin verði mun fleiri í ár. Lögreglan hefur lagt fram kæru í nokkrum málum á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Voru boðnar 100 þúsund krónur í bætur

Kristján Logason telur sig illa sviðinn eftir samskipti við hið opinbera. Hann sótti um starf sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn auglýsti laust til umsóknar en fékk ekki. Úrskurðarnefnd jafnréttismála hvað upp þann dóm að ólöglega hafi verið staðið að ráðningunni og þar við situr.

Innlent
Fréttamynd

Segja brotið á réttindum rúmenskra starfsmanna

Rafiðnaðarsamband Íslands segir að brotið hafi verið á réttindum rúmenskra starfsmanna hjá verktakafyrirtæki á Suðurlandi með því að afhenda þeim ekki launaseðla. Rúmensku starfsmennirnir hafi þannig ekki vitað hvað þeir höfðu í laun fyrir eða eftir skatta.

Innlent