Samfélagið hafi ekki efni á að halda menntuðu fólki í láglaunastörfum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 27. janúar 2024 21:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/einar Ótækt er að íslenskt samfélag haldi innflytjendum með mikla menntun í láglaunastörfum út af of þungri stjórnsýslu. Þetta segir háskólaráðherra sem hefur kynnt fyrsta skrefið í átt að einfaldara leyfisveitingakerfi. Mikið hefur verið kvartað undan því að innflytjendur eigi erfitt með að fá menntun viðurkenna hér á landi sem og Íslendingar sem mennta sig víða erlendis en kjósa að starfa hér. Háskólaráðherra segir ótækt að staðan sé jafn flókin og raun ber vitni. Málið hafi verið á hendi margra í stjórnkerfinu sem flæki málin. Hún kynnti fyrstu aðgerðir til að bregðast við þessu á ríkisstjórnarfundi í gær. „Það er þjónustugátt á Ísland.is þar sem aðilar geta á einum stað óskað eftir því að fá nám sitt metið og að það sé þá vandi stjórnkerfisins að deila því á rétta fagaðila til að fara með umsókn þeirra mála.“ Fyrsta aðgerðin snúi að því að einfalda flókið kerfi. „Síðan þarf auðvitað að ráðast í þá vinnu að ef við teljum að menntun sé ekki fullnægjandi eins og dæmi séu fyrir okkar heilbrigðiskerfi að þá bjóðum við upp á einhvers konar menntabrú. Það er, að við segjum ekki bara nei heldur segjum við; Heyrðu það vantar eitthvað aðeins upp á og að við bjóðum þá upp á slíkt nám eða beinum aðilum í rétta átt.“ Sú vinna stendur enn yfir sem og að einfalda leyfisveitingar í heild sinni. „Ég held að við sem samfélag höfum ekki efni á að halda innflytjendum í láglaunastörfum sem eru með háskólamenntun á bakinu sem við einhvern veginn náum ekki utan um að viðurkenna. Þannig við þurfum að taka þetta til alvarlegrar skoðunar þegar við erum með svona stóran hluta af samfélaginu okkar af innflytjendum sem jafnvel eru með háskólamenntun og eru hér virkir í samfélaginu en við höldum niðri með því að viðurkenna ekki menntun þeirra eða gera þeim ekki einfaldara fyrir að viðurkenna hana.“ Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Mikið hefur verið kvartað undan því að innflytjendur eigi erfitt með að fá menntun viðurkenna hér á landi sem og Íslendingar sem mennta sig víða erlendis en kjósa að starfa hér. Háskólaráðherra segir ótækt að staðan sé jafn flókin og raun ber vitni. Málið hafi verið á hendi margra í stjórnkerfinu sem flæki málin. Hún kynnti fyrstu aðgerðir til að bregðast við þessu á ríkisstjórnarfundi í gær. „Það er þjónustugátt á Ísland.is þar sem aðilar geta á einum stað óskað eftir því að fá nám sitt metið og að það sé þá vandi stjórnkerfisins að deila því á rétta fagaðila til að fara með umsókn þeirra mála.“ Fyrsta aðgerðin snúi að því að einfalda flókið kerfi. „Síðan þarf auðvitað að ráðast í þá vinnu að ef við teljum að menntun sé ekki fullnægjandi eins og dæmi séu fyrir okkar heilbrigðiskerfi að þá bjóðum við upp á einhvers konar menntabrú. Það er, að við segjum ekki bara nei heldur segjum við; Heyrðu það vantar eitthvað aðeins upp á og að við bjóðum þá upp á slíkt nám eða beinum aðilum í rétta átt.“ Sú vinna stendur enn yfir sem og að einfalda leyfisveitingar í heild sinni. „Ég held að við sem samfélag höfum ekki efni á að halda innflytjendum í láglaunastörfum sem eru með háskólamenntun á bakinu sem við einhvern veginn náum ekki utan um að viðurkenna. Þannig við þurfum að taka þetta til alvarlegrar skoðunar þegar við erum með svona stóran hluta af samfélaginu okkar af innflytjendum sem jafnvel eru með háskólamenntun og eru hér virkir í samfélaginu en við höldum niðri með því að viðurkenna ekki menntun þeirra eða gera þeim ekki einfaldara fyrir að viðurkenna hana.“
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira