Sundlaugar og baðlón

Fréttamynd

Heitu pottarnir og laugin á Selfossi enn lokuð

Selfyssingar og fastagestir í Sundhöll Selfoss bíða enn eftir því að geta komist aftur í sund. Stefnt er á að opna innisvæðið í lauginni á morgun. Óvíst er hvenær fólk kemst aftur í heitu pottana.

Innlent
Fréttamynd

Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina

Selfyssingar eru hálf súrir þessa dagana því þeir komast ekki í sund. Ástæðan er skortur á heitu vatni eftir að eldur kom upp í rafmagnsskáp, sem varð til þess að ein öflugasta heitavatns holan Selfossveitna datt út .

Innlent
Fréttamynd

Sund­laugar­gestur hellti klór á steina í gufu­baði

Klórslys sem varð í Grafarvogslaug í gærkvöldi orsakaðist af því að gestur sundlaugarinnar fór inn í lokaða geymslu, sótti þar klór sem hann taldi vera vatn og hellti á steina í gufubaði. Nokkrir þurftu að leita aðhlynningar á bráðamóttöku þar sem klór getur verið skaðlegur öndunarfærum

Innlent
Fréttamynd

Klór­slys í Grafar­vogs­laug

Minni háttar klórslys varð í Grafarvogslaug skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Nokkrir voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Gestir klæða sig úr fötunum inni í fjalli í Þjórsárdal

„Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Blússandi aðsókn í Skógarböðin

Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta tíðkast víðar en við höldum“

Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­skrá sund­laugarinnar í Gríms­nesi standist ekki á­kvæði stjórnar­skrár

Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er upp­á­halds sund­laug Ís­lendinga

Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Renni­braut verði komin upp í Dals­laug í vor

Reiknað er með að vatnsrennibraut verði komin upp í Dalslaug í Úlfarsárdal næsta vor. Borgarfulltrúi segir að með þessu sé verið að svara ákalli íbúa en upphaflegar áætlanir gerðu ekki ráð fyrir að rennibraut yrði í lauginni sem opnaði í desember á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

The Truman Show sýnd í Sundhöllinni

Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hvaða kaldi pottur höfuð­borgar­svæðisins er bestur?

Stóraukinn áhugi Íslendinga á köldum böðum síðustu ár hefur gert það að verkum að kaldir pottar eru nú orðnir staðalbúnaður í sundlaugum landsins. Á höfuðborgarsvæðinu er nú til að mynda kaldur pottur í hverri einustu laug.

Lífið
Fréttamynd

Það viðrar vel til MIÐNÆTURsunds

Fimmtudagar voru áður þekktir sem dagarnir sem sjónvarpið fór í frí. Það var að vísu fyrir mína tíð, en fimmtudagar halda þó áfram að setja mark sitt á frítíma fólks og í dag er fyrsti fimmtudagurinn þar sem opið verður til miðnættis í Laugardalslaug!

Skoðun
Fréttamynd

Skógar­böðin á Akur­eyri rýmd

Skógarböðin á Akureyri voru rýmd um hádegisbil í dag vegna reyks. Slökkvilið Akureyrar segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í rafmagnstöflu. Ekki hafi kviknað í.

Innlent
Fréttamynd

Fjallaböðin á lokastigi hönnunar

Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum.

Viðskipti innlent