Allt fullt af fólki í sumarbústöðum yfir páskana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. apríl 2023 13:05 Fjöldi fólks dvelur í sumarbústöðum í Uppsveitum Árnessýslu yfir páskana. Aðsend Allir sumarbústaðir, sem skipta þúsundum í Uppsveitum Árnessýslu eru fullir af fólki nú um páskahelgina. Sundlaugarnar eru vinsælasti afþreyingastaður fólksins í fríinu sínu. Það hefur verið mikil umferð í Uppsveitum Árnessýslu það sem af er páskum, enda fullt af fólki alls staðar, bæði Íslendingar, sem eru að njóta páskafrísins og erlendir ferðamenn eru áberandi á vegunum og á fjölmennum ferðamannastöðum eins og á Gullfossi og Geysi. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveitanna segir að allt hafa gengið ljómandi vel það sem af er páskum og fólk njóti þess greinilega að vera í fríi með sínu fólki. „Heyrðu, það er bara ljómandi góð stemming, mikið af fólki á ferðinni og allt opið, öll þjónusta og allt slíkt, þannig að það er bara fínt. Páskarnir eru nú yfirleitt góður tími í Uppsveitunum. Fólk notar bústaðina mikið og fjölskyldurnar eru á ferðinni að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Ásborg. Hvað eru svona vinsælustu staðirnir? „Eru ekki alltaf sundlaugarnar aðalatriðið, ég held að það sé nú það, sem flestir gera þegar þeir fara eitthvað að ferðast og svo eru gönguferðir vinsælar og svo er fólk bara að njóta og vera saman og hafa gaman.“ Ásborg segir að nú sé búið að opna dýragarðinn í Slakka í Laugarási eftir veturinn, það sé alltaf mjög vinsæll staður og þá séu veitingastaðirnir í uppsveitunum alltaf mjög vinsælir hjá Íslendingum og útlendingum. En það er ekki bara íslenskir ferðamenn á ferðinni í Uppsveitum Árnessýslu um páskana. „Það er bara töluvert mikið af erlendum ferðamönnum líka á kreiki, þeir eru bæði í rútum og í bílaleigubílum, þannig að þeir eru á þessum helstu ferðamannastöðum og eru að njóta náttúrunnar. Það er gríðarlega mikið af þeim á ferðinni,“ segir Ásborg að lokum. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, sem er mjög ánægð með hvað fólk er duglegt að heimsækja hennar svæði yfir páskana.Aðsend Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Páskar Sundlaugar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Það hefur verið mikil umferð í Uppsveitum Árnessýslu það sem af er páskum, enda fullt af fólki alls staðar, bæði Íslendingar, sem eru að njóta páskafrísins og erlendir ferðamenn eru áberandi á vegunum og á fjölmennum ferðamannastöðum eins og á Gullfossi og Geysi. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveitanna segir að allt hafa gengið ljómandi vel það sem af er páskum og fólk njóti þess greinilega að vera í fríi með sínu fólki. „Heyrðu, það er bara ljómandi góð stemming, mikið af fólki á ferðinni og allt opið, öll þjónusta og allt slíkt, þannig að það er bara fínt. Páskarnir eru nú yfirleitt góður tími í Uppsveitunum. Fólk notar bústaðina mikið og fjölskyldurnar eru á ferðinni að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Ásborg. Hvað eru svona vinsælustu staðirnir? „Eru ekki alltaf sundlaugarnar aðalatriðið, ég held að það sé nú það, sem flestir gera þegar þeir fara eitthvað að ferðast og svo eru gönguferðir vinsælar og svo er fólk bara að njóta og vera saman og hafa gaman.“ Ásborg segir að nú sé búið að opna dýragarðinn í Slakka í Laugarási eftir veturinn, það sé alltaf mjög vinsæll staður og þá séu veitingastaðirnir í uppsveitunum alltaf mjög vinsælir hjá Íslendingum og útlendingum. En það er ekki bara íslenskir ferðamenn á ferðinni í Uppsveitum Árnessýslu um páskana. „Það er bara töluvert mikið af erlendum ferðamönnum líka á kreiki, þeir eru bæði í rútum og í bílaleigubílum, þannig að þeir eru á þessum helstu ferðamannastöðum og eru að njóta náttúrunnar. Það er gríðarlega mikið af þeim á ferðinni,“ segir Ásborg að lokum. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, sem er mjög ánægð með hvað fólk er duglegt að heimsækja hennar svæði yfir páskana.Aðsend
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Páskar Sundlaugar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira