Jafnréttismál

Fréttamynd

Gerir ó­þægi­legt sam­tal auð­veldara

Ný launavakt, Rúna, gefur fyrirtækjum færi á að fá upplýsingar um laun starfsmanna mánaðarlega. Lausnin er hönnuð hjá Origo og er ætlað að auka gagnsæi í launum. Lausnin hefur verið í þróun í tvö ár og var opnuð fyrirtækjum síðasta föstudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Situr undir gelti, urri og að vera kölluð api

Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir lýsir því að hafa í sumar og haust endurtekið verið kölluð api. Gelt hafi verið á hana á hinum ýmsu stöðum. Hún segir hvert atvik ýta upp hennar eigin sjálfsáliti vitandi að hún myndi aldrei leggjast jafnlágt og þeir sem hegði sér með slíkum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Var­huga­verð þróun í leik­skóla­málum

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur verulegar áhyggjur af þróun leikskólamála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Þróunin hefur einkennst af hagræðingu sem bitnar á þjónustu við foreldra á vinnumarkaði, t.d. með hvötum til styttri dagvistunar, færri opnunardögum og hærra gjaldi fyrir foreldra sem reiða sig á fullan leikskóladag fyrir börnin sín.

Skoðun
Fréttamynd

„Vottunin verið kölluð lág­launa­vottun af gárungunum“

Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa.

Innlent
Fréttamynd

Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“

„Viðburðurinn hófst ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið en klukkan rétt rúmlega sjö streymdu konur einfaldlega á staðinn þannig að við hugsuðum bara með okkur Vá! Hvað mætingin er góð,“ segir Sóley Björg Jóhannsdóttir varaformaður UAK um viðburð sem félagið stóð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Jafn­launa­vottunin: Það er þörf á breytingum

Árið 2017 var fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri gert skylt að öðlast jafnlaunavottun með því að uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Markmiðið með jafnlaunavottuninni var að innleiða kerfisbundið verklag sem myndi tryggja að starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Skoðun
Fréttamynd

Ég svelt þá í nafni kven­réttinda

„Ég svelt þá í nafni kvenréttinda” eru orð foreldris sem mætti á borgaraþing um málefni 0-6 ára í Reykjavík vegna gagnrýni á heimgreiðslur. Skoðunin er sennilega speglun á skoðun margra heimila í sömu stöðu sem eru búin með fæðingarorlofið og róa þungan róður vegna tekjutaps því að dagvistunarpláss eru af skornum skammti.

Skoðun
Fréttamynd

Bolli baðst af­sökunar eftir orra­hríð dagsins

Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um stúlkur í Sjálfstæðisflokknum. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir ummælan dæma sig sjálf en tekur afsökunarbeiðninni og býður Bolla aftur velkominn í flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin

Dagvistunarmál eru samofin kynjajafnréttisbaráttu. Atvinnuþátttaka kvenna er grundvöllur fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og er einnig forsenda vaxandi hagvaxtar á Norðurlöndum skv. OECD.

Skoðun
Fréttamynd

Gervigreindin planaði sumar­frí fjöl­skyldunnar

Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo segir áríðandi að styðja við og valdefla konur í tækni og gervigreind. Með því að gera það verði til betri lausnir. Konur verði að fá tækifæri og rými til að læra á hana og taka þátt í að þróa hana. Það krefjist þess að kvenfyrirmyndir í tæknigeiranum séu áberandi og að konur fái tækifæri í bæði námi og starfi vilji þær skapa sér feril innan geirans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Var jafn­rétti í heiðri haft af ráð­herra jafn­réttis­mála?

Með ákvörðun forsætisráðherra að flytja jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er félags- og vinnumarkaðsráðherra falin yfirstjórn á sviði jafnréttismála. Mun breytingin taka gildi þann 1. september nk.

Skoðun
Fréttamynd

„Þjóðar­morðið í Palestínu hefur sam­einað þær“

Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu.

Lífið
Fréttamynd

Al­var­legar af­leiðingar kyn­ferðis­legrar á­reitni á vinnu­stöðum

Nýjar niðurstöður úr stóra rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna fjalla um afleiðingar áreitni og ofbeldi í vinnu. Áfallasaga kvenna er tímamótarannsókn þar sem allar konur á Íslandi fengu tækifæri til að taka þátt og segja frá margs konar reynslu sinni á lífsleiðinni. Fyrri niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og 32% kvenna hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað.

Skoðun
Fréttamynd

Kven­frelsi og umönnunarhagkerfið

Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins.

Skoðun
Fréttamynd

Sex vilja stýra Jafn­réttis­stofu

Sex umsækjendur eru um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem forsætisráðherra auglýsti um miðjan júní. Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst en stofan er staðsett á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Konur á bak­við glans­myndina sem líður al­veg ofsa­lega illa

Reyndir mannauðsráðgjafar segja það áhyggjuefni hve mikil pressa sé á ungum mæðrum í dag og segja samfélagsmiðla þar hafa mest áhrif. Dæmi séu um að makar vilji að konur þeirra séu heima. Ráðgjafarnir segja staðreyndina sú að konur þurfi ekki að gera allt 150 prósent, líkt og gjarnan sé raunin. 

Lífið
Fréttamynd

Furðu­legur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna

Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta.

Sport
Fréttamynd

Í eðli okkar að fylgjast með náunganum

Sálfræðingur segir slæmt sumarveður geta haft neikvæð áhrif á líðan en einnig látið fólk finna fyrir létti. Erfitt geti verið fyrir foreldra að hlaða batteríin í fríi með börnum og mikilvægt að viðurkenna að það fylgi því vinna að sinna þeim. Ef fólki líði illa með að sumarið hafi ekki staðið undir væntingum geti verið ástæða til að líta inn á við. 

Innlent
Fréttamynd

Ný­út­skrifuð kona ráðin í stað reynslumikils karls

Landspítalinn braut jafnréttislög þegar ung nýútskrifuð kona var ráðin í starf lyfjafræðings í stað karlmanns um fertugt með áratugsreynslu í faginu. Konan hafði verið með starfsleyfi í sjö mánuði þegar hún var ráðin. Spítalinn mismunaði karlmanninum bæði á grundvelli kyns og aldurs.

Innlent
Fréttamynd

Bilið aldrei meira milli karla og kvenna

Tæplega þriðjungur íslenskra karlmanna á aldrinum 25 til 34 ára eru með háskólamenntun á meðan hlutfallið er vel yfir aðra hverja konu. Bilið hefur aldrei verið meira. Töluverður munur er á milli menntunar fólks eftir því hvort það býr á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess.

Innlent