Ísafjarðarbær

Fréttamynd

Banka­hvelfingin leigð út í sögufrægu húsi

Eitt helsta kennileiti Ísafjarðarbæjar hefur gengið í endurnýjun lífdaga og hýsir nú fjarvinnuaðstöðu með skrifstofum, fundarherbergjum og opnum vinnurýmum. Húsið sem stendur við Pólgötu 1 er frá árinu 1958 og hýsti áður útibú Landsbankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Konurnar sem skráðu sig á spjöld sögunnar í nótt

Tímamót urðu á að minnsta kosti tveimur vígstöðvum eftir að talið var upp úr kjörkössunum í nótt. Yngsti borgarfulltrúi sögunnar náði kjöri í Reykjavík og gamalreyndur bæjarfulltrúi verður fyrst kvenna bæjarstjóri á Ísafirði. Þær eru spenntar fyrir komandi verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Fólks­fjölgun í fyrsta skipti í þrjá­tíu ár

Mikið uppbyggingarskeið er hafið á norðanverðum Vestfjörðum í fyrsta skipti í þrjá áratugi. Um hundrað íbúðir fara í byggingu þar í ár og gera sveitarstjórar þar ráð fyrir að nokkur hundruð manns muni flytja vestur á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlu­flug­menn fá að á­frýja til Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur veitt þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra þess og tveimur flugmönnum leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar, þar sem þeim var gert að greiða sekt fyrir að hafa lent tveimur þyrlum í friðlandi Hornstranda fyrir tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum

Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað.

Innlent
Fréttamynd

Leita að vitni að líkamsárás

Lögreglan á Vestfjörðum leitar að vitni að líkamsárás sem framin var aðfaranótt sunnudags 17. apríl. Málið er til rannsóknar hjá embættinu. 

Innlent
Fréttamynd

Ísfirðingar vilja betri bæjaranda

Bætt heilbrigðisþjónusta, hreinni götur og betri bæjarandi. Allt eru þetta lykilatriði hjá Ísfirðingum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á meðan er frambjóðendum mest umhugað um uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Varð­veisla Maríu Júlíu BA 36

Verndun og varðveislu sögulegra skipa er hluti af alþýðumenningu okkar. Eitt merkilegasta skip sem möguleiki er á að bjarga er fyrsta varðskip og hafrannsóknaskip Íslendinga, María Júlía, sem var smíðað árið 1950 og á sér merka sögu en hefur legið undanfarin ár í Ísafjarðarhöfn og má muna sinn fífil fegri.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­risa Aldrei fór ég suður um helgina

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði nú um helgina eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal tónlistarmanna verða Bríet, Mugison og Páll Óskar.

Menning
Fréttamynd

Fleiri með réttarstöðu sakbornings

Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Fram­boðs­listi Pírata í Ísa­fjarðar­bæ

Pétur Óli Þorvaldsson bóksali leiðir lista Pírata í Ísafjarðarbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar nú í vor. Annað sæti skipar Margrét Birgisdóttir starfsmaður í búsetuþjónustu og í þriðja sæti er Herbert Snorrason sagnfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Húsleit og handtaka á Ísafirði

Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum

Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða

Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi leiðir Í-listann og Arna Lára er bæjar­stjóra­efni

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, mun leiða lista Í-listans á Ísafirði vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí. Arna Lára Jónsdóttir, sem skipar fimmta sæti listans, er hins vegar bæjarstjóraefni listans.

Innlent