Blaðagreinar

Fréttamynd

Handboltaangistin

Handboltamennirnir standa á einhvern hátt miklu nær hjarta okkar en moldríku fótboltamennirnir sem maður sér á Sýn. Þeir eru einhvern veginn miklu raunverulegri. Við munum aldrei komast á heimsmeistaramót í fótbolta. Það er fyrir fólk úr stórum borgum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rökke, ég og Jóhann próki

Ég sé á vefnum að ævisöguritari Rökkes telur að þrátt fyrir allt hafi hann lélega sjálfsmynd. Kannski var sjálfsmynd Jóns Ólafssonar heldur ekki alltof góð. Hann var bæjarhrekkjusvínið í Keflavík, naut lítillar skólagöngu...

Fastir pennar
Fréttamynd

Upphafið að einhverju...

Maður er farinn að binda smá vonir við næstu borgarstjórnarkosningar. Líklega verður kosið um skipulagsmálin. Vinstri flokkarnir þurfa nú að svara hugmyndum sjálfstæðismanna – helst toppa þær. Þetta gæti jafnvel verið upphafið að einhverju...

Fastir pennar
Fréttamynd

Kína, WalMart og skapandi eyðing

Bandarískir framleiðendur eru ekki samkeppnishæfir lengur. Þeir geta ekki keppt við undirboðin frá Kína. Og það er ekki bara tuskur og plastdót sem ber stimpilinn <i>Made in China</i>. Sem dæmi má nefna að framleiðsla sjónvarpstækja hefur að mestu lagst af í Bandaríkjunum. Joseph Schumpeter kallaði þetta "skapandi eyðileggingu"...

Fastir pennar
Fréttamynd

Sigurinn sem reyndist skálkaskjól

Sigurinn var notaður sem skálkaskjól. Hann var afbakaður til að breiða yfir illvirki. Það er sífellt endurtekið hvað mannfórnirnar voru óskaplegar. Á sama tíma leiða menn ekki hugann að stjórnendum ríkisins sem umgengust mannslíf eins og skít. Sovétborgarar biðu eftir að lát yrði á kúguninni eftir stríðið en þvert á móti herti Stalín tökin...

Fastir pennar
Fréttamynd

Hví er Reykjavík svona ljót?

Í Nauthólsvíkinni eiga að rísa nýbyggingar fyrir Háskólann í Reykjavík. Fátt bendir til annars en að það verði í hinum dauða stíl iðnaðarhúsnæðis sem er allsráðandi í byggingalist hér; skemmuleg hús með stórum bílastæðum og auðum grasflötum á milli. Í meginatriðum verður þetta svipuð uppbygging og í Skeifunni; bílastæðin munu þekja stærri flöt en byggingarnar sjálfar...

Fastir pennar
Fréttamynd

Agnesisminn

Með lítilli grein hefur Agnes náð að þrengja vald stjórnmálamannanna. Þeir ættu að vera svolítið hræddir við þetta. Annars er aldrei að vita nema hreyfingin breytist í stjórnmálaflokk. Því skal altént spáð að ríkisstjórnin sjálf gæti verið í hættu ef hún tekur ekki mark á agnesismanum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Ísland, zíonismi og gyðingahatur

Það segir að gyðingar á Íslandi hafi yfirleitt látið lítið fyrir sér fara. Þeir hafi ekki viljað vekja á sér athygli - af ótta við ofsóknir. Það er lítið gert úr því að einn vinsælasti stjórnmálamaður aldarinnar, Ólafur Thors, var talinn af gyðingaættum. Til er mynd af Ólafi og Ben Gurion...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skussinn fær verðlaun

Það er einkennilegt að sjá þetta frumvarp koma mitt í hatrömmum deilum um útvarpið. Í viðtali í vikunni talaði Markús Örn Antonsson um ferska vinda sem þyrftu að leika um Ríkisútvarpið. Þá ósk má sjálfsagt best uppfylla með því að hann segi sjálfur upp...

Fastir pennar
Fréttamynd

Borg fyrir bíla

Verkfræðingarnir íslensku sátu opinmynntir og hlustuðu á þennan kunna sérfræðing segja að það vanti ekki fleiri umferðarmannvirki hér í Reykjavík. Umferðin hérna sé ekkert vandamál. Verkfræðingar ættu að hætta að leita lausna á ímynduðum umferðarvandamálum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Flugstöð í dulargervi

Þegar menn þora ekki að hafa stefnu er hætt við að frekustu hagsmunapotararnir fái að ráða. Við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Samgöngumiðstöðin er rugl hvort sem maður er með eða á móti flugvelli. Það er verið að eyða skattpeningum í þarfleysu...

Fastir pennar
Fréttamynd

Kofahöfuðborg heimsins

Ég hef verið að reyna að halda þræði í umræðunni um Laugaveginn. Hún fór vitlaust af stað og hefur ekki komist á réttan kjöl aftur. Í æsingnum hafa menn ekki einu sinni vitað hvaða hús þeir voru að tala um...

Fastir pennar
Fréttamynd

Fínir menn

Forráðamenn Eimskipafélagsins voru góðu mennirnir sem aumkuðu sig yfir þetta vesalings fólk sem hvergi gat losnað við eign sína. Það sem fólkið fékk fyrir hlutabréfin var smánarupphæð miðað við raunverulegt verðmæti...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skál í botn - reykingar bannaðar!

Útkoman úr neyslutísku síðustu ára er dálítið einkennileg - að maður segi ekki hræsnisfull. Rétthugsunin í samfélaginu hefur eytt kröftunum í tóbaksvá - og nú offitu - en áfengið hefur mestanpart verið látið í friði. Reykingar verða bannaðar á almannafæri, en á meðan hefur aðgengi að áfengi orðið miklu auðveldara...

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslendingar og fræga fólkið

Endalausar fréttir af frægu fólki er eitt af því sem nútímamaðurinn notar til að fylla upp í tómið í lífi sínu - þennan þráláta leiða sem fylgir velmeguninni. Dýrkun á frægðarfólki er orðin eins og alþjóðleg trúarbrögð. Sama hvað það er frægt fyrir...

Fastir pennar
Fréttamynd

Á matarslóðum

Meira að segja í Noregi hefur orðið matarbylting. Þar var til skamms tíma versti matur í heimi - líklega verri en á Íslandi. Norðmenn borðuðu kvöldmatinn klukkan fjögur á daginn, annað hvort hrökkbrauð eða ólystugt jukk. Grein þessi birtist <strong>halaklippt</strong> í DV - fremur er mælt með þessari útgáfu...

Fastir pennar
Fréttamynd

Frægðarmaður á faraldsfæti

Hannes Hólmsteinn Gissurarson dregur saman mikinn fróðleik í bókinni Kiljan, öðru bindi ævisögu Halldórs Laxness. Bókin er að öllu leyti betur heppnuð en fyrsta bindið - kannski skiptir máli að Hannes er þarna að fjalla um hluti sem standa honum nær en æskuár skáldsins...

Fastir pennar
Fréttamynd

Um Moggann og bíóin

Í fyrri hluta greinarinnar er fjallað um flutning Morgunblaðsins í Hádegismóa og sagt frá reynslu höfundarins af fjölmiðlum sem flytja á asnalega staði, en í seinni hlutanum er spurt hvers vegna sé aldrei neitt í bíó fyrir fullorðið fólk?

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvi er stjórnin með lítið fylgi?

"Af hverju er fólk svona reitt? spurði staðfastur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar mig um daginn. Hann skildi ekki hvers vegna svo ágæt stjórn nyti ekki meiri stuðnings. Bullandi uppgangur alls staðar," segir í grein um stjórnmálaviðhorfið

Fastir pennar
Fréttamynd

Kastaníubylting í Úkraínu

"Spilling ríður ekki við einteyming. Iðnaður, viðskipti, stjórnkerfi og lögregla er í höndum fámennrar og sjálfselskrar valdaklíku sem hikar ekki við að beita svikum og jafnvel morðum til að verja hagsmuni sína," segir í grein um hina dramatísku atburði í Úkraínu

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað nú, Dagur?

Það hafa verið gefin of mörg fyrirheit sem ekki er staðið við. Ekki hefur tekist að snúa við hroðalega vondri þróun í byggð Reykjavíkur. Til þess hefur vantað alvöru pólitíska forystu og vilja. Borgarstjórnin er of þróttlítil - málamiðlanirnar of útvatnaðar

Fastir pennar
Fréttamynd

Keflavíkurstöðin – minningargrein

Óttast menn áhlaup hryðjuverkasveita sem myndu leggja undir sig illa varið stjórnkerfi? Ríkisútvarpið? Nútíma Jörund hundadagakonung? Eða árás á eitthvert sendiráð sem hér er staðsett?

Fastir pennar
Fréttamynd

Höfundar, krítík og móralskt vald

Eitt sinn lenti ég í því að höfundur sem ég hafði fjallað um hrækti á eftir mér úti á götu. Annar sem ég gaf slæman dóm horfði árum saman á mig eins og sært dýr, en Kristmann ætlaði að láta lemja mig...

Fastir pennar
Fréttamynd

Forsetakjörið og franski frændinn

Kerry verður að fela það að hann er af frönskum ættum, prýðilega mæltur á franska tungu og á vini í Frakklandi. Ég hef reyndar tvívegis hitt einn náfrænda hans þar. Þetta er lágvaxinn maður, sköllóttur og líflegur - og bauð sig fram til forseta 1981...

Fastir pennar
Fréttamynd

Auðmenn fólksins

Það hefur risið ný kynslóð auðmanna sem nýtur aðdáunar. Hún þarf ekki að mæta á fundi hjá stjórnmálaflokkum; það er miklu sennilegra að stjórnmálamennirnir bíði í röðum eftir að fá áheyrn hjá þeim. Hún hefur ítök í fjölmiðlum og afþreyingariðnaði nútímans; býður fólki skemmtun, ódýrar flugferðir, meiri neyslu, endalaust úrval...........

Fastir pennar
Fréttamynd

Hagsmunir og hugsjónir

Þarna voru flennistórar myndir af starfsfólki sjónvarpsstöðvarinnar í árdaga - þarmeðtalið allnokkrar af sjálfum mér - og lýsingar á samkvæmislífi starfsmanna. Gott ef ekki var minnst á orgíur. Ég sótti nokkur partí hjá Skjá einum á þessum tíma en man samt ekki eftir að hafa lent í stóðlífi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hin ofsafengna trú á framfarir

Maðurinn er settur í miðju alheimsins, Það má rekja þúsundáraríkishugsjónir í gegnum húmanisma nítjándu aldar yfir í kommúnisma, nasisma - haldið ykkur fast - frjálshyggju síðustu áratuga...

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinur Vans

Írinn var stórhrifinn. Hann endurtók í sífellu að Van væri "the greatest living Irishman". Og það er hann einmitt, lítill risi - goðsögn í lifanda lífi...

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvarf litla mannsins

Hér er það Baugur sem ræður ríkjum, í Bretlandi Tesco, í Bandaríkjunum heitir fyrirbærið Wal Mart. Stærð þess fyrirtækis er svo geigvænleg að það hefur áhrif á efnahagslíf um gervöll Bandaríkin...

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég fór ekki til Afganistan

Deilurnar blossa upp aftur og aftur, blöðin eru full af greinum eftir æst áhugafólk um svín, um þetta er kosið í hverjum kosningum. Óvinsælasti ráðherrann í ríkisstjórninni er svínamálaráðherrann...

Fastir pennar
  • «
  • 1
  • 2