Upphafið að einhverju... 29. maí 2005 00:01 Birtist í DV 28. maí 2005 Sagan segir að þetta hafi gerst einhvern veginn svona. Hópur fólks úr Sjálfstæðisflokknum, einkum konur, fer á fund Ásdísar Höllu Bragadóttur. Fólkið hefur fengið tilskilin leyfi hjá Davíð Oddssyni. Hópnum er boðið inn í stofu í Garðabænum. Eiginmaður Ásdísar býðst til að fara fram með börnin. Það er boðið upp á kaffi. Þetta fer mjög hæversklega fram, fólkið ætlar aldrei að koma sér að efninu. Allir vita þó um hvað málið snýst, mikilvægi þess. Ýmis mál eru reifuð, það er farið vítt og breitt yfir stöðuna í stjórnmálunum, en loks kemur aðalatriðið fram. Tilgangur ferðarinnar í Garðabæ er að bjóða Ásdísi Höllu að vera í forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum að ári. Henni er gerð grein fyrir því að hún muni geta haft sigur í kosningunum – hún sé akkúrat manneskjan til að leiða flokkinn.Komin í vinnuÁsdís Halla hlustar á þetta lengi vel, gefur ekki neitt upp, situr með þennan sposka svip sem hún hefur. Loks, eftir svona klukkustund af þessu þófi, kveður hún upp með þetta:– "Ég er búin að ráða mig í vinnu."Ekki eftirsótt djobbÞetta segir sagan að minnsta kosti. Punkturinn er að Ásdísi Höllu, þessum bráðefnilega stjórnmálamanni, finnst ekki spennandi að koma til Reykjavíkur og reyna að vinna borgina fyrir flokk sinn. Hún vill frekar selja skrúfur og hefla í Byko.Maður láir henni svosem ekki. Síðustu þrjú borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins hafa farið flatt á framboði sínu. Markús Örn Antonsson hvarf aftur inn í útvarp, hóf síðara tímabil sitt sem útvarpsstjóri – það er varla ofmælt að kalla það niðurlægingarskeið. Nú á að skutla honum í sendiherradjobb; merkilegt hvað Sjálfstæðisflokkurinn telur sig skulda þessum manni.FallkandídatarÁrni Sigfússon tapaði tvívegis fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og er nú bæjarstjóri suður með sjó. Manni finnst eiginlega synd að honum hafi verið spilað út í tvennum kosningum þar sem hann átti ekki séns. Annars hefði hann kannski verið nothæfur í kosningunum á næsta ári. Framboð Björns Bjarnasonar í borginni var bakslag á ferli hans sem hann jafnar sig seint á; það var einhvers stærsta reikningsvilla í pólitík seinni ára þegar fjölmiðlamenn og fylgismenn Björns ofmátu stöðu hans gjörsamlega.Djásnið í krúnunniAf er sem áður var að borgarstjóraembættið var leiðin í feitasta djobbið á Íslandi, sjálft forsætisráðuneytið. Þá leið fóru Bjarni Ben, Gunnar Thor, Geir Hallgrímsson, Davíð Oddsson. Þetta var þegar Reykjavík var hornsteinninn í valdakerfi Sjálfstæðisflokksins, sjálft djásnið í krúnunni.Hvar eru gömlu töfrarnir?Samt er nóg af fólki sem vill leiða þennan lista – en ekkert af því virðist nógu afgerandi til að geta unnið sigurinn sem flokkurinn lætur dreyma sig um. Gömlu töfrarnir eru ekki til staðar lengur. Vilhjálmur Vilhjálmsson er ágætlega traustur maður, en hann virkar kerfislegur og er laus við kjörþokka. Gísli Marteinn á hóp öflugra vina sem vilja koma honum alla leið í borgarstjórastólinn. Allir þekkja Gísla, en enn sem komið er þykir hann of léttvægur – þeir sem eru vanir honum í sjónvarpi taka ekki alveg mark á honum sem stjórnmálamanni. Það breytist varla á stuttum tíma.Júlíus Vífill Ingvarsson er kominn aftur á stúfana. Hann geldur þess að hann er óþekktur - fæstir Reykvíkingar þekkja hann á götu. Hann þarf að taka stóran rúnt í spjallþáttunum til að breyta því. Enginn veit fyrir hvað hann stendur. Þá má auðvitað ekki gleyma Guðlaugi Þór Þórðarssyni sem er sífellt að reka R-listann á gat í borgarstjórninni og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem hugsar ábyggilega sem svo – af hverju ekki ég?Er Davíð eina vonin?Kristinn H. Gunnarsson skrifar vangaveltur á heimasíðu sína þar sem hann segir að eina von Sjálfstæðisflokksins til að vinna borgina sé að Davíð Oddsson snúi þangað aftur. Ég stakk reyndar upp á því fyrir síðustu kosningar að hann og Ingibjörg Sólrún hefðu vistaskipti, hann færi í borgina og hún í ríkisstjórn. Það væri altént smá tilbreyting.Margir sjá borgarstjóratíð Davíðs í ljóma; rámar í að þá hafi verið mikill blómskeið í borginn. Það er líklega ofmælt. En Davíð var þó laus við ráðleysið og ákvarðanafælnina sem einkennir R-listann.Þreyta og stöðnunÉg skrifaði í grein um daginn að það væri stjórnmálakreppa í borginni. Hún birtist í vanahugsun, ótta við nýungar og í því að ekki er hlustað á nýjar hugmyndir. Það er farið í framkvæmdir sem virka óskiljanlegar – bara til að gera eitthvað. Það er mikil þreyta og stöðnun hjá stjórnvaldinu; hægfara embættismenn draga úr lífsþrótti og frumkvæði borgaranna. Helsta einkenni kreppunnar er þó að flokkarnir í borginni eru í raun sammála um allt, úthverfastefnan ræður algjörlega för.Húrra, ný hugsun!Þess vegna fyllist maður fögnuði þegar örlar á nýrri hugsun. Það liggur við að maður hrópi húrra! Tillögur sjálfstæðismanna um byggð í Engey og Akurey og uppfyllingar þar í kring virka róttækar – en kannski eru þær það þó ekki. Máski er þetta bara skynsemi. Sumt af þessu sést áður, en hugmyndirnar eru ekkert verri fyrir það. Úrtölumenn eru þegar byrjaðir að fussa og sveia, en er eitthvað fráleitara að byggja úti í eyjunum og meðfram sundunum en langt upp til fjalla?Maður bíður svo eftir að spretti upp náttúruverndarmenn sem finna varp á þessum stöðum eða einhverjar stórkostlegar náttúruperlur sem ekki má hrófla við. Þeir munu láta í sér heyra - sannið til.Byggð í ViðeySjálfstæðismenn leggja líka til að byggt verði í Viðey. Það er kominn tími til. Viðey var aldrei óbyggð náttúruvin. Þar hafa meira að segja verið verksmiðjur. Í rauninni mætti byggja miklu þéttar og hærra upp í loftið úti í eyjunni en sést í tillögum Sjálfstðisflokksins.Með þessum hugmyndum gæti myndast meira jafnvægi í byggðinni. Hún yrði dreifð í kringum miðbæ sem er eðlilegur kjarni bæjarins – sögulega, menningalega og pólitískt – en ekki bara strik, eins og þorpsgata með ótal botnlöngum sem endar uppi á heiðum.Óttinn við sturluÞað er samt hugleysi hjá sjálfstæðismönnum að leggja ekki í að hrófla við Reykjavíkurflugvelli. Tal þeirra um að málið verði skoðað vandlega hljómar líkt og þeir muni á endanum skrifa undir hina arfavondu málamiðlun R-listans – örlítinn samdrátt í flugbrautunum, nýja flugstöð og byggð á skæklum þarna í kring.Gísli Marteinn má þó eiga það að hann segist vilja flugvöllinn burt – það er partur af hugsun nýrrar kynslóðar sem hann boðar í viðhafnarviðtalinu við Moggann. Flestir hinir borgarfulltrúarnir virðast vera of hræddir við Sturlu til að hafa skoðun á málinu. Það er þó óþarfi – ráðherra sem nýtur jafn lítils álits og hans er pappírstígrisdýr.Samningaþref R-listansÁ sama tíma er R-listinn að reyna að semja sig saman í fjórða skiptið. Ýmsir forystumenn í Framsóknarflokki hafa sagt að þeir vilji ekki R-listann áfram, Framsókn eigi að bjóða fram sér. Eins og stendur myndi það líklega þýða að flokkurinn þurrkaðist út í Reykjavík. Hann var með sirka fimm prósent síðast þegar fylgi flokkanna var kannað.Samfylkingin vill stærri hlut en áður, heimtar prófkjör. Eðlilega, hún hefur fjöldafylgi í borginni. Hjá Vinstri grænum virðist villta vinstrið hafa náð yfirhöndinni meðan Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi brá sér af bæ. Róttæklingurinn Sverrir Jakobsson kemur allt í einu fram sem leiðtogi í fjölmiðlum.Að leiða íhaldið til valdaEf R-listinn starfar ekki áfram verður að því spurt hver sprengdi samstarfið. Það vill helst enginn hafa það á samviskunni að hafa "leitt íhaldið til valda" í Reykjavík. Því fyrst og fremst er R-listinn bandalag um að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Eftir ellefu ára valdasetu er ansi holur hljómur í því þegar Vinstri grænir segja að R-listinn hafi alltaf snúist um málefni.Andstaðan við álverÞessa dagana er það sett upp sem frágangssök hjá Vinstri grænum hvort Orkuveita Reykjavíkur selur rafmagn til álvera. Þetta sýnir glöggt að það eru menntamenn í Reykjavík sem ráða ferðinni í Vinstri grænum – nokkuð dæmigerðir borgarradikalar. Voru Vinstri grænir ekki aðallega á móti vatnsaflsvirkjunum til skamms tíma? Hefur það nú verið yfirfært í almenna andstöðu við álver? Býður áliðnaðurinn ekki einmitt upp á vel launuð störf fyrir ófaglært fólk?Það er ekki hægt að halda því fram að ríkisstjórni sé sérlega hugmyndarík í atvinnumálum. Hins vegar hlýtur maður að spyrja flokk eins og Vinstri græna hvaða hugmyndir þeir bjóði upp á aðrar – til dæmis fyrir verkafólk á Suðurnesjum? Það geta ekki allir fundið störf við sitt hæfi í Reykjavíkurakademíunni.Hrein vinstri áraAnnars er Reykjavík eini staðurinn þar sem Vinstri grænir eru ekki í stjórnarandstöðu. Þetta er hlutskipti sem Sverri Jakobssyni og félögum hans á Múrnum þykir ágætt. Þeir vilja fyrir alla muni halda vinstri árunni hreinni. Steingrímur J. hefur hins vegar meiri metnað. Hann þekkir hvernig það er að vera í ríkisstjórn og langar að leiða flokk sinn til raunverulegra áhrifa, jafnvel þótt það þýði að bakka aðeins frá hreinstefnunni. Steingrímur er heldur ekki búinn að gleyma óförum flokks síns í síðustu sveitarstjórnakosningum og því hvað hann fékk lítið fylgi úti á landi síðast þegar var kosið til þings.Á hinn bóginn er einn vandi Vinstri grænna sá að þeir komast varla til valda nema sem einhvers konar viðhengi við Samfylkinguna. Þetta finnst þeim ill tihugsun enda er andúðin á Samfylkingunni óvíða meiri en hjá Vinstri grænum. Múrverjar túlka sjónarmið margra flokksmanna þegar þeir finna henni allt til foráttu; þeir þola illa stærð hennar, hentistefnu og tilkall til að leiða vinstri vænginn.Ekki byrja strax!Kosningabaráttan er að hefjast, sagði ungur fréttamaður á einni sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi eftir að sjálfstæðismenn höfuðu kynnt skipulagshugmyndir sínar. Maður hugsaði – ónei, það er heilt ár í kosningarnar! Ekki byrja strax!Síðast hófst kosningabaráttan alltof snemmma, allir voru orðnir dauðleiðir þegar loks var kosið um vorið. Það á að reyna að hlífa kjósendum við að slíkt endurtaki sig. Hins vegar er maður farinn að binda smá vonir við þessar kosningar. Líklega verður kosið um skipulagsmálin. Vinstri flokkarnir þurfa nú að svara hugmyndum sjálfstæðismanna – helst toppa þær. Þetta gæti jafnvel verið upphafið að einhverju.... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun
Birtist í DV 28. maí 2005 Sagan segir að þetta hafi gerst einhvern veginn svona. Hópur fólks úr Sjálfstæðisflokknum, einkum konur, fer á fund Ásdísar Höllu Bragadóttur. Fólkið hefur fengið tilskilin leyfi hjá Davíð Oddssyni. Hópnum er boðið inn í stofu í Garðabænum. Eiginmaður Ásdísar býðst til að fara fram með börnin. Það er boðið upp á kaffi. Þetta fer mjög hæversklega fram, fólkið ætlar aldrei að koma sér að efninu. Allir vita þó um hvað málið snýst, mikilvægi þess. Ýmis mál eru reifuð, það er farið vítt og breitt yfir stöðuna í stjórnmálunum, en loks kemur aðalatriðið fram. Tilgangur ferðarinnar í Garðabæ er að bjóða Ásdísi Höllu að vera í forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum að ári. Henni er gerð grein fyrir því að hún muni geta haft sigur í kosningunum – hún sé akkúrat manneskjan til að leiða flokkinn.Komin í vinnuÁsdís Halla hlustar á þetta lengi vel, gefur ekki neitt upp, situr með þennan sposka svip sem hún hefur. Loks, eftir svona klukkustund af þessu þófi, kveður hún upp með þetta:– "Ég er búin að ráða mig í vinnu."Ekki eftirsótt djobbÞetta segir sagan að minnsta kosti. Punkturinn er að Ásdísi Höllu, þessum bráðefnilega stjórnmálamanni, finnst ekki spennandi að koma til Reykjavíkur og reyna að vinna borgina fyrir flokk sinn. Hún vill frekar selja skrúfur og hefla í Byko.Maður láir henni svosem ekki. Síðustu þrjú borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins hafa farið flatt á framboði sínu. Markús Örn Antonsson hvarf aftur inn í útvarp, hóf síðara tímabil sitt sem útvarpsstjóri – það er varla ofmælt að kalla það niðurlægingarskeið. Nú á að skutla honum í sendiherradjobb; merkilegt hvað Sjálfstæðisflokkurinn telur sig skulda þessum manni.FallkandídatarÁrni Sigfússon tapaði tvívegis fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og er nú bæjarstjóri suður með sjó. Manni finnst eiginlega synd að honum hafi verið spilað út í tvennum kosningum þar sem hann átti ekki séns. Annars hefði hann kannski verið nothæfur í kosningunum á næsta ári. Framboð Björns Bjarnasonar í borginni var bakslag á ferli hans sem hann jafnar sig seint á; það var einhvers stærsta reikningsvilla í pólitík seinni ára þegar fjölmiðlamenn og fylgismenn Björns ofmátu stöðu hans gjörsamlega.Djásnið í krúnunniAf er sem áður var að borgarstjóraembættið var leiðin í feitasta djobbið á Íslandi, sjálft forsætisráðuneytið. Þá leið fóru Bjarni Ben, Gunnar Thor, Geir Hallgrímsson, Davíð Oddsson. Þetta var þegar Reykjavík var hornsteinninn í valdakerfi Sjálfstæðisflokksins, sjálft djásnið í krúnunni.Hvar eru gömlu töfrarnir?Samt er nóg af fólki sem vill leiða þennan lista – en ekkert af því virðist nógu afgerandi til að geta unnið sigurinn sem flokkurinn lætur dreyma sig um. Gömlu töfrarnir eru ekki til staðar lengur. Vilhjálmur Vilhjálmsson er ágætlega traustur maður, en hann virkar kerfislegur og er laus við kjörþokka. Gísli Marteinn á hóp öflugra vina sem vilja koma honum alla leið í borgarstjórastólinn. Allir þekkja Gísla, en enn sem komið er þykir hann of léttvægur – þeir sem eru vanir honum í sjónvarpi taka ekki alveg mark á honum sem stjórnmálamanni. Það breytist varla á stuttum tíma.Júlíus Vífill Ingvarsson er kominn aftur á stúfana. Hann geldur þess að hann er óþekktur - fæstir Reykvíkingar þekkja hann á götu. Hann þarf að taka stóran rúnt í spjallþáttunum til að breyta því. Enginn veit fyrir hvað hann stendur. Þá má auðvitað ekki gleyma Guðlaugi Þór Þórðarssyni sem er sífellt að reka R-listann á gat í borgarstjórninni og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem hugsar ábyggilega sem svo – af hverju ekki ég?Er Davíð eina vonin?Kristinn H. Gunnarsson skrifar vangaveltur á heimasíðu sína þar sem hann segir að eina von Sjálfstæðisflokksins til að vinna borgina sé að Davíð Oddsson snúi þangað aftur. Ég stakk reyndar upp á því fyrir síðustu kosningar að hann og Ingibjörg Sólrún hefðu vistaskipti, hann færi í borgina og hún í ríkisstjórn. Það væri altént smá tilbreyting.Margir sjá borgarstjóratíð Davíðs í ljóma; rámar í að þá hafi verið mikill blómskeið í borginn. Það er líklega ofmælt. En Davíð var þó laus við ráðleysið og ákvarðanafælnina sem einkennir R-listann.Þreyta og stöðnunÉg skrifaði í grein um daginn að það væri stjórnmálakreppa í borginni. Hún birtist í vanahugsun, ótta við nýungar og í því að ekki er hlustað á nýjar hugmyndir. Það er farið í framkvæmdir sem virka óskiljanlegar – bara til að gera eitthvað. Það er mikil þreyta og stöðnun hjá stjórnvaldinu; hægfara embættismenn draga úr lífsþrótti og frumkvæði borgaranna. Helsta einkenni kreppunnar er þó að flokkarnir í borginni eru í raun sammála um allt, úthverfastefnan ræður algjörlega för.Húrra, ný hugsun!Þess vegna fyllist maður fögnuði þegar örlar á nýrri hugsun. Það liggur við að maður hrópi húrra! Tillögur sjálfstæðismanna um byggð í Engey og Akurey og uppfyllingar þar í kring virka róttækar – en kannski eru þær það þó ekki. Máski er þetta bara skynsemi. Sumt af þessu sést áður, en hugmyndirnar eru ekkert verri fyrir það. Úrtölumenn eru þegar byrjaðir að fussa og sveia, en er eitthvað fráleitara að byggja úti í eyjunum og meðfram sundunum en langt upp til fjalla?Maður bíður svo eftir að spretti upp náttúruverndarmenn sem finna varp á þessum stöðum eða einhverjar stórkostlegar náttúruperlur sem ekki má hrófla við. Þeir munu láta í sér heyra - sannið til.Byggð í ViðeySjálfstæðismenn leggja líka til að byggt verði í Viðey. Það er kominn tími til. Viðey var aldrei óbyggð náttúruvin. Þar hafa meira að segja verið verksmiðjur. Í rauninni mætti byggja miklu þéttar og hærra upp í loftið úti í eyjunni en sést í tillögum Sjálfstðisflokksins.Með þessum hugmyndum gæti myndast meira jafnvægi í byggðinni. Hún yrði dreifð í kringum miðbæ sem er eðlilegur kjarni bæjarins – sögulega, menningalega og pólitískt – en ekki bara strik, eins og þorpsgata með ótal botnlöngum sem endar uppi á heiðum.Óttinn við sturluÞað er samt hugleysi hjá sjálfstæðismönnum að leggja ekki í að hrófla við Reykjavíkurflugvelli. Tal þeirra um að málið verði skoðað vandlega hljómar líkt og þeir muni á endanum skrifa undir hina arfavondu málamiðlun R-listans – örlítinn samdrátt í flugbrautunum, nýja flugstöð og byggð á skæklum þarna í kring.Gísli Marteinn má þó eiga það að hann segist vilja flugvöllinn burt – það er partur af hugsun nýrrar kynslóðar sem hann boðar í viðhafnarviðtalinu við Moggann. Flestir hinir borgarfulltrúarnir virðast vera of hræddir við Sturlu til að hafa skoðun á málinu. Það er þó óþarfi – ráðherra sem nýtur jafn lítils álits og hans er pappírstígrisdýr.Samningaþref R-listansÁ sama tíma er R-listinn að reyna að semja sig saman í fjórða skiptið. Ýmsir forystumenn í Framsóknarflokki hafa sagt að þeir vilji ekki R-listann áfram, Framsókn eigi að bjóða fram sér. Eins og stendur myndi það líklega þýða að flokkurinn þurrkaðist út í Reykjavík. Hann var með sirka fimm prósent síðast þegar fylgi flokkanna var kannað.Samfylkingin vill stærri hlut en áður, heimtar prófkjör. Eðlilega, hún hefur fjöldafylgi í borginni. Hjá Vinstri grænum virðist villta vinstrið hafa náð yfirhöndinni meðan Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi brá sér af bæ. Róttæklingurinn Sverrir Jakobsson kemur allt í einu fram sem leiðtogi í fjölmiðlum.Að leiða íhaldið til valdaEf R-listinn starfar ekki áfram verður að því spurt hver sprengdi samstarfið. Það vill helst enginn hafa það á samviskunni að hafa "leitt íhaldið til valda" í Reykjavík. Því fyrst og fremst er R-listinn bandalag um að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Eftir ellefu ára valdasetu er ansi holur hljómur í því þegar Vinstri grænir segja að R-listinn hafi alltaf snúist um málefni.Andstaðan við álverÞessa dagana er það sett upp sem frágangssök hjá Vinstri grænum hvort Orkuveita Reykjavíkur selur rafmagn til álvera. Þetta sýnir glöggt að það eru menntamenn í Reykjavík sem ráða ferðinni í Vinstri grænum – nokkuð dæmigerðir borgarradikalar. Voru Vinstri grænir ekki aðallega á móti vatnsaflsvirkjunum til skamms tíma? Hefur það nú verið yfirfært í almenna andstöðu við álver? Býður áliðnaðurinn ekki einmitt upp á vel launuð störf fyrir ófaglært fólk?Það er ekki hægt að halda því fram að ríkisstjórni sé sérlega hugmyndarík í atvinnumálum. Hins vegar hlýtur maður að spyrja flokk eins og Vinstri græna hvaða hugmyndir þeir bjóði upp á aðrar – til dæmis fyrir verkafólk á Suðurnesjum? Það geta ekki allir fundið störf við sitt hæfi í Reykjavíkurakademíunni.Hrein vinstri áraAnnars er Reykjavík eini staðurinn þar sem Vinstri grænir eru ekki í stjórnarandstöðu. Þetta er hlutskipti sem Sverri Jakobssyni og félögum hans á Múrnum þykir ágætt. Þeir vilja fyrir alla muni halda vinstri árunni hreinni. Steingrímur J. hefur hins vegar meiri metnað. Hann þekkir hvernig það er að vera í ríkisstjórn og langar að leiða flokk sinn til raunverulegra áhrifa, jafnvel þótt það þýði að bakka aðeins frá hreinstefnunni. Steingrímur er heldur ekki búinn að gleyma óförum flokks síns í síðustu sveitarstjórnakosningum og því hvað hann fékk lítið fylgi úti á landi síðast þegar var kosið til þings.Á hinn bóginn er einn vandi Vinstri grænna sá að þeir komast varla til valda nema sem einhvers konar viðhengi við Samfylkinguna. Þetta finnst þeim ill tihugsun enda er andúðin á Samfylkingunni óvíða meiri en hjá Vinstri grænum. Múrverjar túlka sjónarmið margra flokksmanna þegar þeir finna henni allt til foráttu; þeir þola illa stærð hennar, hentistefnu og tilkall til að leiða vinstri vænginn.Ekki byrja strax!Kosningabaráttan er að hefjast, sagði ungur fréttamaður á einni sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi eftir að sjálfstæðismenn höfuðu kynnt skipulagshugmyndir sínar. Maður hugsaði – ónei, það er heilt ár í kosningarnar! Ekki byrja strax!Síðast hófst kosningabaráttan alltof snemmma, allir voru orðnir dauðleiðir þegar loks var kosið um vorið. Það á að reyna að hlífa kjósendum við að slíkt endurtaki sig. Hins vegar er maður farinn að binda smá vonir við þessar kosningar. Líklega verður kosið um skipulagsmálin. Vinstri flokkarnir þurfa nú að svara hugmyndum sjálfstæðismanna – helst toppa þær. Þetta gæti jafnvel verið upphafið að einhverju....