Hvarf litla mannsins 2. október 2004 00:01 Birtist í DV 25. september 2004 Fyrir nokkru taldi ég saman hversu margar matvörubúðir hefðu verið í Vesturbænum þegar ég var að alast þar upp. Í svipinn mundi ég eftir tuttugu og fjórum búðum. Í og við Ásvallagötuna þar sem ég átti heima voru ekki færri en fjórar búðir, fyrir utan sérstaka mjólkurbúð, kjötverslun, fiskbúð og brauðbúð. Verkamannabústaðirnir voru heilt samfélag með verslunum - og meira að segja bókasafni. Á horni þar fyrir ofan var raftækjaverslun. Svo reyndi ég að átta mig á hversu margar búðir eru í Vesturbænum núna. Melabúðin er enn á sínum stað, en fyrir norðan Hringbrautina lafa held ég þrjár slíkar búðir. Jú, ég er reyndar að gleyma stóru Nóatúnsbúðinni í JL-húsinu og 10-11 búð vestur á Mýrargötu. Sumar af þessum búðum voru miklar menningarstofnanir og kaupmennirnir ógleymanlegir karakterar. Í Vestubænum var meira segja hermt að einn þeirra hefði gengið aftur eftir andlát sitt - eða réttar sagt ekið, því hann fór um hverfið á afturgenginni Renaultbifreið. Búðirnar sem enn lafa minna á gamla tíma og standa ágætlega fyrir sínu. Þar sem núna heitir Kjötborg á Ásvallagötu 19 hefur verið verslunarrekstur samfellt síðan 1929 og hét þá verslun Péturs Kristjánssonar. Síðasti kaupmaðurinn þar, Haraldur Kristjánsson, mikill sómamaður, er nýlátinn. Nú reka búðina bræðurnir Gunnar og Kristján; þeir eru upprunnir í Bústaðahverfinu en eru löngu orðnir lífið og sálin í þessum hluta Vesturbæjarins. Búðin þeirra gegnir margháttuðu hlutverki í samfélagi hverfisins. Hún er eiginlega ekki síður félagsmálastofnun en félagsmiðstöð. Þarna eru oft feiki fjörugar og andríkar samræður og kemur á óvart hversu fjölbreytt umræðuefnin eru. Gunnar og Kristján eru jafn nærgætnir, skilningsríkir og skemmtilegir við alla, börn fullorðna og gamalmenni, há og lága. Þeir sem standa höllumm fæti í samfélaginu fá skrifað og sleppa þá við að verða hungurmorða. Margir tel ég að gleymi að borga. Þeir þeytast með vörur út um allan bæ til þeirra sem ekki komast að heiman. Ég hef fyrir satt að þeir bræðurnir hafi meira að segja hjálpað til við að búa einstæðingum úr hópi viðskiptavina sinna sómasamlega útför. Ég hef samt grun um að kaupmenn af þessu tagi eigi ekki sjö dagana sæla. Krúsjoff aðalritari Sovétríkjanna sagði eitt sinn við Nixon sem þá var varaforseti Bandaríkjanna að allir kaupmenn væru þjófar. Þetta var þegar þeir hittustu í miðju kalda stríðinu. Nixon móðgaðist auðvitað, enda var hann kominn af smákaupmönnum. Krúsjoff hafði náttúrlega rangt fyrir sér eins og um annað. Í huga mínum hafa þessir kaupmenn ákveðinn hetjuljóma. Þeir eru tegund í útrýmingarhættu, þeir þurfa að beita ótrúlegri útsjónarsemi til að lifa af, þeir njóta engrar velvildar hjá þeim sem hafa völd í þessu samfélagi, en samt skrölta þeir, held ég aðallega með því að vinna allan sólahringinn og eiga kannski frí tvo daga á ári. Súpermarkaðir og stórfyrirtæki hafa tekið yfir. Það hefur orðið samfélagsbylting sem menn gefa ekki mikinn gaum. Nokkuð fjölmenn og vel megandi stétt hefur nánast verið að hverfa: smákaupmenn, litlir heildsalar, minni framleiðendur, einyrkjar. Andspænis verslunarrisunum á litli maðurinn ekki séns. Hér er það Baugur sem ræður ríkjum, í Bretlandi Tesco, í Bandaríkjunum heitir fyrirbærið Wal Mart. Stærð þess fyrirtækis er svo geigvænleg að það hefur áhrif á efnahagslíf um gervöll Bandaríkin. Hvergi er verðlag lægra, alþýða manna flykkist til að kaupa í Wal Mart, en margir hata það af heilum hug. Starfsmönnum keðjunnar sem eru á aðra milljón eru búin afar lök kjör. Þeir eru ekki í verkalýðsfélögum, hafa litlar heilsutryggingar - fyrirtækið sjálft hefur viðurkennt að þeir geti varla framfleytt fjölskyldum sínum á laununum. Í krafti stærðarinnar hefur Wal Mart kverkatak á framleiðendum, ekki bara í Bandaríkjunum, heldur út um alla veröld - það fer lang úr landi í leit að ódýrustu vörunum og vinnuaflinu. Fyrir tilstuðlan fyrirtækisins hafa ótal störf flust frá Bandaríkjunum til landa þriðja heimsins. Hvar sem keðjan fer er tilvera einyrkja, smáfyrirtækja og minni verslana í hættu - einatt kemur til harðra deilna þegar stofna á ný útibú Wal Mart. Þannig var ekki alls fyrir löngu haldin atkvæðagreiðsla í borginni Inglewood í Kaliforníu um hvort leyfa ætti keðjunni að opna þar verslunarmiðstöð á stærð við 17 fótboltavelli, með tilheyrandi láglaunastörfum og umróti í samfélaginu - niðurstaðan var sú að 65 prósent íbúanna voru á móti. Þeir vildu fremur reyna að varðveita innviði samfélags síns. Hér datt engum í hug að spyrja neinn leyfis þegar Smáralindin reis. Hún bara spratt upp - eftir á fóru menn svo aðeins að pæla í áhrifunum á samfélagið og umhverfið. Á þessu höfuðborgarsvæði búa um 160 þúsund hræður, það er enginn ógnarlegur mannfjöldi. Samt er varla nein leið að fara út í búð hérna lengur nema að setjast upp í bíl og keyra fram og aftur beljandi umferðargötur. Reykjavík er að fá æ meira svipmót bílaborganna í Ameríku, borga sem hafa engan miðbæ og þar sem aðaleinkennið er algjört einkennaleysi. Fólk sem hefur komið til Ameríku veit hvað svona borgir eru lítið skemmtilegar. Þar vill varla neinn búa nema hann sé beinlínis fæddur á staðnum. Á gömlum myndum sér maður ekki betur en að meiri borgarbragur hafi verið á Reykjavík fyrir mörgum áratugum, þótt íbúarnir hafi verið miklu færri. Hin svokallaða miðborg er varla heldur nema eitt lítið strik, þorpsgata milli tveggja ótrúlega ljótra torga, Hlemmsins og Ingólfstorgs. Verslunin er að dragast upp í miðbænum sem hefur mestanpart verið skilinn eftir sem vettvangur fyrir túrista og fyllibyttur - sumardvalarstaður og rauðljósahverfi. Sjálf ferðumst við núorðið mest allra þjóða. Við komum í erlendar borgir og líkt og aðrir túristar viljum við að þær séu fallegar og aðlaðandi. Ein uppáhaldsborg Íslendinga þessi misserin er Barcelona, einhver þéttbyggðasta borg í Evrópu. Við búum sjálf í þeirri strjálbýlustu. Hér virðist engum detta í hug að hægt sé að gera neitt til að takmarka bílaumferð. Hún bara er. Í umræðunni er stillt upp valkostunum Mislæg gatnamót eða Dauði. Enginn pælir í að þá myndast bara teppa við næstu gatnamót sem þurfa líka að verða mislæg. Borgin þenst upp um holt og hóla með óheyrilegum kostnaði. Þetta er að verða eins og risastórt bílastæði þar sem aldrei sést neitt kvikt á sveimi nema gegnum bílrúðu. Það er sagt að þurfi að setja tugi milljarða í umferðarmannvirki svo bílarnir geti haldið áfram að troðast um borgina. Maður spyr: Verða til peningar í eitthvað annað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Birtist í DV 25. september 2004 Fyrir nokkru taldi ég saman hversu margar matvörubúðir hefðu verið í Vesturbænum þegar ég var að alast þar upp. Í svipinn mundi ég eftir tuttugu og fjórum búðum. Í og við Ásvallagötuna þar sem ég átti heima voru ekki færri en fjórar búðir, fyrir utan sérstaka mjólkurbúð, kjötverslun, fiskbúð og brauðbúð. Verkamannabústaðirnir voru heilt samfélag með verslunum - og meira að segja bókasafni. Á horni þar fyrir ofan var raftækjaverslun. Svo reyndi ég að átta mig á hversu margar búðir eru í Vesturbænum núna. Melabúðin er enn á sínum stað, en fyrir norðan Hringbrautina lafa held ég þrjár slíkar búðir. Jú, ég er reyndar að gleyma stóru Nóatúnsbúðinni í JL-húsinu og 10-11 búð vestur á Mýrargötu. Sumar af þessum búðum voru miklar menningarstofnanir og kaupmennirnir ógleymanlegir karakterar. Í Vestubænum var meira segja hermt að einn þeirra hefði gengið aftur eftir andlát sitt - eða réttar sagt ekið, því hann fór um hverfið á afturgenginni Renaultbifreið. Búðirnar sem enn lafa minna á gamla tíma og standa ágætlega fyrir sínu. Þar sem núna heitir Kjötborg á Ásvallagötu 19 hefur verið verslunarrekstur samfellt síðan 1929 og hét þá verslun Péturs Kristjánssonar. Síðasti kaupmaðurinn þar, Haraldur Kristjánsson, mikill sómamaður, er nýlátinn. Nú reka búðina bræðurnir Gunnar og Kristján; þeir eru upprunnir í Bústaðahverfinu en eru löngu orðnir lífið og sálin í þessum hluta Vesturbæjarins. Búðin þeirra gegnir margháttuðu hlutverki í samfélagi hverfisins. Hún er eiginlega ekki síður félagsmálastofnun en félagsmiðstöð. Þarna eru oft feiki fjörugar og andríkar samræður og kemur á óvart hversu fjölbreytt umræðuefnin eru. Gunnar og Kristján eru jafn nærgætnir, skilningsríkir og skemmtilegir við alla, börn fullorðna og gamalmenni, há og lága. Þeir sem standa höllumm fæti í samfélaginu fá skrifað og sleppa þá við að verða hungurmorða. Margir tel ég að gleymi að borga. Þeir þeytast með vörur út um allan bæ til þeirra sem ekki komast að heiman. Ég hef fyrir satt að þeir bræðurnir hafi meira að segja hjálpað til við að búa einstæðingum úr hópi viðskiptavina sinna sómasamlega útför. Ég hef samt grun um að kaupmenn af þessu tagi eigi ekki sjö dagana sæla. Krúsjoff aðalritari Sovétríkjanna sagði eitt sinn við Nixon sem þá var varaforseti Bandaríkjanna að allir kaupmenn væru þjófar. Þetta var þegar þeir hittustu í miðju kalda stríðinu. Nixon móðgaðist auðvitað, enda var hann kominn af smákaupmönnum. Krúsjoff hafði náttúrlega rangt fyrir sér eins og um annað. Í huga mínum hafa þessir kaupmenn ákveðinn hetjuljóma. Þeir eru tegund í útrýmingarhættu, þeir þurfa að beita ótrúlegri útsjónarsemi til að lifa af, þeir njóta engrar velvildar hjá þeim sem hafa völd í þessu samfélagi, en samt skrölta þeir, held ég aðallega með því að vinna allan sólahringinn og eiga kannski frí tvo daga á ári. Súpermarkaðir og stórfyrirtæki hafa tekið yfir. Það hefur orðið samfélagsbylting sem menn gefa ekki mikinn gaum. Nokkuð fjölmenn og vel megandi stétt hefur nánast verið að hverfa: smákaupmenn, litlir heildsalar, minni framleiðendur, einyrkjar. Andspænis verslunarrisunum á litli maðurinn ekki séns. Hér er það Baugur sem ræður ríkjum, í Bretlandi Tesco, í Bandaríkjunum heitir fyrirbærið Wal Mart. Stærð þess fyrirtækis er svo geigvænleg að það hefur áhrif á efnahagslíf um gervöll Bandaríkin. Hvergi er verðlag lægra, alþýða manna flykkist til að kaupa í Wal Mart, en margir hata það af heilum hug. Starfsmönnum keðjunnar sem eru á aðra milljón eru búin afar lök kjör. Þeir eru ekki í verkalýðsfélögum, hafa litlar heilsutryggingar - fyrirtækið sjálft hefur viðurkennt að þeir geti varla framfleytt fjölskyldum sínum á laununum. Í krafti stærðarinnar hefur Wal Mart kverkatak á framleiðendum, ekki bara í Bandaríkjunum, heldur út um alla veröld - það fer lang úr landi í leit að ódýrustu vörunum og vinnuaflinu. Fyrir tilstuðlan fyrirtækisins hafa ótal störf flust frá Bandaríkjunum til landa þriðja heimsins. Hvar sem keðjan fer er tilvera einyrkja, smáfyrirtækja og minni verslana í hættu - einatt kemur til harðra deilna þegar stofna á ný útibú Wal Mart. Þannig var ekki alls fyrir löngu haldin atkvæðagreiðsla í borginni Inglewood í Kaliforníu um hvort leyfa ætti keðjunni að opna þar verslunarmiðstöð á stærð við 17 fótboltavelli, með tilheyrandi láglaunastörfum og umróti í samfélaginu - niðurstaðan var sú að 65 prósent íbúanna voru á móti. Þeir vildu fremur reyna að varðveita innviði samfélags síns. Hér datt engum í hug að spyrja neinn leyfis þegar Smáralindin reis. Hún bara spratt upp - eftir á fóru menn svo aðeins að pæla í áhrifunum á samfélagið og umhverfið. Á þessu höfuðborgarsvæði búa um 160 þúsund hræður, það er enginn ógnarlegur mannfjöldi. Samt er varla nein leið að fara út í búð hérna lengur nema að setjast upp í bíl og keyra fram og aftur beljandi umferðargötur. Reykjavík er að fá æ meira svipmót bílaborganna í Ameríku, borga sem hafa engan miðbæ og þar sem aðaleinkennið er algjört einkennaleysi. Fólk sem hefur komið til Ameríku veit hvað svona borgir eru lítið skemmtilegar. Þar vill varla neinn búa nema hann sé beinlínis fæddur á staðnum. Á gömlum myndum sér maður ekki betur en að meiri borgarbragur hafi verið á Reykjavík fyrir mörgum áratugum, þótt íbúarnir hafi verið miklu færri. Hin svokallaða miðborg er varla heldur nema eitt lítið strik, þorpsgata milli tveggja ótrúlega ljótra torga, Hlemmsins og Ingólfstorgs. Verslunin er að dragast upp í miðbænum sem hefur mestanpart verið skilinn eftir sem vettvangur fyrir túrista og fyllibyttur - sumardvalarstaður og rauðljósahverfi. Sjálf ferðumst við núorðið mest allra þjóða. Við komum í erlendar borgir og líkt og aðrir túristar viljum við að þær séu fallegar og aðlaðandi. Ein uppáhaldsborg Íslendinga þessi misserin er Barcelona, einhver þéttbyggðasta borg í Evrópu. Við búum sjálf í þeirri strjálbýlustu. Hér virðist engum detta í hug að hægt sé að gera neitt til að takmarka bílaumferð. Hún bara er. Í umræðunni er stillt upp valkostunum Mislæg gatnamót eða Dauði. Enginn pælir í að þá myndast bara teppa við næstu gatnamót sem þurfa líka að verða mislæg. Borgin þenst upp um holt og hóla með óheyrilegum kostnaði. Þetta er að verða eins og risastórt bílastæði þar sem aldrei sést neitt kvikt á sveimi nema gegnum bílrúðu. Það er sagt að þurfi að setja tugi milljarða í umferðarmannvirki svo bílarnir geti haldið áfram að troðast um borgina. Maður spyr: Verða til peningar í eitthvað annað?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun