Akureyri

Fréttamynd

Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla

Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni

Innlent
Fréttamynd

Hundar valda slysum á hestamönnum norðan heiða

Hestamaður á Akureyri slasaðist fyrir skömmu þegar laus hundur fældi hest undan honum. Nokkur viðlíka slys hafa orðið á fólki á undanförnum árum í hesthúsahverfum og á reiðleiðum við Akureyri en lausaganga hunda er bönnuð í bæjarlandinu.

Innlent
Fréttamynd

Akureyrarkaupstaður fær nýtt heiti

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að breyta skuli nafni Akureyrarkaupstaðar í Akureyrarbæ. Samþykktin er gerð með fyrirvara um jákvæða umsögn örnefnanefndar og staðfestingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Brenndist á andliti í lítilli sprengingu

Starfsmaður á vegum Olíudreifingar var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri með minniháttar brunasár eftir að lítil sprenging varð í bensíntanki við bensínstöð N1 við Hörgárbárbraut á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Færri umsóknir en í fyrra

Umsóknir í háskólanám við Háskólann á Akureyri eru eilítið færri en árið á undan. Umsóknarfrestur í flesta háskóla landsins rennur út á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert hraðaeftirlit í Vaðlaheiðargöngum

Hraðamyndavélar lögreglu hafa ekki enn verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en göngin hafa verið opin nú í tæpt hálft ár. Framkvæmdastjóri segir stutt í að búnaður verði settur upp en ökumenn almennt löghlýðna í göngunum.

Innlent
Fréttamynd

Fara heim daginn eftir aðgerð

Átak sem gert var á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur gert það að verkum að vel hefur tekist að skera niður biðlista eftir gerviliðaaðgerðum. Ekki er lengur meira en árs bið eftir aðgerð.

Innlent
Fréttamynd

Gengið „hægt en örugglega“ að ná Sóley að landi

Það er lyginni líkast hve vel hefur gengið að ná rækjutogaranum Sóley Sigurjóns GK200, frá Garði, að landi á Akureyri samkvæmt Finni Sigurbjörnssyni, skipstjóra á Múlabergi, en áhöfn skipsins tók Sóleyju í tog eftir að eldur kom upp þar um borð á föstudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi Sóleyjar

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar.

Innlent