Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2019 16:10 Koma verður í ljós hvernig brotthvarf Te & Kaffi í Hafnarstrætinu á Akureyri kemur við heimamenn. Já.is Kaffihús Te & kaffi verða ekki lengur að finna í verslunum Eymundsson um mánaðarmótin. Þetta staðfestir Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te & kaffi í samtali við fréttastofu. Kaffid.is greindi fyrst frá. Fyrirtækin hafa átt í samstarfi í þrettán ár á fjórum stöðum. Þremur verslunum Eymundsson í miðbæ Reykjavíkur og einu á Akureyri. Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. Til skoðunar er að opna nýtt útibú á Akureyri en ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum.Sáu ekki framtíðina sömu augum Guðmundur segir samstarf fyrirtækjanna undanfarin þrettán ára hafa verið gott. Auk reksturs kaffihúsanna hefur Penninn séð um sölu á kaffi á skrifstofumarkaði. „Það hefur hangið á einum og sama samningnum en sá samningur rann út í vor,“ segir Guðmundur. Samningaviðræður hafi staðið yfir fyrirtækjanna á milli undanfarin ár. „Það sem kom út úr því var hreinlega að menn sáu ekki framtíðina sömu augum.“Kaffihús Te & Kaffi á Lækjartorgi er áfram rekið í óbreyttri mynd sem og önnur níu útibú.Vísir/VilhelmVildu stokka upp Guðmundur segir staðina fjóra hafa gengið misvel í rekstri. Aðilar á veitingamarkaði hafi fundið fyrir ákveðnum erfiðleikum og Te & kaffi sé engin undantekning á því. „Við vildum stokka upp og semja á annan hátt en forsvarsmenn Pennans voru sáttir við. Menn sáu ekki grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi.“ Þótt samningar hafi runnið út í vor hafi verið ákveðið að halda áfram í sumar á meðan spáð yrði og spekúlerað. Þetta er svo niðurstaðan. Reiknar Guðmundur með að stöðunum verði lokað í áföngum á næstu vikum. „Við verðum farnir út í kringum mánaðarmótin. Sennilega fyrstu vikuna í september.“Úr þrettán í níu Te & kaffi rekur þessa stundina þrettán kaffihús svo eftir breytinguna verða níu eftir. „Það er alveg slatti að halda utan um,“ segir Guðmundur. Engar breytingar verða á rekstri annarra útibúa Te&kaffi og segir Guðmundur fyrirtækið halda uppteknum hætti. Sérstaklega verði skoðað að opna nýtt útibú fyrir norðan þótt það sé enn á byrjunarstigi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa forsvarsmenn Pennans til skoðunar að opna eigin kaffisölu í verslunum Eymundsson. „Með fullri virðingu fyrir því sem Penninn kemur til með að gera þá held ég að Akureyringar eigi eftir að sakna Te & kaffi,“ segir Guðmundur. Kaffihúsið hefur notið mikilla vinsælda en það er staðsett á besta stað í miðbænum. Ekkert plan sé á borðinu en þau séu með augun opin og gá hvort opnist spennandi möguleiki í höfuðborg norðursins.Hljóti að vera færri Íslendingar í miðbænum Guðmundur segir Te & kaffi fyrirtæki í sókn „þó svo að miðbærinn hafi undanfarin ár verið ströggl“. Te & Kaffi er með útibú í Aðalstræti, Lækjargötu og Laugavegi til viðbótar við þrjú útibú í Eymundsson á Skólavörðustíg og Laugavegi sem brátt heyra sögunni til. Guðmundur veltir nokkrum hlutum fyrir sér hvers vegna reksturinn í miðbænum gangi verr en áður. „Kauphegðun túristanna er öðruvísi og svo finnum við líka fyrir því að þeim hefur fækkað. Svo hlýtur að vera að komum Íslendinga í miðborgina sé eitthvað að fækka,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið hafi því horft til þess að opna frekar útibú á jaðrinum eins og í Borgartúni og Smáralind auk Hlemms. Þá gangi staðirnir í Kringlunni og Smáralind mjög vel og hafi stækkað verulega frá því sem áður var. Akureyri Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kaffihús Te & kaffi verða ekki lengur að finna í verslunum Eymundsson um mánaðarmótin. Þetta staðfestir Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te & kaffi í samtali við fréttastofu. Kaffid.is greindi fyrst frá. Fyrirtækin hafa átt í samstarfi í þrettán ár á fjórum stöðum. Þremur verslunum Eymundsson í miðbæ Reykjavíkur og einu á Akureyri. Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. Til skoðunar er að opna nýtt útibú á Akureyri en ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum.Sáu ekki framtíðina sömu augum Guðmundur segir samstarf fyrirtækjanna undanfarin þrettán ára hafa verið gott. Auk reksturs kaffihúsanna hefur Penninn séð um sölu á kaffi á skrifstofumarkaði. „Það hefur hangið á einum og sama samningnum en sá samningur rann út í vor,“ segir Guðmundur. Samningaviðræður hafi staðið yfir fyrirtækjanna á milli undanfarin ár. „Það sem kom út úr því var hreinlega að menn sáu ekki framtíðina sömu augum.“Kaffihús Te & Kaffi á Lækjartorgi er áfram rekið í óbreyttri mynd sem og önnur níu útibú.Vísir/VilhelmVildu stokka upp Guðmundur segir staðina fjóra hafa gengið misvel í rekstri. Aðilar á veitingamarkaði hafi fundið fyrir ákveðnum erfiðleikum og Te & kaffi sé engin undantekning á því. „Við vildum stokka upp og semja á annan hátt en forsvarsmenn Pennans voru sáttir við. Menn sáu ekki grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi.“ Þótt samningar hafi runnið út í vor hafi verið ákveðið að halda áfram í sumar á meðan spáð yrði og spekúlerað. Þetta er svo niðurstaðan. Reiknar Guðmundur með að stöðunum verði lokað í áföngum á næstu vikum. „Við verðum farnir út í kringum mánaðarmótin. Sennilega fyrstu vikuna í september.“Úr þrettán í níu Te & kaffi rekur þessa stundina þrettán kaffihús svo eftir breytinguna verða níu eftir. „Það er alveg slatti að halda utan um,“ segir Guðmundur. Engar breytingar verða á rekstri annarra útibúa Te&kaffi og segir Guðmundur fyrirtækið halda uppteknum hætti. Sérstaklega verði skoðað að opna nýtt útibú fyrir norðan þótt það sé enn á byrjunarstigi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa forsvarsmenn Pennans til skoðunar að opna eigin kaffisölu í verslunum Eymundsson. „Með fullri virðingu fyrir því sem Penninn kemur til með að gera þá held ég að Akureyringar eigi eftir að sakna Te & kaffi,“ segir Guðmundur. Kaffihúsið hefur notið mikilla vinsælda en það er staðsett á besta stað í miðbænum. Ekkert plan sé á borðinu en þau séu með augun opin og gá hvort opnist spennandi möguleiki í höfuðborg norðursins.Hljóti að vera færri Íslendingar í miðbænum Guðmundur segir Te & kaffi fyrirtæki í sókn „þó svo að miðbærinn hafi undanfarin ár verið ströggl“. Te & Kaffi er með útibú í Aðalstræti, Lækjargötu og Laugavegi til viðbótar við þrjú útibú í Eymundsson á Skólavörðustíg og Laugavegi sem brátt heyra sögunni til. Guðmundur veltir nokkrum hlutum fyrir sér hvers vegna reksturinn í miðbænum gangi verr en áður. „Kauphegðun túristanna er öðruvísi og svo finnum við líka fyrir því að þeim hefur fækkað. Svo hlýtur að vera að komum Íslendinga í miðborgina sé eitthvað að fækka,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið hafi því horft til þess að opna frekar útibú á jaðrinum eins og í Borgartúni og Smáralind auk Hlemms. Þá gangi staðirnir í Kringlunni og Smáralind mjög vel og hafi stækkað verulega frá því sem áður var.
Akureyri Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira