Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2019 11:37 Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. samsett mynd Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að reglulegt beint flug til og frá Akureyri sé stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Þannig myndi opnast önnur gátt inn í landið og erlendir ferðamenn fá raunhæfan valkost á að sækja landsbyggðina heim og dreifa álaginu um land allt. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi finni vel fyrir fækkun ferðamanna í sumar. Hún geri ráð fyrir að um 15% fækkun. Hún segir ferðamenn útiloka staðina fjærst höfuðborginni í sparnaðarskini og Norðurland lendi þar af leiðandi undir hnífnum. Erfitt sé að fá þá ferðamenn sem þó heimsækja Norðurland til að dvelja þar í meira en eina nótt.Uggandi yfir næstu misserum „Við erum uggandi yfir næstu misserum vegna þess að þetta hefur áhrif. Nú er auðvitað háannatími þar sem menn eru að reyna að ná inn sem mestu tekjum. Framundan er haust og vetur þar sem við erum ennþá með mikla árstíðarsveiflu sem við eigum eftir að sjá hvernig kemur út. Yfir vetratímann eru menn enn tregari til að fara út á land og eru að taka styttri ferðir,“ segir Arnheiður sem var í viðtali í Bítinu í gær. Hún telur ærið tilefni til að fara vel ofan í saumana á áhrifum gjaldþrots flugfélagsins WOW Air á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Mikilvægt sé að gera ráðstafanir fyrir veturinn og markaðssetja landið vel.Stækka þarf flughlaðið á Akureyrarflugvelli til að liðka fyrir millilandaflugi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbygging flugvallarins á Akureyri lykilatriði Ásthildur tekur undir með Arnheiði og segir ljóst að ferðmenn forðist að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu því mörgum finnist heldur dýrt á Íslandi. „Við höfum kallað mjög eftir frekari uppbyggingu á flugvellinum á Akureyri þannig að það sé hægt að vera með beint flug frá Evrópu til Akureyrar þannig að við dreifum ferðamönnum betur og þessa aðra gátt inn í landið,“ segir Ásthildur. Til þess að það verði að veruleika þyrfti að stækka flugstöðina og byggja upp flughlað þannig að hægt sé að lenda þotunum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki stórir peningar þegar við horfum á heildarhagsmunina og þess vegna er algjörlega óskiljanlegt að það sé ekki búið að leggja í þessa fjárfestingu.“ Ásthildur segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar séu rúmir þrír milljarðar. Það væri best að ráðast í þær sem allra fyrst til þess að uppbyggingin geti hafist sem allra fyrst. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að reglulegt beint flug til og frá Akureyri sé stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Þannig myndi opnast önnur gátt inn í landið og erlendir ferðamenn fá raunhæfan valkost á að sækja landsbyggðina heim og dreifa álaginu um land allt. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi finni vel fyrir fækkun ferðamanna í sumar. Hún geri ráð fyrir að um 15% fækkun. Hún segir ferðamenn útiloka staðina fjærst höfuðborginni í sparnaðarskini og Norðurland lendi þar af leiðandi undir hnífnum. Erfitt sé að fá þá ferðamenn sem þó heimsækja Norðurland til að dvelja þar í meira en eina nótt.Uggandi yfir næstu misserum „Við erum uggandi yfir næstu misserum vegna þess að þetta hefur áhrif. Nú er auðvitað háannatími þar sem menn eru að reyna að ná inn sem mestu tekjum. Framundan er haust og vetur þar sem við erum ennþá með mikla árstíðarsveiflu sem við eigum eftir að sjá hvernig kemur út. Yfir vetratímann eru menn enn tregari til að fara út á land og eru að taka styttri ferðir,“ segir Arnheiður sem var í viðtali í Bítinu í gær. Hún telur ærið tilefni til að fara vel ofan í saumana á áhrifum gjaldþrots flugfélagsins WOW Air á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Mikilvægt sé að gera ráðstafanir fyrir veturinn og markaðssetja landið vel.Stækka þarf flughlaðið á Akureyrarflugvelli til að liðka fyrir millilandaflugi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbygging flugvallarins á Akureyri lykilatriði Ásthildur tekur undir með Arnheiði og segir ljóst að ferðmenn forðist að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu því mörgum finnist heldur dýrt á Íslandi. „Við höfum kallað mjög eftir frekari uppbyggingu á flugvellinum á Akureyri þannig að það sé hægt að vera með beint flug frá Evrópu til Akureyrar þannig að við dreifum ferðamönnum betur og þessa aðra gátt inn í landið,“ segir Ásthildur. Til þess að það verði að veruleika þyrfti að stækka flugstöðina og byggja upp flughlað þannig að hægt sé að lenda þotunum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki stórir peningar þegar við horfum á heildarhagsmunina og þess vegna er algjörlega óskiljanlegt að það sé ekki búið að leggja í þessa fjárfestingu.“ Ásthildur segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar séu rúmir þrír milljarðar. Það væri best að ráðast í þær sem allra fyrst til þess að uppbyggingin geti hafist sem allra fyrst.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00