Akureyri

Fréttamynd

Nýjasti raf­virki landsins fimm­tug með ofurkrafta

Andrea Margrét Þorvaldsdóttir var á meðal þeirra sem útskrifuðust úr rafvirkjanámi við VMA síðastliðinn laugardag við hátíðlega athöfn. Hún skar sig úr nemendahópnum að því leyti að hún var orðin 47 ára gömul þegar hún hóf námið. Hún segir ADHD gefa henni ofurkrafta til að komast yfir allt sem hún þarf að gera.

Lífið
Fréttamynd

Lög­reglan náði lausum grís

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um að grís eða lítið svín sem virðist hafa sloppið og hafnað í bakgarði í Kjarnagötu á Akureyri. Ekki liggur fyrir hver eigandi gríssins er eða þá hvernig grísnum tókst að sleppa.

Innlent
Fréttamynd

Stefna ís­lenska ríkinu vegna and­láts tveggja ára dóttur

Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna.

Innlent
Fréttamynd

Kaupa Ís­lensk verð­bréf

Skagi, móðurfélag Vátryggingafélags Íslands, hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa um kaup Skaga á 97,07 prósent hlutafjár í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunaður um að valda konunni á­verkum sem leiddu hana til dauða

Héraðsdómur Norðurlands eystra staðfesti í dag kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri í lok aprílmánaðar. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Barn á Akur­eyri greindist með kíg­hósta

Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Heims­met Japanans gildir ekki

291 meters skíðastökk Japanans Ryoyu Kobayashi í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær verður ekki skráð sem heimsmet þó að það hafi verið lengra en gildandi heimsmet. Alþjóðaskíðasambandið segir stökkið ekki hafa uppfyllt skilyrði þess.

Sport
Fréttamynd

Japaninn sló heims­met í Hlíðar­fjalli

Japaninn Ryoyu Kobayashi sló í dag heimsmet í skíðastökki þegar hann stökk 291 metra í Hlíðarfjalli á Akureyri. Metið fyrir tilraun Kobayashi var 253,5 metrar og í eigu Austurríkismannsins Stefan Kraft. 

Lífið
Fréttamynd

Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana

Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarð­hæðinni

Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um mann­dráp á Akur­eyri

Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

MA vann MORFÍs

Lið Menntaskólans á Akureyri bar sigur úr býtum í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, þetta árið. Úrslit fóru fram á föstudagskvöld í Háskólabíó.

Lífið
Fréttamynd

Hættir með Matar­gjafir á Akur­eyri með sorg í hjarta

Sigrún Steinarsdóttir hefur síðustu tíu ár rekið Facebook-hópinn Matargjafir á Akureyri og nágrenni. Í hópnum getur fólk séð hvaða matur er í boði í frískáp sem staðsettur er fyrir utan heima hjá henni auk þess sem það getur svo sent umsókn, til hennar, um að fá mataraðstoð í formi Bónuskorts.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar að ekki hafi verið leitað til heima­fólks

Rekstrarstjóri hljóðkerfa- og ljósaleigu á Akureyri segir óeðlilegt að tæki og tól sem notuð voru á árshátíð Landsvirkjunar hafi verið keyrð austur frá Reykjavík í stað þess að þau væru leigð af aðilum á Norðurlandi. Hann segir Þóru Arnórsdóttir fara með rangt mál þegar hún fullyrði að ferðin skili nærsamfélaginu tugum milljóna.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra stjörnu hótel opni við Skógar­böðin

Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um hönnun, uppbyggingu og rekstur fjögurra stjörnu hótels við hlið Skógarbaðanna í Eyjafirði. Hótelið verður með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir Eyjafjörðinn.

Viðskipti innlent